Loftslagssárið 2020

Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, fer yfir árið með áherslu á loftslagsmálin. Hann bendir m.a. á að síðustu sex ár hafi verið þau heitustu sem skráð hafa verið í heiminum.

Auglýsing

Krafa ungra umhverf­is­sinna er að stjórn­völd verji rétt þeirra til lífs á Jörð­inni. Eins og er standa stjórn­völd ekki undir ábyrgð. Skemmst er frá því að segja að síð­ustu sex árin eru þau heit­ustu sem skráð hafa verið í heim­inum og breska veð­ur­stofan telur að 2021 verði eins. Skóg­ar­eldar og hita­bylgjur verða æ tíð­ari. Súrnun hafs­ins hefur aldrei verið hrað­ari. Öfgar í veðri vera æ algeng­ari. Tími til raun­hæfra aðgerða stytt­ist.

Ofsa­veður – lofts­lags­breyt­ingar – Seyð­is­fjörð­ur?

Ný rann­sókn – Under the Weather – sýnir að 80% rann­sókna sem gerðar hafa verið frá því að Par­ís­ar­sam­komu­lagið var gert fyrir fimm árum síð­an, leiði í ljós að lofts­lags­breyt­ingar magni öfga­kennda veð­ur­at­burði. Til sam­an­burðar var hlut­fall þeirra vís­inda­rann­sókna sem sýndu litlar líkur á að lofts­lags­breyt­ingar valdi til öfga­kenndu veð­ur­fari 10%.

Auglýsing

Léttir árs­ins

Í við­tali við BBC lýsti David Atten­boroug hnán­ast stjórn­lausri gleði sinni þegar ljóst varð að Joe Biden hafði sigrað for­seta­kosn­ing­arnar í Banda­ríkj­unum 3. nóv­em­ber sl. Lái honum hver sem vill.

Góðar fréttir frá Banda­ríkj­unum

New York Times greindi frá því 21. des­em­ber að ­Banda­ríkja­þing hafi á loka­sprett­inum við gerð björg­un­ar­pakka vegna Covid-19 nán­ast laumað inn 35 millj­arða fram­lagi til upp­bygg­ingar á vind- og sól­ar­orku. Jafn­framt, að notkun kæli­m­iðla (HFC) sem valda gróð­ur­húsa­á­hrifum verði fösuð út en sú ákvörðun felur í sér umtals­verðan sam­drátt í sam­drátt því þessar gróð­ur­húsa­loft­teg­undir eru 1000 sinnum öfl­ugri en koldí­oxíð.

Skógareldar í Kaliforníu í haust. Mynd: EPA

Millj­arðar fyrir Kyoto II?

Fyrr í ár vakti mikla athygli að Ísland gæti þurft að greiða 10-18 millj­arða króna sekt fyrir losun umfram heim­ildir á 2. skuld­bind­ing­ar­tíma­bili Kyoto-­bók­un­ar­inn­ar, 2013-2030. Til sam­an­burðar má nefna að Buchheit-­samn­ing­ur­inn hefði hugs­an­lega kostað rík­is­sjóð 46,5 millj­arða króna. 

Nú hafa sér­fræð­ingar umhverf­is­ráð­herra reiknað út að enn sé hægt að kaupa rusl-heim­ildir (e: junk credits) á innan við 200 millj­ónir króna. Ekki er það nú mik­ið. 

París 2015-2020

Neð­an­máls­greinin í Par­ís­ar­sam­komu­lag­inu var að sam­an­lögð lof­orð ríkja (lands­fram­lög) um sam­drátt í losun myndu hvergi duga til að til að halda hlýnun Jarðar vel innan við 2 °C að með­al­tali – líkt og sam­komu­lagið kveður á um – heldur yrði hækk­unin rúm­lega 3°C við lok ald­ar­inn­ar.

Auglýsing
Til að unnt yrði að brúa bilið frá 3°C niður í 1,5°C var sett inn ákvæði um end­ur­skoðun lands­fram­laga aðild­ar­ríkj­anna á fimm ára fresti. Það er á lofts­lags­þing­inu í Glas­gow sem halda átti í nóv­em­ber sl.

 Fyrst iðn­ríkja skil­aði Nor­egur inn nýju og end­ur­skoð­uðu lands­fram­lagi 7. febr­úar sl. um sam­drátt upp á 50 – 55% sem að mati hug­veit­unnar Climate Act­ion Tracker er óvið­un­andi.

Nýjar skuld­bind­ingar á net­inu

Þar eð ekki var fund­ar­fært í Glas­gow ákváðu Sam­ein­uðu þjóð­irnar ásamt Bret­landi og Frakk­landi að boða til raf­ræns fundar 12. des­em­ber sl. 75 ríkjum var boðið að kynna ný mark­mið sín. Til að und­ir­strika alvöru máls­ins hvatti aðal­rit­ari Sam­ein­uðu þjóð­anna ríkin öll til að lýsa yfir neyð­ar­á­standi í lofts­lags­mál­um. Rík­is­stjórn Íslands hefur ekki orðið við þeirri áskor­un.

Flóð í Medan í Indónesíu í byrjun desember. Mynd: EPA

Ekki voru öll ríki boð­in, sem er óvenju­legt þegar Sam­ein­uðu þjóð­irnar eiga í hlut. Trump hafði sagt Banda­ríkin úr lögum við alþjóða­sam­fé­lagið en Brasil­ía, Rúss­land, Sádi Arabía og Mex­ikó fengu fall­einkun þar eð aðgerða­á­ætl­anir þeirra þóttu ekki trú­verð­ug­ar. Ástr­alía sótti einnig fast að fá boðsmiða en fékk ekki. 

Er 55% minni losun nóg?

Hinn 11. des­em­ber – dag­inn fyrir net­ráð­stefn­una – náði Evr­ópu­sam­bandið sam­komu­lagi um 55% sam­drátt í losun fyrir 2030. Til sam­an­burðar má benda á að Bret­land hefur sett sér mark­mið um 68% minni losun árið 2030. Lofts­lags­ráð Bret­lands mælti með 78% sam­drætti árið 2035. Öfugt við ESB þarf Bret­land ekki að semja við ESB eða aðra drag­bíta innan sam­bands­ins.

Hug­veitan Climate Ana­lyt­ics telur að Evr­ópu­sam­bandið nái ekki máli með 55%. Hita­stig Jarðar –  miðað við að önnu ríki muni draga úr losun í sama hlut­falli og Evr­ópu­sam­bandið – muni hækka umfram 2 gráður á Celci­us.

Raunar hljóðar mark­mið ESB upp á 55% eða meira. Við­bótin „eða meira” er mála­miðlun því Sví­þjóð, Finn­land, Dan­mörk og fleiri ríki vildu að ESB-­ríkin drægi úr losun um 60%-65%, sem væri í sam­ræmi við vís­inda­legar nið­ur­stöð­ur.

Hröð bráðnun á Suðurskautslandinu er mikið áhyggjuefni. Mynd: EPA

Íslandi var boðið

Líkt og öðrum ríkjum sem aðild eiga að lofts­lags­stefnu Evr­ópu­sam­bands­ins var Íslandi boðin þátt­taka á fund­inum 12. des­em­ber. For­sæt­is­ráð­herra kynnti hið nýja mark­mið Íslands­: „að stefna að 55% sam­drætti í losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda fyrir 2030 í sam­floti með Nor­egi og ESB.”

Lyk­il­orðið hér er „sam­flot”. Ísland deilir fleyt­unni með ESB og Nor­egi en sjálf­stætt fram­lag Íslands er enn óþekkt.

Í nýrri aðgerða­á­ætlun rík­is­stjórn­ar­innar er stefnt að 35% sam­drætt­i. Þar segir einnig, að „til við­bótar við þetta eru aðgerðir í mótun taldar geta skil­að” 5 til 11 pró­sentu­stigum til við­bótar eða sam­tals 40-46% minni losun árið 2030 miðað við 2005. Enn vantar þá a.m.k. 9 pró­sentu­stig til að Ísland nái 55% sam­drætti í losun fyrir 2030.

Sam­dráttur um 55% hér á landi fyrir 2030 felur í sér að losun dregst saman um 26 pró­sentu­stig umfram þau 29% sem samið var um við Evr­ópu­sam­bandið í fyrra sem er mikil breyt­ing frá núver­andi stefnu. Á hinn bóg­inn þýðir sam­flotið með Evr­ópu­sam­band­inu að aðgerðir stjórn­valda verða innan reglu­verks ESB. Til dæmis verður sam­dráttur að vera línu­legur á tíma­bil­inu 2021-2030.

Súrnun og 1,5°C

Tak­ist ekki að tak­marka hlýnun and­rúms­lofts­ins við 1,5°C verður mun erf­ið­ara að stöðva súrnun sjáv­ar. Sjá skýrslu Vís­inda­nefndar frá maí 2018, kafli 6. Stjórn­völd hafa lítið sem ekk­ert kynnt vís­inda­skýrsl­una.

Eru lofts­lags­mark­miðin frá París innan hand­ar?

Breska blaðið Fin­ancial Times telur að hækkun hita­stig gæti orðið mun minni en ótt­ast er – svo fremi að aðild­ar­ríkin efni lof­orð sín. Vísar Fin­ancial Times til hug­veit­unnar Climate Ana­lyt­ics sem hefur reiknað út að standi ríki heims við fyr­ir­heit sín um kolefn­is­hlut­leysi árið 2050, gæti hlýnun and­rúms­lofts­ins tak­markast við 2,1°C við lok þess­arar aldar og þar með væri mark­mið Par­ís­ar­sam­komu­lags­ins innan hand­ar.

Mestu munar um Kína sem í sept­em­ber sl. lýsti því yfir að stefnt væri á kolefn­is­hlut­leysi árið 2060. Japan og Suður Kórea hafa einnig bætst við og Banda­ríkin munu undir for­ystu Joes Bidens stefna að kolefn­is­hlut­leysi frá orku­fram­leiðslu árið 2035 of kolefn­is­hlut­leysi frá árinu 2050.

Enn skortir þó tölu­vert á að mark­mið ríkja um sam­drátt í losun fyrir árið 2030 stemmi af við mark­mið sömu ríkja um kolefn­is­hlut­leysi 10, 20 eða 30 árum síð­ar. Ísland er gott dæmi þar um.



Lög um kolefn­is­hlut­leysi

Hvert hið raun­veru­lega mark­mið Íslands er mun koma í ljós þegar umhverf­is­ráð­herra sendir Lofts­lags­samn­ingi Sam­ein­uðu þjóð­anna til­kynn­ingu þar um. Von­andi á fyrri hluta 2021 en ekki rétt fyrir kosn­ing­ar.

 Í fyrstu umferð, 30. júní 2015 kynnti Ísland um lands­fram­lag sitt til Lofts­lags­samn­ings­ins. Þar kom fram að Ísland stefndi að 40% sam­drætti undir hatti Evr­ópu­sam­bands­ins en einnig að sam­komu­lag þar um fæli í sér að hlutur Íslands yrði sann­gjarn (fair share).

Auglýsing
Til að skýra lofts­lags­stefnu rík­is­stjórn­ar­innar betur er nauð­syn­legt að sett verði lög um kolefn­is­hlut­leysi árið 2040, hug­takið skil­greint og áætlun mótuð til árs­ins 2040. Án slíkrar laga­setn­ingar verður kolefn­is­hlut­leysi 2040 fremur lof­orð í aðdrag­anda kosn­inga næsta haust en raun­veru­leg stefna.                                                   

Jafn­framt er brýnt að lögum um lofts­lags­mál verði breytt og mark­mið ríkis­stjórn­ar­innar um 40 - 55% sam­drátt í losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda árið 2030 verði bundin í lög. Ís­land hefur þegar skuld­bundið sig til að draga úr losun um 29% fyrir 2030. Samn­ingar tóku a.m.k. þrjú ár, 2017-2019. Nauð­syn­leg stefnu­mótun tafð­ist um þann tíma.

Stjórn­völd segja nú að mark­mið þeirra sé að ná allt að 55% sam­drætti og því afar mik­il­vægt að þau fari ekki í felur með hver hvert mark­mið Íslands í sam­flot­inu með ESB.

Lofts­lags­stefna í kóf­inu

Í frétta­til­kynn­ingu umhverf­is­ráð­herra, dags. 26. mars seg­ir: „að á árinu 2020 verði um 2 millj­örðum króna af 15 millj­arða sér­stöku fjár­fest­ing­ar­átaki rík­is­stjórn­ar­innar varið til verk­efna sem eru á ábyrgð­ar­sviði umhverf­is- og auð­linda­ráðu­neyt­is­ins.”. 

Í annarri frétta­til­kynn­ingu dags. 5. maí eru upp­hæð­irnar til­greindar nánar og skýrt að 300 millj­ónir fari til orku­skipta. Það gera 2% af millj­örð­unum 15.

Vetur í Rúmeníu. Mynd: EPA

Nið­ur­greiðsla á bens­ín­bílum til bíla­leiga

Athygli vekur að 20 millj­ónum skal varið til að greina „hindr­anir og tæki­færi svo hraða megi orku­skiptum í bíla­flotum bíla­leiga.”

Í nýsam­þykktu frum­varpi til fjár­laga fyrir 2021, er að finna ákvæði sem felur í sér að bíla­leigur fá umtals­verðan afslátt á tengil-t­vinn­bíl­um, allt að 960 þús­und krónur á hverja bif­reið, þrátt fyrir að raf­hlaðan í slíkum bílum muni í besta falli duga til að aka 50-60 km áður en bens­ín­vélin tekur yfir. Með öðrum orð­um, þegar ferða­mað­ur­inn ekur af stað frá Leifs­stöð má vænta þess að raf­hlaðan verði orðin tóm þegar bíll­inn nálg­ast álverið í Straums­vík. Það sem verra er, að vegna þyngdar raf­hlöð­unnar losa tengil-t­vinn­bílar oft meira af koltví­sýr­ingi á lang­ferðum en venju­legir bens­ín- eða dísil­bíl­ar. Sjá skýrslu sam­tak­anna Tran­sport & Environ­ment, þar sem bent er á að tengil-t­vinn­bílar á mark­aðnum séu mun nær því að vera venju­legir bens­ín- eða dísil­bílar en raf­knúnir bíl­ar.

Orku­skipti eru þunga­miðja lofts­lags­stefnu rík­is­stjórn­ar­innar en grein­lega ekki í þeim málum sem efna­hags- og við­skipta­nefnd fær til umjöll­un­ar. Spyrja verður hvað varð um þær 20 millj­ónir sem fara áttu í að greina „hindr­anir og tæki­færi svo hraða megi orku­skiptum í bíla­flotum bíla­leiga.” E.t.v. mætti nýta þá upp­hæð til að rann­saka lofts­lags­á­hrif 960 þús­und króna afsláttar á tengilt­vinn­bílum fyrir bíla­leig­ur.

Hvað eru nýorku­bíl­ar?

Í umræðu um tengilt­vinn­bíla er vert að kanna full­yrð­ingar um öra fjölgun nýorku­bíla hér á landi. Skil­grein­ingar eða tölur finn ég ekki hjá hinu opin­bera heldur virð­ist sem Bíl­greina­sam­bandið – hags­muna­sam­tök bíla­inn­flytj­enda – sjái um töl­fræð­ina. Þar á bæ telj­ast tvinn­bílar til nýorku­bíla þrátt fyrir að í þeir brenni jarð­efna­elds­neyti. Oft­ast bens­íni.

Sam­kvæmt frétta­til­kynn­ingu Bíl­greina­sam­bands­ins frá 1. sept­em­ber sl. standa nýorku­bílar „fyrir meiri­hluta bíla­kaupa hjá ein­stak­ling­um, eða 64% af öllum seldum nýjum bílum til ein­stak­linga það sem af er ári.”

Auglýsing
Miðað við skýrslu Tran­sport & Environ­ment, sem vitnað er til hér að ofan, er afar hæpið að ríkið veiti afslátt á tengilt­vinn­bíla enda brenna þeir bens­íni eða olíu að miklu leyti. Ein­ungis bílar sem ganga fyrir raf­magni, met­ani eða vetni geti flokk­ast sem nýorku­bíl­ar. Ella munu orku­skiptin seint og illa.

 Okkur skortir óháðar upp­lýs­ingar frá t.d. Umhverf­is­stofnun um inn­flutn­ing nýorku­bíla – sem ekki auka á lofts­lags­vand­ann? Þetta dæmi und­ir­strikar að stjórn­sýslu lofts­lags­mála er margt áfátt.

Hálend­is­þjóð­garður

Fátt er skýr­ara í stefnu­yf­ir­lýs­ingu rík­is­stjórn­ar­flokk­anna en að stofn­aður verði þjóð­garður á mið­há­lend­inu í sam­ráði þverpóli­tískrar þing­manna­nefnd­ar. Til sam­an­burðar er lofts­lags­stefna rík­is­stjórn­ar­flokk­anna eins og hún birt­ist í yfir­lýs­ing­unni mun óljós­ari. Til sam­an­burðar segir um lofts­lags­breyt­ing­ar: „Ís­land á enn fremur að ná 40% sam­drætti í losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda miðað við árið 1990 fyrir árið 2030.” Athygl­is­vert er að hér er orða­lagið Ísland Á en ekki skal.

Í ljósi dýrra eiða við stjórn­ar­myndun verður að ætla að Alþingi afgreiði rík­is­stjórn­ar­frum­varp um stofnun þjóð­garðs. For­sæt­is­ráð­herra og for­maður Vinstri hreyf­ing­ar­innar – græns fram­boðs lagði mikið undir en það gerðu einnig for­menn hinna stjórn­ar­flokk­anna tveggja. Erfitt er að sjá fyrir sér að þeir búi til ágrein­ing til þess að ganga á bak orða sinna.

Að mati Alþjóð­a­n­átt­úru­vernd­ar­sam­tak­anna er ein helsta ógnin við nátt­úru­svæði á lista Heimsminja­skrá UNESCO er lofts­lags­breyt­ing­ar. Vatn­jök­uls­þjóð­garður er einmitt á þeirri skrá.

Hvalá. Ljósmynd: Rakel Valgeirsdóttir

Hval­ár­virkjun

Eitt af furðu­málum und­an­far­inna ára er Hval­ár­virkj­un. Vissu­lega var virkj­unin í nýt­ing­ar­flokki þeirrar ramma­á­ætl­unar sem sam­þykkt var á Alþingi á vor­þingi 2013 en arð­semi slíkrar fjár­fest­ingar var eitt stórt spurn­ing­ar­merki. Til­gangur fram­kvæmd­ar­innar var sömu­leiðis óljós.

Orku­skort­ur?

Í fyr­ir­sjá­an­legri fram­tíð bendir margt bendir til að Hval­ár­virkjun verði síð­asta vatns­afls­virkj­unin sem veldur deilum á Íslandi. Lands­virkjun áformar að byggja vind­myllu­garða sem eru mun hag­kvæm­ari en vatns­aflið. Þrátt fyrir umræður um þjóð­garð á hálend­inu kemur orðið ”orku­skort­ur” ekki fyrir í þing­tíð­indum á því haust­þingi sem lauk nú fyrir jól.

Hvít­bók um líf­ríki sjáv­ar?

Nýverið upp­lýsti sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra að Haf­rann­sókna­stofnun ynni nú að gerð hvít­bókar [1] „um umhverf­is- og vist­kerf­is­breyt­ingar í haf­inu við Ísland og mögu­legar sviðs­myndir eða afleið­ingar áhrifa lofts­lags­breyt­inga“.

Segir í til­kynn­ingu ráð­herr­ans að í skýrsl­unni verði „m.a. tekin saman greina­góð sam­an­tekt um þróun umhverf­is­breyt­inga, stöðu þekk­ingar á þeim breyt­ingum og þekk­ingu á sam­spili umhverf­is­breyt­inga og ólíkra þátta. Sér­stak­lega verður litið til teg­unda sem hafa orðið fyrir miklum áhrifum af breyttu umhverfi. Þá verður einnig fjallað um mögu­legar sviðs­myndir varð­andi lík­lega þróun á vist­kerfum hafs­ins.“

Í sam­ræmi við stefnu SFS

Í umsögn Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi um fjár­lög 2020, dags. 4. októ­ber 2019 lýsa Sam­tökin áhyggjum sínum af fjár­skorti til rann­sókna á ástandi sjávar og nei­kvæðum áhrifum þekk­ing­ar­skorts á mark­aðs­starf erlend­is. Síðan segir orð­rétt:

„Á sama tíma­bili hafa umhverf­is­að­stæður á Íslands­miðum breyst með þeim hætti að streymi hlýsjávar kringum landið hefur þyngst hlut­falls­lega og nú teygir hlýsjáv­ar­svæðið sig langt norður og vestur fyrir landið þar sem áður var kald­ari sjór. Þessi breyt­ing hefur haft víð­tækar afleið­ingar fyrir líf­rík­ið, t.d. á útbreiðslu loðnu, ýsu og fleiri teg­unda til norð­urs, auk þess sem þekkt sam­bönd, sem áður höfðu verið met­in, þarfn­ast nú end­ur­mats við breyttar aðstæð­ur. Á sama tíma hafa stórir nytja­stofnar upp­sjáv­ar­fiska gengið inn á Íslands­mið; síld, kolmunni og mak­ríll. Þessar aðstæður auka þörf á veru­lega auknum rann­sóknum af ýmsum ástæð­um, bæði tengdum samn­ingum um hlut Íslands úr við­kom­andi stofnum og þörfum vegna stofn­mats og rann­sókna á áhrifum þess­ara fiska á fæðu­vef­inn og vist­kerfin á svæð­inu — sem aftur gerir auknar kröfur um dýrt úthald rann­sókn­ar­skipa. ...“

Útgerð­ar­menn nefna ekki lofts­lags­breyt­ingar sér­stak­lega en lesa má áhyggjur þeirra milli lín­anna.

Mótun stefnu í mál­efnum hafs­ins

Ofan­greint átak sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra leiðir hug­ann að þings­á­lykt­un­ar­til­lögu Guð­mundar Andra Thors­sonar og fleiri sem hljóðar svo: „Al­þingi ályktar að fela for­sæt­is­ráð­herra í sam­ráði við sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra og utan­rík­is- og þró­un­ar­sam­vinnu­ráð­herra að setja á fót starfs­hóp um mótun stefnu Íslands um mál­efni hafs­ins, með það að leið­ar­ljósi að Ísland marki sér stöðu sem fram­sækið ríki þegar kemur að lofts­lags­breyt­ingum og verndun og sjálf­bærri nýt­ingu líf­fræði­legs fjöl­breyti­leika sjáv­ar, bæði hér á landi og á alþjóða­vett­vangi. Starfs­hóp­ur­inn skili skýrslu með nið­ur­stöðum eigi síðar en 15. apríl 2022.” 

Engin heild­stæð stefna er fyrir hendi um verndun hafs­ins. Lofts­lags­váin krefst þess að stjórn­völd marki skýra stefnu og að almenn­ingur fái upp­lýs­ingar um hver hún er.

Höf­undur er for­maður Nátt­úru­vernd­ar­sam­taka Íslands.

[1] Nær væri að tala um vís­inda­skýrslu þar eð hvít­bók er gefin út af rík­is­stjórn til að skýra afstöðu sína til til­tek­ins máls.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit