Loftslagssárið 2020

Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, fer yfir árið með áherslu á loftslagsmálin. Hann bendir m.a. á að síðustu sex ár hafi verið þau heitustu sem skráð hafa verið í heiminum.

Auglýsing

Krafa ungra umhverfissinna er að stjórnvöld verji rétt þeirra til lífs á Jörðinni. Eins og er standa stjórnvöld ekki undir ábyrgð. Skemmst er frá því að segja að síðustu sex árin eru þau heitustu sem skráð hafa verið í heiminum og breska veðurstofan telur að 2021 verði eins. Skógareldar og hitabylgjur verða æ tíðari. Súrnun hafsins hefur aldrei verið hraðari. Öfgar í veðri vera æ algengari. Tími til raunhæfra aðgerða styttist.

Ofsaveður – loftslagsbreytingar – Seyðisfjörður?

Ný rannsókn – Under the Weather – sýnir að 80% rannsókna sem gerðar hafa verið frá því að Parísarsamkomulagið var gert fyrir fimm árum síðan, leiði í ljós að loftslagsbreytingar magni öfgakennda veðuratburði. Til samanburðar var hlutfall þeirra vísindarannsókna sem sýndu litlar líkur á að loftslagsbreytingar valdi til öfgakenndu veðurfari 10%.

Auglýsing

Léttir ársins

Í viðtali við BBC lýsti David Attenboroug hnánast stjórnlausri gleði sinni þegar ljóst varð að Joe Biden hafði sigrað forsetakosningarnar í Bandaríkjunum 3. nóvember sl. Lái honum hver sem vill.

Góðar fréttir frá Bandaríkjunum

New York Times greindi frá því 21. desember að Bandaríkjaþing hafi á lokasprettinum við gerð björgunarpakka vegna Covid-19 nánast laumað inn 35 milljarða framlagi til uppbyggingar á vind- og sólarorku. Jafnframt, að notkun kælimiðla (HFC) sem valda gróðurhúsaáhrifum verði fösuð út en sú ákvörðun felur í sér umtalsverðan samdrátt í samdrátt því þessar gróðurhúsalofttegundir eru 1000 sinnum öflugri en koldíoxíð.

Skógareldar í Kaliforníu í haust. Mynd: EPA

Milljarðar fyrir Kyoto II?

Fyrr í ár vakti mikla athygli að Ísland gæti þurft að greiða 10-18 milljarða króna sekt fyrir losun umfram heimildir á 2. skuldbindingartímabili Kyoto-bókunarinnar, 2013-2030. Til samanburðar má nefna að Buchheit-samningurinn hefði hugsanlega kostað ríkissjóð 46,5 milljarða króna. 

Nú hafa sérfræðingar umhverfisráðherra reiknað út að enn sé hægt að kaupa rusl-heimildir (e: junk credits) á innan við 200 milljónir króna. Ekki er það nú mikið. 

París 2015-2020

Neðanmálsgreinin í Parísarsamkomulaginu var að samanlögð loforð ríkja (landsframlög) um samdrátt í losun myndu hvergi duga til að til að halda hlýnun Jarðar vel innan við 2 °C að meðaltali – líkt og samkomulagið kveður á um – heldur yrði hækkunin rúmlega 3°C við lok aldarinnar.

Auglýsing
Til að unnt yrði að brúa bilið frá 3°C niður í 1,5°C var sett inn ákvæði um endurskoðun landsframlaga aðildarríkjanna á fimm ára fresti. Það er á loftslagsþinginu í Glasgow sem halda átti í nóvember sl.

 Fyrst iðnríkja skilaði Noregur inn nýju og endurskoðuðu landsframlagi 7. febrúar sl. um samdrátt upp á 50 – 55% sem að mati hugveitunnar Climate Action Tracker er óviðunandi.

Nýjar skuldbindingar á netinu

Þar eð ekki var fundarfært í Glasgow ákváðu Sameinuðu þjóðirnar ásamt Bretlandi og Frakklandi að boða til rafræns fundar 12. desember sl. 75 ríkjum var boðið að kynna ný markmið sín. Til að undirstrika alvöru málsins hvatti aðalritari Sameinuðu þjóðanna ríkin öll til að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum. Ríkisstjórn Íslands hefur ekki orðið við þeirri áskorun.

Flóð í Medan í Indónesíu í byrjun desember. Mynd: EPA

Ekki voru öll ríki boðin, sem er óvenjulegt þegar Sameinuðu þjóðirnar eiga í hlut. Trump hafði sagt Bandaríkin úr lögum við alþjóðasamfélagið en Brasilía, Rússland, Sádi Arabía og Mexikó fengu falleinkun þar eð aðgerðaáætlanir þeirra þóttu ekki trúverðugar. Ástralía sótti einnig fast að fá boðsmiða en fékk ekki. 

Er 55% minni losun nóg?

Hinn 11. desember – daginn fyrir netráðstefnuna – náði Evrópusambandið samkomulagi um 55% samdrátt í losun fyrir 2030. Til samanburðar má benda á að Bretland hefur sett sér markmið um 68% minni losun árið 2030. Loftslagsráð Bretlands mælti með 78% samdrætti árið 2035. Öfugt við ESB þarf Bretland ekki að semja við ESB eða aðra dragbíta innan sambandsins.

Hugveitan Climate Analytics telur að Evrópusambandið nái ekki máli með 55%. Hitastig Jarðar –  miðað við að önnu ríki muni draga úr losun í sama hlutfalli og Evrópusambandið – muni hækka umfram 2 gráður á Celcius.

Raunar hljóðar markmið ESB upp á 55% eða meira. Viðbótin „eða meira” er málamiðlun því Svíþjóð, Finnland, Danmörk og fleiri ríki vildu að ESB-ríkin drægi úr losun um 60%-65%, sem væri í samræmi við vísindalegar niðurstöður.

Hröð bráðnun á Suðurskautslandinu er mikið áhyggjuefni. Mynd: EPA

Íslandi var boðið

Líkt og öðrum ríkjum sem aðild eiga að loftslagsstefnu Evrópusambandsins var Íslandi boðin þátttaka á fundinum 12. desember. Forsætisráðherra kynnti hið nýja markmið Íslands: „að stefna að 55% samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir 2030 í samfloti með Noregi og ESB.”

Lykilorðið hér er „samflot”. Ísland deilir fleytunni með ESB og Noregi en sjálfstætt framlag Íslands er enn óþekkt.

Í nýrri aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar er stefnt að 35% samdrætti. Þar segir einnig, að „til viðbótar við þetta eru aðgerðir í mótun taldar geta skilað” 5 til 11 prósentustigum til viðbótar eða samtals 40-46% minni losun árið 2030 miðað við 2005. Enn vantar þá a.m.k. 9 prósentustig til að Ísland nái 55% samdrætti í losun fyrir 2030.

Samdráttur um 55% hér á landi fyrir 2030 felur í sér að losun dregst saman um 26 prósentustig umfram þau 29% sem samið var um við Evrópusambandið í fyrra sem er mikil breyting frá núverandi stefnu. Á hinn bóginn þýðir samflotið með Evrópusambandinu að aðgerðir stjórnvalda verða innan regluverks ESB. Til dæmis verður samdráttur að vera línulegur á tímabilinu 2021-2030.

Súrnun og 1,5°C

Takist ekki að takmarka hlýnun andrúmsloftsins við 1,5°C verður mun erfiðara að stöðva súrnun sjávar. Sjá skýrslu Vísindanefndar frá maí 2018, kafli 6. Stjórnvöld hafa lítið sem ekkert kynnt vísindaskýrsluna.

Eru loftslagsmarkmiðin frá París innan handar?

Breska blaðið Financial Times telur að hækkun hitastig gæti orðið mun minni en óttast er – svo fremi að aðildarríkin efni loforð sín. Vísar Financial Times til hugveitunnar Climate Analytics sem hefur reiknað út að standi ríki heims við fyrirheit sín um kolefnishlutleysi árið 2050, gæti hlýnun andrúmsloftsins takmarkast við 2,1°C við lok þessarar aldar og þar með væri markmið Parísarsamkomulagsins innan handar.

Mestu munar um Kína sem í september sl. lýsti því yfir að stefnt væri á kolefnishlutleysi árið 2060. Japan og Suður Kórea hafa einnig bætst við og Bandaríkin munu undir forystu Joes Bidens stefna að kolefnishlutleysi frá orkuframleiðslu árið 2035 of kolefnishlutleysi frá árinu 2050.

Enn skortir þó töluvert á að markmið ríkja um samdrátt í losun fyrir árið 2030 stemmi af við markmið sömu ríkja um kolefnishlutleysi 10, 20 eða 30 árum síðar. Ísland er gott dæmi þar um.


Lög um kolefnishlutleysi

Hvert hið raunverulega markmið Íslands er mun koma í ljós þegar umhverfisráðherra sendir Loftslagssamningi Sameinuðu þjóðanna tilkynningu þar um. Vonandi á fyrri hluta 2021 en ekki rétt fyrir kosningar.

 Í fyrstu umferð, 30. júní 2015 kynnti Ísland um landsframlag sitt til Loftslagssamningsins. Þar kom fram að Ísland stefndi að 40% samdrætti undir hatti Evrópusambandsins en einnig að samkomulag þar um fæli í sér að hlutur Íslands yrði sanngjarn (fair share).

Auglýsing
Til að skýra loftslagsstefnu ríkisstjórnarinnar betur er nauðsynlegt að sett verði lög um kolefnishlutleysi árið 2040, hugtakið skilgreint og áætlun mótuð til ársins 2040. Án slíkrar lagasetningar verður kolefnishlutleysi 2040 fremur loforð í aðdraganda kosninga næsta haust en raunveruleg stefna.                                                   

Jafnframt er brýnt að lögum um loftslagsmál verði breytt og markmið ríkisstjórnarinnar um 40 - 55% samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda árið 2030 verði bundin í lög. Ísland hefur þegar skuldbundið sig til að draga úr losun um 29% fyrir 2030. Samningar tóku a.m.k. þrjú ár, 2017-2019. Nauðsynleg stefnumótun tafðist um þann tíma.

Stjórnvöld segja nú að markmið þeirra sé að ná allt að 55% samdrætti og því afar mikilvægt að þau fari ekki í felur með hver hvert markmið Íslands í samflotinu með ESB.

Loftslagsstefna í kófinu

Í fréttatilkynningu umhverfisráðherra, dags. 26. mars segir: „að á árinu 2020 verði um 2 milljörðum króna af 15 milljarða sérstöku fjárfestingarátaki ríkisstjórnarinnar varið til verkefna sem eru á ábyrgðarsviði umhverfis- og auðlindaráðuneytisins.”. 

Í annarri fréttatilkynningu dags. 5. maí eru upphæðirnar tilgreindar nánar og skýrt að 300 milljónir fari til orkuskipta. Það gera 2% af milljörðunum 15.

Vetur í Rúmeníu. Mynd: EPA

Niðurgreiðsla á bensínbílum til bílaleiga

Athygli vekur að 20 milljónum skal varið til að greina „hindranir og tækifæri svo hraða megi orkuskiptum í bílaflotum bílaleiga.”

Í nýsamþykktu frumvarpi til fjárlaga fyrir 2021, er að finna ákvæði sem felur í sér að bílaleigur fá umtalsverðan afslátt á tengil-tvinnbílum, allt að 960 þúsund krónur á hverja bifreið, þrátt fyrir að rafhlaðan í slíkum bílum muni í besta falli duga til að aka 50-60 km áður en bensínvélin tekur yfir. Með öðrum orðum, þegar ferðamaðurinn ekur af stað frá Leifsstöð má vænta þess að rafhlaðan verði orðin tóm þegar bíllinn nálgast álverið í Straumsvík. Það sem verra er, að vegna þyngdar rafhlöðunnar losa tengil-tvinnbílar oft meira af koltvísýringi á langferðum en venjulegir bensín- eða dísilbílar. Sjá skýrslu samtakanna Transport & Environment, þar sem bent er á að tengil-tvinnbílar á markaðnum séu mun nær því að vera venjulegir bensín- eða dísilbílar en rafknúnir bílar.

Orkuskipti eru þungamiðja loftslagsstefnu ríkisstjórnarinnar en greinlega ekki í þeim málum sem efnahags- og viðskiptanefnd fær til umjöllunar. Spyrja verður hvað varð um þær 20 milljónir sem fara áttu í að greina „hindranir og tækifæri svo hraða megi orkuskiptum í bílaflotum bílaleiga.” E.t.v. mætti nýta þá upphæð til að rannsaka loftslagsáhrif 960 þúsund króna afsláttar á tengiltvinnbílum fyrir bílaleigur.

Hvað eru nýorkubílar?

Í umræðu um tengiltvinnbíla er vert að kanna fullyrðingar um öra fjölgun nýorkubíla hér á landi. Skilgreiningar eða tölur finn ég ekki hjá hinu opinbera heldur virðist sem Bílgreinasambandið – hagsmunasamtök bílainnflytjenda – sjái um tölfræðina. Þar á bæ teljast tvinnbílar til nýorkubíla þrátt fyrir að í þeir brenni jarðefnaeldsneyti. Oftast bensíni.

Samkvæmt fréttatilkynningu Bílgreinasambandsins frá 1. september sl. standa nýorkubílar „fyrir meirihluta bílakaupa hjá einstaklingum, eða 64% af öllum seldum nýjum bílum til einstaklinga það sem af er ári.”

Auglýsing
Miðað við skýrslu Transport & Environment, sem vitnað er til hér að ofan, er afar hæpið að ríkið veiti afslátt á tengiltvinnbíla enda brenna þeir bensíni eða olíu að miklu leyti. Einungis bílar sem ganga fyrir rafmagni, metani eða vetni geti flokkast sem nýorkubílar. Ella munu orkuskiptin seint og illa.

 Okkur skortir óháðar upplýsingar frá t.d. Umhverfisstofnun um innflutning nýorkubíla – sem ekki auka á loftslagsvandann? Þetta dæmi undirstrikar að stjórnsýslu loftslagsmála er margt áfátt.

Hálendisþjóðgarður

Fátt er skýrara í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarflokkanna en að stofnaður verði þjóðgarður á miðhálendinu í samráði þverpólitískrar þingmannanefndar. Til samanburðar er loftslagsstefna ríkisstjórnarflokkanna eins og hún birtist í yfirlýsingunni mun óljósari. Til samanburðar segir um loftslagsbreytingar: „Ísland á enn fremur að ná 40% samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda miðað við árið 1990 fyrir árið 2030.” Athyglisvert er að hér er orðalagið Ísland Á en ekki skal.

Í ljósi dýrra eiða við stjórnarmyndun verður að ætla að Alþingi afgreiði ríkisstjórnarfrumvarp um stofnun þjóðgarðs. Forsætisráðherra og formaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs lagði mikið undir en það gerðu einnig formenn hinna stjórnarflokkanna tveggja. Erfitt er að sjá fyrir sér að þeir búi til ágreining til þess að ganga á bak orða sinna.

Að mati Alþjóðanáttúruverndarsamtakanna er ein helsta ógnin við náttúrusvæði á lista Heimsminjaskrá UNESCO er loftslagsbreytingar. Vatnjökulsþjóðgarður er einmitt á þeirri skrá.

Hvalá. Ljósmynd: Rakel Valgeirsdóttir

Hvalárvirkjun

Eitt af furðumálum undanfarinna ára er Hvalárvirkjun. Vissulega var virkjunin í nýtingarflokki þeirrar rammaáætlunar sem samþykkt var á Alþingi á vorþingi 2013 en arðsemi slíkrar fjárfestingar var eitt stórt spurningarmerki. Tilgangur framkvæmdarinnar var sömuleiðis óljós.

Orkuskortur?

Í fyrirsjáanlegri framtíð bendir margt bendir til að Hvalárvirkjun verði síðasta vatnsaflsvirkjunin sem veldur deilum á Íslandi. Landsvirkjun áformar að byggja vindmyllugarða sem eru mun hagkvæmari en vatnsaflið. Þrátt fyrir umræður um þjóðgarð á hálendinu kemur orðið ”orkuskortur” ekki fyrir í þingtíðindum á því haustþingi sem lauk nú fyrir jól.

Hvítbók um lífríki sjávar?

Nýverið upplýsti sjávarútvegsráðherra að Hafrannsóknastofnun ynni nú að gerð hvítbókar [1] „um umhverfis- og vistkerfisbreytingar í hafinu við Ísland og mögulegar sviðsmyndir eða afleiðingar áhrifa loftslagsbreytinga“.

Segir í tilkynningu ráðherrans að í skýrslunni verði „m.a. tekin saman greinagóð samantekt um þróun umhverfisbreytinga, stöðu þekkingar á þeim breytingum og þekkingu á samspili umhverfisbreytinga og ólíkra þátta. Sérstaklega verður litið til tegunda sem hafa orðið fyrir miklum áhrifum af breyttu umhverfi. Þá verður einnig fjallað um mögulegar sviðsmyndir varðandi líklega þróun á vistkerfum hafsins.“

Í samræmi við stefnu SFS

Í umsögn Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi um fjárlög 2020, dags. 4. október 2019 lýsa Samtökin áhyggjum sínum af fjárskorti til rannsókna á ástandi sjávar og neikvæðum áhrifum þekkingarskorts á markaðsstarf erlendis. Síðan segir orðrétt:

„Á sama tímabili hafa umhverfisaðstæður á Íslandsmiðum breyst með þeim hætti að streymi hlýsjávar kringum landið hefur þyngst hlutfallslega og nú teygir hlýsjávarsvæðið sig langt norður og vestur fyrir landið þar sem áður var kaldari sjór. Þessi breyting hefur haft víðtækar afleiðingar fyrir lífríkið, t.d. á útbreiðslu loðnu, ýsu og fleiri tegunda til norðurs, auk þess sem þekkt sambönd, sem áður höfðu verið metin, þarfnast nú endurmats við breyttar aðstæður. Á sama tíma hafa stórir nytjastofnar uppsjávarfiska gengið inn á Íslandsmið; síld, kolmunni og makríll. Þessar aðstæður auka þörf á verulega auknum rannsóknum af ýmsum ástæðum, bæði tengdum samningum um hlut Íslands úr viðkomandi stofnum og þörfum vegna stofnmats og rannsókna á áhrifum þessara fiska á fæðuvefinn og vistkerfin á svæðinu — sem aftur gerir auknar kröfur um dýrt úthald rannsóknarskipa. ...“

Útgerðarmenn nefna ekki loftslagsbreytingar sérstaklega en lesa má áhyggjur þeirra milli línanna.

Mótun stefnu í málefnum hafsins

Ofangreint átak sjávarútvegsráðherra leiðir hugann að þingsályktunartillögu Guðmundar Andra Thorssonar og fleiri sem hljóðar svo: „Alþingi ályktar að fela forsætisráðherra í samráði við sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, umhverfis- og auðlindaráðherra og utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra að setja á fót starfshóp um mótun stefnu Íslands um málefni hafsins, með það að leiðarljósi að Ísland marki sér stöðu sem framsækið ríki þegar kemur að loftslagsbreytingum og verndun og sjálfbærri nýtingu líffræðilegs fjölbreytileika sjávar, bæði hér á landi og á alþjóðavettvangi. Starfshópurinn skili skýrslu með niðurstöðum eigi síðar en 15. apríl 2022.” 

Engin heildstæð stefna er fyrir hendi um verndun hafsins. Loftslagsváin krefst þess að stjórnvöld marki skýra stefnu og að almenningur fái upplýsingar um hver hún er.

Höfundur er formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands.

[1] Nær væri að tala um vísindaskýrslu þar eð hvítbók er gefin út af ríkisstjórn til að skýra afstöðu sína til tiltekins máls.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorkell Sigurlaugsson og Sigmar Vilhjálmsson sitja báðir í undirbúningsnefnd hins nýja félags.
Unnið að stofnun nýrra hagsmunasamtaka lítilla og meðalstórra fyrirtækja
Atvinnufjélaginu er ætlað að vera málsvari fyrir hagsmuni einyrkja og lítilla og meðalstórra fyrirtækja í íslensku atvinnulífi. Þörfin á slíkum samtökum atvinnurekenda er sögð mikil af hálfu stofnenda.
Kjarninn 16. september 2021
Tryggvi Rúnar Brynjarsson
Í Dal hinna föllnu
Kjarninn 16. september 2021
Sif Sigmarsdóttir
Hvernig viljum við lifa?
Kjarninn 16. september 2021
Arnhildur Hálfdánardóttir fékk fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins í fyrra fyrir þáttaröðina Loftslagsþerapían. Hún er þar með síðasti handhafi þeirra verðlauna.
Hætta að veita fjölmiðlaverðlaun á degi íslenskrar náttúru
Algjör sprenging hefur orðið í umfjöllun fjölmiðla um loftslags- og umhverfismál og því telur umhverfis- og auðlindaráðuneytið ekki lengur þörf á að verðlauna miðla sérstaklega fyrir slíkan fréttaflutning.
Kjarninn 16. september 2021
Sif Konráðsdóttir
Áratugur Árósasamnings
Kjarninn 16. september 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í Forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Framlög til barnabótakerfisins aukin og fleiri fá þær, en raunvirði bóta hefur lítið hækkað
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Katrínar Jakobsdóttur um að ríkisstjórn hennar hafi aukið við barnabótakerfið og tryggt að það nái til fleiri en það gerði fyrir fjórum árum síðan.
Kjarninn 15. september 2021
Bjarni Benediktsson og Katrín Jakobsdóttir.
Rúm 40 prósent vilja að Katrín verði áfram forsætisráðherra
Í niðurstöðum könnunar á vegum ÍSKOS kemur í ljós að langflestir vilja að Katrín Jakobsdóttir verði áfram forsætisráðherra. Athygli vekur að Bjarni Benediktsson nýtur minni stuðnings í embættið en Sjálfstæðisflokkurinn nýtur í könnunum.
Kjarninn 15. september 2021
Eyþór Eðvarðsson
Rétturinn til að deyja
Kjarninn 15. september 2021
Meira úr sama flokkiÁlit