Ár þakklætisins

Heiða Björg Hilmisdóttir varaformaður Samfylkingarinnar gerir upp árið 2020.

Auglýsing

Þakk­læti er til­finn­ingin sem ég vil öðru fremur geyma í huga mér þegar ég minn­ist árs­ins 2020. Vissu­lega hefur það fært okkur áskor­an­ir, sorgir og söknuð en það hefur líka minnt okkur á það sem skiptir máli og fengið okkur til að hugsa dag­legt líf upp á nýtt.

Árið hefur dregið það fram sem jafn­að­ar­mönnum hefur löngum verið ljóst, sem er að öfl­ugt, opin­bert heil­brigð­is­kerfi og almanna­þjón­usta er ein mik­il­væg­asta for­senda jöfn­uð­ar. Þau sam­fé­lög sem hafa byggt upp slík kerfi verða ekki fyrir jafn miklu höggi þegar glímt er við vá á borð við heims­far­ald­ur.

Auglýsing

Í ár höfum við flest ferð­ast minna en áður, sjaldnar notið sam­vista við vini og haft mun færri tæki­færi til afþrey­ingar á meðal fólks á opin­berum vett­vangi. Samt sem áður hafa sam­skipti og umhyggja í garð ann­arra ein­kennt þetta ár. Sjaldan hafa alþjóð­leg sam­skipti verið jafn mik­il­væg, sjaldan hefur þurft að huga jafn vel að því að almenn­ingur fái góðar upp­lýs­ingar og sjaldan höfum við þurft að neita okkur um svo margt sem okkur langar því við vitum að aðeins þannig eru hags­munir heild­ar­innar tryggðir – og þar með okkar eig­in.

Úr atvinnu­kreppu til grænnar fram­tíðar

Árið 2020 hefur líka minnt okkur líka á mik­il­vægi þess að byggja upp græna fram­tíð með nýjum lausn­um. Nú þegar við tök­umst á við afleiddar afleið­ingar kór­óna­veirunn­ar, á borð við fjölda­at­vinnu­leysi og tekju­fall, þarf að huga að því að aðgerðir okkar skili sam­fé­lag­inu nýjum störf­um, örvi efna­hags­lífið og að sam­fé­lagið standi þar með sterkara og grænna eftir efnags­þreng­ingar en það var fyrir með því að byggja upp inn­viði. Með slíkum nálg­unum munum við meðal ann­ars eign­ast sjálf­bær­ari og öfl­ugri ferða­þjón­ustu sem getur betur þjón­u­stað gesti okkar og fyr­ir­tæki bet­ur, byggt upp betri og umhverf­is­vænni sam­göng­ur, gert vinnu­staði okkar að sveig­an­legri stöðum og svo mætti lengi telja.

Reykja­vík­ur­borg hefur þegar kynnt Græna plan­ið, eins og við­bragðs­á­ætlun borg­ar­innar kallast, og þing­flokkur Sam­fylk­ing­ar­innar hefur svo kynnt Ábyrgu leið­ina – úr atvinnu­kreppu til grænnar fram­tíð­ar.

Með sam­stilltu átaki sigrumst við á stórum áskor­unum

Árið 2020 sýndi okkur að fólk er til­búið að breyta lífi sínu með hags­muni heild­ar­innar að leið­ar­ljósi. Við gerum okkur nefni­lega flest grein fyrir því að með því að verja þá veik­ustu erum við að verja sam­fé­lagið allt áföll­um. Sú sam­staða sem við höfum séð í þessum efnum gefur von um að með sam­stilltu átaki munum við einnig geta tek­ist á við stærri ógnir en heims­far­ald­ur­inn – já, ég er að tala um lofts­lags­vána. Rík­ustu 10 pró­sent heims­ins eru ábyrg fyrir helm­ingi allrar los­unar á gróð­ur­húsa­loft­teg­undum en fátæk­ustu þjóðir heims verða harð­ast fyrir barð­inu á lofts­lags­breyt­ing­unum sem los­unin hefur í för með sér. Umhverf­is­mál verða því ekki aðskilin bar­átt­unni gegn ójöfn­uði og öll fram­tíð byggir á því að okkur tak­ist vel til í þeirri bar­áttu.

Árið 2020 sýnir okkur að póli­tík sem byggir hug­mynda­fræði sína öðru fremur á jöfn­uði, sjálf­bærni og frið­sam­legum alþjóð­legum sam­skiptum er lík­legri til að koma sveit­ar­fé­lög­um, þjóðum og mann­kyni í gegnum áföll en sú póli­tík sem byggir á ein­stak­lings­hyggju og hug­mynda­fræði­legri ein­angr­un.

Verjum mik­il­væga nær­þjón­ustu sveit­ar­fé­laga

Efna­hags­á­ætl­anir jafn­að­ar­manna miða að því að fjölga störfum eins hratt og hægt er með vel­ferð fólks og sjálf­bærni í atvinnu­lífi að leið­ar­ljósi. En um leið boða áætl­anir Sam­fylk­ing­ar­fólks leiðir til að taka á bráða­vanda fjöl­skyldna og ein­stak­linga, svo sem með hækkun grunn­bóta og almanna­trygg­inga. Við viljum líka hindra upp­sagnir og verja vel­ferð en til þess að svo megi verða þarf ekki aðeins að bæta fyr­ir­tækjum tekju­fall heldur þarf einnig að huga að tekju­falli sveit­ar­fé­laga. Það eru sveit­ar­fé­lögin sem halda utan um margar af þeim stofn­unum sem varða almenn­ing hvað mestu, svo sem leik- og grunn­skóla, vel­ferð­ar- og félags­þjón­ustu, menn­ing­ar­starf­semi, þá má líka nefna sam­eig­in­legar heilsu­lind­ir, á borð við sund­laug­ar, almenn­ings­garða og úti­vist­ar­svæði.

Hags­munir sam­fé­lags­ins alls byggja á því að sveit­ar­fé­lög geti staðið undir sínum mik­il­vægu skuld­bind­ingum gagn­vart almenn­ingi. Rík­is­valdið verður að taka mið af þeirri stað­reynd að ef ekki er komið til móts við tekju­fall sveit­ar­fé­laga gæti stór­felldur nið­ur­skurður víða blasað við sem svo myndi hafa í för með sér enn meira atvinnu­leysi og skert lífs­gæði fólks.

Nið­ur­skurður til hins opin­bera er skyndi­lausn sem hug­mynda­snauðum stjór­mála­mönnum er tamt að nefna án þess að hugsa út í lang­tíma­af­leið­ing­arn­ar. Ég er þakk­lát fyrir að fá að til­heyra stjórn­mála­afli sem hugsar stærra og lengra en svo.

Það sem skiptir máli

Ég gleðst yfir því að fá að taka þátt í frjáls­lyndum stjórn­mála­flokki sem öðrum fremur stuðlar að áherslum að jöfn­uðar og sjálf­bærni. Stjórn­mála­flokks sem lætur ekki stjórn­ast af ótta við fram­tíð­ina, og því sem hún kann að bera í skauti sér, heldur kynnir hug­myndir og lausnir við áskor­un­um.

Ég er þakk­lát fyrir að fá að til­heyra stjórn­mála­flokki sem skilur ábyrgð sína og er til­bú­inn að standa undir henni, skilur að hlut­verk stjórn­valda er að gæta að hags­munum almenn­ings svo hvert og eitt okkar geti nýtt hæfi­leika sína.

Árs­ins 2020 ætla ég að minn­ast með þakk­læti. Árið 2020 er árið sem hefur öðrum fremur sýnt okkur hvað skiptir máli.

Höf­undur er vara­for­maður Sam­fylk­ing­ar­innar og borg­ar­full­trúi í Reykja­víkStyrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingrid Kuhlman
Dánaraðstoð: Óttinn við misnotkun er ástæðulaus
Kjarninn 4. desember 2021
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ásamt Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands.
Sóknargjöld lækka um 215 milljónir króna milli ára
Milljarðar króna renna úr ríkissjóði til trúfélaga á hverju ári. Langmest fer til þjóðkirkjunnar og í fyrra var ákveðið að hækka tímabundið einn tekjustofn trúfélaga um 280 milljónir króna. Nú hefur sú tímabundna hækkun verið felld niður.
Kjarninn 4. desember 2021
Íbúðafjárfesting hefur dregist saman á árinu, á sama tíma og verð hefur hækkað og auglýstum íbúðum á sölu hefur fækkað.
Mikill samdráttur í íbúðafjárfestingu í ár
Fjárfestingar í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis hefur dregist saman á síðustu mánuðum, samhliða mikilli verðhækkun og fækkun íbúða á sölu. Samkvæmt Hagstofu er búist við að íbúðafjárfesting verði rúmlega 8 prósentum minni í ár heldur en í fyrra.
Kjarninn 4. desember 2021
„Ég fór með ekkert á milli handanna nema lífið og dóttur mína“
Þolandi heimilisofbeldis – umkomulaus í ókunnugu landi og á flótta – bíður þess að íslensk stjórnvöld sendi hana og unga dóttur hennar úr landi. Hún flúði til Íslands fyrr á þessu ári og hefur dóttir hennar náð að blómstra eftir komuna hingað til lands.
Kjarninn 4. desember 2021
Kynferðisleg áreitni og ofbeldi í álverunum og verklag þeirra
Alls hafa 27 tilkynningar borist álfyrirtækjunum þremur, Fjarðaáli, Norðuráli og Rio Tinto á síðustu fjórum árum. Kjarninn kannaði þá verkferla sem málin fara í innan fyrirtækjanna.
Kjarninn 4. desember 2021
Inga Sæland er hæstánægð með nýja vinnuaðstöðu Flokks fólksins og ljóst er á henni að það skemmir ekki fyrir að Miðflokkurinn neyðist til að kveðja vinnuaðstöðuna vegna mjög dvínandi þingstyrks.
Inga Sæland tekur yfir skrifstofur Miðflokksins og kallar það „karma“
„Hvað er karma, ef það er ekki þetta?“ segir Inga Sæland um flutninga þingflokks Flokks fólksins yfir í skrifstofuhúsnæði Alþingis þar sem níu manna þingflokkur Miðflokksins, sem í dag er einungis tveggja manna, var áður til húsa.
Kjarninn 3. desember 2021
Pawel Bartoszek
Samráðið er raunverulegt
Kjarninn 3. desember 2021
Ásmundur Einar Daðason mun taka við málinu gegn Hafdísi Helgu Ólafsdóttur af Lilju Alfreðsdóttur. Hér eru þau saman á kosningavöku Framsóknarflokksins í september.
Ásmundur Einar tekur við málarekstri Lilju gegn Hafdísi
Nýr mennta- og barnamálaráðherra Framsóknarflokksins hefur fengið í fangið mál sem varðar brot forvera hans í embætti og samflokkskonu gegn jafnréttislögum. Það bíður hans að taka ákvörðun um hvort málarekstri fyrir Landsrétti skuli haldið til streitu.
Kjarninn 3. desember 2021
Meira úr sama flokkiÁlit