Sammannlega reynslan Covid-19

Dóra Björt Guðjónsdóttir oddviti Pírata í borgarstjórn Reykjavíkur gerir upp árið 2020.

Auglýsing

Hvað er borg án mann­lífs­ins? Glettna bros pars­ins sem gengur um hönd í hönd í mat­vöru­versl­un­inni. Eldri herra­maður sem kinkar blíð­lega kolli þegar hann gengur fram hjá. Listaflóran sem glæðir lífið og hjörtu okkar sínum skörp­ustu og björt­ustu lit­um. Þegar brosin hverfa bak við grím­urnar og herra­mað­ur­inn roskni situr ein­angr­aður heima til að gæta að heilsu sinni finnum við að það er eitt­hvað sem vant­ar.

Fólk. Nánd. Menn­ing. Mann­líf. Sam­vera. Við erum félags­verur og við nærumst á okkar sammann­legu reynslu. Árið 2020 hefur gert okkur vís­ari um merk­ingu þess að vera hluti af sam­fé­lagi. Til­heyra. Vera hluti af heild. Hvað það er okkur kært. Líka að standa saman að erf­iðum áskor­unum í þágu okkar allra. Þegar eitt okkar fellur föllum við öll. Ekk­ert okkar er frjálst fyrr en við verðum öll frjáls – orð gjarnan notuð um mann­rétt­inda­bar­áttu en nú eiga þau við á enn bók­staf­legri hátt en áður. For­senda þess að losna úr krumlum Covid er að við losnum öll

Íslend­ingar hafa mælst sem meiri ein­stak­lings­hyggju­þjóð en nágranna­þjóð­irnar sem eru sam­fé­lags­lega mið­aðri. Ein­stak­ling­ar, sem hafa hlut­falls­lega mikið pláss undir hvern rass á eyju úti í Atl­ants­hafi þar sem mik­ils sam­neytis hefur aldrei gerst þörf, hafa orðið hálf­gerð eylönd. En nú þurfum við svo sann­ar­lega hvert á öðru að halda. Ekki bara til að sigr­ast á veirunni eða til umönn­unar á við­kvæmum tímum heldur hefur okkur orðið ljóst sem aldrei fyrr hve dýr­mæt við erum hvert öðru. Kannski þessi sammann­lega reynsla sem Covid-19 er færi okkur þéttar saman sem það sam­fé­lag sem við erum?

Auglýsing

En fleira hefur orðið okkur ljóst. Ekki bara merk­ing þess að vera sam­fé­lag heldur merk­ing þess að vera raun­veru­lega ein. Mörg okkar hafa upp­lif­að, jafn­vel í fyrsta sinn, að vera gjör­sam­lega ein­angr­uð; inni­lok­uð, bönn­uð, fjar­lægð frá sam­fé­lag­inu. Frelsið sem var okkur svo sjálf­sagt hvarf á auga­bragði. Þá birt­ist mik­il­vægi þess að eiga ein­hvern að sem getur sinnt okk­ur. Séð okkur fyrir nauð­synjum þegar við getum ekki almenni­lega hjálpað okkur sjálf. Að upp­lifa slíka ber­skjöldun og varn­ar­leysi sem það er að vera að mestu leyti háð öðrum um aðstoð er eflaust nýlunda fyrir marga. En fyrir suma er það lífið sjálft, á hverjum degi. Og fyrir suma í þeirri stöðu er ekki endi­lega mikið per­sónu­legt bak­land til staðar sem getur stigið inn og aðstoð­að. Kannski þessi sammann­lega reynsla sem Covid-19 er færi okkur meiri víð­sýni, aukna mýkt og náunga­kær­leik?

Covid-19 lagði undir sig árið 2020 og breytti öllum okkar áætl­un­um. Tók frá okkur tæki­færi, upp­lif­anir og ást­vini. Tak­mark­aði okk­ur, teymdi okk­ur, hélt okkur í greipum sér. Færði okkur von en líka von­brigði. En Covid-19 færði okkur einnig á áður óþekktar slóð­ir. Færði okkur íslenskt sum­ar, króka og kima ótrú­legrar nátt­úru sem við hefðum ann­ars misst af. Færði okkur inn­sýn, auk­inn skiln­ing, nýtt sam­hengi. Covid-19 hefur tekið og tek­ið. En ef við viljum getum við líka ákveðið að þiggja.

 Höf­undur er odd­viti Pírata í Reykja­vík­ur­borg

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ríkið reiknar með að fá 75 milljarða fyrir helming af eigninni í Íslandsbanka á næsta ári
Sá hlutur sem ríkið seldi í Íslandsbanka í sumar hefur hækkað um rúmlega 31 milljarð króna í virði á nokkrum mánuðum. Reiknað er með að ríkissjóður fái 75 milljarða fyrir helming útistandandi hlutar síns í bankanum næsta sumar. Restin verður seld 2023.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Að sjá hið ósýnilega og þekkja hið hversdagslega
Kjarninn 30. nóvember 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnir nýtt fjárlagafrumvarp í morgun.
Stóru breytingarnar snúast um gjöldin af bílunum og akstrinum
Fjármálaráðherra segir að það stefni að óbreyttu í óefni hvað varðar tekjuöflun hins opinbera af ökutækjum og akstri. Jafna þurfi byrðar og láta rafbílaeigendur greiða meira. Hækkun kolefnisgjalds kemur til greina, en gæta þarf að jafnræði.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, við kynningu á fjárlagafrumvarpi ársins 2022 í morgun
Afkoma ríkissjóðs batnar um 120 milljarða króna milli ára
Bjartari sviðsmyndir um afkomu ríkissjóðs eru að raungerast. Peningar verða settir í viðbótarhækkun á bótum örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega og framlög til heilbrigðismála aukast mest. Ef markaðsástæður eru góðar verður ráðist í frekari sölu á banka.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Frá gjörgæsludeildinni á Landspítalanum.
Gjörgæsluálagið vegna COVID-19 með því mesta á Norðurlöndunum
Ísland hefur færri gjörgæslurými á höfðatölu en öll hin Norðurlöndin. Vegna þess var mun hærra hlutfall þeirra undirlagt af COVID-19 sjúklingum hérlendis þegar faraldurinn var í hæstu hæðum heldur en í Noregi, Danmörku og Finnlandi.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Ísland raðgreinir mest í heimi
Í Suður-Afríku, þar sem hið nýja afbrigði kórónuveirunnar Ómíkron greindist fyrst í síðustu viku, eru innan við 1 prósent jákvæðra sýna raðgreind. Hlutfallið er langhæst á Íslandi.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra.
Jóhanna gagnrýnir ríkisstjórn undir forystu Vinstri grænna fyrir að fjölga ráðuneytum
Fyrrverandi forsætisráðherra segir það vekja furðu að Vinstri græn ætli að „afhenda íhaldinu“ umhverfis-og loftslagsmálin. Það hafi barist kröftulega gegn rammaáætlun í áratug.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Orri Páll Jóhannesson er nýr þingflokksformaður Vinstri grænna.
Orri Páll þingflokksformaður Vinstri grænna
Orri Páll Jóhannsson var í dag valinn þingflokksformaður Vinstri grænna. Bjarni Jónsson verður ritari þingflokksins.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiÁlit