Ár samstöðu og seiglu

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir oddviti Viðreisnar í borgarstjórn gerir upp árið 2020.

Auglýsing

Þetta er ár sem verður lengi í minnum haft. Margir munu jafn­vel minn­ast þess sem annus horri­bilis. Þetta er árið sem hófst á snjó­flóðum á Flat­eyri og í Súg­anda­firði. Sem betur töp­uð­ust þar ein­ungis ver­ald­legar eignir og mann­björg varð. En umhverfið okkar var stað­ráðið í að minna okkur á að það eru ekki alltaf mann­fólkið sem ræður för. Umhverfið hélt áfram að minna á sig með óveðri og rauðum við­vör­un­um, jarð­hrær­ingum við Grinda­vík, heims­far­aldri sem hefur sett líf okkar nokkuð úr skorð­um. Nú síð­ast með aur­skriðum á Seyð­is­firði.

Að finna það hvernig umhverfið og nátt­úran grípur í taumana og setur okkur í hættu, án þess að geta rönd við reist skapar skapar skilj­an­legan ótta. En sem sam­fé­lag getum við ekki látið stjórn­ast af ótta. Við höfum brugð­ist við með sam­stöðu með íbúum Flat­eyr­ar, Grinda­víkur og Seyð­is­fjarðar í gegnum hremm­ingar þeirra. Við höfum sýnt seiglu okkar í gegnum heims­far­ald­ur­inn. Við kunnum að standa í röð, þvert á allar mýt­ur, heldur að við látum hags­muni ann­arra en okkar sjálfra skipta máli. Við höfum sýnt sam­kennd og að við séum til­búin til að verja þau okkar sem veik­ari eru fyr­ir. Okkur bar einnig gæfa til að láta við­brögð almanna­varna stýra okkur í gegnum þetta ár. Við­brögðin hér hafa verið minni póli­tík og meiri fag­mennska sem gefið hafa okkur öflug og örugg við­brögð við krís­um.

Neyð­ar­stjórn Reykja­vík­ur, þar sem ég á sæti sem vara­maður borg­ar­stjóra, hefur verið starf­andi nán­ast allt árið. Í gegnum starf neyð­ar­stjórn­ar­innar hef ég fundið hve mik­il­vægt það er að hafa til­búnar neyð­ar­á­ætl­anir til að styðj­ast við í gegnum áföll. En ég hef líka fundið það hvað það er mik­il­vægt að hafa í stafni fólk sem er skap­andi og fljótt að finna lausnir við nýjum vanda­málum sem koma upp með skömmum fyr­ir­vara.

Auglýsing

Það þarf póli­tíska for­ystu

Auð­vitað skiptir líka máli að sýna póli­tíska for­ystu á krísu­tím­um. Vekja von í brjóstum og draga úr ótt­an­um. Þegar kemur að heims­far­aldri hefur það verið hlut­verk okkar í sveit­ar­stjórnum að tryggja að leið­bein­ingum sótt­varna sé fylgt í starf­semi sveit­ar­fé­lag­anna og hvetja til þess að þvo, spritta og halda tveggja metra reglu. Þegar kemur að efna­hags­legum við­brögðum höfum við svo getað sýnt for­ystu.

Allar áætl­anir árs­ins breytt­ust og í vor stóðum við í borg­inni öll saman og kynntum 13 aðgerða plan sem var ein­róma sam­þykkt í borg­ar­ráði. Við vissum ekki þá hve lengi kór­ónu­veiran myndi hafa áhrif á til­ver­una. Við von­uð­umst eftir hinu besta en vorum við­búin hinu versta með því að stilla upp mis­mun­andi sviðs­mynd­um. Aðgerða­planið snérist svo að því hvernig við vildum styðja við fjöl­skyldur og fyr­ir­tæki í borg­inni á erf­iðum tím­um, því auð­vitað er það fólkið sem finnur fyrir afleið­ing­un­um.

Öfl­ug, græn við­spyrna

Nú í lok árs sýndum við enn fremur hvernig við stefnum á öfl­uga við­spyrnu til að styðja fólk í gegnum erfitt efna­hags­á­stand, með því að sam­þykkja fjár­hag­á­ætlun fyrir næsta ár sem gerir ráð fyrir meiri fram­kvæmdum en nokkur sinni fyrr. Við sam­þykktum líka Græna planið sem útlistar for­gangs­röðun fram­kvæmd­anna. Við ætlum okkur að taka stór græn skref upp úr efna­hag­skrepp­unni. Það mik­il­væg­asta nú er að skapa aðstæður til að draga úr atvinnu­leysi. Fyrir ein­stak­ling­ana sem missa vinn­una og fyrir sam­fé­lagið allt. Við ætlum líka að nota tæki­færið, stuðla að nýsköpun og stór­bæta staf­ræna þjón­ustu borg­ar­inn­ar. Í þess­ari staf­rænu bylgju hefur atvinnu­lífið tekið gríð­ar­lega stór stökk og hið opin­bera má ekki vera þar eft­ir­bát­ur.  

Sólin skein í sumar og mun skína aftur

Við vildum líka reyna að gera sum­arið aðeins skemmti­legt, eins og aðstæður leyfa, með því að hafa líf í borg­inni – þrátt fyrir að virða tvo metrana. Við lögðum því áherslu á að styðja hverfin til að vera með hverfa­há­tíðir og líf og fjör. Við fórum líka í átak til að lífga upp á mið­borg­ina með því að vera með marga fjöl­breytta og litla við­burði, frekar en að hvetja margt fólk til að safn­ast sam­an. Við hvöttum Íslend­inga til að sækja borg­ina heim, fara út að borða og njóta lífs­ins á góðu sumri. Enda var sum­arið gott. En svo kom haustið og far­ald­ur­inn gerði okkur aftur lífið erf­ið­ara.

Á nýju ári munum við einnig þurfa að takast á við erf­ið­leika. Við munum þurfa að sýna póli­tískt þor til að verja hug­sjónir okkar um frelsi og jafn­rétti, sem oft verða að átaka­málum í krepp­um. Þá verður því haldið á lofti „að nú sé ekki rétti tím­inn“, þar sem efna­hags­legir erf­ið­leikar trompi allt ann­að. En sólin mun birt­ast okkur aft­ur, hátt á lofti og þangað til megum við ekki gleyma okkur í myrkr­inu.

Sam­eig­in­leg verk­efni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu

Í sveit­ar­stjórn­ar­málum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu munum við líka þurfa að sýna þor og dug til að halda áfram að standa saman að sam­eig­in­legum verk­efn­um. Tvö þeirra vil ég sér­stak­lega nefna. Ann­ars vegar eru það sam­göngu­mál­in, þar sem öll sveit­ar­fé­lög á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hefur sam­ein­ast um sam­göngusátt­mála og þróun Borg­ar­lín­unnar og í þeim til­gangi stofnað með rík­inu Betri sam­göngur ohf. Við verðum að gera það auð­veld­ara fyrir fólk að velja sér þann sam­göngu­máta sem það kýs helst og snúa af þeirri braut að öll hönnun sam­göngu­mann­virkja snú­ist um einka­bíl­inn.

Á þessu ári höfum við einnig sam­eig­in­lega hafið end­ur­skoðun á byggða­sam­lögum höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. Leið­ar­ljósið er að ein­falda strúkt­úr­inn, tengja byggða­sam­lögin betur við sveit­ar­fé­lögin og gera stjórnun á þeim fag­legri og ábyrgð skýr­ari. Með sam­stöðu þvert yfir sveit­ar­fé­lög og þori getum við stýrt báðum þessu mik­il­vægu verk­efnum í höfn 

Með áfram­hald­andi sam­stöðu, seiglu og þori verður árið 2021 að góðu ári, árinu sem við stígum upp úr hremm­ingum og göngum til hnar­reist til fram­tíð­ar. 

Gleði­leg jól og far­sælt kom­andi ár, kæru les­end­ur.

Höf­undur er odd­viti Við­reisnar og for­maður borg­ar­ráðs

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit