Hagsmunir launafólks

Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, segir að uppbygging samfélagsins upp úr kófinu þurfi að vera á forsendum fólksins og á forsendum fjöldans – en ekki örfárra útvalinna einstaklinga.

Auglýsing

Árið 2020 hefur markast að mestu leyti af áhrifum heims­far­ald­urs kór­ónu­veirunn­ar. Það er ljóst að við erum að upp­lifa áhrifin hér á landi líkt og ann­ars stað­ar. Þegar við horfum til baka á árinu 2020 hvað varðar stöðu launa­fólks og þeirrar bar­áttu sem við höfum háð á árinu þá sjáum við aðgerðir sem gripið hefur verið til að tryggja ráðn­ing­ar­sam­band fólks­ins. Gríð­ar­lega mik­il­vægt að standa vörð um störfin í land­inu. Það verður þó að við­ur­kenn­ast að það er nokkuð langur vegur frá því að stjórn­völd hafi gert allar þær nauð­syn­legu breyt­ingar sem við teljum mik­il­vægar á þessum tíma. Hvernig bætum við rétt­ar­stöðu launa­fólks þegar brotið er vís­vit­andi á rétt­indum þess? Hvernig höfum við sem sam­fé­lag stutt við öryrkja og eft­ir­launa­þega?

Fyrstu við­brögð við far­aldr­inum voru að tryggja að launa­fólk fengi greidd laun á sama tíma ef fólk þurfti að fara í 14 daga sótt­kví, sem voru nauð­syn­leg við­brögð til að hefta útbreiðslu veirunn­ar. Full­trúar Sam­taka atvinnu­lífs­ins töldu fyrst um sinn ástæðu­laust að fólk ætti að fá slíka fjar­veru frá vinnu greidda. Með sam­tali og aðkomu stjórn­valda, með fjár­stuðn­ingi til fyr­ir­tækj­anna, tókst hins vegar að koma í veg fyrir að launa­fólk sæti eftir launa­laust hefði það þurft að vera í sótt­kví. Við sjáum sem dæmi víða erlendis þar sem rétt­indi fólks­ins eru lak­ari hvað þetta varðar að veru­lega erfitt getur reynst að hefta útbreiðslu veirunn­ar.

Til­hneig­ingin virð­ist iðu­lega vera að hugsa fyrst og fremst um hags­muni fyr­ir­tækj­anna í stað þess að horfa til hags­muna launa­fólks. Þessu þurfti að vinna gegn í upp­hafi far­ald­urs­ins og þarf enn að veita aðhald. Að tryggja launa­fólki, sem verður fyrir því áfalli að missa atvinn­una, tekjur til að standa undir þeim skuld­bind­ingum sem stofnað hefur verið til er eitt mik­il­væg­asta málið sem blasir við. 

Auglýsing

Nú þegar er búið að lengja tíma­bil tekju­tengdra atvinnu­leys­is­bóta. Það dugir hins vegar engan veg­inn til. Í dag eru hámarks tekju­tengdar bætur rúmar 456 þús­und krónur og eru greiddar í 6 mán­uði, að hámarki 70% af fyrri tekj­um. Um ára­mótin verða lág­marks­laun iðn­að­ar­manna (sveina) tæpar 455 þús­und krónur fyrir dag­vinnu! Það er því aug­ljóst að það þarf að hækka tekju­tengdar bæt­ur. Mikil skerð­ing tekna veldur sam­drætti í sam­fé­lag­inu. Þetta er verk­efni sem þarf að ráð­ast í strax fyrstu mán­uðum nýs árs.

Staða efna­hags­lífs­ins skipti miklu máli þegar kemur að því hvernig mögu­legt hefur verið að takast á við veiruna. Mikil lækkun stýri­vaxta í kjöl­far þeirra kjara­samn­inga sem gerðir voru 2019, kjara­samn­ingar iðn­að­ar­manna og lífs­kjara­samn­ing­arn­ir, hafa svo sann­ar­lega haft jákvæð áhrif á stöðu þeirra heim­ila þar sem fólk býr í eigin hús­næði. Lækkun stýri­vaxta hafa veru­leg áhrif á þau vaxta­kjör sem lands­mönnum bjóð­ast almennt og hafa bein áhrif á þau lán sem hafa breyti­lega vexti. Það verður hins vegar að segj­ast í þessum málum að lána­stofn­anir hafa almennt ekki skilað þeirri lækkun allri til lán­taka og sýnir okkur og sannar að það verður að grípa til að setja stíf­ari lag­ara­mma sem tryggir rétt­indi og kjör lán­taka. 

Verk­efnin sem blasa við okkur sem sam­fé­lagi er að vinna úr þess­ari stöðu og standa þétt sam­an. Við getum náð gríð­ar­lega góðum árangri ef við bregð­umst við með réttum hætti, hugsum um hags­muni fólks­ins fyrst og fremst. Tryggjum öllum við­un­andi afkomu og halda hjólum sam­fé­lags­ins gangi á réttum for­send­um. Nú verðum við að grípa til aðgerða fyrir heim­ilin í land­inu, félagar okkar hjá VR hafa kynnt fram­sæknar en nauð­syn­legar til­lögur um stuðn­ings­lán til heim­il­anna. Heim­ilin má ekki skilja eftir í kjöl­far kreppu sem þess­ar­ar. 

Upp­bygg­ing sam­fé­lags­ins upp úr kóf­inu þarf að vera á for­sendum fólks­ins, á for­sendum fjöld­ans en ekki örfárra útval­inna ein­stak­linga. Fyrir skömmu kom fram skýrsla frá OECD þar sem lagt er til þess að draga ætti úr reglum og kröfum í sam­fé­lag­inu til þess að ná fram meintum sparn­aði. Þegar dýpra er rýnt í skýrsl­una og með sam­tölum við full­trúa OECD blasir við að skortur er á raun­veru­legum rök­semdum við þeim breyt­ing­um. Svo virð­ist sem stefnan sé hrein­lega sú að færri reglur og minni kröfur hljóti að draga úr kostn­aði, gæðin skipti ekki máli. Frá­leit hugsun sem við megum ekki láta verða ráð­andi inn í fram­tíð­ina hér á landi.

Höf­undur er ­for­maður Raf­iðn­að­ar­sam­bands Íslands.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit