„Aðför að lýðræðinu“ – Vill að þingmannamál fái meiri athygli

Þingmaður Pírata skorar á formenn þingflokka og forseta Alþingis að finna leið til þess að þingmannamál fái meiri athygli og góðar hugmyndir nái fram jafnvel þó að þær komi ekki frá „lögfræðingum ráðuneytanna“.

Gísli Rafn Ólafsson þingmaður Pírata.
Gísli Rafn Ólafsson þingmaður Pírata.
Auglýsing

Gísli Rafn Ólafs­son þing­maður Pírata skorar á for­menn þing­flokk­anna og Birgi Ármanns­son for­seta Alþingis að finna leið til þess að lýð­ræðið fái að njóta sín – að þau mál sem þing­menn leggja fram fái meiri athygli og góðar hug­myndir nái fram jafn­vel þó að þær komi ekki frá „lög­fræð­ingum ráðu­neyt­anna“.

Þetta kom fram í máli hans undir liðnum störf þings­ins á Alþingi í dag en samið hefur verið um þing­lok í þess­ari viku.

„Hér komum við saman á næst­síð­asta degi þessa lög­gjaf­ar­þings. Næstu tvo sól­ar­hringa munum við sam­þykkja á færi­bandi frum­vörp og þings­á­lykt­un­ar­til­lögur sem samið hefur verið um að klára fyrir þing­lok. Næstum öll eiga þessi þing­mál það sam­eig­in­legt að þau eru stjórn­ar­mál, skrifuð af ráðu­neyt­um. Ein­ungis fjögur mál skrifuð af þing­mönn­um, svokölluð þing­manna­mál, hafa hlotið þá náð að fá umfjöllun og afgreiðslu úr nefnd,“ sagði hann.

Auglýsing

Skiptir engu hversu góð málin eru – þau fá ekki afgreiðslu

Þá benti Gísli Rafn á að þessi fjögur mál með fram­sögu­mönnum frá fjórum mis­mun­andi stjórn­ar­and­stöðu­flokkum myndu fá afgreiðslu úr nefnd sem hluti af þing­loka­samn­ing­um.

„Það er því miður þannig að und­an­farin ár hafa nær engin þing­manna­mál fengið afgreiðslu á þing­inu ef frá eru talin þau örfáu mál sem eru hluti af þing­loka­samn­ingum á hverju ári. Skiptir þá engu hversu góð málin eru eða hversu margir þing­menn eru með­flutn­ings­menn á mál­in­u,“ sagði hann og bætti því við að þessi þróun væri aðför að lýð­ræð­inu.

Mörg þing­manna­mál yrðu þannig til að kjós­andi eða kjós­endur hefðu sam­band við þing­menn og bentu þeim á brotala­mir í kerf­inu. Hann nefndi sem dæmi þing­mál Hildar Sverr­is­dótt­ur, þing­manns Sjálf­stæð­is­flokks­ins, um tækni­frjóvg­un, sem hann og þing­menn úr flestum flokkum væru með­flutn­ings­menn á.

„Þar er verið að upp­færa lög sem voru skrifuð á öðrum tímum þegar ein­ungis kon­um, giftum karl­mönn­um, var leyft að nýta sér þessa tækni. En jafn­vel þó að þarna sé um mik­il­vægar rétt­ar­bætur að ræða, jafn­vel þótt þarna sé breiður hópur þing­manna úr öllum flokkum á bak við frum­varp­ið, þá er það eitt af hinum mörgu málum sem enda í graf­reit góðra hug­mynda nú við þing­lok. Eina von okkar þing­manna sem lagt hefur fram 104 þing­manna­frum­vörp og 128 þings­á­lykt­un­ar­til­lögur er að eitt­hvað af því sem við leggjum fram sé pikkað upp af ráðu­neytum og nýtt seinna,“ sagði hann og skor­aði í lokin á for­menn þing­flokk­anna og for­seta Alþingis að finna leið til þess að lýð­ræðið fengi að njóta sín.

Meiri­hlut­inn ræður öllu

Björn Leví Gunn­ars­son kollegi Gísla Rafns í Pírötum fjall­aði einnig um störf þings­ins undir sama lið í dag.

„Þetta er vænt­an­lega síð­asta skiptið í bili sem þessi dag­skrár­lið­ur, störf þings­ins, er á dag­skrá. Ég vildi því kannski aðeins tala um störf þings­ins. Ég heyri oft sagt: „Af hverju virkar þingið eins og það ger­ir? Af hverju er ekki hægt að gera hlut­ina aðeins öðru­vísi, svona eða hinseg­in?“ Það er dálítið áhuga­vert svar við því,“ sagði hann.

Björn Leví Gunnarsson Mynd: Bára Huld Beck

Björn Leví útskýrði það þannig að stjórn­ar­fyr­ir­komu­lagið á Alþingi væri með þeim hætti að meiri­hlut­inn réði öllu. „Allar spurn­ingar um það hvernig hægt er að gera hlut­ina öðru­vísi bein­ast því að meiri hlut­an­um. Allt sem stjórn­ar­and­staðan gerir eru við­brögð við því sem meiri­hlut­inn ger­ir. Frum­kvæðið getur aldrei verið hjá stjórn­ar­and­stöð­unni, það virkar ekki þannig af því að meiri­hlut­inn ræður öllu. Það þýðir ýmis­legt. Meiri­hlut­inn segir kannski: „Nei, við ætlum bara að gera þetta svona hvað sem tautar og raular og sama hvaða rök eru í mál­in­u.“ Þá er það bara einn staður sem stjórn­ar­and­staðan getur mætt á til að segja hlut­ina eins og þeir eru, stundum undir rós eða eitt­hvað álíka, og það er í þennan ræðu­stól.

Þetta er eina tæki stjórn­ar­and­stöð­unnar til að reyna að hafa ein­hver áhrif á stjórn­ar­meiri­hlut­ann og reyna að ná til þeirra í eitt­hvert sam­tal þegar ekk­ert sam­tal er í boði. Stundum er það þannig að það er ein­fald­lega verið að láta stjórn­ar­and­stöð­una svitna, það er ein­hver trega­gangur í samn­inga­við­ræð­um. Þá er það bara útkljáð í því hversu lengi stjórn­ar­and­staðan þolir að tala í ein­hverju máli. Það þarf ekki að tengj­ast því máli sem verið er að ræða um. Það er bara ein­fald­lega svona: „Hér er patt­staða og hún er leyst með því að ein­hver fer upp í ræðu­stól þangað til patt­staðan leys­ist“,“ sagði þing­mað­ur­inn.

Hann sagði jafn­framt í lok ræðu sinnar að það væri merki­legt að átta sig á því hvað þetta þýddi í heild­ar­sam­heng­inu. „Það er, held ég, eitt­hvað sem við ættum að skoða aðeins bet­ur, að hafa fleiri úrræði til þess að útkljá samn­inga en bara það að ræðu­stóll Alþingis sé flösku­háls.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ásgeir Haraldsson
Landspítali háskólasjúkrahús?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Noregur er einn stærsti raforkuframleiðandi í heimi.
Noregur gæti neyðst til að takmarka útflutning á rafmagni
Stjórnvöld í Noregi segja til greina koma að draga úr áformuðum útflutningi á rafmagni til meginlands Evrópu. Orkuskortur blasir við vegna þess að uppistöðulón hafa ekki fyllst. Óvenjulegum þurrkum er um að kenna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti.
Fordæmalaus húsleit í Mar-a-Lago
Bandarískir alríkislögreglumenn framkvæmdu í gær húsleit á heimili Donalds Trump í Flórída og höfðu þaðan með sér einhver gögn. Aldrei fyrr hefur verið farið í löggæsluaðgerð af þessu tagi gegn fyrrverandi forseta Bandaríkjanna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Hygge
Hvað þýðir danska hugtakið hygge? Er það stig sem nær hærra en bara að hafa það kósí? Nær eitthvað íslenskt orð yfir það? Eða er um að ræða sérstaka danska heimspeki?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægsta tekjuhópnum ná ekki að leggja neitt fyrir, ganga á sparnað eða safna skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent