Grunnþarfir allra þær sömu, sjálfsögð réttindi

Formaður ÖBÍ segir að þegar litið er yfir þá sigra sem unnist hafa á árinu, stóra sem smáa, megi sjá að ýmsu hefur verið áorkað. „Hér má ekki láta staðar numið. Áfram er þörf á úrbótum og aðgerðum í þágu fatlaðs fólks og baráttan heldur áfram á nýju ári.“

Auglýsing

Bar­átta ÖBÍ rétt­inda­sam­taka fyrir sjálf­sögðum rétt­indum fatl­aðs fólks hefur verið löng og ströng. Umfram allt annað hefur hún ein­kennst af þraut­seigju. Það sem eru svo sjálf­sögð og eðli­legt rétt­indi flestra, getur verið fötl­uðu fólki algjör­lega utan seil­ing­ar. Sjálf­sögð rétt­indi. Að sækja rétt­indin getur verið fötl­uðu fólki nær ómögu­legt þegar kemur að afgreiðslu mála á þingi, fyrir dóm­stólum eða hjá sveit­ar­fé­lög­um, og þarf oft mikla seiglu og bar­áttu­þrek til að ná fram úrbót­um. Litlu sigr­arnir verða því ótrú­lega stórir og stóru sigr­arnir svo dýr­mæt­ir.

Á árinu höfum við unnið sigra og upp­lifað von­brigði, fyllst eld­móð og trú á fram­tíð­ina og stundum orðið dálítið vondauf. En nýju ári mætum við eins og ætíð með bjart­sýni og trú á að það verði árið sem við upp­skerum rétt­læti á öllum mál­efna­svið­um, þannig förum við inn í árið vit­andi að bar­áttu­málin eru brýn og upp­skeran verður betra sam­fé­lag fyrir öll.

Leið­ar­stefið í allri starf­semi ÖBÍ rétt­inda­sam­taka er samn­ingur Sam­ein­uðu þjóð­anna um rétt­indi fatl­aðs fólks. Lög­festa þarf samn­ing­inn án tafar því aðeins þannig verða rétt­indi fatl­aðs fólks tryggð. Með lög­fest­ing­unni verður sam­fé­lagið okkar allra, þannig að þau sem búa við fötlun frá fæð­ingu eða hafa misst starfs­getu á lífs­leið­inni eiga rétt til alls þess sama og ófatlað fólk í sam­fé­lag­inu, ekk­ert minna og ekk­ert meira! Núver­andi stjórn­völd settu lög­fest­ingu samn­ings­ins inn í sátt­mála sinn og hafin er und­ir­bún­ingur að stofnun óháðrar mann­rétt­inda­stofn­unar sem er und­an­fari lög­fest­ing­ar­inn­ar.

Auglýsing

Fólk með sýni­lega og ósýni­lega fötlun er hluti af fjöl­breyttri flóru mann­lífs­ins. Það er dýr­mætt fyrir land og þjóð, ónýttur auður sem leggur ótak­markað inn í sam­fé­lagið sé því búið tæki­færi til. Sam­ein­umst um það eitt að virða fólk og fram­lag þess en láta ekki for­dóma villa okkur sýn. Hollt er að muna að öll geta eitt­hvað en eng­inn getur allt.

Mála­flokkur fatl­aðs fólks nær til alls sam­fé­lags­ins. Þar undir eru heil­brigð­is­mál, atvinnu- og mennta­mál, mál­efni barna, aðgeng­is­mál í víðum skiln­ingi þess orðs, hús­næð­is­mál og kjara­mál, allt mál­efni sem eru okkur öllum mik­il­væg.

Nýr ráð­herra mála­flokks­ins tók við í lok árs­ins 2021. Varð þá ákveð­inn vendi­punkt­ur. Í upp­hafi árs 2022 gerði hann smá­vægi­lega breyt­ingu á reglu­gerð sem breytti ótrú­lega miklu fyrir fatlað fólk og börn þess. Hann setti í reglu­gerð að barn fatl­aðs for­eldris gæti búið heima til 26 ára ald­urs án þess að það skerti heim­il­is­upp­bót for­eldris, að því til­skildu að við­kom­andi barn væri í námi. Þetta er jákvætt og rétt­látt.

Und­ir­staða þess að fólk geti tekið þátt í sam­fé­lag­inu er að það hafi fram­færslu sem dugar því til nauð­synja og jafn­vel aðeins bet­ur. Þess vegna hafa ÖBÍ rétt­inda­sam­tök lagt mikla vinnu og krafta í að ná fram kjara­bótum fyrir fatlað fólk.

Það var sigur að ná fram hækkun örorku- og end­ur­hæf­ing­ar­líf­eyris í júní um 3%, venjan er að hækkun líf­eyris verði 1. jan­úar ár hvert og er þá horft til líð­andi árs og afar sjald­gæft er að örorku­líf­eyrir hækki til sam­ræmis við launa­þróun árs­ins eða verð­lags­hækk­an­ir. Fatlað fólk hefur engin vopn í bar­áttu sinni fyrir bættum kjör­um. Það á allt sitt undir því að vald­hafar hverju sinni séu skyn­samt fólk með hjartað á réttu stað og það er vond staða að vera í. Við bindum vonir við að stjórn­völd skýri laga­á­kvæði 69. grein­ar­innar og tryggi með því rétt­látar hækk­anir líf­eyr­is. Í dag búa þús­undir ein­stak­linga við fram­færslu sem er tals­vert undir lág­marks­laun­um, sem eng­inn getur lifað á. Kjara­hækk­anir hafa verið sam­þykktar og munu verða aft­ur­virkar til 1. nóv­em­ber, ÖBÍ rétt­inda­sam­tök skora á stjórn­völd að leið­rétta örorku- og end­ur­hæf­ing­ar­líf­eyri til sam­ræmis öðrum kjara­hækk­unum strax á nýju ári og draga það ekki.

Þrátt fyrir góðan ásetn­ing hefur á óskilj­an­legan hátt og fjarri allri mann­gæsku orðið til vont, götótt og órétt­látt almanna­trygg­inga­kerfi. Kerfi sem hegnir fólki fyrir nær hvert skref í átt til þess að bæta kjör sín. Kerfi sem brýtur niður sjálfs­mynd fólks og steypir því í fátækt. Það jákvæða er að þessu er hægt að breyta og sú vinna er haf­in. ÖBÍ bindur vonir við að nýtt kerfi almanna­trygg­inga verði í raun það sem því er ætlað að vera, traust og gagn­sætt örygg­is­net sem grípur ein­stak­ling­inn og lyftir mennsku hans þannig að hann hafi raun­veru­leg tæki­færi. Rödd fatl­aðs fólks er grund­vall­ar­at­riði í þeirri veg­ferð og þar gildir „ekk­ert um okkur án okk­ar!“ Við horfum því bjarteyg til ára­móta, næsta árs sem verður árið þar sem fjötr­arnir falla og fatlað fólk fær frelsi úr fátækt­ar­gildrunni í vel hugs­uðu kerfi sem styður fólk til þátt­töku í sam­fé­lag­inu og um leið tryggir afkomu­ör­yggi þess.

Stundum hefur þurft að fara dóm­stóla­leið­ina til að ná rétt­indum fram. Það er ánægju­legt þegar mál vinn­ast en jafn­framt ótrú­legt að ÖBÍ þurfi jafn­vel að fara í gegnum öll dóm­stig og vinna sigur á öllum stigum til að rétt­indi fatl­aðs fólks séu tryggð.

Hæsti­réttur felldi dóm þess efnis í apríl að Trygg­inga­stofnun hafi verið óheim­ilt að skerða greiðslur á sér­stakri fram­færslu­upp­bót, vegna búsetu erlend­is. Málið hafði þá farið í gegn um öll dóm­stig en það hófst árið 2016. For­dæm­is­gildið er mikið og skiptir þús­undir ein­stak­linga máli sem nú munu fá aft­ur­virkar greiðsl­ur.

Árið 2020 tók þáver­andi félags­mála­ráð­herra, þá ákvörðun að leita heim­ildar til að áfrýja mál­inu til Hæsta­rétt­ar, þrátt fyrir hvatn­ingu frá ÖBÍ að láta staðar numið. Nið­ur­staða Hæsta­réttar var skýr og ÖBÍ rétt­inda­sam­tök skor­uðu á rík­is­stjórn­ina að skýla sér ekki bak við fyrn­ing­ar­reglur heldur sýna þá ábyrgð að gera að fullu upp við þá sem síðan 2009 hafa þurft að draga fram lífið á upp­hæðum sem ná ekki lág­marks­fram­færslu. Við trúum því að stjórn­völd taki ábyrgð á gjörðum sínum og greiði fólk­inu aftur til þess árs sem rang­indin hófust.

Eins og svo oft áður voru heil­brigð­is­málin áber­andi í rétt­inda­bar­átt­unni í ár. Engum dylst að staða heil­brigð­is­kerf­is­ins, er óásætt­an­leg. Enn fara óhóf­legar upp­hæðir úr vasa almenn­ings í svokölluð komu­gjöld til sér­greina­lækna og sjúkra­þjálf­ara en þau eru til­komin vegna langvar­andi samn­ings­leysis SÍ við sér­greina­lækna og sjúkra­þjálf­ara. Þá er sál­fræði­þjón­usta ekki enn komin undir greiðslu­þak.

ÖBÍ rétt­inda­sam­tök hafa vakið athygli á þessu, en nið­ur­staða könn­unar sem unnin var um komu­gjöldin sýndi að árið 2020 borg­aði almenn­ingur tæpa tvo millj­arða í komu­gjöld. Nú má ætla að þessi upp­hæð sé orðin um fimm millj­arð­ar. Þetta er falin skatt­heimta sem kemur verst niður á tekju­lægsta fólk­inu og hefur orðið til þess að það neitar sér um lækn­is­þjón­ustu og þjón­ustu sjúkra­þjálf­ara. Þrátt fyrir yfir­lýstan vilja heil­brigð­is­ráð­herra og SÍ hefur lítið orðið ágengt í samn­inga­við­ræð­um. Þessu verður að kippa í lið­inn strax á nýja árinu.

Aðgeng­is­mál vega þungt í rétt­inda­bar­áttu fatl­aðs fólks. Á árinu hafa ÖBÍ rétt­inda­sam­tök átt gott sam­starf við arki­tekta, bygg­ing­ar­fræð­inga og Hús­næð­is- og mann­virkja­stofnun. Haldnar hafa verið mál­stofur um aðgeng­is­mál, fundað með skólum um kennslu í algildri hönnun og opn­aðar leið­bein­inga­síður á heima­síðum HMS. 

Ferða­þjón­ustan vann sjálfs­mats­verk­efnið „Gott aðgengi“ í sam­starfi við HMS, Sjálfs­björg og ÖBÍ rétt­inda­sam­tök og standa vonir til að aðgengi að ferða­manna­stöðum batni veru­lega. Sam­starfs­verk­efn­inu er ætlað að benda á það sem vel er gert í aðgeng­is­málum í ferða­þjón­ustu auk þess sem það á að vera ferða­þjón­ustu­að­ilum hvatn­ing til úrbóta.

Sam­starfs­verk­efni rík­is­ins, sveit­ar­félaga og ÖBÍ rétt­inda­sam­taka um bætt aðgengi að eigum sveit­ar­félaga og sam­komu­lag um aðgeng­is­full­trúa í hverju sveit­ar­félagi hefur gengið vonum fram­ar. Í dag hafa 92% sveit­ar­félaga skipað sér aðgeng­is­full­trúa sem eru í start­hol­unum að sækja um styrki til Jöfn­un­ar­sjóðs fyrir stór og smá verk­efni sem bíða fram­kvæmd­ar. Hluti sveit­ar­félaga hefur komið sér upp ábend­ing­ar­mögu­leika varð­andi aðgengi á heimasíðu sinni. Þá hefur verið komið upp hnappi á vef ÖBÍ þar sem senda má ábend­ingar beint til sveit­ar­félaga. Að auki er ÖBÍ stuðn­ings­að­ili að Römpum upp Ísland, verk­efni sem farið hefur eins og eldur í sinu um landið og hófst í Reykja­vík. Ætl­unin er að koma upp 1.500 römpum um land allt.

Við fögnum hverju skrefi að því að bæta aðgengi að mann­gerðu umhverfi, það er hagur allra og jafnar mögu­leika fólks í sam­fé­lag­inu til þátt­töku. Fyrir þau sem fara um t.d. hlaup­andi og sjá­andi er aðgengi ekki hindr­un. Fyrir þau sem fara um sam­fé­lagið hreyfi­höml­uð, með þroska­höml­un, blind og sjón­skert eða heyrn­ar­skert skiptir gott aðgengi öllu máli.

Aðgengi er ekki aðeins lík­am­legt, í nútíma­sam­fé­lagi verður að huga að staf­rænu aðgengi og aðgengi að upp­lýs­ing­um. Hluti þjóð­ar­innar hefur ekki aðgengi að banka­reikn­ingi sín­um, Heilsu­veru eða öðru sem krefst raf­ræns auð­kenn­is. Þetta er úrlausn­ar­efni sem unnið er að og von­andi lítur lausnin dags­ins ljós á næsta ári.

Í des­em­ber sam­þykkti Alþingi ýmis mál til hags­bóta lág­tekju­hópum svo sem aukn­ingu fjár í barna­bóta­kerf­ið, hækkun í vaxta­bóta­kerf­inu sem styður við tekju­lægri sem eiga í hús­næði. Auk aðgerða varð­andi hús­næð­is­stuðn­ing sem munu bæta hús­næð­is­stöðu lág­tekju­hópa. Fleiri og stærri aðgerða er þörf til að bæta vonda stöðu lág­tekju­hópa. Um leið ber að hrósa Brynju leigu­fé­lagi sem ákvað að frysta húsa­leigu í þrjá mán­uði, fleiri leigu­fé­lög ættu að fara að þeirra for­dæmi. Skatt­laus ein­greiðsla til fatl­aðs fólks í des­em­ber var sam­þykkt en ÖBÍ fékk það mik­il­væga mál í gegn 2019 og hefur barist fyrir því æ síð­an. Sam­þykki Alþingis á bráða­birgða­á­kvæði um NPA og fjár­mögnun fleiri samn­inga til næstu tveggja ára var mjög mik­il­vægt. Það mál sem ÖBÍ hefur barist fyrir í fjórtán ár er hækkun frí­tekju­marks á atvinnu­tekjur sem gekk loks í gegnum Alþingi og kemur til fram­kvæmda um ára­mót. Stjórn­völd hefðu átt að draga úr skerð­ingu fram­færslu­upp­bót­ar­inn­ar, svo þau sem vinna fyrir nokkrum tugum þús­unda króna á mán­uði nytu laun­anna, það hefði verið rétt­látt.

Fatlað fólk steig á svið á árinu og krafð­ist auk­ins sýni­leika, til­efnið var mál­þing í kjöl­far gagn­rýni á leik­verk Þjóð­leik­húss­ins. Fatlað fólk vill aðgengi að list­heim­in­um, að það sé þátt­tak­andi á stóra svið­inu, í leiknum sjón­varps­þátt­um, kvik­myndum og öðru. Ekki af því það er fatlað heldur af því að það er hluti sam­fé­lags­ins.

Þegar litið er yfir árið 2022 má sjá að ýmsu hefur verið áorkað í rétt­inda­bar­áttu fatl­aðs fólks.

ÖBÍ rétt­inda­sam­tök þakka öllum þeim sem lagst hafa á árarnar í bar­átt­unni. Hér má ekki láta staðar numið. Áfram er þörf á úrbótum í þágu fatl­aðs fólks og bar­áttan heldur áfram á nýju ári.

Höf­undur er for­maður ÖBÍ.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit