Árásin á vistkerfin

Árásin á vistkerfin byggist auðvitað á miklum hagsmunum sem hafa engan áhuga á grundvallarbreytingu. Það á ekki bara við um „vonda auðhringi“ heldur einnig ríkisstjórnir og efnahagsbandalög sem mörg lúta almannavaldi, skrifar Stefán Jón Hafstein.

Auglýsing

Nú geta þeir sem fjasa hve mest um allt „kjaftæðið á heims­ráð­stefn­um“ tekið gleði sína því varla er stóru lofts­lags­ráð­stefn­unni (COP 27) lokið þegar önnur hefst. Hún er um líf­fræði­legan fjöl­breyti­leika (COP 15) – í Montr­eal frá 7. des­em­ber. Það er ekki af tómum ill­vilj­uðum partí­gangi sem fólk safn­ast saman aftur til fund­ar. Þetta hug­tak, líf­fræði­legur fjöl­breyti­leiki, er frekar stirt þótt gagn­sæi íslensk­unnar hjálpi. Lítum frekar svona á mál­ið: Síð­ustu 50 ár hefur mann­kyn eytt 70% af lif­andi dýrum, plöntum, fuglum og hrygg­leys­ingj­um.

Mynd frá WWF, Living Planet Report.

Tit­ill­inn á þess­ari grein – árás – er ekki eitt­hvað sem ég fann upp heldur við­tekin lýs­ing á ástandi sem einnig er kallað „sjötta útrým­ing­in“. Sú sjötta, því fimm sinnum áður hefur næstum orðið aldauði á jörð­inni af því að stór­kost­legar nátt­úru­legar ham­farir gengu yfir. Þessi, sú sjötta, er hins vegar sú eina sem er af manna­völd­um.

Auglýsing

Ein­hver hefði kannski haldið að þetta væri nægt til­efni til að kalla saman fund. Ekki síst vegna þess að hrun vist­kerf­anna er talin jafn stór ógn við líf á jörðu og lofts­lags­váin - eða jafn­vel stærri.

Hvar á að byrja?

Best er að byrja svona: Á síð­ustu 50 árum meira en fjór­fald­að­ist heims­hag­kerfið meðan vist­kerfin hrundu. Svo ein­falt er sam­hengið en sam­spilið á milli orsaka og afleið­inga auð­vitað ótrú­lega flók­ið. Nið­ur­staðan er að mann­kyn (sem fjór­fald­að­ist næstum því á sama tíma) hefur þanið sig út yfir öll skil­greind þol­mörk jarðar. Þetta 50 ára tíma­bil er kallað „hröð­unin mikla“. Þess vegna lýsti aðal­rit­ari Sam­ein­uðu þjóð­anna því yfir í skýrslu Umhverf­is­stofn­unar SÞ 2021 að stríð­inu yrði að linna og menn yrðu að „frið­mælast“ við nátt­úr­una. Ári áður höfðu nær 90 þjóð­ar­leið­togar lýst yfir „neyð­ar­á­standi á jörð­inni“ og snúa yrði við hruni vist­kerf­anna fyrir 2030. Hag­kerfin yrðu að verða nátt­úru­væn:

„Neyð­ar­á­stand ríkir á jörð­inni: … Vís­indin sýna okkur ljós­lega að skaði á líf­fræði­legum fjöl­breyti­leika, spjöll á landi og hafi, meng­un, auð­linda­þurrð og lofts­lagsvá halda áfram hraðar en nokkru sinni fyrr. Þessi hröðun veldur óbæt­an­legu tjóni á vist­kerfum sem eru und­ir­staða lífs og bæta enn á fátækt og ójöfn­uð, hungur og vannær­ing­u.“

Ekki nóg með það. Hefj­ast þarf handa við að end­ur­reisa vist­kerfin og vinna aftur það sem nú hefur tap­ast. Þetta var einmitt í lok „ára­tugar líf­fræði­legs fjöl­breyti­leika“ þegar ekk­ert af settum mark­miðum hafði náðst. Nið­ur­stað­an: Neyð­ar­á­stand.

Um þetta segi ég í bók minni Heim­inum eins og hann er svo eng­inn fyllist óþarfa bjart­sýni:

„Í 200 ára sögu iðn­veld­anna, nútíma­stjórn­mála, klass­ískra hag­fræða og heim­speki höfum við aldrei upp­lifað annað eins. Aðferð okkar til að hugsa um heim­inn, stjórna lífi okkar og skapa fram­tíð er úrelt.“

Vist­kerfi eða hag­kerfi?

Krafan er um algjöran við­snún­ing. Vist­kerfin verði ekki lengur i „þjón­ustu“ hag­kerf­anna, heldur öfugt. Nátt­úru­vænt og vist­vænt fyrst. Í Heim­ur­inn eins og hann er fer ég ítar­lega í gegnum rök­semd­ar­færsl­una, því þetta ástand er auð­vitað ekk­ert annað en hræði­legt. Nauð­syn­legt er að átta sig á hinni hag­fræði­legu rökvillu sem er und­ir­staðan fyrir þróun á iðn­tím­um: Að nátt­úran sé ókeyp­is. Kostn­að­ur­inn við að eyða vist­kerfum og nátt­úru­auð­l­inum reikn­ast ekki inn í viðkipta­módel mann­kyns gagn­vart Móður nátt­úru. Þetta er rakið eft­ir­minni­lega i The Economics of Biodi­versity: The Das­gupta Review sem kom út 2021 og ég fer yfir í bók minni.

Þar segir Partha Das­gupta í skýrslu sinni til bresku rík­is­stjórn­ar­innar um við­fangs­efnin eftir stríð og krepp­una miklu:

„Hag­rænu við­fangs­efnin sem þurfti að taka á með hraði voru best leyst með því að taka nátt­úr­una ekki með í reikn­ing­inn. … Það lá beint við að ein­beita sér að því að byggja upp fram­leiðslu­auð­magn (vegi, vél­ar, bygg­ing­ar, verk­smiðjur og hafn­ir) og svo það sem við köllum í dag mannauð (heilsu og mennt­un). Að flækja málin með auð­magni nátt­úr­unnar hefði íþyngt lausnum á vand­anum sem við blast­i.”

Í skýrslu Umhverf­is­stofn­unar SÞ (Mak­ing Peace with Nat­ure, 2021) er þessu lýst svona: „Við verðum að hætta að beita þekk­ingu, mann­viti, snilli og tækni til að breyta nátt­úr­unni, til þess vegar að breyta sam­bandi manns og nátt­úru“. (Heim­ur­inn eins og hann er).

Hags­munir

Árásin á vist­kerfin bygg­ist auð­vitað á miklum hags­munum sem hafa engan áhuga á grund­vall­ar­breyt­ingu. Það á ekki bara við um „vonda auð­hringi“ heldur einnig rík­is­stjórnir og efna­hags­banda­lög sem mörg lúta almanna­valdi. Ríki heims nið­ur­greiða skað­legan land­bún­að, skóg­ar­högg, land­eyð­ingu, vatns­þurrð og ólög­legar fisk­veiðar um sem nemur meira en 500 millj­örðum doll­ara árlega. Fimm sinnum hærri upp­hæð en lagt er til í „bóta­sjóð” vegna lofts­lags­mála. Ríkin nið­ur­greiða tjón­ið. Þeir sem græða á hinum kant­in­um, í einka­fram­tak­inu eða afbrigði af því, hafa ekki nokkurn áhuga á því að „greiða fullt verð“ fyrir arðrán­ið. Minnst af því tjón­inu er vegna þess að fátækt fólk berst í bökk­um. Þvert á móti. Það eru ríku löndin og atvinnu­vegir þeirra sem mestum skaða valda. Póli­tískir og efna­hags­legir hags­munir eru svo sam­tvinn­aðir að það þarf meira en auð­ugt ímynd­un­ar­afl til að láta sér detta í hug hvernig skipta eigi um for­rit í kerf­inu. Þegar 96% af massa spen­dýra á jörð­inni eru menn og hús­dýr þeirra tala fáir máli músa og fíla sem eru villt og í algjörum minni­hluta.

Auglýsing

Grund­vall­ar­breyt­ing er samt það eina sem kemur til greina því svona gengur þetta ekki leng­ur. Það er hins vegar óhemju erfitt að ímynda sér hvernig sú breyt­ing gæti litið út og ekki síður hvernig í ver­öld­inni ætti að koma henni í fram­kvæmd. Hér duga engar smá­skammta­lækn­ingar og það munar ekki neitt um hvert örstutt skref. Hrunið er á fullu.

Þess vegna er óhætt að hætta að fjasa og óska fólk­inu á COP 15 góðs geng­is.

Stefán Jón Haf­stein er höf­undur bók­ar­innar Heim­ur­inn eins og hann er og eru myndir úr henni ásamt skýr­ing­ar­mynd frá WWF.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar