Sammannlega reynslan Covid-19

Dóra Björt Guðjónsdóttir oddviti Pírata í borgarstjórn Reykjavíkur gerir upp árið 2020.

Auglýsing

Hvað er borg án mann­lífs­ins? Glettna bros pars­ins sem gengur um hönd í hönd í mat­vöru­versl­un­inni. Eldri herra­maður sem kinkar blíð­lega kolli þegar hann gengur fram hjá. Listaflóran sem glæðir lífið og hjörtu okkar sínum skörp­ustu og björt­ustu lit­um. Þegar brosin hverfa bak við grím­urnar og herra­mað­ur­inn roskni situr ein­angr­aður heima til að gæta að heilsu sinni finnum við að það er eitt­hvað sem vant­ar.

Fólk. Nánd. Menn­ing. Mann­líf. Sam­vera. Við erum félags­verur og við nærumst á okkar sammann­legu reynslu. Árið 2020 hefur gert okkur vís­ari um merk­ingu þess að vera hluti af sam­fé­lagi. Til­heyra. Vera hluti af heild. Hvað það er okkur kært. Líka að standa saman að erf­iðum áskor­unum í þágu okkar allra. Þegar eitt okkar fellur föllum við öll. Ekk­ert okkar er frjálst fyrr en við verðum öll frjáls – orð gjarnan notuð um mann­rétt­inda­bar­áttu en nú eiga þau við á enn bók­staf­legri hátt en áður. For­senda þess að losna úr krumlum Covid er að við losnum öll

Íslend­ingar hafa mælst sem meiri ein­stak­lings­hyggju­þjóð en nágranna­þjóð­irnar sem eru sam­fé­lags­lega mið­aðri. Ein­stak­ling­ar, sem hafa hlut­falls­lega mikið pláss undir hvern rass á eyju úti í Atl­ants­hafi þar sem mik­ils sam­neytis hefur aldrei gerst þörf, hafa orðið hálf­gerð eylönd. En nú þurfum við svo sann­ar­lega hvert á öðru að halda. Ekki bara til að sigr­ast á veirunni eða til umönn­unar á við­kvæmum tímum heldur hefur okkur orðið ljóst sem aldrei fyrr hve dýr­mæt við erum hvert öðru. Kannski þessi sammann­lega reynsla sem Covid-19 er færi okkur þéttar saman sem það sam­fé­lag sem við erum?

Auglýsing

En fleira hefur orðið okkur ljóst. Ekki bara merk­ing þess að vera sam­fé­lag heldur merk­ing þess að vera raun­veru­lega ein. Mörg okkar hafa upp­lif­að, jafn­vel í fyrsta sinn, að vera gjör­sam­lega ein­angr­uð; inni­lok­uð, bönn­uð, fjar­lægð frá sam­fé­lag­inu. Frelsið sem var okkur svo sjálf­sagt hvarf á auga­bragði. Þá birt­ist mik­il­vægi þess að eiga ein­hvern að sem getur sinnt okk­ur. Séð okkur fyrir nauð­synjum þegar við getum ekki almenni­lega hjálpað okkur sjálf. Að upp­lifa slíka ber­skjöldun og varn­ar­leysi sem það er að vera að mestu leyti háð öðrum um aðstoð er eflaust nýlunda fyrir marga. En fyrir suma er það lífið sjálft, á hverjum degi. Og fyrir suma í þeirri stöðu er ekki endi­lega mikið per­sónu­legt bak­land til staðar sem getur stigið inn og aðstoð­að. Kannski þessi sammann­lega reynsla sem Covid-19 er færi okkur meiri víð­sýni, aukna mýkt og náunga­kær­leik?

Covid-19 lagði undir sig árið 2020 og breytti öllum okkar áætl­un­um. Tók frá okkur tæki­færi, upp­lif­anir og ást­vini. Tak­mark­aði okk­ur, teymdi okk­ur, hélt okkur í greipum sér. Færði okkur von en líka von­brigði. En Covid-19 færði okkur einnig á áður óþekktar slóð­ir. Færði okkur íslenskt sum­ar, króka og kima ótrú­legrar nátt­úru sem við hefðum ann­ars misst af. Færði okkur inn­sýn, auk­inn skiln­ing, nýtt sam­hengi. Covid-19 hefur tekið og tek­ið. En ef við viljum getum við líka ákveðið að þiggja.

 Höf­undur er odd­viti Pírata í Reykja­vík­ur­borg

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá spítala í Manaus í gær. Þar skortir súrefni, sem hefur valdið ónauðsynlegum dauðsföllum bæði COVID-sjúklinga og annarra.
„Brasilíska afbrigðið“: Bretar herða reglur og súrefnið klárast í stórborg í Amazon
Faraldsfræðingur í Manaus í Brasilíu segir borgina að verða sögusvið eins sorglegasta kafla COVID-19 faraldursins hingað til. Súrefni skortir og nýburar eru fluttir í burtu. Á sama tíma grípa Bretar til hertra aðgerða til að verjast nýjum afbrigðum.
Kjarninn 15. janúar 2021
Eyþór Eðvarðsson
Þurfum stærri aðgerðir í loftslagsmálum
Kjarninn 15. janúar 2021
Telur mikilvægt að finna lausn sem gagnast ferðaþjónustunni betur
Starfshópur á vegum fjármála- og efnahagsráðuneytisins telur að hægt sé að auka hagvöxt um sex prósentustig með því að biðja komufarþega að framvísa neikvæðu vottorði gegn COVID-19 á landamærum og sleppa við 5-6 daga sóttkví við komuna til landsins.
Kjarninn 15. janúar 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Segir ákall eftir sölu Íslandsbanka koma frá væntanlegum kaupendum, ekki almenningi
Forseti ASÍ bendir á að kannanir sýni lítinn stuðning almennings við sölu á banka í ríkiseigu. Í könnun sem gerð var við vinnslu hvítbókar um fjármálakerfið sögðust 61,2 prósent aðspurðra vera jákvæðir gagnvart því að íslenska ríkið sé eigandi banka.
Kjarninn 15. janúar 2021
Velferðarnefnd Alþingis hefur verið að funda stíft um breytingar á sóttvarnalögum undanfarna daga.
Vonast til að hægt verði að klára sóttvarnalögin í næstu viku
„Ég hef væntingar til þess að klára málið í næstu viku,“ segir Ólafur Þór Gunnarsson þingmaður VG og varaformaður velferðarnefndar. Helga Vala Helgadóttir formaður nefndarinnar segist ekki skilja ákvörðun ríkisstjórnarinnar um skylduskimun á landamærum.
Kjarninn 15. janúar 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Tvöföld landamæraskimun verður skylda strax í dag
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í dag að afnema möguleikann á því að þeir sem til landsins koma fari í sóttkví í stað tvöfaldrar skimunar með 5 daga sóttkvi. „Neyðarúrræði“ sem tekur gildi strax í dag, segir heilbrigðisráðherra.
Kjarninn 15. janúar 2021
Auður Jónsdóttir
Góðborgarablindan
Kjarninn 15. janúar 2021
Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir
Hey Siri, talarðu íslensku? En þú Embla?
Kjarninn 15. janúar 2021
Meira úr sama flokkiÁlit