Hagsmunir launafólks

Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, segir að uppbygging samfélagsins upp úr kófinu þurfi að vera á forsendum fólksins og á forsendum fjöldans – en ekki örfárra útvalinna einstaklinga.

Auglýsing

Árið 2020 hefur markast að mestu leyti af áhrifum heims­far­ald­urs kór­ónu­veirunn­ar. Það er ljóst að við erum að upp­lifa áhrifin hér á landi líkt og ann­ars stað­ar. Þegar við horfum til baka á árinu 2020 hvað varðar stöðu launa­fólks og þeirrar bar­áttu sem við höfum háð á árinu þá sjáum við aðgerðir sem gripið hefur verið til að tryggja ráðn­ing­ar­sam­band fólks­ins. Gríð­ar­lega mik­il­vægt að standa vörð um störfin í land­inu. Það verður þó að við­ur­kenn­ast að það er nokkuð langur vegur frá því að stjórn­völd hafi gert allar þær nauð­syn­legu breyt­ingar sem við teljum mik­il­vægar á þessum tíma. Hvernig bætum við rétt­ar­stöðu launa­fólks þegar brotið er vís­vit­andi á rétt­indum þess? Hvernig höfum við sem sam­fé­lag stutt við öryrkja og eft­ir­launa­þega?

Fyrstu við­brögð við far­aldr­inum voru að tryggja að launa­fólk fengi greidd laun á sama tíma ef fólk þurfti að fara í 14 daga sótt­kví, sem voru nauð­syn­leg við­brögð til að hefta útbreiðslu veirunn­ar. Full­trúar Sam­taka atvinnu­lífs­ins töldu fyrst um sinn ástæðu­laust að fólk ætti að fá slíka fjar­veru frá vinnu greidda. Með sam­tali og aðkomu stjórn­valda, með fjár­stuðn­ingi til fyr­ir­tækj­anna, tókst hins vegar að koma í veg fyrir að launa­fólk sæti eftir launa­laust hefði það þurft að vera í sótt­kví. Við sjáum sem dæmi víða erlendis þar sem rétt­indi fólks­ins eru lak­ari hvað þetta varðar að veru­lega erfitt getur reynst að hefta útbreiðslu veirunn­ar.

Til­hneig­ingin virð­ist iðu­lega vera að hugsa fyrst og fremst um hags­muni fyr­ir­tækj­anna í stað þess að horfa til hags­muna launa­fólks. Þessu þurfti að vinna gegn í upp­hafi far­ald­urs­ins og þarf enn að veita aðhald. Að tryggja launa­fólki, sem verður fyrir því áfalli að missa atvinn­una, tekjur til að standa undir þeim skuld­bind­ingum sem stofnað hefur verið til er eitt mik­il­væg­asta málið sem blasir við. 

Auglýsing

Nú þegar er búið að lengja tíma­bil tekju­tengdra atvinnu­leys­is­bóta. Það dugir hins vegar engan veg­inn til. Í dag eru hámarks tekju­tengdar bætur rúmar 456 þús­und krónur og eru greiddar í 6 mán­uði, að hámarki 70% af fyrri tekj­um. Um ára­mótin verða lág­marks­laun iðn­að­ar­manna (sveina) tæpar 455 þús­und krónur fyrir dag­vinnu! Það er því aug­ljóst að það þarf að hækka tekju­tengdar bæt­ur. Mikil skerð­ing tekna veldur sam­drætti í sam­fé­lag­inu. Þetta er verk­efni sem þarf að ráð­ast í strax fyrstu mán­uðum nýs árs.

Staða efna­hags­lífs­ins skipti miklu máli þegar kemur að því hvernig mögu­legt hefur verið að takast á við veiruna. Mikil lækkun stýri­vaxta í kjöl­far þeirra kjara­samn­inga sem gerðir voru 2019, kjara­samn­ingar iðn­að­ar­manna og lífs­kjara­samn­ing­arn­ir, hafa svo sann­ar­lega haft jákvæð áhrif á stöðu þeirra heim­ila þar sem fólk býr í eigin hús­næði. Lækkun stýri­vaxta hafa veru­leg áhrif á þau vaxta­kjör sem lands­mönnum bjóð­ast almennt og hafa bein áhrif á þau lán sem hafa breyti­lega vexti. Það verður hins vegar að segj­ast í þessum málum að lána­stofn­anir hafa almennt ekki skilað þeirri lækkun allri til lán­taka og sýnir okkur og sannar að það verður að grípa til að setja stíf­ari lag­ara­mma sem tryggir rétt­indi og kjör lán­taka. 

Verk­efnin sem blasa við okkur sem sam­fé­lagi er að vinna úr þess­ari stöðu og standa þétt sam­an. Við getum náð gríð­ar­lega góðum árangri ef við bregð­umst við með réttum hætti, hugsum um hags­muni fólks­ins fyrst og fremst. Tryggjum öllum við­un­andi afkomu og halda hjólum sam­fé­lags­ins gangi á réttum for­send­um. Nú verðum við að grípa til aðgerða fyrir heim­ilin í land­inu, félagar okkar hjá VR hafa kynnt fram­sæknar en nauð­syn­legar til­lögur um stuðn­ings­lán til heim­il­anna. Heim­ilin má ekki skilja eftir í kjöl­far kreppu sem þess­ar­ar. 

Upp­bygg­ing sam­fé­lags­ins upp úr kóf­inu þarf að vera á for­sendum fólks­ins, á for­sendum fjöld­ans en ekki örfárra útval­inna ein­stak­linga. Fyrir skömmu kom fram skýrsla frá OECD þar sem lagt er til þess að draga ætti úr reglum og kröfum í sam­fé­lag­inu til þess að ná fram meintum sparn­aði. Þegar dýpra er rýnt í skýrsl­una og með sam­tölum við full­trúa OECD blasir við að skortur er á raun­veru­legum rök­semdum við þeim breyt­ing­um. Svo virð­ist sem stefnan sé hrein­lega sú að færri reglur og minni kröfur hljóti að draga úr kostn­aði, gæðin skipti ekki máli. Frá­leit hugsun sem við megum ekki láta verða ráð­andi inn í fram­tíð­ina hér á landi.

Höf­undur er ­for­maður Raf­iðn­að­ar­sam­bands Íslands.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kostnaður við rekstur þjóðkirkjunnar greiðist úr ríkissjóði þar sem kirkjan og ríki eru ekki aðskilin hérlendis.
Prestar ósáttir við tillögu um að hætta að rukka fyrir hjónavígslur, skírnir og útfarir
Lagt hefur verið til að hætt verði að rukka fyrir aukaverk presta. Það þyki fráhrindandi að prestur sem þjónar fólki á gleði- og sorgarstundum sendi viðkomandi síðan reikning. Einkum sé þetta „slæm birtingarmynd þegar um efnalítið fólk er að ræða.“
Kjarninn 18. október 2021
Á meðal íbúða sem Bjarg leigufélag, sem er óhagnaðardrifið, hefur byggt og leigir nú út eru íbúðir við Hallgerðargötu í Laugarneshverfi.
Þeir sem leigja af óhagnaðardrifnum leigufélögum mun ánægðari en aðrir
Uppbygging almennra íbúða í gegnum óhagnaðardrifin leigufélög hefur aukið verulega framboð á húsnæði fyrir fólk með lágar tekjur. Leigjendur í kerfinu eru mun ánægðari en aðrir leigjendur og telja sig búa við meira húsnæðisöryggi.
Kjarninn 18. október 2021
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Gagnrýnir skarpa hækkun sveiflujöfnunaraukans
Dósent í fjármálum við Háskóla Íslands segir mikla hækkun á eiginfjárkröfum fjármálafyrirtækja ekki vera í samræmi við eigið áhættumat Seðlabankans og úr takti við helstu samanburðarlönd.
Kjarninn 17. október 2021
Búinn að eyða 500 til 600 klukkustundum samhliða fullri dagvinnu í eldgosið
Ljósmyndabókin „Í návígi við eldgos“ inniheldur 100 tilkomumestu og skemmtilegustu myndirnar úr ferðum Daníels Páls Jónssonar að eldgosinu í Fagradalsfjalli. Hann safnar nú fyrir útgáfu hennar.
Kjarninn 17. október 2021
Þótt ferðamenn séu farnir að heimsækja Ísland í meira magni en í fyrra, og störfum í geiranum hafi samhliða fjölgað, er langur vegur að því að ferðaþjónustan skapi jafn mörg störf og hún gerði fyrir heimsfaraldur.
Langtímaatvinnuleysi 143 prósent meira en það var fyrir kórónuveirufaraldur
Þótt almennt atvinnuleysi sé komið niður í sömu hlutfallstölu og fyrir faraldur þá er atvinnuleysið annars konar nú. Þúsundir eru á tímabundnum ráðningastyrkjum og 44 prósent atvinnulausra hafa verið án vinnu í ár eða lengur.
Kjarninn 17. október 2021
Eiríkur Ragnarsson
Af hverju er aldrei neitt til í IKEA?
Kjarninn 17. október 2021
Karl Gauti Hjaltason er oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
„Það er búið að eyðileggja atkvæðin í þessu kjördæmi“
Atkvæðin í kosningunum í Norðvesturkjördæmi „eru því miður ónýt,“ segir Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi sýslumaður og „vafaþingmaður“ Miðflokksins. „Það getur enginn í raun og veru treyst því að ekki hafi verið átt við þessi atkvæði“.
Kjarninn 17. október 2021
Gabby Petito
Verður morðið á Gabby Petito leyst á TikTok?
Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði, segir enga ástæðu til að óttast breyttan veruleika við umfjöllun sakamála en mikilvægt sé að að gera greinarmun á sakamálum sem afþreyingu og lögreglurannsókn.
Kjarninn 17. október 2021
Meira úr sama flokkiÁlit