Árið 2020: Hvert erum við komin?

Vigdís Hauksdóttir oddviti Miðflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur gerir upp árið 2020.

Auglýsing

Heims­byggðin hefur ekki farið var­hluta af heims­far­aldr­inum sem enn geysar og hefur hann lagt efna­hag þjóða í rúst mis­mun­andi eftir lönd­um. Hér á landi var tekið þannig á málum að per­sónu­frelsi okkar sem á að vera varið í stjórn­ar­skrá - var skert með víð­tækum hætti. Sagan á eftir að gera þennan tíma upp.

Kór­ónu­veiran sem skálka­skjól?

Ég var­aði við því í upp­hafi far­ald­urs­ins að kór­ónu­veiran yrði ekki notuð sem skálka­skjól fyrir nán­ast hvað sem er í íslensku sam­fé­lagi og þá sér­stak­lega ekki sem skálka­skjól fyrir stjórn­mála­menn sem sætu með meiri­hluta­vald í sínum hönd­um, hvort sem væri hjá ríki eða í sveit­ar­stjórn­um. 

Því miður báru þessi varn­að­ar­orð ekki árangur því sú hefur því miður orðið raun­in. Verst er þó skálka­skjól veirunnar þegar kemur að fjár­málum þess­ara opin­beru aðila. Þau sveit­ar­fé­lög sem voru mjög skuld­sett áður en far­ald­ur­inn skall á kenna nú veirunni um slaka stöðu sína. 

Auglýsing

Verst er ástandið í hinni ofur­skuld­settu höf­uð­borg okkar – sjálfri Reykja­vík undir stjórn borg­ar­stjóra Dags B. Egg­erts­sonar og við­reista meiri­hlut­anum hans. Það eru aumir stjórn­mála­menn sem haga sér og mál­flutn­ingi sínum með þessum hætti og það versta er að þeir telja að almenn­ingur sjái ekki í gegnum mála­til­bún­að­inn. Lík­lega trúa þeir þessu sjálf­ir.

Ég hef lengi haft áhyggjur af mann­rétt­indum okkar sem varin er í 73. gr. stjórn­ar­skrár­innar en hún hljóðar svo: „Allir eru frjálsir skoð­ana sinna og sann­fær­ing­ar.  Hver maður á rétt á að láta í ljós hugs­anir sín­ar, en ábyrgj­ast verður hann þær fyrir dómi. Rit­skoðun og aðrar sam­bæri­legar tálm­anir á tján­ing­ar­frelsi má aldrei í lög leiða.“ 

Rit­skoðun var byrjuð löngu fyrir far­ald­ur­inn undir stjórn Vinstri grænna. Fundið var upp nýyrðið upp­lýs­inga­óreiða yfir rit­skoðun og er rann­sóknum á óreið­unni stjórnað af Þjóðar­ör­ygg­is­ráði sem er undir stjórn for­sæt­is­ráð­herra. Eftir að veiran skall á hefur verið slegið í klár­inn í þessum efnum og sett var upp sér­stakur vinnu­hópur um sem ber heitið „Upp­lýs­inga­óreiða og COVID-19“  til að allt yrði nú rétt mat­reitt ofan í land­ann. 

Hvar eru mann­rétt­indin okkar til frjálsra skoð­ana­skipta? Hvert erum við kom­in?

Valda­fram­sal

Stór­tækt valda­fram­sal hefur átt sér stað frá kjörnum full­trúum hvort sem er hjá ríki eða borg. Rík­inu er stjórnað í dag á reglu­gerðum sem heil­brigð­is­ráð­herra setur sem vart eiga sér stað í lög­um.

Reykja­vík­ur­borg er stjórnað af sér­stakri neyð­ar­stjórn þar sem borg­ar­stjóri er ein­ráður ásamt emb­ætt­is­mönn­um. Neyð­ar­stjórn Reykja­víkur hefur tekið sér óeðli­legt vald og vald í mjög langan tíma – eða hátt í ár. Neyð­ar­stjórn hefur m.a. tekið sér það vald að fjalla um fjár­mál borg­ar­innar sem er brot á sveit­ar­stjórn­ar­lögum enda fer borg­ar­ráð með fjár­heim­ildir sam­kvæmt stjórn­skipu­lagi borg­ar­innar að fjár­hags­á­ætlun lok­inni sem borg­ar­stjórn sam­þykkir ár hvert. Borg­ar­ráð hefur ekki afsalað sér neinum völdum til neyð­ar­stjórn­ar. 

Svo virð­ist sem ekki gildi lengur sveita­stjórn­ar­lög, stjórn­sýslu­lög eða sam­þykktir borg­ar­innar um störf borg­ar­stjórn­ar, borg­ar­ráðs og fagráða. Á engan hátt er hægt að tala um að neyð­ar­stig hafi staðið síð­ast­liðna tíu mán­uði vegna þess að ástandið hefur verið við­var­andi. Neyð­ar­stjórn á að virkja þegar alvar­leg, tíma­bundin vá steðjar að eins og nú síð­ast í vatns- og aur­flóð­unum á Seyð­is­firð­i. 

Dag­legur og hefð­bund­inn rekstur Reykja­víkur getur aldrei verið keyrður áfram á lögum um almanna­varnir nr. 82/2008, frekar en að rekstur rík­is­ins sé keyrður áfram á reglu­gerðum sem eiga sér ekki næga stoð í lög­um. Hvert erum við kom­in?

End­ur­heimt stjórn­ar­skrár­var­ins réttar

Ekki er víst að við end­ur­heimtum mann­rétt­indi okkar á ný á einum degi. Kerfið lætur ekki svo auð­veld­lega af völdum sín­um. Hvað er betra fyrir stjórn­kerfið en að hafa alla hrædda og ótta­slegna? 

Við verðum að standa saman að því sem þjóð að þessu ástandi linni. Við verðum að standa saman að því sem þjóð að þeir sem voru kosnir í lýð­ræð­is­legum kosn­ingum stjórni ríki og sveit­ar­fé­lögum á grunni laga. Valda­fram­sal­inu verður að linna og end­ur­heimt lýð­ræð­is­ins verður að verða að veru­leika – ann­ars getum við gleymt öllum lög­bundnum kosn­ingum í land­inu.

Ég óska Reyk­vík­ingum og lands­mönnum öllum gleði­legs nýs árs með von um að árið 2021 verði okkur öllum far­sælt og gott.

Höf­undur er odd­viti Mið­flokks­ins í borg­ar­stjórn Reykja­víkur

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Oddsdóttir, formaður Stjórnarskrárfélags Íslands.
„Er sátt útgerðarfyrirtækjanna mikilvægari en sátt yfirgnæfandi meirihluta þjóðarinnar?“
Stjórnarskrárfélag Íslands segir frumvarp forsætisráðherra um breytingar á stjórnarskrá ganga þvert gegn niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu og sé alvarleg aðför að grundvallarstoðum lýðræðis og fullveldi íslensku þjóðarinnar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Ólafur Þór Gunnarsson.
Stefnir í oddvitaslag hjá Vinstri grænum í Kraganum
Ólafur Þór Gunnarsson vill fyrsta sætið á lista Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi. Varaformaður flokksins er talinn ætla sér það sæti.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Guðrún Hafsteinsdóttir
Guðrún Hafsteinsdóttir vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Suðurkjördæmi
Þrjú munu berjast um oddvitasætið hjá Sjálfstæðisflokknum í Suðurkjördæmi. Guðrún Hafsteinsdóttir bættist í hópinn í dag. Hún segist hafa fengið mikla hvatningu til að bjóða sig fram síðustu vikur og mánuði.
Kjarninn 24. febrúar 2021
Harðar takmarkanir víða um lönd sem og bólusetningarherferðir hafa skilað því að smitum og dauðföllum vegna COVID-19 fer hratt fækkandi.
Dauðsföllum vegna COVID-19 fækkaði um 20 prósent milli vikna
Bæði dauðsföllum vegna COVID-19 og nýjum tilfellum af sjúkdómnum fer fækkandi á heimsvísu. Í síðustu viku greindust 2,4 milljónir nýrra smita, 11 prósentum minna en í vikunni á undan.
Kjarninn 24. febrúar 2021
Kröfum gegn starfsmannaleigunni Menn í vinnu og Eldum rétt vísað frá dómi
Kröfum fjögurra erlendra starfsmanna gagnvart starfsmannaleigunni Menn í vinnu og notendafyrirtækinu Eldum rétt um vangreidd laun og miskabætur var vísað frá í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Stjórnendur starfsmannaleigunnar fá greiddan málskostnað.
Kjarninn 24. febrúar 2021
Finnur Torfi Stefánsson
Vinstri Græn Samfylking
Kjarninn 24. febrúar 2021
Magnús Guðmundsson
Vatnajökulsþjóðgarður á góðri leið
Kjarninn 24. febrúar 2021
Grjóthrun hefur orðið á Reykjanesskaga og varað er við frekara hruni. Myndina tók áhöfn Landhelgisgæslunnar í eftirlitsflugi í morgun.
Hættustigi lýst yfir: Grjót hrunið úr fjöllum og hvítir gufustrókar sést
Lýst hefur verið yfir hættustigi almannavarna á Reykjanesskaga og höfuðborgarsvæðinu vegna jarðskjálftahrinunnar sem hófst í morgun. Grjót hefur hrunið úr fjöllum á Reykjanesi og hvítir gufustrókar á jarðhitasvæðum sést á svæðinu.
Kjarninn 24. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiÁlit