Að flytja Litla-Sandfell úr landi myndi auka losun, slíta vegum og fjölga slysum

Stofnanir ríkisins hafa sitt hvað út á áformaða námuvinnslu við Þrengslaveg að setja. Of lítið sé gert úr áhrifum aukinnar þungaumferðar og of mikið úr jákvæðum áhrifum á loftslag.

Litla-Sandfell stendur um 95 metra upp úr Leitahrauni í Þrengslunum.
Litla-Sandfell stendur um 95 metra upp úr Leitahrauni í Þrengslunum.
Auglýsing

Umferð um Þrengsla­veg er ekki eins­leit. Þunga­um­ferð um veg­inn mun ekki aukast um 8-11 pró­sent heldur 20 pró­sent. Lofts­lags­á­vinn­ingur sem ætlað er að koma fram í öðru landi getur ekki talist rök­stuðn­ingur fyrir umtals­verðum umhverf­is­á­hrifum á Íslandi. Fram­setn­ing á umfangi lofts­lags­á­vinn­ings er auk þess mis­vísandi.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í umsögnum nokk­urra rík­is­stofn­ana á umhverf­is­mats­skýrslu Eden Mining sem áformar umfangs­mikla námu­vinnslu úr Litla-Sand­felli í Þrengsl­um. Til stendur reyndar að fjar­lægja allt fjallið á næstu þrjá­tíu árum og senda mik­inn meiri­hluta þess úr landi til notk­unar í sem­ents­fram­leiðslu að sögn fram­kvæmda­að­ila.

Auglýsing

Stór­tæk námu­vinnsla í Litla-Sand­felli er því ekk­ert smá­mál. Heilt fjall, þótt lítið sé í sam­an­burði við sum önnur fjöll lands­ins, verður mulið nið­ur, flutt á stórum flutn­inga­bílum um Þrengsla­veg sem er mjór, stundum krappur og bratt­ur, og til Þor­láks­hafn­ar. Þar verður efnið úr Litla-Sand­felli unnið frekar og loks sent með skipum til Evr­ópu.

Vilja moka öllu fell­inu í burtu

Í stuttu máli er þetta lýs­ingin á fram­kvæmd­inni eins og hún birt­ist í umhverf­is­mats­skýrslu sem aug­lýst var til umsagna í lok sum­ars:

Eden Mining fyr­ir­hugar að vinna allt að 18 milljón rúmmetra af efni úr Litla-Sand­felli á þremur ára­tug­um. Ráð­gert er að moka öllu fell­inu í burtu. Efnið á að flytja með vöru­bílum til Þor­láks­hafnar og munu full­fermdir bílar aka leið­ina um 115 sinnum á dag og tómir til baka – alls 230 ferðir – um Þrengsla­veg­inn. Um 80 pró­sent alls efn­is­ins verður flutt úr landi.

Flutningsleiðin frá Litla-Sandfelli til verksmiðjunnar í Þorlákshöfn er fjórtán kílómetrar. Mynd: Úr umhverfismatsskýrslu

Sam­göngu­stofa telur að tíðni fram­úr­akst­urs muni aukast á kafl­anum milli Litla-Sand­fells og Þor­láks­hafnar þar sem um sé að ræða tölu­verða aukn­ingu á umferð stórra, þungra og hæg­fara bíla. „Sú aukn­ing mun óhjá­kvæmi­lega auka líkur á fram­úr­akstri sem hefur nei­kvæð áhrif á umferð­ar­ör­yggi á veg­kafl­an­um,“ segir í umsögn stofn­un­ar­inn­ar. „Að auki má búast við auk­inni hættu á að það brotni úr veg­köntum vegna fjölda þungra öku­tækja sem aka um veg­inn með til­heyr­andi nei­kvæðum áhrifum á umferð­ar­ör­ygg­i.“

Umsögn Vega­gerð­ar­innar er mun ítar­legri. Þar er m.a. gagn­rýnt að í umhverf­is­mats­skýrsl­unni, sem verk­fræði­stofan EFLA vann fyrir Eden Mining, sé talað um „eins­leita þjóð­vega­um­ferð“ á akst­ursleið­inni frá námu til hafn­ar. „Vega­gerðin telur ekki ljóst við hvað er átt með því en bendir á að við veg­inn er Rauf­ar­hóls­hellir sem er tals­vert sóttur af ferða­mönn­um.“

Í skýrsl­unni segi jafn­fram að umferð muni aukast um 8-11 pró­sent á kafla veg­ar­ins þar sem nú þegar er nokkuð um þunga­flutn­inga. „Ef gert er ráð fyrir að þunga­um­ferð sé um 10 pró­sent af heild­ar­um­ferð um veg­inn eins og algengt er á þjóð­vegum er ljóst að þunga­um­ferð mun tvö­faldast, verða ríf­lega 20 pró­sent af heild­ar­um­ferð,“ segir í leið­rétt­ingu Vega­gerð­ar­innar á þessum þætti skýrsl­unn­ar.

Auglýsing

Þá telur Vega­gerðin ekki rétt að akst­ursleiðin sé stutt og bein og án nokk­urra beygja eins og haldið er fram í skýrslu Eden Mining. Bendir stofn­unin á að kvart­anir hafi borist vegna þunga­flutn­inga, bæði frá sveit­ar­fé­lag­inu Ölf­usi sem og öku­mönn­um.

Áform­aðir flutn­ingar með efni úr Litla-Sand­felli gera það að verkum að flýta þyrfti vega­fram­kvæmdum sem fyr­ir­hugað var að ráð­ast í sam­kvæmt Sam­göngu­á­ætlun að um 8-12 árum liðn­um. Heild­ar­kostn­aður gæti orðið um 3,5 millj­arðar króna, að mati stofn­un­ar­inn­ar. Auk þess myndi við­halds­kostn­aður á Þrengsla­vegi aukast.

Þá tekur Vega­gerðin undir áhyggjur Sam­göngu­stofu og segir að veru­leg við­bót­ar­um­ferð þungra öku­tækja myndi hafa nei­kvæð áhrif á umferð­ar­ör­yggi. „Miðað við fyr­ir­hug­aða umferð má vænta að umferð­ar­slysum fjölgi um 1-2 á ári.“

Umtals­verð umhverf­is­á­hrif

Umhverf­is­stofnun telur að langvar­andi efn­istaka í Litla-Sand­felli ásamt mik­illi umferð vöru­bíla um Þrengsla­veg muni hafa umtals­verð umhverf­is­á­hrif í för með sér, bæði sjón­rænt sem og vegna auk­ins álags á inn­viði í þrjá ára­tugi. Stofn­unin telur að líta hefði þurft til sam­legð­ar­á­hrifa vegna stór­felldrar efn­is­töku sem fara mun fram í Lamba­felli, sem er í nágrenni Litla-Sand­fells, um ókomna fram­tíð. Hún telur val­kost B, skárri og þá sér­stak­lega ef unnt verður að fækka ferðum frá námunni með lengri vinnslu­tíma og minni sjón­rænum áhrifum efn­is­tök­unnar á Litla-Sand­felli.

Um­fangs­mikið vik­ur­nám er fyr­ir­hugað á Mýr­dals­sandi og yrði vikrinum ekið þaðan og að öllum lík­indum um Þrengsla­veg, sömu leið og áformað er að flytja efni úr Litla-Sand­felli um. „Allir þessir flutn­ingar verða við­bót við mikla þunga­flutn­inga sem þegar eru frá Þor­láks­höfn um Þrengsli að höf­uð­borg­ar­svæð­in­u,“ segir í umsögn Umhverf­is­stofn­un­ar.

Mestu áhrif flutn­ing­anna á loft­gæði verða ekki af hlass­inu, sem skal breiða yfir sam­kvæmt lög­um, heldur frá vöru­bíl­unum sjálf­um, útblæstri þeirra á t.d. sóti og nit­uroxíð-­sam­böndum en einnig efn­isögnum frá sliti á bremsu­borðum og dekkj­um. Einnig myndu flutn­ing­arnir auka upp­þyrlun vegryks frá veg­yf­ir­borði og stuðla þannig að auk­inni svifryks­meng­un. „Stórir bílar eru mun mik­il­virk­ari í að þyrla upp vegryki heldur en litlir bíl­ar.“ Talið er að einn stór flutn­inga­bíll slíti vegum á við að minnsta kosti 10 þús­und fólks­bíla.

Svona mun landslagið breytast. Á efstu myndinni er Litla-Sandfell áberandi en á þeirri neðstu er það horfið. Mynd: Úr umhverfismatsskýrslu

Í mats­skýrsl­unni kemur fram að til­gangur efn­is­tök­unnar sé að nýta meiri­hluta efn­is­ins sem stað­göngu­efni flug­ösku í sem­ents­fram­leiðslu. Í sam­an­tekt skýrsl­unnar um áhrif fram­kvæmd­ar­innar á lofts­lag kemur fram að árlega muni kolefn­islosun minnka um 663 milljón kíló koltví­oxíðs-í­gilda vegna steypu­fram­leiðslu þegar búið sé að taka losun vegna flutn­inga með í reikn­ing­inn. Er þar átt við að móberg úr Litla-Sand­felli muni koma í stað svo­kall­aðs sem­ents­gjalls.

Umhverf­is­stofnun telur þetta mis­vísandi fram­setn­ingu þar sem í skýrsl­unni komi fram að kolaaska sé nú þegar notuð sem íblönd­un­ar­efni í stað sem­ents­gjalls. Því sé þegar búið að ná þessum lofts­lags­á­vinn­ingi.

Í skýrsl­unni segir að fram­kvæmda­að­ili telji efn­is­vinnslu úr Litla-Sand­felli falla vel að stefnu stjórn­valda um vist­væna mann­virkja­gerð og mark­mið um að draga úr kolefn­islosun vegna bygg­inga á Íslandi. Umhverf­is­stofnun bendir hins vegar á að til standi að flytja mest allt efnið úr landi og því sé erfitt að sjá hvernig fram­kvæmdin myndi styðja við þessa stefnu stjórn­valda nema að litlu leyti.

Auglýsing

Í umhverf­is­mats­skýrsl­unni eru ein­ungis metin áhrif á losun á heims­vísu. „Eng­inn vafi er á því að þeir efn­is­flutn­ingar sem rætt er um í skýrsl­unni muni hafa áhrif til aukn­ingar los­unar hér á land­i,“ segir Umhverf­is­stofn­un. Það myndi ger­ast með þrennum hætti: Losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda vegna olíu­bruna vinnu­véla, vegna olíu­bruna vöru­flutn­inga­bíla og vegna olíu­bruna við skipa­flutn­inga efn­is­ins úr landi.

Ísland hefur skuld­bundið sig í gegnum EES-­sam­starf við Evr­ópu­sam­bandið og Noreg til að draga úr losun á beinni ábyrgð Íslands um 29 pró­sent árið 2030 miðað við árið 2005. Auk þess hafa stjórn­völd hér á landi sett sjálf­stæð mark­mið um að draga úr losun um 55 pró­sent árið 2030.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent