Orsakir fyrir hruni vistkerfanna

Hvað er það sem knýr eyðingu vistkerfa jarðar? Hvað er það í raun og veru sem framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna kallaði í vikunni „fjöldamorð mannkyns“ í náttúrunni? Stefán Jón Hafstein leitar svara við þessum spurningum.

Auglýsing

Hvað er það sem knýr eyð­ingu vist­kerfa jarð­ar? Hvað er það í raun og veru sem aðal­rit­ari Sam­ein­uðu þjóð­anna kall­aði í vik­unni „fjöldamorð mann­kyns“ í nátt­úr­unni? Ég ræddi árás­ina á vist­kerfin í grein minni hér í síð­ustu viku í til­efni af fjöl­þjóða­ráð­stefn­unni um líf­fræði­legan fjöl­breyti­leika, sem hófst mið­viku­dag­inn 7. des. Þar beindi Guterres aðal­rit­ari spjótum sínum að fjöl­þjóð­legum fyr­ir­tækjum sem hann sagði „fylla banka­reikn­inga sína á sama tíma og þau tæmdu heim­inn af gjöfum nátt­úr­unn­ar“. Þau hefðu gert vist­kerfi að „leik­föngum gróða­fíkn­ar.“ Þá „for­dæmdi hann upp­söfnun auðs og valda í höndum lít­ils fjölda ofur­ríkra ein­stak­linga,“ eins og segir á frétta­síðu SÞ.

Auglýsing

Guterres er ekki sá fyrsti í mann­kyns­sög­unni sem fer í flokk „heimsósóma­manna.“ Fyrir 2000 árum blöskr­aði ræðu­snill­ingnum og stjórn­mála­skör­ung­inum Síseró þegar annað heims­veldi en okk­ar, Róma­veldi, hafi lagt undir sig mest af því sem ein­hvers var talið virði. Hann tal­aði um „girnd vora og rangs­leitni“ meðan allar þjóðir „æpa og kveina“. Svo féll hið mikla heims­veldi og við tóku hinar myrku mið­ald­ir. Stefnum við í sömu átt? Um hvað er aðal­rit­ar­inn að tala? Afleið­ing­arnar rakti ég í fyrri grein minni, en hvað veldur þessum ósköp­um?

Fimm meg­in­á­stæður fyrir hruni vist­kerf­anna

1) Land­notk­un. Síð­ustu 30 ár nemur skó­geyð­ing á plánet­unni um það bil 40 sinnum flat­ar­máli Íslands. Laus­lega reiknað er það flat­ar­mál Evr­ópu­sam­bands­ríkj­anna allra á þeim tíma sem lið­inn er frá fyrstu umhverf­is­vernd­ar­ráð­stefn­unni í Ríó. Land­bún­aður er aðal ástæð­an.

En haf­inu er ekki heldur hlíft. Eins og ég lýsi í bók minni Heim­ur­inn eins og hann er, teng­ist þessi eyð­ing beint mat­væla­kerfum heims­ins og hvernig þau virka. Við bein­línis étum skóg­ana. Von­ast er til að hægt verði að semja um að þriðj­ungur jarðar og haf­svæða verði „vernd­uð“ með einum eða öðrum hætti og tekin frá að hluta eða öllu leyti fyrir nátt­úr­una sjálfa. (Ekki eru öll vernd­ar­svæði jöfn: Kór­al­rifin geyma 80-90% af líf­fræði­legum fjöl­breyti­leika hafs­ins. Á sama hátt er óvar­legt að leggja að jöfnu flat­ar­mál regn­skóga við mið­baug og ein­hæfa skóg­rækt við 66 gráður norður „til kolefn­is­bind­ing­ar.“)

En það er ekki bara hefð­bundin land­notkun til akur­yrkju sem veldur tjóni. Sam­göngu­kerfin skera sundur far­leiðir dýra, umferð á sigl­inga­leiðum hrekur sjáv­ar­spen­dýr af kjör­slóðum sín­um, vind­myllur mala fugla í spað. Skömmu eftir mið­bik síð­ustu aldar var massi mann­virkja meiri en lífmassi plánet­unn­ar. Svona rís heims­veldi okkar og kall­ast „Mannöld“ eins og ég lýsi í bók minni.



2) Lofts­lags­breyt­ingar eyða lífi. Á um það bil sama tíma og við felldum alla þessa skóga jókst útblástur gróð­ur­húsa­loft­teg­unda tvö­falt. Kolefni sem er bundið í skóg­um, mólendi og vot­lendi losnar við jarð­rask. Sam­kvæmt Umhverf­is­stof­unun er stærsti orsaka­valdur los­unar gróð­ur­húsa­loft­teg­unda á Ísland einmitt land­notk­un.



3) Mengun. Kemur ekki á óvart. Not á skor­dýra­eitri eru full­kom­lega óábyrg og plast­mengun í hafi drepur sjáv­ar­dýr unn­vörp­um. (12 millj­ónir tonna af plasti fara í hafið árlega). Þegar til­búnum áburði frá land­bún­aði skolar út í vatna­kerfin og höfin mynd­ast „dauða­svæði“ sem nema tugum þús­unda fer­kíló­metra hvert um sig. Plast­eyjar fljóta um höf­in.



4) Beint arð­rán á nátt­úru­legum auð­lindum. Þetta ógnar einni milljón teg­unda plantna og dýra (sam­tals eru 8 millj­ónir á jörð­u). Á ráð­stefn­unni sem fjallar um þessi mál og stendur nú yfir í Montr­eal (COP 15) er lögð mikil áhersla á að vernda erfða­efni plantna og dýra sem talin eru bera í sér heilsu­bæt­andi fram­tíð­ar­lausnir fyrir mann­kyn. Vernd og end­ur­reisn vist­kerfa er því er því ekki bara spurn­ing um að hafa gaman af því að horfa á skokk­andi dádýr heldur grund­vall­ar­at­riði um líf á jörðu. Allt líf.



5) Fram­andi teg­undir: Utan nátt­úru­legra heim­kynna hafa fram­andi teg­undir skelfi­leg áhrif á aðrar sem eiga sér einskis ills von. Hnatt­ræn verslun og flutn­inga­leiðir eru meg­in­á­stæða fyrir því að aðkomu­teg­undir eyða lífi. (Ég læt öðrum eftir að ræða fram­andi teg­undir á Íslandi – en mikið hljóta þær að vera gagn­legar þegar þeim er boðið í nátt­úru okk­ar).

Óaf­má­an­leg spor mann­kyns

Það er þetta sem aðal­rit­ari SÞ kall­aði að mann­kyn not­aði nátt­úr­una eins og kló­sett á leið til sjálfs­morðs. Ekki er það fagur vitn­is­burður um það tíma­bil sem nú er sagt nýtt í jarð­sög­unni: Mannöld. (Ant­hropocene). Mann­kyn hefur sett óaf­má­an­leg spor sín á allt jarð­ríki og er hið nýja heims­veldi. Í bók­inni Heim­ur­inn eins og hann er spyr ég: Stefnir í sömu átt hjá okkur og meðal hinna vold­ugu Róm­verja forð­um? Að minnst kosti erum við komin á þann sama stað að öld­ungar rífa hár sitt og kveina eins og Síseró fyrir 2000 árum um það heims­veldi sem átti eftir að hrynja:

„Öll skatt­lönd eru harmi sleg­in, allar frjálsar þjóðir æpa og kveina, öll ríki ver­aldar mót­mæla grimmd vorri og græðgi. Úthafa á milli er eng­inn sá afkimi að eigi hafi fengið að kenna á girnd vorri og rangs­leitni.

Stefán Jón Haf­stein er höf­undur bók­ar­innar Heim­ur­inn eins og hann er, og hefur unnið greinar fyrir Kjarn­ann upp úr þeirri bók. Myndir eru úr henni líka.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar