Ár sem breytti heimsmyndinni

Jón Ormur Halldórsson segir að árið 2022 hafi einkennst af örlagaríkum viðbrögðum við umbrotum sem ekki var alltaf auðvelt að sjá fyrir.

Auglýsing

Árið 2022 leiddi í ljós eðli breyt­inga sem eru að móta heim­inn og um leið þá þungu strauma sem þær knýja. Það ein­kennd­ist líka af örlaga­ríkum við­brögðum við þessum umbrotum sem ekki var alltaf auð­velt að sjá fyr­ir. Þótt heim­s­væð­ing við­skipta hafi stöðvast í bili og snú­ist við í mik­il­vægum greinum og þótt póli­tísk átök snú­ist æ meira um opnun eða lokun ríkja hefur heim­ur­inn aldrei verið sam­tengd­ari í póli­tísku og menn­ing­ar­legu til­liti.

Vest­ur­lönd eru ennþá til

Ein þver­sögn árs­ins var sú að um leið og alþjóða­kerfið undir hug­mynda­legri for­ustu Vest­ur­landa virt­ist á hverf­anda hveli reynd­ust varnir þeirra sjálfra og sam­staða innan þeirra sterk­ari og meiri en flestir höfðu gert ráð fyr­ir. Á valda­tíma Trumps virt­ist sem Vest­ur­lönd væru tæp­ast lengur til sem sam­stætt fyr­ir­bæri, svo djúp var gjáin orðin á milli Banda­ríkj­anna og Evr­ópu. Gjáin hefur verið að dýpka og breikka í ára­tugi og mun sjálf­sagt gera það áfram en almenn sam­staða reynd­ist þó fyrir hendi um við­brögð við atlögu að sjálfu alþjóða­kerf­inu. Vest­ur­lönd sner­ust saman til víð­tækra, hnatt­rænna og áhrifa­mik­illa varna við inn­rás Rússa í Úkra­ín­u. 

Saman en sér á parti

Um leið varð sér­staða þeirra, og sum­part ein­angr­un, í heim­inum ljós­ari en áður. Heim­ur­inn utan Vest­ur­landa og helstu banda­lags­ríkja þeirra í Asíu sat að mestu hjá nema í þýð­ing­ar­litlum atkvæða­greiðslum hjá Sam­ein­uðu þjóð­un­um. Ein af mörgum ástæðum fyrir þessu er sú að fram­ganga leið­andi ríkja Vest­urs­ins í Mið-Aust­ur­löndum og víðar hefur á síð­ustu árum rúið þau trausti og sið­ferði­legum styrk. Miklu fleira kemur þarna til, alls kyns hags­munir og gömul og ný saga, en krafa Vest­ur­landa um sið­ferði­lega for­ustu sér til handa í alþjóða­kerf­inu er ekki lengur tekin mjög alvar­lega utan þeirra sjálfra. 

Vestrið snýst til varnar

Það var gefið að Úkra­ína myndi fá umtals­verðan stuðn­ing frá vest­rænum ríkjum en umfang við­bragð­anna og sam­hæf­ing þeirra kom flestum á óvart. Hetju­leg bar­átta Úkra­ínu­manna sjálfra breytti mik­il­vægum dráttum í heims­mynd margra Evr­ópu­manna. Ákvörðun Þjóð­verja um að gera þýska her­inn að einum best búna og dýrasta her heims­ins var mikil breyt­ing fyrir Evr­ópu. Stækkun Nató til norð­urs var það lík­a.  

Auglýsing
Pólland og fleiri ríki sem reynd­ust hafa haft rétt fyrir sér með ógn­ina frá Rúss­landi hafa fengið aukið vægi í evr­ópskum stjórn­mál­um, þótt að í til­viki Pól­lands séu því í bili skorður settar vegna gam­allar þrá­hyggju valda­mesta manns lands­ins í garð Þýska­lands. Undir árs­lok ákvað Jap­an, eitt helsta banda­lags­ríki Vest­ur­landa, að tvö­falda fram­lög til varn­ar­mála og verja þannig meira fé til her­mála en Rússar eða Bretar gera. Við­brögð Jap­ana eru einkum vegna Kína frekar en Rúss­lands en eru þó hluti af sömu þró­un.  

Öðru­vísi ógn

Ógnir við alþjóða­kerfið hafa síð­ustu ára­tugi oft sýnst óljósar að þýð­ingu og umdeil­an­legar að eðli. Við­brögð for­ustu­ríkja Vest­ur­landa hafa líka stundum verið eitruð blanda af hroka, sér­hags­munum og van­þekk­ingu. En nú var ógnin ekki fjar­læg, óljós eða stór­lega umdeild. Hún sner­ist um fram­tíð frjálsrar Evr­ópu og um alþjóða­kerfið sjálft. 

Rétt er að muna að Pútín hafði gildar ástæður til að ætla að Vest­ur­lönd væru orðin ófær um að snú­ast af afli til varn­ar. Stjórn­mál þeirra hafa öld­ungis ekki ein­kennst af innri styrk það sem af er þess­ari öld, heldur af innri ógnum við eigin prinsipp.     

Ein­faldur grunnur flók­ins kerfis

Alþjóða­kerfið sem tók að þroskast eftir skelf­ingar tveggja heims­styrj­alda byggir á fáeinum ein­földum hug­mynd­um: Við­ur­kennd landa­mæri skulu virt og ríki skuli full­valda innan þeirra. Mann­kynið er hins vegar eitt og ábyrgðin á friði og grunn­rétt­indum fólks er því almenn og örlög manna sam­tvinn­uð. Sam­skipti og við­skipti yfir landa­mæri eiga að vera sem frjálsust. 

Full­veldi ríkja og hug­myndin um eitt mann­kyn og almenn rétt­indi allra manna stang­ast á. Þar er að finna rót spennu í sam­tím­an­um. Sögu­lega óx kerfið úr vest­rænum veru­leika, hug­myndum og hags­munum en við höfum talið lengi að gildin séu almenn og að þau eigi alls staðar við, Þau eru líka stað­fest með þús­undum alþjóð­legra stofn­ana, samn­inga og laga. Gagn­rýnin í kringum fót­bolta­mótið í Qatar er dæmi um þessa hugs­un. Okkur kemur þetta við því mann­kynið er eitt. Til­finn­ingar okkar fyrir rétt­indum kvenna í Íran, fyrir mál­frelsi í Rúss­landi, rétti fólks til lands og lífs í Palest­ínu og hjálp við flótta­menn í Evr­ópu eru önnur dæmi. 

Þetta vegur hins vegar að full­veldi ríkja. Þau geta ekki, jafn­vel innan eigin landamæra, aðhafst það sem þeim sýn­ist. Kerfið er til staðar í þús­und myndum þótt gildi þess séu ekki alltaf virt, stundum ekki af Vest­ur­löndum sjálf­um. Og allt er þetta við­kvæmt. Að þessu er sótt úr öllum áttum og einnig innan frá í þeim ríkjum sem lengst hafa náð. Árið sem er að líða var sam­hang­andi saga þess­ara átaka.  

For­tíðin kom til Evr­ópu

Það var eins og skelf­ing for­tíðar kæmi í heim­sókn til Evr­ópu þegar rúss­neskur her réð­ist inn í Úkra­ínu með hams­lausu ofbeldi og í einkar frum­stæðum til­gangi. Stjórn­mál Evr­ópu hafa í meira en manns­aldur byggst á þeirri trú að hvað sem segja megi um heim­inn utan okkar álfu þá sé Evr­ópa vaxin upp úr grimmum og vægð­ar­lausum veru­leika árþús­und­anna sem á undan fóru. Kyn­slóðir hafa van­ist hug­mynd­inni. Evr­ópu­sam­bandið snýst bein­línis um þessa hugs­un. 

Auglýsing
Við fengum þarna óþægi­lega sýn fram á við inn í óvissan heim. Heim­ur­inn hefur auð­vitað alla tíð ein­kennst af átökum og tog­streitu innan ríkja og á milli þeirra. Inn­rásin í Úkra­ínu var hins vegar skipu­leg atlaga eins af helstu stór­veldum heims­ins að sjálfu alþjóða­kerf­in­u.   

Stórir sigr­ar 

Við höfum trúað því lengi að sífellt þétt­ara alþjóða­kerfi á öllum sviðum mann­legrar við­leitni sé smám saman að friða heim­inn og auka veg lýð­ræð­is, jafn­réttis og mann­rétt­inda. Jafn­rétti hefur líka stór­kost­lega auk­ist í heim­in­um, ekki síst jafn­rétti kynja og minni­hluta­hópa. Jafn­vel vald­stjórn­ar­ríki þykj­ast líka núorðið virða lýð­ræði og mann­rétt­indi frekar en að hafna þessu sem vondum vest­rænum hug­mynd­um. 

Opn­ari við­skipti í heim­inum hafa líka á síð­ustu ára­tugum bætt hag fátækra landa. Skárri staða millj­arða jarð­ar­búa er ein allra stærsta saga síð­ustu ára­tuga þótt hún fari stundum und­ar­lega hljótt. Covid setti strik í þann reikn­ing en það er póli­tík sem ógnar áfram­hald­andi árangri. Og ógnin er raun­veru­leg. Hún snýst um lokun landa frá alþjóð­legum straumum og opnum við­skipt­um, skort á sam­eig­in­legri ábyrgð og um mögu­leika valda­manna til að kúga almenn­ing í nafni heima­til­bú­ins veru­leika.   

En af hverju ættum við að ráða?

Árið sem við menn­irnir urðum 8 millj­arðar minnti líka á að heim­ur­inn mót­ast sífellt minna af Vest­ur­lönd­um. Nær 60% okkar búa nú í Asíu, fimmt­ungur í Afr­íku og lítið meira en 10% á öllum Vest­ur­lönd­um. Af hverju ættum við og okkar hug­myndir að ráða? Um það spyrja menn víða og eðli­lega. Ungt og vel menntað fólk um allar jarðir hrífst hins vegar í vax­andi mæli af þeirri hugsun að mann­kynið sé eitt og að lýð­ræði, jafn­rétti og mann­rétt­indi séu hið sjálf­sagða og eðli­lega ástand.  

En það er auð­vitað Kína sem mun vaxa mest að valdi og áhrif­um. Í krafti mann­fjölda, efna­hags­legs upp­gangs og póli­tískra breyt­inga munu líka lönd eins og Ind­land, Tyrk­land, Indónesía, Víetnam, Níger­ía, Brasil­ía, Mexíkó, Suður Afr­íka, Íran, Sáúdí Arab­ía, Marokkó og Suður Kór­ea, svo fáein lönd séu nefnd, fá veru­lega aukið vægi í póli­tík, efna­hag og menn­ingu heims­ins á næstu árum. 

Tvennt skiptir mestu máli fyrir Vest­ur­lönd í því sam­hengi. Annað er að hnatt­ræn andúð á hroka og hræsni Vest­ur­landa minnki frekar en auk­ist. Og svo hitt að Vest­ur­lönd nái að byggja upp sam­vinnu við nokkur lyk­il­ríki á öðrum heims­svæð­u­m. 

Tyrk­land

Á árinu styrkti Tyrk­land mjög stöðu sína sem stór­veldi. Þetta var í krafti legu lands­ins, stærðar þess, efna­hags­legs styrks, sem raunar var ógnað á árinu, og vegna vilja til afskipta á stóru svæði frá Balkanskaga til Afr­íku, Mið-Aust­ur­landa og Mið-Asíu. Tyrkir hafa lagt undir sig land­svæði í Sýr­landi og eru í lyk­il­hlut­verk í stríð­inu þar. Þeir eiga líka í hern­aði í Líbýu og í Írak og hafa stutt Azer­bajan í blóð­ugum átökum lands­ins við Armen­íu. Tyrk­land leikur líka stórt hlut­verk við Svarta­haf vegna stríðs­ins í Úkra­ínu og hefur eitt ríkja getað leitt saman Rúss­land og Úkra­ínu til tak­mark­aðra samn­inga. Tyrkir hafa vax­andi fyr­ir­ferð í nokkrum ríkjum Afr­íku og verða að telj­ast eitt til­tölu­lega fárra ríkja sem hafa veru­leg áhrif langt út fyrir landa­mæri sín. 

Erfið lyk­il­ríki

Tyrkir eiga hins vegar stór óupp­gerð póli­tísk vanda­mál heima fyr­ir. Það sama má segja um mörg þeirra ríkja sem mest vaxa að áhrifum þessi árin. Vest­ur­lönd standa hér frammi fyrir erf­iðu vali. Ef byggja á sam­vinnu á vest­rænum hug­myndum um lýð­ræði og mann­rétt­indi verður hóp­ur­inn þröng­ur. Stækkun hóps­ins með stuðn­ingi við ein­ræð­is­öfl sem halda lok­inu á pott­inum heima fyrir hefur reynst væg­ast sagt illa og skilur eftir sig skelfi­lega arf­leifð og eyði­legg­ingu á orð­spori Vest­ur­landa.  

Auglýsing
Hugmyndir um hnatt­rænt banda­lag lýð­ræð­is­ríkja sem mót­stöðu við Kína og Rúss­land er líka and­vana fædd.  Ind­land, sem er stærsta lýð­ræð­is­ríki heims­ins er á hraðri leið frá frjáls­lyndi og lýð­ræði. Indónesía, þriðja stærsta lýð­ræð­is­ríki heims­ins er að þrengja að rétt­indum fólks. Brasil­ía, það fjórða stærsta, er í erf­iðum málum þótt árið hafi vakið þar von­ir. Níger­ía, það fimmta stærsta, líður fyrir póli­tíska upp­lausn og glæpa­öldu. Einn helsti leið­togi stjórn­ar­and­stöðu Tyrk­lands var fyrir jólin dæmdur í meira en tveggja ára fanga­vist fyrir að hæð­ast að vits­munum til­tek­inna emb­ætt­is­manna. Þetta verður erf­iður en óram­ik­il­vægur leik­ur. Þar skiptir mestu að hætta að skora sjálfs­mörk.       

Í heimi valds­ins

Árið gaf okkur stóra lexíu um eðli valds í alþjóða­mál­um. Þótt Kína beitti ekki valdi sínu á árinu leiddu atburðir þess vel í ljós að Kína er orðið stór­veldi við hlið Banda­ríkj­anna. Ger­ræði og hrak­farir Pútíns urðu til þess að draumur hans sjálfs um Rúss­land sem annað helsta stór­veldi heims­ins er að engu orð­inn. Kína er nú án keppi­nautar um annað sætið í heimi valds­ins. 

Kína vildi ekki þetta stríð en mun lík­lega hagn­ast á því þótt Kín­verjar harmi mjög þann aukna styrk sem stríð Pútíns hefur gefið Vest­ur­lönd­um. Kína kaus að veita Pútín ákveðið skjól en ekki beina aðstoð, og skiln­ings­ríkt aðhald frekar en hvatn­ingu. Ef kín­verska stjórnin hefði ákveðið að styðja Rúss­land fullum fetum hefði blasað við önnur mynd, bæði í stríð­inu sjálfu, og á alþjóða­vett­vangi. Þetta sér fólk. Af því spretta völd og áhrif.    

Rúss­land í skjóli Kína

Kín­verjar eiga nú nán­ast alls kostar við Rúss­land. Þeir fá ekki aðeins olíu með stórum afslætti, hrá­efni að vild og eft­ir­spurn eftir kín­verskri tækni­vöru, heldur stendur Rúss­land nú ber­skjaldað án póli­tískrar verndar sem Kín­verjar ráða hvort þeir veita. Það sem gerir þessa stöðu enn alvar­legri fyrir Rússa, og enn hag­stæð­ari fyrir Kína, er að vald Rússa yfir Mið-Asíu hefur minnkað og ráða­menn ríkja þar snúa sér í auknum mæli til Kína. Þannig verður þetta þar til umskipti verða í valda­kerfi Rúss­lands. Martröð Kín­verja er að til valda í Moskvu komi fólk sem vill snúa við stefnu Rúss­lands og opna til vest­urs.

Sterk­ari staða Kína

Kína hefur oft verið und­ar­lega frum­kvæð­is­lítið í alþjóða­málum og stundum furðu klauf­skt þegar það hefur látið til sín taka. Þetta var örlagaár í Kína og stjórn­völd mjög upp­tekin við inn­an­land­s­póli­tík og stórar áskor­anir í efna­hags­líf­inu. Engu að síður náðu Kín­verjar að nýta nokkur stór tæki­færi sem opn­uð­ust. Eitt var að gera Kína að nýju áhrifa­ríki við Persaflóa. Flókin sam­skipti Kína við ríki Suð­austur Asíu gengu líka almennt á þann veg að Vest­ur­lönd virð­ast þar fjar­læg­ari með hverju árinu. Efna­hags­leg sam­keppni þess­ara landa við Kína fer þó vax­and­i. 

Auglýsing
Stóri vandi Kína er heima fyr­ir. Síð­ustu ár hefur vax­andi styrkur Xi Jin­p­ing, leið­toga lands­ins, og áfram­hald­andi hag­vöxtur skapað ímynd stór­stígra fram­fara, styrkrar stjórnar og skýrrar fram­tíð­ar­sýn­ar. Árang­ur­inn er mik­ill og sýnin stór en um leið nokkuð hroll­vekj­andi fyrir nágranna Kína og fyrir áhuga­fólk um frelsi og mann­rétt­indi. Inn­byggð vand­ræði ein­ræð­is­stjórna eru hins vegar farin að segja til sín og munu gera það með auknum þunga á næstu árum.  

Vandi ein­ræð­is­ins  

Enn ein þver­sögn árs­ins fólst í því að stór­veldi sterkra manna sem sýnt hafa aukin mátt sinn í heim­inum eins og Kína, Rúss­land, Íran og Tyrk­land opin­ber­uðu öll innri veik­leika sem eru nógu alvar­legir til þess að geta orðið sterku mönn­unum að falli. Skip­anir eru sendar niður kerfið en gagn­rýnin við­brögð og sannar upp­lýs­ingar ber­ast ekki á móti.

Í til­viki Rúss­lands hefur komið betur í ljós að inn­rásin í Úkra­ínu var hug­ar­fóstur Pútíns og að hluti valda­kerf­is­ins hafði efa­semdir um hern­að­inn. Svo virð­ist sem til­raunum emb­ætt­is­manna til að benda á stórar efna­hags­legar hætt­ur, van­búnað hers­ins og alþjóð­legar póli­tískar afleið­ingar dag­ana fyrir inn­rás­ina hafi verið í besta falli fálega tekið af þeim sem stóðu næst Pútín og að þær hafi lítið náð til hans. 

Í Kína komu vand­ræði af svip­uðum toga vel í ljós á árinu. Flestir sjá nú að stefna stjórn­ar­innar varð­andi Cóvid var röng frá bæði efna­hags­legu og heilsu­fars­legu sjón­ar­horni að ekki sé minnst á það mann­lega. Ósveigj­an­leiki ein­ræð­is­ins réði hins vegar ferð­inni. Sömu gallar ein­ræð­is­ins eru að koma í ljós á sífellt fleiri sviðum efna­hags­mála þar sem Kín­verjar hafa meðal ann­ars tapað af tæki­færum í tækni­þróun og í upp­bygg­ingu líf­væn­legra stór­fyr­ir­tækja vegna hug­mynda­fræði­legrar sann­fær­ingar Xi Jin­p­ing sem hefur lokað valda­kerfi Kína frá gagn­rýni neðan frá. 

Höf­undur er alþjóða­­­stjórn­­­­­mála­fræð­ing­­­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit