Það er bara eitt kyn – Mannkyn

Sigríður Hrund Pétursdóttir hvetur fólk til að taka ábyrgð á eigin hugsunum, orðum og hegðun. „Verum leiðandi og mótandi í alþjóðaþorpinu. Fyrir hið eina sanna kyn – mannkynið.“

Auglýsing

Við erum fljót að gleyma. En líka afar fljót að læra og til­einka okkur nýja siði. Á fyrstu mán­uðum síð­ast­lið­ins árs geys­aði sem endranær nokk­urra mán­aða óveð­urs­stormur en að þessu sinni með Ómíkron hvirf­il­byl í ofaná­lag. Sam­komu­bann, fjar­lægð­ar­mörk í lengri kant­inum og miklar tak­mark­anir á hvers­deg­in­um. Atvinnu­lífið var að kafna. Heima­vinna er eitt en þegar reka átti fyr­ir­tæki sem treysti á stað­bundna mæt­ingu þá var staðan bleksvört. Við þolum ekk­ert margar vikur án þess að fram­leiða og neyta í takt. Í ofaná­lag braust út stríð í bak­garði Evr­ópu. Í fyrstu vorum við reið, móðguð, hissa, hrædd, hristum haus­inn og hvað næst? En þegar leið á árið kom í ljós að stríðið í Úkra­ínu er afar stra­tegískt með þann ein­beitta til­gang að skerða lífs­kjör mörg hund­ruð millj­ónir manna. Stríðið er orku-, mat­ar- og efna­hags­stríð fyrir utan að vera hefð­bund­inn hern­að­ur. Það var ein­stakt að fylgj­ast með Íslend­ingum fara af stað eftir erfið ár heims­far­ald­urs Kóvíð og nýta sumar og haust­mán­uði vel þrátt fyrir að stríðið í Úkra­ínu hefði mikil nei­kvæð áhrif á allt okkar umhverfi. Við fengum sem betur fer gott ferða­manna­sumar sem varði langt fram eftir ári, ekki síst vegna veð­ur­blíðu hausts­ins. Flest allar atvinnu­greinar hafa fengið skell bæði vegna COVID og stríðs­á­standi – ef við ættum að veita lands­mönnum verð­laun fyrir síð­asta ár væri „Gott við­horf“ sig­ur­veg­ar­inn þar sem það á við. Það kemur okkur í gegnum flest sem á reyn­ir.

Valið um grund­vall­ar­mann­rétt­indi

Síð­asta ár sýndi glögg­lega hversu mikil áhrif búseta getur haft á líf fólks. Ef ég hefði búið í ákveðnum ríkjum Banda­ríkj­anna hefði ég misst rétt­inn á yfir­ráðum yfir eigin lík­ama og þurft að lúta lög­málum sem væru mér bæði óhag­stæð og and­stæð; hefði ég búið í Úkra­ínu hefði fjöl­skylda mín að öllum lík­indum sundrast, mað­ur­inn minn og 18 ára drengirnir okkar hefðu orðið eftir til að verja landið og sjálf­sagða til­veru þess, en ég og yngri börnin okkar hefðum lagst á ver­gang og verið bundin þráðum örlaga­norna. Hvort fjöl­skyldan myndi sjást aftur væri óráðið með öllu. Það er stutt síðan ég hefði misst öll mín rétt­indi til að vinna, mennta mig og ferð­ast að vild ef ég hefði búið í Afganist­an. Tólf ára sonur minn hefði meiri rétt­indi og mögu­leika en ég í líf­inu, byggjum við þar. Skjótt skip­ast veður í lofti.

Við sem mann­kyn höfum margoft barist fyrir rétt­indum sem við teljum sjálf­sögð í dag og má þar nefna lýð­ræði, tján­ing­ar­frelsi og jafn­rétti. Barist með lífum okk­ar. Síend­ur­tek­ið. Grund­vall­ar­mann­rétt­indi eru ekki nátt­úru­lög­mál, þau þarf að velja. Ójafn­rétti er jafn­mikið val og jafn­rétti. Það virð­ist hnýtt í örlaga­þræði að við verðum sem mann­kyn að velja aftur og aftur og aft­ur. Í því felst veg­ferðin Líf­ið. Okkur er ætlað að læra með því að gera – og velja.

Auglýsing

Að velja öruggt umhverfi

Árið spegl­aði orð, hegðun og hugs­anir okkar í atvinnu­líf­inu. Við viljum öruggt umhverfi í vinn­unni og í sam­fé­lag­inu almennt. Við viljum eiga jöfn tæki­færi, geta tjáð okk­ur, skapað og verið við sjálf. Þetta krefst þess að við æfum okkur í að iðka Fjöl­breytni, Inn­gild­ingu (e. Inclusion) og að við náum að búa til rými fyrir hvort annað til að vaxa og dafna í stað þess að skerða eða hefta hvort annað með ímynd­aðri sam­keppni. Næstu miss­erin verðum við á fullu að AF-læra hegðun og hugsun hraðar en við búumst við. Leggja frá okkur tak­mark­andi hugs­un, orð­færi og hegðun og hleypa sköp­un­ar­gleði að. Sjálf­bærni­veg­ferðin þrýstir á að við til­einkum okkur skjótt nýja siði, þar á meðal hvernig heil­brigt atvinnu­líf lítur út. Þegar búa á til nýjar venjur er hægt að byrja á báðum endum – hvað við viljum og hvað við viljum ekki. Við verðum að hafa stjórn á því sem hægt er og það erum við sjálf. Veljum að hugsa, tala og hegða okkur jákvætt og hvetj­andi því að ganga í gegnum breyt­ingar er krefj­andi, við erum á mis­mun­andi stað stödd og mis­vel búin til að takast á við þær. Gott við­horf mun alltaf hjálpa til og jafn­vel skera úr um hvernig til tekst.

Dæmi um það sem mun breyt­ast skjótt er t.d. hversu margar vaktir við viljum hafa í líf­inu og hver á að sjá um þær, hvar við eigum kost á að vinna og hvern­ig, hvenær veljum við Raun/Raf sam­skipti, neyslu­hegðun mun taka stakka­skiptum sem og með­höndlun á hrá­efn­um, við­horf okkar til okkar sjálfs, ann­arra og umheims­ins. Það er meira en að segja það að ætla að breyta heim­inum en það er stóra sam­eig­in­lega verk­efni sam­tím­ans. Mik­il­vægt að vanda valið og æfa sig í sífellu.

Að velja rétt

Sam­kvæmt sumum breyt­inga­fræðum tekur þrjár vikur eða um 21 dag að festa nýja venju í sessi. Er þá hægt að breyta heim­inum á þremur vik­um? Ef við öll ákveðum að gera það? Í fyrsta lagi þurfum við að vera sam­mála og má þá vísa til Heims­mark­miða Sam­ein­uðu þjóð­anna. Við getum til­einkað okkur þau sam­eig­in­legu mark­mið, æft okkur og iðkað eftir bestu getu. Í öðru lagi þá getum við, þurfum og hrein­lega verðum að velja grunn­mann­rétt­indi í hví­vetna – fyrir fram­tíð okkar allra. Í þriðja lagi þarf að bera virð­ingu fyrir því að við erum stödd í alþjóða­þorp­inu og þar eru ekki allar götur jafn­stór­ar, öll hús jafn vel byggð og umtals­verð stétta­skipt­ing á meðal íbúa. Ólík­legt er að allur sá strúktúr geti breyst á þremur vikum en þó lík­legra ef við leggjum frá okkur lýð­breytur líkt og ald­ur, kyn og upp­runa og komum fram við hvort annað eins og það sem við erum – eitt kyn með ólíka búsetu.

Það er bara eitt kyn – Mann­kyn

Það er búsetu­breytan sem þarf að huga að. Að stuðla að friði í heim­inum sleitu­laust er grund­völlur gæfu­ríkrar fram­tíðar og grund­vallar virði mann­legrar til­veru. Að hjálpa hvort öðru til að glíma við ólíkar aðstæður styrkir Þorpið og er grunn­stoð þess. Að vera leið­andi og mót­andi með góðu for­dæmi er gulls ígildi. Ísland á að vera fremst meðal þjóða, iðka sjálf­bærni á afburða­mæli­kvarða með öllu því sem til­heyr­ir. Sjálf­bærni­veg­ferðin felur í sér lyk­il­inn að fram­tíð­inni. Hér er Ísland sem endranær með for­skot – við erum smá og kná, kröft­ug, hug­rökk, óhrædd, óhefl­uð, dug­leg, með gott við­horf og til í að fram­kvæma ótrú­leg­ustu útfærslur saman til að ná góðri nið­ur­stöðu. Við erum fljót að gleyma en hér var sungið og dansað saman í Inni­legu helgi eftir helgi með Hólí Bí (Helga Björns), staðið í mis­mun­andi löngum röðum út um borg og bæ og fjöl­mennt í Laug­ar­dals­höll svo mánuðum skipti í bar­áttu við smá­veiruna.

Hins vegar erum við afar fljót að læra og til­einka okkur nýja siði. Í sam­blandi við þraut­seigju, kraft og fram­úr­skar­andi við­horf eru okkur allir vegir fær­ir. Tökum ábyrgð á eigin hugs­un­um, orðum og hegðun og verum leið­andi og mót­andi í alþjóða­þorp­inu. Fyrir hið eina sanna kyn – mann­kyn­ið.

Höf­undur er fjár­fest­ir, eig­andi Vinnu­palla og for­maður FKA.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit