Austurland 2022: Miklar fórnir fyrir stóra vinninga?

Ritstjóri Austurgluggans og Austurfréttar segir mikilvægt að nærsamfélagið og samfélagið í heild taki djúpa umræðu um stefnu til næstu ára í orkumálum. „Hvernig við hámörkum ágóða okkar í þeim en lágmörkum fórnirnar sem við þurfum að færa við þróunina.“

Auglýsing

Orku­skipti eru lítið orð með mikla þýð­ingu. Ávinn­ing­ur­inn getur orðið stór­kost­legur en fórn­irnar líka. Um allt land eru mikil áform um bygg­ingu nýrra orku­vera, einkum í vind­orku.

Eru orku­skipti orð árs­ins 2022? Á árinu hefur færst vax­andi þungi í umræð­una um hvernig Ísland ætlar að standa við alþjóð­legar skuld­bind­ingar sínar með öðru en því hænu­feti að gera fjöl­skyldu­bíl­inn að raf­bíl yfir í hvað þarf að gera og hverju þarf að kosta til.

Á þessum stað fyrir ári síðan var vakin athygli á áformum um upp­bygg­ingu Orku­garðs Aust­ur­lands á Reyð­ar­firði. Orku­garð­ur­inn er í grunn­inn vetn­is­verk­smiðja sem danska fjár­fest­inga­fyr­ir­tækið Copen­hagen Infrastruct­ure Partners (CIP) stendur að. Á þessu ári hefur skýrst nánar í hverju áformin fel­ast.

Nú milli jóla og nýárs stað­festi bæj­ar­stjórn Fjarða­byggðar úthlutun á 38 hekt­ara lóð til CIP utan við álverið í Reyð­ar­firði. Þar hófust í sumar rann­sóknir sem nauð­syn­legar eru fyrir umhverf­is­mat. Því á að vera lokið áður en árið 2026 gengur í garð, í síð­asta lagi fyrir árið 2028, þannig að fram­kvæmdir geti haf­ist.

Mik­ill ávinn­ingur

CIP áformar að fram­leiða vetni með að kljúfa vatn í frum­efni sín, vetni og súr­efni. Vetnið verður síðan bundið amm­on­íaki þannig hægt verði að nota það sem elds­neyti á skip, flutn­inga­bíla og mögu­lega flug­vél­ar.

Útlit er fyrir að raf­magn henti seint á þessi far­ar­tæki. Við fram­leiðsl­una falla til hlið­ar­af­urðir svo sem heitt vatn, amm­on­íak og súr­efni sem sam­starfs­að­ilar hafa hug á að nýta. Þeirra á meðal er íslenska nýsköp­un­ar­fyr­ir­tækið Atmonia sem þróar umhverf­is­vænni tækni en þekk­ist í dag til að fram­leiða amm­on­íak en líka nýja aðferð til áburð­ar­fram­leiðslu.

Þegar olíu­kreppan skall á fyrir um það bil hálfri öld bar Íslend­ingum gæfa til að hverfa frá olíu til hús­hit­unar yfir í jarð­varma og raf­magn. Ég full­yrði að ekki finnst mikið stærra örygg­is- eða efna­hags­mál en að gera Ísland óháð jarð­efna­elds­neyti. Við sjáum áhrifin sem stríð Rússa gegn Úkra­ínu hefur haft. Ferða­kostn­aður tvö­fald­ast sem ekki síst kemur niður á íbúum lands­byggð­ar­innar sem þurfa að ferð­ast vegna vinnu eða treysta á birgða­flutn­inga. Erfitt er að tala um mat­væla­ör­yggi meðan hætta er á að ein stríðs­á­tök lami drátt­ar­vél­arnar okkar og flutn­inga­bíl­ana.

Með öðrum orð­um: Orku­garð­ur, vetn­is­verk­smiðja eða raf­elds­neyt­is­fram­leiðsla – hvaða orð sem valið er – er mjög spenn­andi fyrir Ísland. Til yrðu fimm­tíu ný störf beint við verk­smiðj­una sem byggir á nýj­ustu tækni. Allt slíkt er mjög spenn­andi fyrir Aust­ur­land og Ísland.

En hverju þarf að kosta til?

En það er smá hængur á. Græni orku­garð­ur­inn er grænn því hann nýtir end­ur­nýj­an­lega raf­orku. Vetnið er klofið með raf­magni. CIP virð­ist eitt ábyrgt fyrir orku­öflun garðs­ins og til þess rennir það hýru auga í nágranna­sveit­ar­fé­lagi, Fljóts­dal og vill reisa þar vind­myll­ur. Afl­þörfin er 350 MW, ráð­gert er að reisa 50 myllur sem hver þarf einn fer­kíló­metra lands þannig vind­orku­verið yrði 50 fer­kíló­metr­ar.

Tekið skal fram að enn er mjög margt óljóst varð­andi vind­orku­ver­ið, til dæmis hvort allar vind­myll­urnar verði á sama stað eða dreif­ist milli nokk­urra svæða. Ljóst er þó að þær yrðu upp á hálend­inu, á svæði sem til þessa er lítið eða ekk­ert rask­að.

Hér erum við komin að stóra mál­inu sem eru áform á Íslandi um upp­bygg­ingu vind­orku. Ekki fjærri svæð­unum sem CIP skoðar er fyr­ir­tækið Zephyr með áform um allt að 500 MW vind­orku­ver, nánar til tekið í landi Klaust­ursels á Jök­ul­dal sem á land langt upp á norð­an­verða Fljóts­dals­heiði. Tak­mark­aðar líkur virð­ast á að þessar vind­myllur sjá­ist úr byggð en að sama skapi þá virð­ast þær allar sjást um stóran hluta hálendis mið-Aust­ur­lands, innan frá Snæ­felli út að Smjör­fjöll­um.

Vind­orku­verið í landi Klaust­ursels virð­ist lengra á veg komið miðað við að drög að áætlun um mat á umhverf­is­á­hrifum er nú í umsagn­ar­ferli. Þetta ferli er komið í gang þótt á Íslandi séu engin lög komin um vinda­fls­virkj­an­ir.

Hvað er í þessu fyrir okk­ur?

Ýmsum spurn­ingum um vind­myll­urnar er ósvar­að. Hvað tekur ríkið til sín? Hvað fellur í hlut sveit­ar­fé­laga? Að mörgu leyti minnir ástandið á það sem uppi var í fisk­eld­is­málum fyrir um ára­tug þegar sótt var um leyfi í miklum móð og okkar fyrstu við­brögð voru jákvæð í von um atvinnu­sköp­un. Og því verður ekki neitað að eldið hefur skilað sínu á ýmsum stöð­um, til dæmis Djúpa­vogi sem var á von­ar­völ eftir lokun Vís­is.

En það var kannski ekki fyrr en fimm árum síðar sem fólk kveikti af alvöru og fór að ræða um skipt­ingu ágóð­ans og umhverf­is­á­hrif­in. Hvað með ruslið sem fellur til? Hver eru áhrif líf­ræna úrgangs­ins? Af hverju sleppa svona margir fiskar þótt bún­að­ur­inn eigi að vera góð­ur? Hvert er sann­gjarnt gjald fyrir afnot af auð­lind­inni? Og fyrst við erum byrjuð – af hverju þarf sér­staka rík­is­nefnd á launum við að meta umsóknir sveit­ar­fé­laga um skatt­tekjur af eld­inu sem er stundað innan þeirra marka?

Miðað við núver­andi lög eru vind­myll­urnar að mestu und­an­þegnar fast­eigna­gjöld­um, sem til þessa hafa verið helsta tekju­lind sveit­ar­fé­laga af raf­orku­ver­um. Og hvernig höndla vind­myll­urnar ísingu og aðrar veð­ur­fars­að­stæður á íslenskum heið­um? Það er svo sem ein af þeim spurn­ingum sem orku­fyr­ir­tækin ætla að fá svör við með til­rauna­möstr­um.

Hækkar orku­verð?

Síðan eru vanda­mál sem fylgja því að vind­orka er sveiflu­kennd, merki­legt nokk er stundum logn á Íslandi. Nýt­ing­ar­hlut­fallið hjá CIP er áætlað 35-40%. Ójöfn fram­leiðsla reynir til dæmis á flutn­ings­kerf­ið. Önnur spurn­ing varðar raf­orku­verð­ið. Full­trúar CIP fengu þá spurn­ingu á íbúa­fundi í Fljóts­dal í nóv­em­ber. Á fyrri fundi í mars höfðu þeir sagt að hægt væri að draga úr fram­leiðsl­unni auk þess sem vilja­yf­ir­lýs­ing hefði verið und­ir­rituð um kaup á raf­magni frá Ham­ars­ár­virkj­un, sem enn er eins og fleira enn aðeins á teikni­borð­inu.

Að þessu sinni var svarið að orku­garð­ur­inn myndi vilja kaupa orku á slíkum stundum ann­ars staðar úr kerf­inu. Slíkt getur þýtt að bæta þurfi í til dæmis vatns­afls­virkj­anir til að mæta eft­ir­spurn­inni. Um verðið var bent á að raf­orku­verð sner­ist um fram­boð og eft­ir­spurn. Út frá því má álykta að líkur séu á að aukin eft­ir­spurn þegar vetn­is­verk­smiðj­urnar fá ekki raf­magn úr vind­orku­ver­unum geti leitt til hærra raf­orku­verðs fyrir almenn­ing eða annan rekst­ur.

Hlut­deild þjóð­ar­innar

Þegar orku­garðs­á­formin voru fyrst kynnt á Reyð­ar­firði haustið 2020 mættu þangað full­trúar Lands­virkj­unar sem gerðu mikið í því að þátt­taka fyr­ir­tæk­is­ins væri þjóð­hags­lega mik­il­væg því þannig væri lands­mönnum tryggður hluti af ágóð­anum af fram­leiðsl­unni. Á sama tíma sver fyr­ir­tækið af sér nokkra teng­ingu við vind­orku­ver­ið, það er alfarið á ábyrgð og þar með eigu CIP, sem í öðrum til­fellum hefur stundað að fá með sér aðra fjár­festa. Lands­virkjun er í fæstum til­fellum aðili að þeim tugum áforma um vind­orku­ver sem uppi eru hér­lend­is.

Miðað við kort sem full­trúi Rott­er­dam-hafna sýndi á fundi um orku­garð­inn í sumar hefur fyr­ir­tækið hins vegar vand­lega kort­lagt mögu­leika á beislun vinds­ins hér­lendis og kynnt þá fyrir erlendum fjár­fest­um. En hver er þá hagur þjóð­ar­innar af vind­orkunni? Ef hún er raun­veru­lega ábata­söm, er þá ekki rétt að við höldum áfram á þeirri braut sem við mörk­uðum fyrir löngu að stærri virkj­anir séu í almenn­ings­eigu, ýmist sveit­ar­fé­laga eða helst rík­is­ins? Sagan geymir of mörg dæmi um þjóðir sem farið hafa flatt þegar auð­lindir og ágóð­inn af þeim hafa fallið í eigu fárra frekar en almenn­ings.

Auglýsing
Því verður ekki neitað að hag­nýt­ing orku hefur verið eitt af því sem byggt hefur upp lífs­gæði á Íslandi. Frá virkj­unum á Þjórs­ár­svæð­inu liggja öfl­ugar raf­línur inn til Reykja­víkur og hafa ára­tugum saman knúið hinn stóra vinnu­stað sem álverið í Straums­vík er sem aðra starf­semi og heim­ili. Læknar Lands­spít­al­ans sem og fleiri myndu vart láta bjóða sér það óör­uggi sem víða er í raf­orku­málum á lands­byggð­inni. Þessi upp­bygg­ing upp úr miðri síð­ustu öld breytti höf­uð­borg­ar­svæð­inu, rétt eins og álverið á Reyð­ar­firði, sem fagn­aði í ár 15 ára afmæli, nútíma­væddi atvinnu­hætti og sam­fé­lagið á Aust­ur­landi.

Und­an­farna ára­tugi hefur lögð mikil vinna í að reyna að koma á ein­hvers konar sátt um virkj­un­ar­kosti hér­lendis í gegnum ramma­á­ætl­un, þótt hún sé engan vegin galla­laus. Hún verður hins vegar bæði að virka og vera virt sem stjórn­tæki til lengri tíma um orku­kosti Íslands. Ann­ars munum við ganga stjórn­laust inn á okkar ósnortnu víð­erni, sem er afskap­lega mik­il­væg auð­lind. Þegar horft er út um glugga flug­vélar yfir meg­in­landi Evr­ópu má sjá að hver ein­asti blettur er snertur og skipu­lagður af mann­in­um.

Og þótt vissu­lega sé hægt að taka vind­myll­urnar í sundur eftir 25 ár og láta þær hverfa af yfir­borði jarðar þá er það með þær eins og fleira að áhrifin eru aldrei að fullu aft­ur­kræf. Undir þær þarf að steypa traustar und­ir­stöður og leggja að þeim vegi. Ummerki um hvort tveggja eða breyt­ing­ar­á­hrif á vist­kerfin verða seint afmáð.

Vindu­orku­á­formin eru síður en svo sér­aust­firsk né eru þau bundin hér við þau tvö orku­ver sem rætt hefur verið um. Þannig hafa verið athug­anir á Sand­vík­ur­heiði milli Bakka­fjarðar og Vopna­fjarðar auk þess vind­myllur eru á teikni­borð­inu sem hluti af stór­skipa­höfn­inni í Finna­firði. Þá hafa dúkkað upp hér aðilar sem hug hafa á risa­orku­verum úti á sjó.

Þess vegna er mik­il­vægt að við sem bæði nær­sam­fé­lag og sem heild getum tekið djúpa umræðu um hvert við stefnum á næstu árum í hvers konar orku­mál­um. Hvernig við hámörkum ágóða okkar í þeim en lág­mörkum fórn­irnar sem við þurfum að færa við þró­un­ina.

Annað að aust­an:

Beint til Frank­furt

Í júlí til­kynnti Cond­or, eitt stærsta flug­fé­lag Þýska­lands, að það myndi næsta sumar fljúga viku­lega milli Egils­staða og Frank­furt. Þetta er í fjórða sinn sem reynt er við áætl­un­ar­flug erlendis frá Egils­stöðum og von­andi eru und­ir­stöð­urnar orðnar það tryggar að það verði lang­líf­ari en fyrri til­raun­irnar þrjár. Ástæða er til bjart­sýni miðað við að Condor stækk­aði nú í des­em­ber vél­arnar sem fljúga.

Ef vel tekst til væri það lyfti­stöng fyrir ferða­þjón­ustu og þar með sam­fé­lagið á Norð­ur- og Aust­ur­landi. Þessu fylgja hins vegar áskor­an­ir. Gisti­pláss yfir sum­ar­ið, þegar flogið verð­ur, er nán­ast upp­bókað eystra en til að hvati mynd­ist til að bæta við þarf ferða­manna­tíma­bilið að lengj­ast.

Og eins og eld­gos og ófærð á árinu hafa sýnt þá er ekki verra að fleiri flug­vellir en bara Kefla­vík geti sinnt alþjóða­flugi.

Öfl­ugur sjáv­ar­út­vegur

Aust­firð­ingar fagna end­ur­komu loðn­unnar þótt ver­tíðin í ár hafi ekki verið jafn risa­vaxin og vonir stóðu til. Óveður og bræla settu þar strik í reikn­ing­inn, sér­stak­lega hjá Norð­mönnum sem geta veitt ákveð­inn kvóta í íslensku lög­sög­unni en hafa til þess tak­mark­aðan tíma. Vikum saman lá fjöldi norskra skipa bund­inn við aust­firskar bryggj­ur. Það var gott fyrir efna­hag­inn í landi, norsku sjó­menn­irnir björg­uðu febr­úar í Vök baths, sund­skýlur til leigu stopp­uðu ekki í hill­un­um.

Norskum útgerð­ar­mönnum var ekki skemmt og kvört­uðu í þar­lendum fjöl­miðlum yfir ósann­girni Íslend­inga í samn­ing­um. Íslend­ingar gáfu á móti lítið fyrir þann kvein­staf enda þykja Norð­menn hafa verið óbil­gjarnir í öðrum samn­ing­um, einkum um mak­ríl­inn. Mögu­lega kann nú að hafa mynd­ast þar samn­ings­staða.

En þótt loðnan væri ekki jafn góð og von­ast var þá hefur árið engu að síður verið gott. Eskja skil­aði met­hagn­aði árið 2021 og Loðnu­vinnslan tók á móti nýju Hof­felli í júní. Síld­ar­vinnslan keypti í fisk­eldi á Vest­fjörðum og síðan Vísi í Grinda­vík. Þar er um að ræða tækni­vædda vinnslu í nágrenni við stór áform um fisk­eldi á landi og flug­völl­inn í Kefla­vík. Þau kaup skapa á sama tíma óör­yggi meðal Seyð­is­firði. Þar er frysti­hús Síld­ar­vinnsl­unnar á hættu­svæði.

Mönnun heil­brigð­is­þjón­ustu

Um jólin og síð­sum­ars þurfti að loka eða draga úr þjón­ustu fæð­ing­ar­deildar Umdæm­is­sjúkra­húss­ins í Nes­kaup­stað vegna skorts á starfs­fólki. Það þýðir að til við­bótar við stressið yfir vænt­an­legri fæð­ingu bæt­ist við óör­yggi hjá vænt­an­legum for­eldrum yfir að finna íbúð í annað hvort Reykja­vík eða á Akur­eyri til að dvelja í dágóðan tíma. Þá eru ónefnd erfitt aðgengi að sér­hæfðri þjón­ustu, æ erf­iðra virð­ist að koma sér­fræð­ingum út á land fyrir að tryggja stöðuga lækna­mönnun eða það álag sem er á læknum í ein­menn­ings­um­dæm­um. Þetta bítur í skottið á sér því heil­brigð­is­starfs­fólk leitar ekki í erf­ið­ustu starfs­að­stæð­urn­ar. Óör­yggi um heil­brigð­is­þjón­ustu er eitt af því sem hefur umtals­verð áhrif þegar fólk velur sér búsetu.

Alþjóð­legar upp­götv­anir

Á jörð­inni Blá­vík, áður Vík, í Fáskrúðs­firði hafa þýski líf­fræð­ing­ur­inn Marco Thines og sam­starfs­fólk hans komið upp aðstöðu til rann­sókna. Þau vilja fylgj­ast með áhrifum lofts­lags­breyt­ingar á norð­lægum slóðum auk þess sem þau telja líf­ríki norð­ur­slóða almennt van­rann­sak­að. Þau hafa þegar fundið líf­verur sem áður hafa ekki fund­ist í heim­inum og birt um þær greinar í við­ur­kenndum vís­inda­tíma­rit­um.

Forn­leifa­fræð­ingar sem vinna á ann­ars vegar Stöðv­ar­firði, hins vegar Seyð­is­firði, halda áfram að gera upp­götv­anir sem skipta máli fyrir að minnsta kosti Íslands­sög­una.

Höf­undur er rit­­stjóri Aust­­ur­­glugg­ans og Aust­­ur­frétt­­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit