Að hugsa hlutina upp á nýtt

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, skrifar um þau verkefni sem framundan eru í stjórnmálunum.

Auglýsing

Ég get ekki sett saman grein án þess að byrja hana á því senda hlýjar kveðjur til þeirra fjöl­mörgu sem eiga um sárt að binda vegna ham­far­anna á Seyð­is­firði. Oft er það þannig að þegar nátt­úran sýnir sínar óblíð­ustu hliðar sýnir sam­fé­lagið sínar bestu hlið­ar. Við erum heppin að hafa á að skipa úrvals­sveitum við­bragðs­að­ila, bæði á vegum hins opin­bera og ekki síður allar þær þús­undir sem sinna sjálf­boða­liða­starfi í björg­un­ar­sveit­un­um. Við skulum styðja við þær eftir megni og auð­vitað umfram allt halda vel utan um náung­ann, með þeim leiðum sem bjóð­ast á þessum erf­iðu tím­um.

***

Almennt er lík­legra að það sé meiri póli­tískur á­vinnig­ur ­fyrir stjórn­mála­menn að finna upp á nýjum verk­efnum fyrir ríkið að sinna en að hugsa gömlu verk­efnin upp á nýtt.

Það er auð­velt að finna hug­myndir að nýjum rík­is­verk­efn­um. Stjórn­mála­menn eru iðu­lega með fangið fullt af slíkum hug­myndum sem ber­ast stöðugt frá hags­muna­að­ilum úr ýmsum átt­um, til við­bótar við hug­mynd­irnar sem spretta frá þeim sjálf­um.

Oft er líka frekar átaka­lítið að hrinda nýjum rík­is­verk­efnum í fram­kvæmd. Ný verk­efni upp­fylla oft­ast ein­hverja þörf eða þjóna áhuga­málum hjá ein­hverjum hóp­um, sem eru þar með þakk­látir fyrir þau. Þau færa líka oftar en ekki stjórn­kerf­inu aukin völd og fjár­muni og hvor­ugt af því er lík­legt til að mæta mót­stöðu.

Allt öðru máli gildir ef hugsa á gömlu verk­efnin upp á nýtt. Sú við­leitni felur í sér upp­stokkun á óbreyttu ástandi sem margir hafa van­ist. Ávinn­ing­ur­inn fyrir þá sem njóta við­kom­andi þjón­ustu er sjaldan aug­ljós. Erfitt getur verið að sanna að breyt­ing­arnar verði til bóta. Ávinn­ing­ur­inn fyrir stjórn­kerfið er enn síður aug­ljós. Það er ómak fyrir þá sem sinna verk­efn­unum að stokka upp rót­grónu verk­lagi og aðferða­fræði, að ekki sé minnst á grund­vall­ar­hug­mynda­fræði. Það raskar rónni og jafn­væg­inu og ógnar jafn­vel stöðu­gild­um.

Nið­ur­staðan úr þessu dæmi er sú, að sá aðili sem hefur allra síst aug­ljósan ávinn­ing af því að ráð­ast í upp­stokkun á eldri verk­efnum er stjórn­mála­mað­ur­inn sem þarf að berj­ast fyrir slíkri upp­stokkun og fylgja því eftir að henni sé hrint í fram­kvæmd.

Rétt er að taka fram að tregðu­lög­málið gildir ekki bara hjá rík­inu heldur líka hjá fyr­ir­tækjum og ein­stak­ling­um. Mun­ur­inn er hins vegar sá að fyr­ir­tæki og ein­stak­lingar eru keyrð áfram af eig­in­hags­munum sem virka sem drif­kraftur á erf­iðar breyt­ingar ef þær eru skyn­sam­leg­ar. Fyr­ir­tæki græðir á því að taka upp nýtt og flókið gæða­kerfi. Ein­stak­lingur græðir á því að fara í átak í heil­brigðu líf­erni. En stjórn­kerfið græðir ekki endi­lega á því að stokka upp verk­efni sín og aðferða­fræði.

Það er líka rétt að taka fram að það eru mörg dæmi um stjórn­mála­menn og emb­ætt­is­menn sem hafa hugsað gömul verk­efni rík­is­ins upp á nýtt og þannig náð fram mik­il­vægum fram­för­um. Punkt­ur­inn er ekki sá að það sé óhugs­andi. Punkt­ur­inn er sá að þeir eiga skilið auka­prik fyrir að taka lang­tíma­hags­muni heild­ar­innar fram yfir þá stað­reynd að það voru minni líkur en meiri á að þetta þjón­aði þeirra eigin per­sónu­legu skamm­tíma­hags­mun­um. 

En hvers vegna velti ég þessu upp hér og nú?

Ástæðan er ein­föld. Rekstur rík­is­ins er ósjálf­bær. Við vorum heppin að staða rík­is­sjóðs er sterk, þökk sé öfl­ugri for­ystu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Þess vegna getum við núna mætt sam­drætt­inum sem Covid-19 hefur valdið með hraust­legri inn­spýt­ingu til fólks og fyr­ir­tækja. En til þess að við náum aftur fyrri styrk þarf tvennt að ger­ast: Atvinnu­lífið þarf að fá tæki­færi til að skapa meiri verð­mæti og í öðru lagi þurfum við að hugsa verk­efni rík­is­ins upp á nýtt.

Þar eru stærstu útgjalda­liðir rík­is­ins auð­vitað ekki und­an­skild­ir. Heil­brigð­is­ráð­herra lét á þessu ári ráð­gjafa­fyr­ir­tæk­ið McK­insey ­gera viða­mikla úttekt á fram­leiðni og mönnun íslenskrar heil­brigð­is­þjón­ustu með sam­an­burði við sam­bæri­lega þjón­ustu í nágranna­lönd­un­um. Skýrslan kom út fyrir nokkrum vik­um. Í ljós kemur að fram­leiðni í heil­brigð­is­þjón­ustu á Íslandi hefur minnkað tölu­vert á und­an­förnum árum. Nú er þetta vissu­lega flókið við­fangs­efni með margar hliðar sem ekki verða dregnar saman í eina tölu, en stóra myndin er áhyggju­efni. Einnig kemur fram að útgjöld til heil­brigð­is­mála á mann juk­ust hraðar á Íslandi á árunum 2010-2018 en í Nor­egi, Sví­þjóð og Dan­mörku, sem er sömu­leiðis áhyggju­efni. Engu að síður eru útgjöldin á mann enn­þá lægri hér en í þessum lönd­um, enda á ung þjóð almennt að vera með lægri útgjöld. Þar fyrir utan er ekki rétt að mæla gæði opin­berrar þjónustu í krónum heldur í árangri og afköst­um.

Auglýsing
Skýrslan verður m.a. höfð til hlið­sjónar við grund­vall­ar­breyt­ingar sem nú á loks að ráð­ast í varð­andi fjár­mögnun heil­brigð­is­þjón­ust­unn­ar. Tekin verður upp þjón­ustu­tengd fjár­mögnun sam­kvæmt alþjóð­legum staðli um eðli verk­efn­anna (DRG-fjár­mögn­un­ar­kerfi) og stendur til að breyt­ingin nái til allrar heil­brigð­is­þjón­ustu fyrir árið 2030. Mark­miðið er aukið gagn­sæi um ráð­stöfun fjár­muna og þar með betri tól til stýr­ing­ar, sem ætti m.a. að þjóna mark­miðum um aukna fram­leiðni og betri nýt­ingu. Þessi stóra breyt­ing er að mínu mati jákvætt dæmi um djarfa ákvörðun af hálfu hins opin­bera um að ráð­ast í krefj­andi verk­efni með lang­tíma­hags­muni að leið­ar­ljósi. Að vísu er nokkuð langt liðið frá því að ákveðið var að gera þetta eða rúm­lega fjögur ár. Það er miður að ekki hafi enn­þá ­tek­ist að inn­leiða þessa breyt­ingu en það stendur von­andi til bóta og stíga á fyrstu skrefin strax á næsta ári. Við eigum mikið undir því að vel tak­ist til.

Staf­rænt Ísland er annað jákvætt verk­efni um að hugsa hlut­ina upp á nýtt í þágu borg­ar­anna, sem hefur skilað árangri og mun gera áfram. Og allir þekkja dæmið um bætta þjón­ustu Skatts­ins á und­an­förnum árum, en í dag finnst okkur ótrú­legt að hugsa til þess að fólk hafi varið jafn­vel mörgum dögum í að fylla út skatt­fram­töl ein­stak­linga sem í dag tekur í mörgum til­vikum aðeins fáeinar mín­út­ur.

Ég hef nýlega rakið á öðrum vett­vangi hví­líkan auð við Íslend­ingar eigum í nýsköp­un­ar­um­hverf­inu okk­ar, þar sem hvert fyr­ir­tækið á fætur öðru hefur á þessu ann­ars erf­iða ári tryggt sér háar fjár­hæðir í fjár­mögn­un, að stórum hluta til erlendis frá. Sköp­un­ar­kraft­ur­inn, hug­vitið og þraut­seigjan eru bein­línis áþreif­an­leg í frjóum jarð­vegi íslenskra frum­kvöðla. Hið opin­bera ætti að mínu mati að nýta sér í stór­auknum mæli ýmsar af þeim lausnum sem nýsköp­un­ar­fyr­ir­tæki eru að þróa og sem betur fer eru auð­vitað til dæmi um það, meðal ann­ars í heil­brigð­is­þjón­ustu. Slík nálgun ætti að vera út um allt kerf­ið. Í því fel­ast tæki­færi fyrir þau sem nýta kerf­in, þau sem starfa innan þeirra og þau sem eru fyrir utan það að smíða nýjar lausnir, í þágu okkar allra.

Höf­undur er vara­for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins og ferða­mála-, iðn­að­ar- og nýsköp­un­ar­ráð­herra.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit