Ár þakklætisins

Heiða Björg Hilmisdóttir varaformaður Samfylkingarinnar gerir upp árið 2020.

Auglýsing

Þakk­læti er til­finn­ingin sem ég vil öðru fremur geyma í huga mér þegar ég minn­ist árs­ins 2020. Vissu­lega hefur það fært okkur áskor­an­ir, sorgir og söknuð en það hefur líka minnt okkur á það sem skiptir máli og fengið okkur til að hugsa dag­legt líf upp á nýtt.

Árið hefur dregið það fram sem jafn­að­ar­mönnum hefur löngum verið ljóst, sem er að öfl­ugt, opin­bert heil­brigð­is­kerfi og almanna­þjón­usta er ein mik­il­væg­asta for­senda jöfn­uð­ar. Þau sam­fé­lög sem hafa byggt upp slík kerfi verða ekki fyrir jafn miklu höggi þegar glímt er við vá á borð við heims­far­ald­ur.

Auglýsing

Í ár höfum við flest ferð­ast minna en áður, sjaldnar notið sam­vista við vini og haft mun færri tæki­færi til afþrey­ingar á meðal fólks á opin­berum vett­vangi. Samt sem áður hafa sam­skipti og umhyggja í garð ann­arra ein­kennt þetta ár. Sjaldan hafa alþjóð­leg sam­skipti verið jafn mik­il­væg, sjaldan hefur þurft að huga jafn vel að því að almenn­ingur fái góðar upp­lýs­ingar og sjaldan höfum við þurft að neita okkur um svo margt sem okkur langar því við vitum að aðeins þannig eru hags­munir heild­ar­innar tryggðir – og þar með okkar eig­in.

Úr atvinnu­kreppu til grænnar fram­tíðar

Árið 2020 hefur líka minnt okkur líka á mik­il­vægi þess að byggja upp græna fram­tíð með nýjum lausn­um. Nú þegar við tök­umst á við afleiddar afleið­ingar kór­óna­veirunn­ar, á borð við fjölda­at­vinnu­leysi og tekju­fall, þarf að huga að því að aðgerðir okkar skili sam­fé­lag­inu nýjum störf­um, örvi efna­hags­lífið og að sam­fé­lagið standi þar með sterkara og grænna eftir efnags­þreng­ingar en það var fyrir með því að byggja upp inn­viði. Með slíkum nálg­unum munum við meðal ann­ars eign­ast sjálf­bær­ari og öfl­ugri ferða­þjón­ustu sem getur betur þjón­u­stað gesti okkar og fyr­ir­tæki bet­ur, byggt upp betri og umhverf­is­vænni sam­göng­ur, gert vinnu­staði okkar að sveig­an­legri stöðum og svo mætti lengi telja.

Reykja­vík­ur­borg hefur þegar kynnt Græna plan­ið, eins og við­bragðs­á­ætlun borg­ar­innar kallast, og þing­flokkur Sam­fylk­ing­ar­innar hefur svo kynnt Ábyrgu leið­ina – úr atvinnu­kreppu til grænnar fram­tíð­ar.

Með sam­stilltu átaki sigrumst við á stórum áskor­unum

Árið 2020 sýndi okkur að fólk er til­búið að breyta lífi sínu með hags­muni heild­ar­innar að leið­ar­ljósi. Við gerum okkur nefni­lega flest grein fyrir því að með því að verja þá veik­ustu erum við að verja sam­fé­lagið allt áföll­um. Sú sam­staða sem við höfum séð í þessum efnum gefur von um að með sam­stilltu átaki munum við einnig geta tek­ist á við stærri ógnir en heims­far­ald­ur­inn – já, ég er að tala um lofts­lags­vána. Rík­ustu 10 pró­sent heims­ins eru ábyrg fyrir helm­ingi allrar los­unar á gróð­ur­húsa­loft­teg­undum en fátæk­ustu þjóðir heims verða harð­ast fyrir barð­inu á lofts­lags­breyt­ing­unum sem los­unin hefur í för með sér. Umhverf­is­mál verða því ekki aðskilin bar­átt­unni gegn ójöfn­uði og öll fram­tíð byggir á því að okkur tak­ist vel til í þeirri bar­áttu.

Árið 2020 sýnir okkur að póli­tík sem byggir hug­mynda­fræði sína öðru fremur á jöfn­uði, sjálf­bærni og frið­sam­legum alþjóð­legum sam­skiptum er lík­legri til að koma sveit­ar­fé­lög­um, þjóðum og mann­kyni í gegnum áföll en sú póli­tík sem byggir á ein­stak­lings­hyggju og hug­mynda­fræði­legri ein­angr­un.

Verjum mik­il­væga nær­þjón­ustu sveit­ar­fé­laga

Efna­hags­á­ætl­anir jafn­að­ar­manna miða að því að fjölga störfum eins hratt og hægt er með vel­ferð fólks og sjálf­bærni í atvinnu­lífi að leið­ar­ljósi. En um leið boða áætl­anir Sam­fylk­ing­ar­fólks leiðir til að taka á bráða­vanda fjöl­skyldna og ein­stak­linga, svo sem með hækkun grunn­bóta og almanna­trygg­inga. Við viljum líka hindra upp­sagnir og verja vel­ferð en til þess að svo megi verða þarf ekki aðeins að bæta fyr­ir­tækjum tekju­fall heldur þarf einnig að huga að tekju­falli sveit­ar­fé­laga. Það eru sveit­ar­fé­lögin sem halda utan um margar af þeim stofn­unum sem varða almenn­ing hvað mestu, svo sem leik- og grunn­skóla, vel­ferð­ar- og félags­þjón­ustu, menn­ing­ar­starf­semi, þá má líka nefna sam­eig­in­legar heilsu­lind­ir, á borð við sund­laug­ar, almenn­ings­garða og úti­vist­ar­svæði.

Hags­munir sam­fé­lags­ins alls byggja á því að sveit­ar­fé­lög geti staðið undir sínum mik­il­vægu skuld­bind­ingum gagn­vart almenn­ingi. Rík­is­valdið verður að taka mið af þeirri stað­reynd að ef ekki er komið til móts við tekju­fall sveit­ar­fé­laga gæti stór­felldur nið­ur­skurður víða blasað við sem svo myndi hafa í för með sér enn meira atvinnu­leysi og skert lífs­gæði fólks.

Nið­ur­skurður til hins opin­bera er skyndi­lausn sem hug­mynda­snauðum stjór­mála­mönnum er tamt að nefna án þess að hugsa út í lang­tíma­af­leið­ing­arn­ar. Ég er þakk­lát fyrir að fá að til­heyra stjórn­mála­afli sem hugsar stærra og lengra en svo.

Það sem skiptir máli

Ég gleðst yfir því að fá að taka þátt í frjáls­lyndum stjórn­mála­flokki sem öðrum fremur stuðlar að áherslum að jöfn­uðar og sjálf­bærni. Stjórn­mála­flokks sem lætur ekki stjórn­ast af ótta við fram­tíð­ina, og því sem hún kann að bera í skauti sér, heldur kynnir hug­myndir og lausnir við áskor­un­um.

Ég er þakk­lát fyrir að fá að til­heyra stjórn­mála­flokki sem skilur ábyrgð sína og er til­bú­inn að standa undir henni, skilur að hlut­verk stjórn­valda er að gæta að hags­munum almenn­ings svo hvert og eitt okkar geti nýtt hæfi­leika sína.

Árs­ins 2020 ætla ég að minn­ast með þakk­læti. Árið 2020 er árið sem hefur öðrum fremur sýnt okkur hvað skiptir máli.

Höf­undur er vara­for­maður Sam­fylk­ing­ar­innar og borg­ar­full­trúi í Reykja­vík



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit