Bla bla bla

Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, gerir upp loftslagsárið 2021.

Auglýsing

Greta Thun­berg gaf COP26 í Glas­gow ekki háa ein­kunn: Bla, bla, bla. Að ráð­stefn­unni lok­inni sagði hún við skoska BBC: „Þeim tókst meira að segja að útvatna bla, bla, bla.“  Mál­flutn­ingur Grétu hefur alltaf verið sá að rík­is­stjórnir taki ekki mið af þeim vís­indum sem þau þó við­ur­kenna í orði kveðnu.

Í Nor­egi halda stjórn­völd áfram að gefa út leyfi til gas- og olíu­leit­ar, vit­andi vel að þekktar lindir jarð­efna­elds­neytis duga meira en vel til að hita and­rúms­loftið miklu meira en þær 1,5°C sem norsk stjórn­völd við­ur­kenna sem efri þol­mörk lífs á Jörð­inni. Einnig hér á landi tregð­ast stjórn­völd við að draga úr losun og bera fyrir sig þá sér­stöðu að ekki geta nýtt hreina orku þar eð hlut­fall hreinnar orku sé þegar orðið mjög hátt. Svo er þó ekki í vega­sam­göngum og fisk­veið­um. – Einn af atburðum árs­ins í lofts­lags­málum var reyndar ekki-frétt frá rík­is­stjórn­inni: Ísland var ekki meðal þeirra ríkja sem hétu því í Glas­gow að vinna ekki jarð­efna­elds­neyti úr jörðu. Þeirra á meðal Dan­mörk, Græn­land og Sví­þjóða.

Í beinni útsend­ingu

Kyn­slóð Grétu Thun­berg – við öll – horfum á skelfi­legar afleið­ingar hækk­andi hita­stigs and­rúms­lofts­ins. Þróun sem við nú getum nán­ast horft á í beinni útsend­ingu frá Kali­forn­íu, Bresku Kol­umbíu eða Þýska­landi. Þróun sem ekki bara bitnar á fátækum með­bræðrum og systrum í Afr­íku eða lág­lendum eyjum Kyrra­hafs­ins heldur tekur stjórn­völd öfl­ug­ustu hag­kerfa heims í bólinu. Kansl­ara­efni Kristi­legra demókrata í Þýska­landi, Armin Laschet, varð á að flissa eins og bjáni þegar hann skoð­aði eyði­legg­ing­una í Erfstadt, eftir að 80 manns höfðu misst lífið í gríð­ar­legum flóðum sem þar urðu og í Belgíu í sumar leið. Mann­tjón varð minna í Belgíu en stjórn­mála­leið­togar kenndu lofts­lags­breyt­ingum og stjórn­mála­fer­ill Laschets var á enda.  

Auglýsing
Niðurstaðan í Glas­gow var hvergi nærri nægj­an­leg til að hægja á − hvað þá stöðva − hækkun loft­hita, súrnun sjáv­ar, skóg­areyð­ingu, hnignun líf­ríkis eða æ tíð­ari veð­ur­at­burðum sem brenna hús, drekkja fólki, þurrka akra og beiti­lönd. Við erum komin í beina útsend­ingu þeirra atburða sem vís­inda­menn vör­uðu við fyrir meira en ald­ar­fjórð­ungi.

Níræðir nóbels­verð­launa­hafar

Stað­reyndin er að í 50 ár – hálfa öld – hafa vís­inda­menn varað við lofts­lags­breyt­ing­um. Tveir þeirra, Syuk­uro Manabe og Klaus Hassel­mann, fengu Nóbels­verð­launin í eðl­is­fræði í ár. Báðir standa þeir á níræðu og verð­launin fengu þeir fyrir gerð reikni­lík­ana af lofts­lagi Jarðar þar sem þeir spáðu fyrir um að aukið magn koltví­sýr­ings i and­rúms­loft­inu myndi valda hækk­andi hita­stigi.

Rit­stjóri útgerð­ar­manna afneitar enn

Eftir því sem skýrslur um lofts­lags­ham­farir rað­ast inn í hillur ráða­manna, þeim mun þrjósku­legri verður rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins í afneitun sinni á nið­ur­stöðum vís­inda­sam­fé­lags­ins um að lofts­lags­breyt­ingar séu hættu­legar íbúum þess­arar plánetu. Í Reykja­vík­ur­bréfi 30. októ­ber var þetta háð að finna:

„Nú er blásið til enn einnar varn­ar­ráð­stefnu mann­kyns og þar skal árétta og bæta í yfir­lýs­ingar og heit frá því sem gerð­ist í París og eins þar á undan á ráð­stefnum á borð við þá í Kyoto í Jap­an. Nú þegar ald­ar­fjórð­ungur er lið­inn frá ráð­stefn­unni miklu í Kyoto, sem lauk með miklum fögn­uði og langvar­andi lófataki.

Enda eru slíkar ráð­stefnur ein­göngu opnar fyrir algjör­lega sann­færða um einn óskeik­ulan sann­leik í hvert skipti. Það eitt ætti að skjóta öllum skelk í bringu eða a.m.k. gera þá hugs­andi, þótt meira ger­ist ekki.

Menn geta vissu­lega á þessum ráð­stefnum ótt­ans skipt um og skipst á bindum og skóm og skálað með hljóm, en það er algjör­lega óþekkt á þeim að ein ein­asta minúta sé tekin frá til að skipt­ast á skoð­un­um. Þús­undir manna þar sem eng­inn efast er ekki ráð­stefna, það er eitt­hvað annað og ógeð­felld­ar­a.“

Þarna talar rit­stjóri þeirra útgerð­ar­manna sem makað hafa krók­inn á auð­lind allra lands­manna um ár og ára­tugi. Þeirra sem gjarnan tala um fisk­veiði­auð­lind­ina eins og sína eigin og ætla mætti að hefðu mestan hag af því að vernda hafið gegn súrnun og öðrum nei­kvæðum áhrifum lofts­lags­ham­fara á í líf­ríki hafs­ins.  

Staðan eftir COP26

John Kerry, einn helstu arki­tekta Par­ís­ar­samn­ings­ins, tók til varna og sagði að árang­ur­inn í Glas­gow myndi sýna að Gréta hefði rangt fyrir sér. Línu­ritið hér að neðan sýnir þann árang­ur. Lands­fram­lög ríkja (sjá skýr­ing­ar­texta fyrir neðan mynd) fyrir COP26 og síðan á ráð­stefn­unni sjálfri duga hvergi nærri til að halda hækkun hita­stigs við 1,5 gráðu á Cels­íus, þótt þau hafi þok­ast í rétta átt.

Helm­inga verður heimslosun á 8 árum

Áskor­unin er ærin. Til að ná að tak­marka hækkun hita­stigs við 1,5°C verður heimslosun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda að drag­ast saman um helm­ing á næstu átta árum. Bætt lands­fram­lög sem aðild­ar­ríki Par­ís­ar­samn­ings­ins til­kynntu um hafa ein­ungis minnkað los­un­ar­-gapið árið 2030 um 15−17%; gapið á milli þess sem ríkin hafa lofað fyrir 2030 og þess sem þarf til að halda hækkun réttum megin við 1,5 gráður um.

Lands­fram­lög ríkja fyrir COP26 í Glas­gow duga í besta falli til að tak­marka hækkun hita­stigs við 1,8°C – ef allir gera það sem þeir hafa lofað − en 2,4°C eru nær lagi.

Þá ber einnig að hafa í huga að árið 2015, ár Par­ís­ar­ráð­stefn­unn­ar, var jarð­efna­elds­neyti (ol­ía, gas og kol) 80% af orku­fram­leiðslu heims. Í aðdrag­anda COP26 í Glas­gow – sex árum síðar – var hlut­fallið enn hið sama − 80%.

Redd­ing í horn

Enska hug­takið „Nationally Det­ermined Contri­btion (NDC)“ skýrir betur en íslenska snör­un­in, lands­fram­lag, að það eru ríkin sjálf, hvert fyrir sig, sem ákveða hvað felst í fram­lag­in­u.  Í París 2015 lof­uðu aðild­ar­ríkin að upp­færa lands­mark­mið fyrir COP26 í Glas­gow, sem halda átti 2020 en varð ári síðar vegna Covid.  Sam­tals skil­aði 151 ríki upp­færðum lands­mark­miðum fyrir COP26 í Glas­gow. Þar af lagði 91 ríki – 62,7% af heimslos­un­inni − fram ný eða upp­færð lands­mark­mið sem fela í sér sam­drátt í heild­ar­losun miðað við fyrra lands­mark­mið frá því fyrir París 2015.

Auglýsing
Ástralía, Brasil­ía, Rúss­land og Mexíkó voru meðal þeirra sem ekk­ert nýtt höfðu fram að fram að færa í Glas­gow.  Í loka­yf­ir­lýs­ingu COP26 í Glas­gow var því lagt að þessum ríkjum (28. gr.) að efna þau lof­orð sem þau gáfu í París fyrir sex árum.  Þau ríki sem höfðu boðað sam­drátt í losun voru beðin um að end­ur­skoða og styrkja mark­mið sín um sam­drátt í losun fyrir 2030 fyrir árs­lok 2022  (29. gr.) .

Í stað þess að bíða til 2025 eins og Par­ís­ar­samn­ing­ur­inn kveður á um var ákveðið að hvetja öll ríki til að gera þetta strax á næst ári. Ísland þar á með­al. Vonin um að tak­marka hækkun hita­stigs við 1,5°C felst í því að ríkin herði mark­mið sín til að ráða­gerðin um helm­ingun heimslos­unar fyrir 2030 verði að veru­leika.

Brýn­ing á Alþingi

Katrín Jak­obs­dótt­ir, þá í stjórn­ar­and­stöðu, lýsti þessu svo í þing­ræðu 23. ágúst 2016: „Í raun og veru var mjög áber­andi á lofts­lags­fund­inum [í París 2015] að 1,5° ætti að vera hið eðli­lega mark­mið þó að ýmis ríki hafi ekki viljað ganga alla leið­ina að nefna 1,5°, því að mun­ur­inn á 1,5° og 2° er gríð­ar­lega mik­ill. Þá er ég að tala um ríki sem eru sér­stak­lega við­kvæm fyrir lofts­lags­breyt­ing­um. Ég get nefnt Kyrra­hafs­eyjar í því sam­hengi sem eru bein­línis í hættu á að hverfa undir sjó hækki hit­inn um meira 1,5°.“

Katrín bætti við, að „... við þurfum að átta okkur á því að til þess að ná til dæmis mark­mið­inu um 1,5°, þ.e. að hlýn­unin fari ekki yfir 1,5°, þurfum við, Ísland, Nor­egur og Evr­ópu­sam­bands­rík­in, að horfa til þess mark­miðs að draga úr losun um 55% fyrir 2030, þ.e. ekki endi­lega ná kolefn­is­hlut­leysi en hafa náð henni [los­un­inni] niður um 55%.

Katrín bætti við, að „... við þurfum að átta okkur á því að til þess að ná til dæmis mark­mið­inu um 1,5°, þ.e. að hlýn­unin fari ekki yfir 1,5°, þurfum við, Ísland, Nor­egur og Evr­ópu­sam­bands­rík­in, að horfa til þess mark­miðs að draga úr losun um 55% fyrir 2030, þ.e. ekki endi­lega ná kolefn­is­hlut­leysi en hafa náð henni [los­un­inni] niður um 55%.“

Þetta var þá. 

Bla, bla, bla úr stjórn­ar­ráð­inu

Fyrir umhverf­is­þing í apríl í vor lét þáver­andi umhverf­is­ráð­herra, Guð­mundur Ingi Guð­brands­son, fram­leiða mynd­band þar sem upp­lýst var að árið 2019 hefði hlut­fall vist­vænna öku­tækja af nýskráðum bílum verið 28%, árið 2020 hafi þetta hlut­fall náð 60% af nýskráðum öku­tækjum og fyrstu 3 mán­uði þessa árs hefði hlut­fallið náð 67%.

Hrein­orku­bílar

Um sama leyti eða 15. apríl sagði sami umhverf­is­ráð­herra á við­burði nor­rænna sendi­ráða og World Reso­urces Institute að á fyrstu þremur mán­uðum þessa árs hafi rúmur helm­ingur seldra bíla á Íslandi verið raf­bílar – hreinir raf­bílar eða tengilt­vinn­bíl­ar. Sagði ráð­herr­ann að á þessum tíma hafi 67% seldra bíla fallið í flokk „hrein­orku­bíla“. Árið 2020 var hlut­fallið 60%, sem væri stórt stökk frá 2019 þegar hlut­fallið var 28%.  „Þannig að við erum að sjá hraða og afger­andi breyt­ingu í þessum efn­um.“

Sam­kvæmt skil­grein­ingu ráð­herr­ans eru hrein­orku­bílar ekki bara raf­bílar heldur tengilt­vinn­bílar sem ganga fyrir bens­íni að tölu­verðu leyti og svo tvinn­bílar sem að ganga aðal­lega fyrir bens­ín­i.  Þessi skil­grein­ing rímar við skil­grein­ingu Bíl­greina­sam­bands­ins, sam­taka þeirra fyr­ir­tækja sem vilja telja neyt­endum í trú um að allir bílar séu vist­vænir – eða því sem næst. Svo virð­ist raunar sem ráð­herra umhverf­is­mála hafi gripið þessa mark­aðs­setn­ingu á lofti af því hún hent­aði mál­flutn­ingi hans, en láðst að athuga hvað felst í hrein­orku­hug­tak­inu fagra.

Á líð­andi ári er hluti náskráðra raf­magns­bíla hér á landi 26% af heild. Það er reyndar nokkur árangur en ekki nóg til að ná mark­miðum rík­is­stjórn­ar­inn­ar. En var ekki nóg fyrir rík­is­stjórn­ina enda er sam­an­burð­ur­inn við Noreg ekki hag­stæður þar sem ríf­lega 60% nýskráðra bíla eru raf­knúnir og í Sví­þjóð eru hlut­fallið 28%. 

Auglýsing
Hér á landi gæti hlut­fall raf­knú­inna fólks­bif­reiða hækkað umtals­vert á næsta ári verði skattaí­viln­unum til bíla­leiga felldar nið­ur. Svo virð­ist sem fjár­mála­ráð­herra, Bjarni Bendikts­son hafi við afgreiðslu fjár­laga fyrir 2022 tekið ákvörðun um að fella niður virð­is­auka­skatt­sí­vilnun (VSK-í­viln­un) vegna tengilt­vinn­bíla. Þvert á vilja Bíl­greina­sam­bands­ins, Sam­tök fyr­ir­tækja í ferða­þjón­ustu og Sam­tök versl­unar og þjón­ustu.

Í umsögn fjár­mála og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins um kvörtun Bíl­greina­sam­bands­ins, Sam­taka fyr­ir­tækja í ferða­þjón­ustu og Sam­taka versl­unar og þjón­ustu vegna nið­ur­fell­ingar VSK-í­viln­unar fyrir tengilt­vinn­bíla seg­ir: „Rík­is­sjóður hefur veitt raf­magns-, tengilt­vinn- og vetn­is­bílum VSK-í­viln­anir síðan sum­arið 2012 eða í tæp tíu ár. íviln­anir frá upp­hafi nema 21,2 ma.kr., þar af 11,4 ma.kr. vegna tengilt­vinn­bíla.“ 

Þessir 11,4 millj­arðar er að stórum hluta nið­ur­greiðsla á losun koltví­sýr­ings enda ganga tengilt­vinn­bílar að miklu leyti fyrir bens­ín­i.  

Fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið bendir á í umsögn sinni að „... í Glas­gow voru ríki heims hvött til að draga í skrefum úr óskil­virkri nið­ur­greiðslu jarð­efna­elds­neyt­is. Áfram­hald­andi stuðn­ingur við tengilt­vinn­bif­reið­ar, sem ganga að hluta til fyrir jarð­efna­elds­neyti, ynni að mati ráðu­neyt­is­ins gegn þeim mark­miðum sem ríki heims stefna á að ná fram sam­kvæmt þeim skuld­bind­ingum sem sam­þykktar voru í Glas­gow.“

Þá segir í umsögn fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins að „vöru­gjaldsí­vilnun sem sam­þykkt var með 15. gr. laga nr. 140/2020 af Alþingi eftir til­lögu efna­hags- og við­skipta­nefndar sé óskil­virk aðgerð og orki tví­mæl­is.“ Enn fremur vinni þessi afsláttur á vöru­gjöldum „að hluta til gegn raf­væð­ingu bíla­l­eigna.“ Einnig seg­ir, að „Tengilt­vinn­bif­reið sem bíla­leiga flytur inn mun aug­ljós­lega keyra mikið á bens­ín­i/­dísil og lítil ástæða er tiL að styðja sér­stak­lega við að bíla­leigur kaupi inn tengilt­vinn­bif­reið­ar.

Þrátt fyrir þessa skýru hugsun þrá­ast ráðu­neytið enn við að flokka tengilt­vinn­bíla sem vist­vvæna.

Upp­færsla lofts­lags­mark­miða stjórn­ar­sátt­mála?

Í nýjum stjórn­ar­sátt­mála rík­is­stjórn­ar­flokk­anna seg­ir: „Sett verður sjálf­stætt lands­mark­mið um 55% sam­drátt í losun á beinni ábyrgð Íslands fyrir 2030 miðað við 2005.“

Orða­lagið á „beinni ábyrgð Íslands“ þýðir að hlut­deild Íslands í sam­eig­in­legu mark­miði Evr­ópu­sam­bands­ins um 55% sam­drátt á sama tíma­bili verði hið sama. Ekki 29% eða 40% heldur 55%.

Í ljósi þess að frá 2005, sem er við­mið­un­arár Evr­ópu­sam­bands­ins, hefur losun hér á landi ein­ungis dreg­ist saman um 8% verður þetta mark­mið að telj­ast afar metn­að­ar­fullt því sam­dráttur í losun verður að nær sjö­fald­ast á næstu 8 árum miðað síð­ustu 16 ár.

Líkt og við mátti búast hefur stjórn­ar­sátt­mál­inn nú verið end­ur­skoð­að­ur. Smáa letrið neð­an­máls hefur verið gert opin­bert. Sam­kvæmt frétt 17. des­em­ber á vef­miðl­inum vis­ir.is verður „Hlut­deild Íslands í sam­eig­in­legu mark­miði Evr­ópu­sam­bands­ins og Nor­egs um að draga úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda verður tals­vert lægra en 55% þrátt fyrir að kveðið sé á um 55% los­un­ar­mark­mið í stjórn­ar­sátt­mála rík­is­stjórn­ar­inn­ar.“ 

Orku­skipti

Vorið 2017 sam­þykkti Alþingi þings­á­lyktun um aðgerða­á­ætlun um orku­skipti. Þar er kveðið á um að „Reiknað verði út hvaða áhrif aðgerða­á­ætlun um orku­skipti hafi á sam­drátt í losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda með til­liti til skuld­bind­inga Íslands í lofts­lags­mál­u­m.“  Með bréfi til umhverf­is­ráð­herra, dag­sett 14. sept­em­ber sl., fóru Nátt­úru­vernd­ar­sam­tök Íslands fram á upp­lýs­ingar um hvernig nálg­ast mætti útreikn­inga á áhrifum aðgerða­á­ætl­unar um orku­skipti á sam­drátt í losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda.

Enn fremur var óskað upp­lýs­inga um hvort sams konar útreikn­ingar hafi verið gerðir með til­liti til gild­andi samn­ings milli Evr­ópu­sam­bands­ins og Íslands um sam­eig­in­legar efndir um 40% sam­drátt í losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda á fyrsta skuld­bind­ing­ar­tíma­bili Par­ís­ar­samn­ings­ins?

Einnig var óskað upp­lýs­inga um hvort slíkir útreikn­ingar hafi verið gerðir með til­liti til vænt­an­legs samn­ings Íslands og Evr­ópu­sam­bands­ins um sam­eig­in­legar efndir sam­bands­ins, Íslands og Nor­egs um 55% sam­drátt í losun fyrir 2030.

Svar hefur enn ekki borist frá ráðu­neyt­inu sem er miður í ljósi mál­flutn­ings framá­manna í orku­iðn­aði um brýna nauð­syn orku­skipta væri mjög áhuga­vert að sjá útreikn­inga á því hver verða áhrif aðgerða­á­ætl­unar um orku­skipti á losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda, sem telja má und­ar­legt í ljósi þess hve ýmsum ráða­mönnum verður tíð­rætt um mik­il­vægi orku­skipta fyrir sam­drátt í losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda.

Siglt undir fölsku flaggi

Í grein Harðar Arn­ars­son­ar, for­stjóra Lands­virkj­un­ar, í Morg­un­blað­inu 21. des­em­ber seg­ir: „Ef ekk­ert verður gert má búast við að eft­ir­spurn raf­orku verði meiri en fram­boð sem í við­skiptum kall­ast skort­ur, fyr­ir­tæki munu ekki fá þá orku sem þau telja sig þurfa, raf­orku­verð mun hækka og orku­skipti munu ganga hægar en ella.“

Hér er siglt undir fölsku flaggi. Í fyrsta lagi er ekk­ert sem bendir til að auka þurfi orku­fram­leiðslu á næstu árum til að knýja fleiri raf­knúnar bif­reiðar á Íslandi. Engar slíkar tölur hafa verið kynntar af hálfu Lands­virkj­un­ar. Hvorki af Herði né nokkrum öðr­um. Á hinn bóg­inn skrif­aði Bjarni Bjarna­son, for­stjóri Orku­veitu Reykja­víkur nýverið á vef­mið­il­inn vis­ir.is að til að knýja bíla­flot­ann þyrfti tæp­lega 1 Twstund. Bjarni bendir á að vinnslu­geta raf­magns á Íslandi sé 21 TWst og því auð­reiknað að innan við 5% af núver­andi vinnslu­getu þarf til að skipta út meng­andi flota fólks­bíla fyrir hrein­orku­bíla. Þá ber einnig að hafa í huga að raf­bílar eru helst hlaðnir að nóttu til þegar álagið á raf­orku­kerfið er minna.

Auglýsing
Ef marka má Raf­orku­spá Orku­stofn­unar 2021 – 2060 (Tafla 3.2) hefur raf­orku­fram­leiðsla á þessu ári auk­ist um tæpa 1 Twst. Mest af þeirri aukn­ingu, eða 0,7 Twst, hefur farið til stór­iðj­unn­ar. Með öðrum orð­um, aukin fram­leiðsla, engin orku­skipti heldur meiri losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda.

Í nöp við ramma­á­ætlun

Öllum má ljóst vera að telji Lands­virkjun að orku­skortur sé yfir­vof­andi eru nægir kostir í stöð­unni næstu árin miðað við nýt­ing­ar­kosti í ramma­á­ætlun III. Bæði nýjar virkj­anir og stækkun þeirra sem fyrir eru. Lands­virkj­un­ar­mönnum er ein­fald­lega í nöp við ramma­á­ætl­un. 

Áróður orku­fyr­ir­tækja var mjög áber­andi í aðdrag­anda kosn­inga og jókst enn á meðan stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræðum stóð. Hjá Lands­virkjun er mönnum sér­lega illa við frið­lýs­ingu Þjórs­ár­vera og þar bæ þótti mjög illt að verk­efn­is­stjóra þriðja áfanga ramma­á­ætl­unar tók ekki í mál að meta ennþá einu sinni veitu­lónið á jaðri ver­anna. Það kann að vera skilj­an­legt í ljósi þess að í höf­uð­stöðvum Lands­virkj­unar er Norð­linga­öldu­veita eins og að nefna snöru í hengds manns húsi. Á hinn bóg­inn verður að segj­ast að mál­flutn­ingur Lands­virkj­unar gegn þriðja áfanga er ákaf­lega óheið­ar­legur því fyr­ir­tæk­inu er einskis vant vilji það virkja fyrir orku­skipti í fram­tíð­inni.

Ábyrgð og skyldur Íslands

Losun Íslands er bara brota­brot af heimslos­un­inni. Á hinn bóg­inn ef horft er á losun á hvern íbúa breyt­ist mynd­in. Frá árinu 2000 hefur losun á hvern íbúa auk­ist hvað mest á Íslandi af Evr­ópu­ríkj­um. Árið 2019 var hún 13,1 tonn miðað við 9,1 tonn að með­al­tali í ríkjum Evr­ópu­sam­bands­ins. Þar munar mestu um stór­iðj­una en jafn­vel án stór­iðj­unnar er losun á hvern íbúa á Íslandi mun hærri að jafn­aði en í Evr­ópu­sam­bands­ríkjum að með­al­tali, 8,1 tonn á Íslandi en 5,7 tonn á hvern íbúa ESB.

Á Íslandi nefna stjórn­völd ýmist hátt hlut­fall end­ur­nýj­an­legrar orku eða barma sér yfir að hér sé mun erf­ið­ara en ann­ars staðar að draga úr los­un. Þrátt fyrir alla ork­una. Aug­ljós­lega er hægt að draga mun hraðar úr losun frá vega­sam­göng­um, til dæmis með því að hækka kolefn­is­gjald á þá bíla sem menga mest. Einnig væri hægt að minnka losun frá tog­ur­unum sem hala inn millj­örðum króna fyrir örfáa útgerð­ar­menn. Í Nor­egi hyggj­ast stjórn­völd banna inn­flutn­ing á nýjum bens­ín- og dísil­bílum þegar árið 2025, hér heima skortir ráð­herra dugnað og þor.

Mál­staður Íslands á alþjóða­vett­vangi byggir fyrst og fremst á að Ísland sé fremst meðal jafn­ingja í bar­átt­unni við lofts­lags­vána. Rök okkar fyrir verndun hafs­ins hljóta að vera að fyrst að við getum dregið úr losun þá geta aðrir gert það einnig enda höfum við efni til þess. Rök okkar fyrir stuðn­ingi við fátæk þró­un­ar­ríki sem verða að aðlag­ast erf­ið­ari aðstæðum og nýta hreina orku hljóta að vera að við getum það af því að við erum ein auð­ug­asta þjóð heims. Rök okkar fyrir minni losun á hvern íbúa eru að við höfum ekki meiri rétt á að menga and­rúms­loftið en þau ríki sem hafa bágan efna­hag. Hags­munir Íslands - meg­in­rökin fyrir rót­tækri lofslags­stefnu – eru að lofts­lags­váin skilur Ísland ekki útund­an. Hér geta orðið flóð, skriðu­föll og önnur óáran vegna meiri öfga í veð­ur­fari. Líf­ríki hafs­ins er ógnað og súrnun sjávar er hrað­ari í Norður Atl­ants­hafi en líf­ríkið þolir til lengdar.

Höf­undur er for­­maður Nátt­úru­vernd­­ar­­sam­­taka Íslands.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit