Hvar eru strákarnir?

Sigurður Guðmundsson skipulagsfræðingur skrifar um kynjahlutföll þegar kemur að menntun.

Auglýsing

Það þykir frétt­næmt ef kona lærir eða starfar við starfs­grein sem hefur hingað til verið karla­starf. Hitt er tæp­ast frétt­næmt lengur hversu hátt hlut­fall kvenna lýkur hinum ýmsu háskóla­gráð­um. Það sjá þó allir sem eru við­staddir útskrift nem­enda á háskóla­stigi hér á landi. Þetta má sjá á Mynd 1 en hún sýnir hversu margir hafa útskrif­ast frá íslenskum háskólum und­an­far­inn ald­ar­fjórð­ung eftir kyni.

Mynd 1: Brautskráðir nemendur frá háskólastigi eftir kyni 1995/1996-2019/2020. Heimild: Hagstofa Íslands

Allan þennan tíma útskrif­ast fleiri konur en karl­ar. Í heild­ina eru tveir þriðju hlutar útskrif­aðra konur en þriðj­ungur karlar og hlut­fall þeirra hefur heldur verið að gefa eftir á síð­ast­liðnum árum. Til við­bótar við þennan hóp hefur stór hópur Íslend­inga stundað nám erlendis og hingað til lands hefur flutt fólk með háskóla­mennt­un. Mynd 2 gefur nokkra mynd af því hver staðan er og hvernig hún hefur þró­ast.

Mynd 2: Mannfjöldi (25-64 ára) eftir menntunarstöðu og kyni 2003 og 2020. Heimild: Hagstofa Íslands (Vinnumarkaðskannanir)

Á þeim árum sem myndin sýnir hefur íbúum lands­ins fjölgað mjög. Körlum á þessum aldri hefur fjölgað um tæp­lega 28.000 eða 39% meðan konum hefur fjölgað um 21.000 eða 30%. Körlum sem ein­ungis hafa grunn­menntun fjölg­aði um fjórð­ung og þeim sem höfðu háskóla­menntun um fimmt­ung. Hins vegar eru karlar með háskóla­menntun næstum tvö­falt fleiri 2020 en þeir höfðu verið 2003 sam­kvæmt þessum athug­un­um.

Auglýsing

Hjá kon­unum er myndin tölu­vert önn­ur. Konum sem búsettar eru hér á landi sem hafa ein­ungis grunn­menntun hefur fækkað um rúm­lega 9.000 eða þriðj­ung; konur með starfs- og fram­halds­menntun voru rúm­lega 7.000 fleiri 2020 en 2003 og hafði fjölgað um þriðj­ung. Fjöldi kvenna með háskóla­menntun hafði ríf­lega tvö­fald­ast og þeim hafði fjölgað um tæp­lega 23.000 frá 2003 til 2020. Eins og útskrift­ar­töl­urnar bera með sér eru konur með háskóla­menntun á aldr­inum 25-64 ára nú taldar 10.000 fleiri en karl­arnir og eru næstum helm­ingur ald­urs­hóps­ins. Hjá körlunum er staðan sú að rúm­lega þriðj­ungur er með háskóla­mennt­un.

Tafla 1: Staða 25-64 ára á vinnumarkaði eftir menntun og kyni, 2020. Heimild: Hagstofa Íslands (Vinnumarkaðskannanir)

Þegar horft er til vinnu­mark­að­ar­ins minnkar munur milli kynj­anna nokkuð því tvö­falt fleiri konur en karlar með háskóla­menntun eru utan vinnu­mark­aðar (10,2% af hópnum á móti 5,9% hjá körlu­m). Þetta er sýnt í Töflu 1. Þar sést meðal ann­ars að þriðj­ungur kvenna sem ein­ungis hefur grunn­menntun er utan vinnu­mark­aðar en það gildir einnig um sjötta hvern karl. Ekki munar miklu á atvinnu­leysi háskóla­mennt­aðra kvenna og karla en það er meira hjá körlum sem ein­ungis hafa grunn­mennt­un. Þessu er hins vegar öfugt farið ef um er að ræða fólk með starfs- og fram­halds­mennt­un.

Í umfjöllun um þessi efni þarf að hafa í huga að á því tíma­bili sem hér er til skoð­unar hefur verið mik­ill aðflutn­ingur fólks frá útlöndum en lítið er vitað um menntun þess. Hins vegar sést af tíma­röðum að hlut­fall háskóla­mennt­aðra af heild­ar­fjölda fólks á aldr­inum 15-64 ára hefur lækkað örlítið frá árinu 2019 hjá báðum kynjum þegar það var hæst sem er vís­bend­ing um að lægra hlut­fall hinna aðfluttu hafi háskóla­menntun en gildir um þá sem fyrir eru.

Hin mikla fjölgun háskóla­mennt­aðra kvenna umfram karla hefur ekki vakið mjög mikla athygli sem ég hef orðið var við. Hér á eftir verður rýnt nokkuð nánar í það mál en fyrst er fróð­legt að gera sér grein fyrir því hvort hér er um sér­ís­lenskt fyr­ir­bæri að ræða eða hvort þetta er að ger­ast víð­ar. Hlut­fall háskóla­mennt­aðra óx í öllum löndum evr­ópska efna­hags­svæð­is­ins á tíma­bil­inu 2012-2021 og hækkun á hlut­falli kvenn­anna var meiri en karl­anna í öllum löndum svæð­is­ins. Háskóla­mennt­aðar konur eru fleiri en karlar að hlut­falli til í öllum löndum evr­ópska efna­hags­svæð­is­ins nema í Svis­s[1] og Þýska­landi. Í átta löndum er hlut­fall háskóla­mennt­aðra kvenna hærra en hér á landi og að því er karl­ana varðar er Ísland í 14. sæti. Sam­an­burður Íslands við hin Norð­ur­löndin er sýndur á Mynd 3.

Mynd 3: Hlutfall háskólamenntaðra eftir kyni, 2021. Heimild: Eurostat.

Á öllum Norð­ur­lönd­unum er hærra hlut­fall háskóla­mennt­aðra meðal kvenna en karla og munar tölu­verðu. Munur milli kynj­anna er mestur hér á landi en minnstur í Dan­mörku og Nor­egi.

Konur eru í meiri­hluta – og sums staðar í miklum meiri­hluta – meðal þeirra sem útskrif­ast úr háskólum hér á landi eins og þegar er komið fram. Síð­ustu 5 ár (2012/16 til 2019/20) var hlutur karla í fjölda þeirra sem útskrif­uð­ust úr háskólum með háskóla­gráðu[2] sléttur þriðj­ung­ur. Af þeim 26 sviðum útskriftar sem fjöl­menn­ust voru, og þar sem 80% allra sem útskrif­uð­ust höfðu stundað nám, voru ein­ungis tvö svið þar sem karlar voru fleiri en kon­ur; tölv­un­ar­fræði þar sem karlar voru ¾ hluti af 1.252 sem luku prófi og í vél­fræði og málm­smíði voru þeir rúm 70% af 562 sem útskrif­uð­ust. Af fjöl­menn­ustu grein­unum var hlut­fall karla lægst í hjúkrun og umönnun (2,8% af 909 útskrif­uð­um) og 4,9% af 689 sem útskrifuð voru í félags­þjón­ustu og ráð­gjöf. Það stefnir því í það að karlar verði í minni­hluta í stórum hluta þeirra starfa sem krefj­ast háskóla­mennt­unar á næstu árum ef þeir eru þá ekki orðnir það nú þeg­ar. Taka má lækna sem dæmi. Sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá land­lækn­is­emb­ætt­inu var hlut­fall kvenna sem starfa sem læknar (ekki heim­il­is­læknar eða tann­lækn­ar) 46,5% árið 2021 en það hefur vaxið úr 37,4% frá 2015. Í flestum öðrum heil­brigð­is­stéttum eru konur nú þegar fjöl­menn­ari en karlar ef heim­il­is- og tann­læknar eru und­an­skild­ir.

Mynd 4 er nokkuð flókin en hún sýnir þátt­töku ungra Norð­ur­landa­búa í námi eða þjálfun eftir aldri og kyni. Þarna sést að þátt­taka kvenna er meiri en karla í þeim þremur ald­urs­flokkum sem þarna eru sýndir í öllum lönd­un­um. Hlut­fall karla við nám eða þjálfun er hæst á Íslandi á aldr­inum 18-24 ára en lækkar svo í flokki 25-29 ára og er þar lægst allra Norð­ur­landa. Hjá kon­unum er hlut­fallið einnig hæst meðal Norð­ur­land­anna í flokki 18-24 ára en er nálægt með­al­tali í eldri ald­urs­flokk­un­um.

Mynd 4: Hlutfall aldurshópa í námi eða þjálfun á Norðurlöndunum eftir kyni, 2021. Heimild: Eurostat.

Í Evr­ópu er það tölu­vert áhyggju­efni hversu hátt hlut­fall ungs fólks er hvorki í námi eða vinnu en í Evr­ópu­sam­band­inu í heild er ein af hverjum sjö konum á aldr­inum 15-29 ára hvorki í vinnu, námi eða þjálf­un. Hjá körlunum er hlut­fallið rúm­lega einn af hverjum átta. Verst er ástandið á Ítalíu af löndum Vest­ur­-­Evr­ópu en þar er fjórða hver kona á aldr­inum 15-29 ár hvorki í skóla eða vinnu meðan hlut­fallið er einn af hverjum fimm meðal karl­anna. Þetta ástand er mun betra á Norð­ur­lönd­un­um, milli 6 og 9% og Ísland sker sig ekki úr.

Þrátt fyrir að konur séu meira við nám en karlar og útskrif­ist síðan að því loknu er það ekki þannig að karl­arnir séu miklu öfl­ugri þátt­tak­endur á vinnu­mark­aði. Atvinnu­þátt­taka 16-24 ára kvenna var þannig meiri en karl­anna árið 2021, atvinnu­leysið álíka en vinnu­tími kvenn­anna styttri. Þannig voru 68% kvenna starf­andi meðan hlut­fallið var 63% hjá körl­um. Þetta er vís­bend­ing um að konur séu í rík­ara mæli að vinna með námi en karlar enda er hátt hlut­fall þessa ald­urs­flokks í skóla.

Því er von að spurt sé: hvar eru strák­arn­ir?

Höf­undur er skipu­lags­fræð­ing­ur.

Heim­ild­ir:

[1] Sviss er að vísu ekki form­lega hluti af EES svæð­inu en skilar öllum gögnum til Eurostat vegna tví­hliða samn­inga við ESB.

[2] ISCED 5B og 6.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni hættir sem forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur
Forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, Bjarni Bjarnason, óskaði eftir því á fundi stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur að láta af störfum sem forstjóri í mars á næsta ári. Þá verða tólf ár liðin síðan Bjarni tók við forstjórastöðunni.
Kjarninn 26. september 2022
Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri.
Orkumálastýra fer spennt til vinnu á hverjum morgni – Ekki bara dökk ský í loftslagsmálum
„Það sem mun koma okkur á leiðarenda og út úr þessu hættuástandi er heitstrenging þess að vinna saman,“ segir Halla Hrund Logadóttir, forstjóri Orkustofnunar. Koma þurfi hlutunum í verk heima fyrir en ekki síður að beita sér í þágu fátækari ríkja.
Kjarninn 26. september 2022
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Hættið þessu fikti strákar!
Kjarninn 26. september 2022
Fyrstu meðalhraðamyndavélarnar hér á landi voru settar upp í fyrra. Ávinningurinn af þeim, í formi lægri slysakostnaðar, er sagður geta verið tífaldur á við kostnaðinn við að halda úti kerfunum.
Meðalhraðaeftirlit gæti verið „arðbærasta“ umferðaröryggismálið
Drög að nýrri umferðaröryggisáætlun stjórnvalda hafa verið birt. Þar segir að innleiðing meðalhraðaeftirlits á vegum landsins gæti talist arðbærasta umferðaröryggisframkvæmdin sem völ er á og að innleiðing slíks eftirlits verði forgangsmál næstu árin.
Kjarninn 26. september 2022
Kallað var eftir auknum kaupmætti í kröfugöngu verkalýðsins 1. maí síðastliðinn.
Kaupmáttur hefur rýrnað um 4,2 prósent á þessu ári og hefur ekki verið minni síðan 2020
Í júní síðastliðnum lauk tólf ára samfelldu skeiði þar sem kaupmáttur launa jókst, sé horft til breytinga milli ára. Á síðasta ári hefur kaupmátturinn himns vegar rýrnað um 1,6 prósent og hefur ekki verið minni síðan í lok árs 2020.
Kjarninn 26. september 2022
Guðmundur Ingi Guðbrandsson er félags- og vinnumarkaðsráðherra.
Vill lengja tímabil endurhæfingarlífeyris úr þremur árum í fimm
Stjórnvöld vilja gera fólki kleift að fá greiddan endurhæfingarlífeyri í lengri tíma en nú er gert ráð fyrir í lögum. Tilgangurinn er að reyna að fækka þeim sem fara á örorku og fjölga þeim sem snúa aftur til vinnu.
Kjarninn 26. september 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Google Analytics bann og GTA6 myndbroti lekið
Kjarninn 26. september 2022
„Lukkuriddararnir“ í bakgarðinum
Þrír fyrrverandi þingmenn, fjögur erlend stórfyrirtæki, félag í eigu svokallaðs hrunverja og fólk úr sveitum Vesturlands koma við sögu í frásögn Sunnu Óskar Logadóttur af fundi þar sem vindorkufyrirtæki kynntu áform sín.
Kjarninn 26. september 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar