Matvælakreppan

„Vandi vistkerfanna er líka vandi hagkerfanna,“ skrifar Stefán Jón Hafstein í fyrstu grein sinni af fjórum sem birtar verða í Kjarnanum. Greinarnar byggja á úttekt hans í nýútkominni bók: Heimurinn eins og hann er.

Auglýsing

Tíma­bil heims­mark­miða Sam­ein­uðu þjóð­anna hófst árið 2015 og þar var hátíð­legt lof­orð: Ekk­ert hungur árið 2030. Þegar fyrstu fjögur árin voru liðin hafði ekk­ert miðað í þá átt og Mat­væla- og land­bún­að­ar­stofnun SÞ (FAO) gaf út að nær 900 millj­ónir manna byggju enn við alvar­legt hung­ur, ell­efta hver mann­eskja á jörðu. Reyndar væru tveir millj­arðar af átta alvar­lega vannærð­ir. Og svo er oft bætt við til að hafa grátt ofan í svart: Þrír millj­arðar manna eiga ekki efni á heilsu­sam­legri nær­ingu.

Áföll á áföll ofan

Í und­an­fara Mat­væla­ráð­stefnu SÞ fyrir einu ári reikn­aði stofn­unin Ceres 2030 að verð­mið­inn á því að eyða hungri væri fimm­tíu millj­arðar doll­ara á ári í tíu ár.

Ef ríku löndin tvö­falda fram­lög sín og milli­tekju­ríkin og fátæk­ari löndin bæta skatt­heimtu heima fyrir og leggja til í bar­áttu við hungur – næst í rúma 30 millj­arða doll­ara í við­bót við það sem nú er.

Hærri talan, 50 millj­arð­ar, yrði lang­tíma­á­ætlun því ennþá fjölgar mann­fólki og mest þar sem eymdin er verst.

Auglýsing

Hvað fæst fyrir þessa upp­hæð í öðru sam­hengi? Heild­ar­vopna­sala í heim­inum er lík­lega nær 500 millj­örðum núna eftir því sem stríð magn­ast.

Við gætum sem sagt byrjað á því að taka innan við 10% af því sem varið er í vopna­kaup árlega og farið langt með að eyða hungri.

Mynd: Stefán Jón Hafstein

Full­yrt var í Örygg­is­ráði SÞ þegar Kóvid-far­ald­ur­inn setti mark sitt á heim­inn að 2.000 rík­ustu ein­stak­lingar í heim­inum ættu 10.000 millj­arða doll­ara. Ef hóp­ur­inn setti núll komma núll núll fimm pró­sent (0,005%) af eigum sínum í þetta mál­efni árlega þyrfti ekki að biðja um meiri pen­inga.

En pen­ingar eru ekki allt. Það er sama hvernig vís­inda­menn reikna og stilla upp svona dæmum með hita­ein­ing­um, rækt­ar­lönd­um, fjár­fest­ingum og súlu­rit­um. Ófriður er langstærsta og veiga­mesta ástæðan fyrir versta hungr­inu. Meira en helm­ingur þeirra sem stríða við hungur búa á ófrið­ar­svæð­um. Stundum fara saman stríð og nátt­úru­ham­farir eins og í hér­uðum Eþíóp­íu, Ken­íu, Sómalíu og Súdan þessi miss­erin og ástandið verður hrika­legt. Allt í einu bæt­ast við 30 millj­ónir manna á lista hinna hungr­uðu þegar upp­skera bregst fimmta árið í röð.

Þegar inn­rás Rússa í Úkra­ínu hófst 2022 afhjúpað­ist hve fæðu­kerf­in, flutn­inga­leiðir og verð­myndun eru í við­kvæm fyrir áföll­um. Yfir­vof­andi kreppa lá fyrir áður en stríðið hófst en það magn­aði hana. Heilt yfir hækk­aði mat­væla­verð um 7-8 pró­sent og hitti verst fyrir þá fátæk­ustu. FAO og WFP birtu svarta spá um að á 20 svæðum í heim­inum stefndi í alvar­legt hungur 2022. Jafn­vel svo að hugs­an­legt væri að 750 millj­ónir manna gætu lent á efsta og versta stigi hung­ursneyð­ar.

Langvar­andi kerf­is­vandi

Áföll eru eitt, kerf­is­lægur og langvar­andi vandi ann­að. Það er ákveðin áskorun að hugsa um fæðu í sam­hengi við fæðu­kerfi. Það kallar á heild­ræna hugsun sem nær utan um við­fangs­efnið frá upp­hafi til enda. Fyrst þarf að huga að vist­kerf­un­um: Nær 70% rækt­aðs lands fara í dýra­fóður til að rækta kjöt sem stendur undir 20% af mat­væla­þörf­inni. Þetta er aðferð til að breyta mörgum hita­ein­ingum í fáar. Með ærnum til­kostn­aði: Horfnir skóg­ar, tóm vatns­ból, dauði dýra og enda­lausir akrar þar sem áður voru villtar lendur sem skópu og við­héldu líf­fræði­legum breyti­leika. Það er beint sam­hengi milli þess hvernig mann­kyn í heild aflar fæðu og stefnir líf­fræði­legum fjöl­breyti­leika í hreint neyð­ar­á­stand. Á ævi minni jókst mat­væla­fram­leiðsla um að minnsta kosti 300%, mann­kyni fjölg­aði úr 2,3 í átta millj­arða, heims­hag­kerfið fjór­fald­að­ist – og 70% af plöntum og dýrum á jörðu var eytt. Þetta er hið ógn­vænlega sam­hengi er varðar vist­kerf­in.

Hluti af saman vanda­máli er lofts­lags­vá­in. Á þessu ævi­skeiði mínu hefur losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda auk­ist marg­falt (þrátt fyrir allar ráð­stefn­urn­ar) og mjög fáir eftir sem trúa því ein­lægt að mark­miðið náist um að halda hlýnun jarðar innan við 1,5 gráður miðað við árdaga iðn­bylt­ing­ar. Stór hluti af þess­ari losun kemur frá land­bún­aði, leið okkar til að afla mat­ar.

Vandi vist­kerf­anna er líka vandi hag­kerf­anna. Vís­inda­nefndin sem starf­aði fyrir Mat­væla­ráð­stefnu SÞ 2021 reikn­aði út að kostn­að­ur­inn við að fram­leiða allan mat ver­aldar væri að minnsta kosti tvö­falt meiri en kæmi fram í hag­töl­um. Það er vegna þess að í dæm­inu er meng­un, skóga­eyð­ing, jarð­ra­sk, vatns­bú­skapur og annað sem til þarf ekki reiknað með. Hag­fræði­mód­elið sem við byggjum útreikn­inga okkar á tekur ein­fald­lega ekki til greina allan inn­byggða kostn­að­inn - af því að ,,nátt­úran er ókeypis“.

Síðan bæt­ist við að mörg auð­ug­ustu ríki heims greiða niður land­búnað sem að stórum hluta er ósjálf­bær og leiðir jafn­vel oft af sér heilsu­spill­andi matar­æði með til­heyr­andi sam­fé­lags­legu tjóni. Lík­lega væru til 2.900 hita­ein­ingar á dag á mann um alla jörð ef skipt væri „bróð­ur­lega“ eins og segir í Mann­rétt­inda­yf­ir­lýs­ingu SÞ. En það er ekki gert. Hins vegar er þriðj­ungi af þeim mat sem er fram­leitt við þessar brengl­uðu kring­um­stæður sóað eða eytt.

Um höf­und­inn: Stefán Jón Haf­stein hefur um ára­bil starfað í utan­rík­is­þjón­ust­unni, m.a. í Afr­íku og verið fasta­full­trúi Íslands hjá stofn­unum Sam­ein­uðu þjóð­anna.

Greinin er byggð á úttekt höf­undar í nýkút­kominni bók: Heim­ur­inn eins og hann er. Mynd­irnar eru einnig úr bók­inni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar