Stöndum vörð um velferðarsamfélagið

Þórarinn Eyfjörð segir að stjórnvöld þurfi að snúa af leið nýfrjálshyggjunnar og fara að huga að almenningi af alúð og umhyggju – en ekki þjóna einungis þeim sem eiga fjármagnið.

Auglýsing

Sam­eyki stétt­ar­fé­lag í almanna­þjón­ustu er stærsta stétt­ar­fé­lag opin­berra starfs­manna á Íslandi með um 13 þús­und félaga þannig að fjöl­margt ger­ist á vinnu­mark­aði sem snertir svo stóran hóp.

Fram­færslu­krísa almenn­ings

Almenn­ingur hefur fengið að finna fyrir áhrifum hag­stjórn­ar­mistaka rík­is­stjórn­ar­innar og seðla­banka­stjóra á þessu ári. Við skulum minn­ast þess að almenn­ingur er ekki ábyrgur fyrir hag­stjórn lands­ins, líkt og rík­is­stjórnin og Ásgeir Jóns­son seðla­banka­stjóri telja. Hann hefur sagt með hroka­fullum hætti að almenn­ingur eigi að hætta að eyða pen­ingum á meðan hann sjálf­ur, í sínum sjálf­stæðu störf­um, hækkar stýri­vexti bank­ans með þeim afleið­ingum að launa­fólk nær ekki endum saman milli mán­aða og kostn­aður við rekstur heim­il­anna hefur aldrei verið meiri.

Seðla­banka­stjóri hefur haldið því fram að almenn­ingur eigi að herða sultar­ól­ina á meðan hans eigin gjörðir hafa leitt til hækk­unar vaxta á hús­næð­is­lánum almenn­ings. Fólki var sagt, fyrir ekki svo löngu síð­an, að fjár­festa með óverð­tryggðum hús­næð­is­lán­um. Afborg­anir þess­ara lána hafa hækkað með þeim hætti að það getur endað með skelf­ingu fyrir lán­tak­end­ur. Ýmis­legt bendir til þess að á næstu miss­erum geti fjöldi lán­tak­enda ekki greitt af sínum hús­næð­is­lánum þegar losnar um fryst­ingu fastra vaxa á þeim. Um leið er ungu fólki á lágum launum gert ómögu­legt að eign­ast þak yfir höf­uð­ið. Seðla­banka­stjóri leggur enda til að ungt fólk geti bara búið í for­eldra­húsum áfram. Þessi ömur­lega staða á einnig eftir að bíta fast í milli­tekju­hópana.

Auglýsing

Seðla­bank­inn er eins og ríki í rík­inu og seðla­banka­stjóri telur að stétt­ar­fé­lögin eigi ekki að hlusta eftir háværum kröfum launa­fólks um kjara­bæt­ur. Á sama tíma blasir við að vegna aðgerða­leysis rík­is­stjórn­ar­innar í að verja heim­ili lands­ins, ákvarð­ana hennar um að nýta ekki tekju­stofna sína og aðgerða Seðla­banka Íslands, situr stór hluti almenn­ings nú í alvar­legri fram­færslu­krísu. Hávær krafa er nú uppi um að verka­lýðs­fé­lögin þurfi að bregð­ast við af miklum þunga og ná fram kjara­bótum svo almenn­ingur geti gripið til varna í þessu til­búna ófremd­ar­á­standi.

Áróð­ur­inn gegn grunn­þjón­ust­unni

Það hefur varla farið fram hjá neinum að Sam­tök atvinnu­lífs­ins og nýfrjáls­hyggjan halda úti áróðri gegn vel­ferð­ar­kerf­inu og beita sér hart gegn starfs­fólki sem sinnir grunn­þjón­ust­unni. Þetta er gert með áróðri og lýð­skrumi af ýmsu tagi, ásamt talna­brellum og útúr­snún­ing­um. Því er haldið stöðugt fram að ríkið og sveit­ar­fé­lögin leiði launa­þróun á vinnu­mark­aði. Það er alrangt. Vitað er að launa­fólk á opin­berum vinnu­mark­aði er langtum lægra launað en gengur og ger­ist á almennum mark­aði. Margoft hefur verið bent á að sá munur sé að með­al­tali milli 16 til 17 pró­sent.

Borg­ar­full­trúar Sjálf­stæð­is­flokks­ins og kjörnir full­trúar á Alþingi með full­tingi Sam­taka atvinnu­lífs­ins halda því einnig fram að opin­berum starfs­mönnum fjölgi stjórn­laust. Látið er að því liggja að opin­berir starfs­menn fái greidd hæstu launin á vinnu­mark­aðn­um. Sá mál­flutn­ingur er réttur og sléttur áróður gegn vel­ferð­ar­þjón­ust­unni og opin­beru starfs­fólki. Öfl­ugt heil­brigð­is­kerfi, mennta­kerfi, öflug sam­trygg­ing og öll sú fjöl­þætta opin­bera þjón­usta sem tryggir örygg­is­net okkar allra, skapar réttar for­sendur fyrir traust og vöxt í sam­fé­lagi eins og við viljum sjá það. Launa­kostn­aður sem hlut­fall af heild­ar­út­gjöldum hefur verið í kringum 31 pró­sent á und­an­förnum árum, var 32,8 pró­sent árið 2019 og stendur nú í 31,8 pró­sentum miðað við árið 2021. Hlut­falls­lega hefur opin­berum starfs­mönnum ekki fjölg­að. Árið 2021 voru opin­berir starfs­menn 28,2 pró­sent af starf­andi fólki, sem er sama hlut­fall og árið 2020 og svipað hlut­fall og árið 2014.

Flest launa­fólk hjá rík­inu starfar í vel­ferð­ar-, mennta- og heil­brigð­is­kerf­inu. Það er að segja í þeim kerfum sem tryggja vel­ferð og þekk­ingu og þar með for­sendur fyrir kröft­ugu atvinnu­lífi. Það hefur margoft komið fram að okkar fámenna þjóð vill traustan sam­fé­lags­legan rekst­ur. Í þeirri fram­þróun sem sam­fé­lagið hefur verið í á und­an­förnum árum vekur það sér­staka athygli að hlut­fall starfs­fólks hjá hinu opin­bera stendur í stað. Vitað er að álag í opin­berum störfum hefur stór­auk­ist og á sama tíma hefur starfs­mönnum tek­ist að end­ur­skipu­leggja vinnu­brögð og verk­ferla – en við sjáum einnig veik­leik­ana. Svo hart hefur verið sótt að sam­fé­lags­legri grunn­þjón­ustu að víða loga þar rauð við­vör­un­ar­ljós núna.  

Hag­stjórn nýfrjáls­hyggj­unnar á stjórn­ar­heim­il­inu

Það er mikið áhyggju­efni hvernig rík­is­stjórnin beitir sér við hag­stjórn lands­ins. Á ein­hverjum tíma­punkti eygði maður ein­hverja von­ar­glætu um að félags­hyggja ætti upp á pall­borðið hjá tveimur af þremur núver­andi stjórn­ar­flokk­um. Að þeir myndu leggja ofurá­herslu á að sam­eig­in­legur auður þjóð­ar­innar yrði not­aður til rekstrar á innviðum sam­fé­lags­ins. Ég hef sagt áður að sú póli­tík kap­ít­al­ism­ans sem ríkir á stjórn­ar­heim­il­inu er and­fé­lags­leg. Þetta er póli­tík sér­hags­muna sem hafnar vel­sæld fyrir alla lands­menn. Rík­is­stjórn Katrínar Jak­obs­dóttur velur að nýta ekki þá tekju­stofna sem blasa við til að skapa betra sam­fé­lag. For­menn stjórn­ar­flokk­anna velja að styrkja ekki inn­við­ina og almanna­þjón­ust­una með því að nýta sjálf­sagða tekju­mögu­leika rík­is­ins innan fjár­lag­anna. Tekju­mögu­leika eins og hátekju­skatt, banka­skatt, hval­reka­skatt og hækkun fjár­magnstekju­skatts – svo ekki sé talað um sann­gjarn­ari skatt­lagningu fyrir afnot af sam­eig­in­legum auð­lindum þjóð­ar­inn­ar.

Kjara­samn­ingar

Nú á nýju ári renna út flestir kjara­samn­ingar á opin­berum vinnu­mark­aði. Í sam­fé­lagi þar sem staðan er sú að hag­vöxtur er kom­inn yfir 7 pró­sent, atvinnu­leysið mælist með lægsta móti og hagn­aður fyr­ir­tækja og fjár­magns­eig­enda er í hæstu hæð­um, ætti almennt launa­fólk að getað fagnað ástand­inu og góð­ær­inu ef allt væri með felldu. Því er þó aldeilis ekki að heilsa. Almenn­ingur býr við hag­stjórn sem kallað hefur fram kaup­mátt­ar­hrun. Stétt­ar- og verka­lýðs­fé­lög heyra ákall síns félags­fólks með ágætum og launa­fólk er orðið lang­þreytt á að draga alltaf svarta­pét­ur. Launa­fólk kallar á end­ur­heimt og styrk­ingu kaup­mátt­ar, rétt­lát­ari skipt­ingu þjóð­ar­auðs­ins, breyttar áherslur í skatt­heimtu, vel­ferð­ar­sam­fé­lag þar sem hinir efna­meiri leggja meira til sam­fé­lags­ins og jafn­ræði ríkir meðal lands­manna. Það má öllum vera ljóst að kjara­samn­inga­við­ræður í vetur verða mjög við­kvæmar og launa­greið­endur verða að stíga mjög ákveðin skref í átt til launa­fólks ef þeir ætla ekki að hætta á að hér endi allt í bull­andi átök­um.

Aðförin að verka­lýðs­fé­lögum og sam­taka­mætti þeirra

Það er einnig áhuga­vert hvernig sumir stjórn­mála­menn og for­svars­menn sam­taka í atvinnu­líf­inu tala um verka­lýð­spóli­tík. Þeir vilja draga úr sam­taka­mætti þeirra og bar­áttu. Segja að for­svars­menn verka­lýðs­fé­laga séu að reka sína eigin póli­tík með prí­vat­skoð­un­um. Þetta er auð­vitað ekki ein­ungis van­þekk­ing heldur lýð­skrum, því hlut­verk verka­lýðs­fé­laga felst í því að vinna að og vernda áunnin rétt­indi launa­fólks, ásamt að taka varð­stöðu með vel­ferð­ar­sam­fé­lag­inu og gagn­rýna þær ákvarð­anir stjórn­valda sem bitna á því.

Núna liggur fyrir frum­varp til laga um félaga­frelsi á vinnu­mark­aði en frum­varpið byggir bæði á mis­skiln­ingi og rang­túlk­un­um. Hlut­verk verka­lýðs- og stétt­ar­fé­laga er og hefur verið að vinna að bættum kjörum vinn­andi fólks og verja rétt­indi þeirra, halda á lofti bestu leiðum í upp­bygg­ingu vel­ferð­ar­sam­fé­lags­ins og veita launa­greið­endum og stjórn­völdum aðhald. Þetta frum­varp er til þess hugsað að þagga niður í kröfum launa­fólks á vinnu­mark­aði.

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn og hans með­reið­ar­sveinar úr kirkju nýfrjáls­hyggj­unnar vilja ekki sterka verka­lýðs­hreyf­ingu. Aug­ljós­lega. Að auki er þeirri reg­in­vit­leysu haldið fram í frum­varp­inu að á Íslandi gildi ekki félaga­frelsi á vinnu­mark­aði á meðan það er ein­fald­lega varið í stjórn­ar­skrá. Það er deg­inum ljós­ara að umrætt frum­varp, sem Sam­tök atvinnu­lífs­ins og Félag atvinnu­rek­enda taka undir með þing­mönnum Sjálf­stæð­is­flokks­ins, er boðað til þess eins að eyði­leggja sam­taka­mátt launa­fólks.

Hús­næð­iskreppa

Íslensk stjórn­völd hafa ekki enn markað sér stefnu til fram­tíðar varð­andi hús­næði fyrir tekju­lágt fólk á vinnu­mark­aði. Við búum núna við alvar­lega hús­næð­iskreppu sem skap­ast hefur bæði af alvar­legum mis­tökum í hag­stjórn og aðgerða­leysi rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Í stað þess að byggja að hluta upp hús­næð­is­markað með skil­greindu félags­legu hlut­verki, eins og verka­manna­bú­staða­kerfið var, hefur yfir­valdið falið verk­tökum hús­næð­is­mark­að­inn og þar með tapað þeirri stöðu að geta haft stýr­andi áhrif á mik­il­væg­ustu hags­muni almenn­ings. Stjórn­laus hús­næð­is­mark­aður sem ekki lýtur reglu­verki félags­legs stöð­ug­leika er óskapn­að­ur.

Á und­an­förnum árum hafa heild­ar­sam­tök opin­berra starfs­manna innan BSRB, ásamt ASÍ, rekið Bjarg íbúða­fé­lag til að vinna gegn þeirri miklu kreppu á leigu­mark­aði sem margar fjöl­skyldur búa við. Félagið er rekið án hagn­að­ar­mark­miða og er ætlað að tryggja tekju­lágum fjöl­skyldum á vinnu­mark­aði aðgengi að öruggu íbúð­ar­hús­næði í lang­tíma­leigu. Bjarg íbúða­fé­lag hefur sannað sig svo um mun­ar, en betur má ef duga skal. Áfram verður unnið með þessa hug­mynda- og aðferða­fræði og hún höfð að leið­ar­ljósi hjá Bjargi.

Á sama tíma er nauð­syn­legt að stjórn­völd skapi reglu­verk sem tryggi kaup­endum og leigj­endum fast­eigna festu og öryggi þannig að stjórn­leysi og græðgi mark­að­ar­ins og vísi­tölu­trygg­ing hús­næð­is­lána setji fjöl­skyldur ekki út á guð og gadd­inn. Til að svo megi verða þurfa stjórn­völd að snúa af leið nýfrjáls­hyggj­unnar og fara að huga að almenn­ingi af alúð og umhyggju – en ekki þjóna ein­ungis þeim sem eiga fjár­magn­ið.

Hlut­verk okkar allra er að standa vörð um vel­ferð­ina.

Höf­undur er for­maður Sam­eykis stétt­ar­fé­lags í almanna­þjón­ustu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit