Tillaga um niðurfellingu allra skólagjalda kolfelld í borgarráði

Tillaga sem Líf Magneudóttir borgarfulltrúi Vinstri grænna lagði fyrir borgarráð fyrir sveitarstjórnarkosningar var felld á fyrsta fundi nýskipaðs borgarráðs. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins sagði tillögu Vinstri grænna popúlíska.

Líf Magneudóttir borgarfulltrúi Vinstri grænna.
Líf Magneudóttir borgarfulltrúi Vinstri grænna.
Auglýsing

Til­laga Lífar Magneu­dóttur borg­ar­full­trúa Vinstri grænna, um að Reykja­vík­ur­borg hætti með öllu að inn­heimta skóla­gjöld, var felld á fundi borg­ar­ráðs síð­asta föstu­dag. Ein­ungis full­trúi Sós­í­alista­flokks­ins í borg­ar­ráði greiddi atkvæði með til­lög­unni, en full­trúar nýja borg­ar­stjórnar meiri­hlut­ans og Sjálf­stæð­is­flokks­ins greiddu atkvæði gegn henni.

Líf lagði til­lög­una fram á fundi borg­ar­ráðs 5. maí, en hún var ekki tekin til afgreiðslu fyrr en undir lok síð­ustu viku, á fyrsta fundi nýskip­aðs borg­ar­ráðs. Líf, sem nú er orðin áheyrn­ar­full­trúi í borg­ar­ráði, lagði til­lög­una fram á meðan að kosn­inga­bar­átt­unni stóð og það gagn­rýndi Kol­brún Bald­urs­dótt­ir, sem er áheyrn­ar­full­trúi Flokks fólks­ins í borg­ar­ráði.

„Þessi til­laga Vinstri grænna er popúl­ísk til­laga og var sett fram korter fyrir kosn­ing­ar. Betra væri að styrkja þá sem eiga erfitt með að greiða,“ sagði í bókun Kol­brúnar á fundi borg­ar­ráðs. Hún sagði það „að auki sér­stakt að svona til­laga skuli koma frá full­trúa flokks sem setið hefur í meiri­hluta í fjögur ár“.

Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi Flokks fólksins. Mynd: Bára Huld Beck.

Í bókun sinni um málið sagði Líf Magneu­dóttir að sann­ar­lega hefðu leik­skóla­gjöld í Reykja­vík lækkað jafnt og þétt og væru með þeim lægstu í sam­an­burði við önnur sveit­ar­fé­lög, „þökk sé skýrri stefnu Vinstri grænna“.

Auglýsing

„Það á hins vegar að stíga skrefið til fulls og afnema með öllu gjald­töku fyrir grunn­menntun barna. Sam­fé­lags­leg og félags­leg áhrif þess að hætta að inn­heimta gjöld í mennta­kerf­inu; leik­skól­um, grunn­skólum og frí­stunda­heim­ilum verða seint metin til fjár og eiga stjórn­völd ekki að mis­muna börnum vegna tekna for­eldra þeirra,“ sagði einnig í bókun Lífar um mál­ið.

Mark­miðið verð­ugt, segir meiri­hlut­inn

Full­trúar meiri­hluta­flokk­anna fjög­urra, Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Fram­sókn­ar, Pírata og Við­reisn­ar, bentu á að leik­skóla­gjöld væru með allra lægsta móti í sam­an­burði við önnur sveit­ar­fé­lög og systk­ina­af­s­lætir væru „afar ríf­leg­ir“ sem auð­veld­aði fjöl­skyldum í borg­inni að hafa börnin sín á leik­skóla án mik­ils til­kostn­að­ar.

Einar Þorsteinsson er nýr formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar. Mynd: Bára Huld Beck.

„Það er sann­ar­lega verð­ugt mark­mið að leik­skólar verði gjald­frjálsir en til þess þarf að for­gangs­raða því fjár­magni sem borgin hefur til leik­skóla­mála með öðrum hætt­i,“ sagði í bókun meiri­hlut­ans.

Full­trúar Sjálf­stæð­is­flokks­ins sögðu að setja ætti aðra hluti í for­gang en að lækka gjöld á leik­skóla borg­ar­inn­ar. Í stað þess væri brýnt að bæta þjón­ustu þeirra. „Stytta þarf biðlista, brúa þarf bilið milli fæð­ing­ar­or­lofs og leik­skóla og leysa þarf mönn­un­ar­vand­ann. Metn­aður borg­ar­innar á að liggja í því að bjóða bestu leik­skóla­þjón­ust­una á sann­gjörnu verði – ekki að tryggja ódýr­ustu leik­skól­ana með verstu þjón­ust­una,“ sagði í bókun Hildar Björns­dóttur og Ragn­hildar Öldu M. Vil­hjálms­dótt­ur, sem sitja í borg­ar­ráði fyrir Sjálf­stæð­is­flokk­inn.

Eina atkvæðið í borg­ar­ráði sem féll til­lög­unni í vil var svo sem áður segir frá full­trúa Sós­í­alista­flokks­ins, Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. „Full­trúi Sós­í­alista styður heils­hugar þá til­lögu að borgin hætti að inn­heimta leik­skóla­gjöld. Öll menntun skal vera gjald­frjáls,“ sagði í bókun henn­ar.

Fyr­ir­sögn frétt­ar­innar var breytt: Áður sagði að til­laga Lífar hefði verið hríð­felld, en rétt­ara er að segja að hún hafi verið kol­felld.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Samkeppniseftirlitið ekki haft aðkomu að rannsókn á dótturfélagi Eimskips í Danmörku
Dönsk samkeppnisyfirvöld staðfesta að húsleit hafi farið fram hjá dótturfélagi Eimskips í Danmörku en vilja að öðru leyti ekki tjá sig um rannsókn málsins. Ekki hefur verið óskað eftir aðstoð Samkeppniseftirlitsins hér á landi við rannsóknina.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent