Vill listaverkið Svörtu keiluna fjarri Alþingishúsinu

Þingmaður Miðflokksins segir að það sé eitthvað „sérstaklega ónotalegt“ við það að minnisvarði um borgaralega óhlýðni sé beint fyrir framan löggjafarsamkundu þjóðarinnar.

Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins.
Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins.
Auglýsing

Berg­þór Óla­son þing­maður Mið­flokks­ins skorar á Birgi Ármanns­son for­seta Alþingis til að hlut­ast til um það að „grjót­hnull­ung­ur­inn“ – lista­verkið Svarta keilan – sem er fyrir utan Alþing­is­húsið verði fjar­lægð­ur.

Frá þessu greindi hann í ræðu á Alþingi í dag en hann hefur áður viðrað þessa skoðun sína á þingi.

Þing­mað­ur­inn rifj­aði upp að í jan­úar árið 2012 hefði verið komið fyrir risa­stórum „grjót­hnull­ungi“ fyrir utan Alþing­is­húsið sem kall­aður var Svarta keilan og átti að vera minn­is­varði um borg­ara­lega óhlýðni eftir lista­mann­inn Santi­ago Sierra.

Auglýsing

Lista­mað­ur­inn vildi minna á mik­il­vægi borg­ara­legra rétt­inda í lýð­ræð­is­sam­fé­lagi

Verkið var fyrst stað­sett á Aust­ur­velli en fljót­lega fært á horn Kirkju­strætis og Thor­vald­sens­stræt­is. Á vef Lista­safns Reykja­víkur segir að verkið sam­an­standi af 180 sm háum steini sem hefur verið klof­inn í tvennt með svartri keilu sem situr eftir í sprung­unni.

„Keilan vísar til svartra keilu­laga hatta sem spænski rann­sókn­ar­rétt­ur­inn lét sak­fellda menn bera í háð­ung­ar­skyni á 12. öld. Með verk­inu vill lista­mað­ur­inn minna á mik­il­vægi borg­ara­legra rétt­inda í lýð­ræð­is­sam­fé­lagi og þann rétt þegn­anna að neita því að hlýðn­ast órétt­látum lögum og kröfum yfir­valda.

Á minn­is­varð­anum er plata sem á er letruð á íslensku og ensku setn­ing úr Yfir­lýs­ingu um rétt­indi manna og borg­ara sem birt­ist sem for­máli að stjórn­ar­skránni sem franska þingið sam­þykkti árið 1793: „Þegar rík­is­stjórn brýtur á rétti þegn­anna, þá er upp­reisn helgasti réttur og ófrá­víkj­an­leg­asta skylda þegn­anna sem og hvers hluta þjóð­ar­inn­ar.“ Verkið var fyrst sett upp á Aust­ur­velli í jan­úar 2012 í tengslum við yfir­lits­sýn­ingu á heim­ild­ar­kvik­myndum og mynd­böndum Santi­agos Sierra í Hafn­ar­hús­i,“ segir á vef Lista­safns­ins.

Svarta keilan Mynd: Listasafn Reykjavíkur

Að sýn­ing­unni lok­inni bauð lista­mað­ur­inn Reykja­vík­ur­borg minn­is­varð­ann að gjöf og það þáði borg­ar­stjórn.

„Stað­setn­ing verks­ins við alþing­is­húsið og Aust­ur­völl er vel við hæfi því að alþing­is­húsið er helsta tákn lýð­ræðis á Íslandi og Aust­ur­völlur er stað­ur­inn þar sem almennir borg­arar koma saman til að mót­mæla þegar þeim þykir rík­is­valdið beita þá órétti. Verkið teng­ist umhverf­inu einnig í efn­isvali því að steinn­inn er grá­grýti eins og alþing­is­húsið sjálft og stöp­ull­inn undir styttu Jóns Sig­urðs­son­ar,“ segir enn fremur á vef Lista­safns­ins.

Von­ast til þess að þing­menn komi að „grjót­hreins­uðum Aust­ur­velli“ í haust

Berg­þór sagði í ræðu sinni að for­sætis­nefnd hefði alla tíð verið skyn­sam­lega þenkj­andi í þessu máli án þess að ná fram því mark­miði að hreinsa Aust­ur­völl af „þess­ari óværu“.

Hann hvatti for­seta Alþingis að horfa til þess að nýta sum­arið til að taka til framan við Alþing­is­hús­ið, að eiga sam­tal, ann­að­hvort sjálfur eða fá emb­ætt­is­mönnum það verk­efni, við Reykja­vík­ur­borg þar sem fund­inn yrði flötur á því að fjar­lægja „þetta svo­kall­aða lista­verk“ sem væri „hrein­asta hörm­ung“ í augum býsna margra.

„Það er eitt­hvað sér­stak­lega ónota­legt við það að minn­is­varði um borg­ara­lega óhlýðni sé beint fyrir framan lög­gjaf­ar­sam­kundu þjóð­ar­inn­ar.“

Hann sagð­ist að end­ingu von­ast til þess að þing­menn kæmu að „grjót­hreins­uðum Aust­ur­velli“ í haust.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halldór Benjamín Þorbergsson og Sólveig Anna Jónsdóttir.
Segir óbilgirnis- og harðlínustefnu hafa verið innleidda eftir að Halldór Benjamín tók við SA
Formaður Eflingar segir atvinnurekendur hafa verið hrifna af baráttulatri verkalýðsforystu. Í Icelandair-málinu hafi ASÍ ekki bara leyst gerendur undan grófu ásettningsbroti heldur opnað á að fyrirtækið fengi umbun í formi fjárfestingar úr lífeyrissjóðum.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sveinn Runólfsson og Andrés Arnalds
Hernaður Skógræktarinnar gegn náttúru Íslands
Kjarninn 18. ágúst 2022
Alls eru nú 665 börn sem verða 12 mánaða eða eldri þann 1. september á biðlista eftir plássi á leikskólum í Reykjavík.
Kynntu sex aðgerðir til að flýta innritun barna á leikskóla
Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í dag aðgerðaáætlun í sex liðum, sem ætluð er til þess að flýta innritun barna á leikskóla. Foreldrar ungra barna hafa sett mikinn þrýsting á borgarfulltrúa sökum þess að útgefnar áætlanir hafa ekki staðist.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdstjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, og fékk fyrir það um 3,9 milljónir króna á mánuði í fyrra.
Best launuðu hagsmunaverðirnir með hátt í fjórar milljónir króna á mánuði í fyrra
Framkvæmdastjóri hagsmunasamtaka sjávarútvegsfyrirtækja trónir á toppnum yfir þá hagsmunaverði sem voru með hæstu launin í fyrra. Laun stjórnenda hagsmunasamtaka eru miklu hærri en laun þeirra sem fara fyrir verkalýðsforystunni.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Rigningarvatn flæðir niður stiga á neðanjarðarlestarstöð í París í gær.
Himnarnir opnuðust – Mánaðarúrkoma féll á rúmum klukkutíma
Frakkar hafa líkt og fleiri íbúar á meginlandi Evrópu glímt við fordæmalausa hita og þurrka síðustu vikur og mánuði. Nú hefur orðið stórkostleg breyting þar á.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Davíð Oddsson er annar ritstjóra Morgunblaðsins og hefur verið það frá haustinu 2009.
Davíð Oddsson með 5,6 milljónir króna á mánuði – Í sérflokki á meðal fjölmiðlamanna
Alls voru tólf starfsmenn RÚV með yfir milljón á mánuði í fyrra og þann þrettánda vantaði einungis tvö þúsund krónur á mánuði til að slást í hópinn. Ritstjóri Viljans var með tæplega 4,5 milljónir króna á mánuði.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Kostnaður vegna aksturs þingmanna eykst um fjórar milljónir milli ára
Vilhjálmur Árnason er sá þingmaður sem taldi fram mesta aksturkostnað á fyrri hluta ársins. Hann sker sig einnig úr þar sem hann notar nánast einvörðungu eigin bíl á meðan að aðrir þingmenn nýta bílaleigubíla að uppistöðu.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir
Með Salek á sjálfstýringu: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar II
Kjarninn 18. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent