Samviska á flótta

„Hvernig himinháttlaunaðir stjórnmálamenn hafa geð í sér til að tala um lítið svigrúm til launahækkana, með risaspón uppi í sér, er hulin ráðgáta,“ skrifar Anna Heiður Oddsdóttir, verðandi eftirlaunaþegi.

Auglýsing

Mér virð­ist margir, þar á meðal fólk sem vinnur lág­launa­störf, hafa keypt það alltof lengi að launa­mis­rétti stafi af því að lág­tekju­menn (að­al­lega kon­ur) hafi ekki lagt nógu mikið á sig til að afreka að klífa lengra upp launa­stig­ann og eigi í sjálfu sér ekki meira skil­ið. Hafa tekið það gilt að þessi störf séu ekki jafn­mik­il­væg og ann­arra, sem hafa hærri tekj­ur. Hafa kok­gleypt að hálauna­störf séu merki­legri, feli í sér meira erf­iði og ábyrgð. En nú er þetta að breytast, svo um mun­ar, og raunar hefur sú breyt­ing átt sér þó nokkurn aðdrag­anda. Fólk gerir sér í auknum mæli grein fyrir að lág­launa­störfin eru í raun ein­hver þau mik­il­væg­ustu fyrir sam­fé­lag­ið. Að stjórn­mála­menn­irnir sem þéna margar millj­ónir á mán­uði erf­iða ekki í sam­an­burði eins mikið og þeir hafa viljað vera láta, standa sig reyndar oft illa við úrlausn vanda­mála, eins og mýmörg dæmi sanna, og bera litla sem enga ábyrgð þegar upp er stað­ið. Enda dregur meiri­hluti þjóð­ar­innar þá yfir­leitt ekki til ábyrgðar heldur kýs þá sömu aftur og aftur í ein­hvers konar óskilj­an­legri blindni.

Hvernig him­in­hátt­laun­aðir stjórn­mála­menn hafa geð í sér til að tala um lítið svig­rúm til launa­hækk­ana, með risa­spón uppi í sér, er hulin ráð­gáta. Hvers­vegna kom­ast þeir upp með það, ár eftir ár? Sam­kenndin nær ekki nema rétt út að þeirra eigin nef­broddi. Þeir tíma ein­fald­lega ekki að missa spón úr eigin aski og finnst af ein­hverjum ástæðum að þeir eigi til­kall til miklu stærri spóns en allir hin­ir. Það er rétt að póli­tíkusarnir búa ekki við mikið atvinnu­ör­yggi en þeir eru svo sann­ar­lega ekki einir um það. Hvað skyldu margir hafa misst vinn­una í gegnum tíð­ina, ekki síst vegna þess hve meiri­hluti ráð­andi póli­tíkusa hefur verið veik­burða, vilja­laus eða glám­skyggn á marg­hátt­aða ósvinnu, sem við­var­andi fær óáreitt að herja á og leggja undir sig þjóð­fé­lag­ið. Und­an­tekn­ing­arnar - stjórn­mála­menn sem hafa til að bera ein­lægni og heil­indi og eru sam­kvæmir sjálfum sér - sanna alltaf regl­una og kom­ast yfir­leitt ekki til mik­illa valda.

Auglýsing

Það eru þó ekki bara þeir sem eru með nokkrar millj­ónir í mán­að­ar­laun eða þaðan af miklu meira – sann­kölluð ofur­laun – sem þurfa að hugsa sig um. Við gætum öll hjálp­ast að við að koma auga á raun­veru­legt rétt­læti, gegn­um­gang­andi jöfn­uð. Fjöldi Íslend­inga kemst ágæt­lega af og hefur efni á utan­lands­ferð­um, bíla­kaup­um, flottum inn­rétt­ingum og hús­gögnum í fínum húsum og sankar að sér alls konar græjum og ónauð­syn­legu dóti.

Hins vegar nær þorri aldr­aðra og öryrkja á Íslandi ekki að lifa mann­sæm­andi lífi. Þeir eru nið­ur­lægðir á allan hátt og upp­lifa sig oft á tíðum sem ölm­usu­menn. Víða um heim svelta mann­eskjur unn­vörp­um, hafa ekki í nein hús að venda, búa í flótta­manna­búðum eða eru á flæk­ingi úr einum stað í ann­an. Hver er allra okkar ábyrgð gagn­vart þeim? Gleymum því ekki, að skeyt­ing­ar­leysi þeirra sem aldrei leiða hug­ann að öðrum en sjálfum sér, firrir okkur hin ekki ábyrgð.

Svo ég horfi í eigin barm. Á dög­unum sá ég bol á net­inu, frekar dýran, sem ég varð voða hrifin af og fannst ég endi­lega þurfa að eign­ast. Ég á samt meira en nóg af bolum og fór að hugsa hvers­vegna ég not­aði ekki frekar aur­inn til að hjálpa ein­hverjum öðr­um. Allt um það pant­aði ég bol­inn ómót­stæði­lega. Þetta er kannski svo­lítið hjá­kát­legt dæmi, ég er ekki að segja að við eigum ekki að leyfa okkur neitt eða njóta lífs­ins þótt ver­öldin sé á margan hátt ömur­leg. Ein­ungis að við þurfum ekki að fara offari heldur mættum horfa lengra en nef okkar nær. Það er aug­ljós­lega mik­ill stigs­munur og hugs­an­lega eðl­is­munur á mér sem keypti flík að óþörfu og ofur­launa­manni sem getur ekki stillt sig um að festa kaup á nýrri einka­þotu, en er þetta ekki í grunn­inn það sama í raun? Áfergja, hugs­un­ar­leysi, sjálfselska, til­ætl­un­ar­semi og skortur á sam­kennd - nema bara í þykjust­unni. Ég hefði átt að hlusta á rödd sam­viskunn­ar, úr því ég er svo lánsöm að hafa sam­visku.

Höf­undur er fyrr­ver­andi dag­skrár­gerð­ar­maður og verð­andi elli­líf­eyr­is­þegi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni hættir sem forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur
Forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, Bjarni Bjarnason, óskaði eftir því á fundi stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur að láta af störfum sem forstjóri í mars á næsta ári. Þá verða tólf ár liðin síðan Bjarni tók við forstjórastöðunni.
Kjarninn 26. september 2022
Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri.
Orkumálastýra fer spennt til vinnu á hverjum morgni – Ekki bara dökk ský í loftslagsmálum
„Það sem mun koma okkur á leiðarenda og út úr þessu hættuástandi er heitstrenging þess að vinna saman,“ segir Halla Hrund Logadóttir, forstjóri Orkustofnunar. Koma þurfi hlutunum í verk heima fyrir en ekki síður að beita sér í þágu fátækari ríkja.
Kjarninn 26. september 2022
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Hættið þessu fikti strákar!
Kjarninn 26. september 2022
Fyrstu meðalhraðamyndavélarnar hér á landi voru settar upp í fyrra. Ávinningurinn af þeim, í formi lægri slysakostnaðar, er sagður geta verið tífaldur á við kostnaðinn við að halda úti kerfunum.
Meðalhraðaeftirlit gæti verið „arðbærasta“ umferðaröryggismálið
Drög að nýrri umferðaröryggisáætlun stjórnvalda hafa verið birt. Þar segir að innleiðing meðalhraðaeftirlits á vegum landsins gæti talist arðbærasta umferðaröryggisframkvæmdin sem völ er á og að innleiðing slíks eftirlits verði forgangsmál næstu árin.
Kjarninn 26. september 2022
Kallað var eftir auknum kaupmætti í kröfugöngu verkalýðsins 1. maí síðastliðinn.
Kaupmáttur hefur rýrnað um 4,2 prósent á þessu ári og hefur ekki verið minni síðan 2020
Í júní síðastliðnum lauk tólf ára samfelldu skeiði þar sem kaupmáttur launa jókst, sé horft til breytinga milli ára. Á síðasta ári hefur kaupmátturinn himns vegar rýrnað um 1,6 prósent og hefur ekki verið minni síðan í lok árs 2020.
Kjarninn 26. september 2022
Guðmundur Ingi Guðbrandsson er félags- og vinnumarkaðsráðherra.
Vill lengja tímabil endurhæfingarlífeyris úr þremur árum í fimm
Stjórnvöld vilja gera fólki kleift að fá greiddan endurhæfingarlífeyri í lengri tíma en nú er gert ráð fyrir í lögum. Tilgangurinn er að reyna að fækka þeim sem fara á örorku og fjölga þeim sem snúa aftur til vinnu.
Kjarninn 26. september 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Google Analytics bann og GTA6 myndbroti lekið
Kjarninn 26. september 2022
„Lukkuriddararnir“ í bakgarðinum
Þrír fyrrverandi þingmenn, fjögur erlend stórfyrirtæki, félag í eigu svokallaðs hrunverja og fólk úr sveitum Vesturlands koma við sögu í frásögn Sunnu Óskar Logadóttur af fundi þar sem vindorkufyrirtæki kynntu áform sín.
Kjarninn 26. september 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar