Nýja hagfræðin í Reykjavík

Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur gerir upp árið 2020.

Auglýsing

Talan 2020 er tákn­ræn í hugum margra fyrir heil­brigði. Heil­brigð sjón er stundum kölluð 20/20 eftir Snellen-­próf­inu sem er tekið í 20 feta fjar­lægð. Um ára­mótin kveðjum við 2020 hins­vegar með litlum sökn­uði. Kór­ónu­veiran breytti for­sendum flestra og er borgin engin und­an­tekn­ing.

Vand­inn í borg­inni er sá að lengsta hag­vaxt­ar­skeið íslands­sög­unnar var ekki nýtt í að greiða niður skuld­ir. Þvert á móti var bætt á sig meira en millj­arði á mán­uði í skuldir öll góð­ær­is­ár­in. Í byrjun árs reikn­aði borgin út hvað það kost­aði hana að hér kæmu ferða­menn. Sam­kvæmt útreikn­ingum Reykja­vík­ur­borgar sem birtir voru 27. febr­úar tap­aði borgin meira en 8 millj­örðum á því að ferða­menn kæmu hingað með kredit­kortin sín. Þetta var merki­leg upp­götvum og hefði mátt gera tals­vert úr þess­ari hag­fræði­kenn­ingu enda er þessi upp­götvun þvert á fyrri nið­ur­stöð­ur. 

En svo ger­ast atburð­ir. Til­kynnt var um fyrsta til­felli COVID-19 á Íslandi 28. febr­ú­ar. Dag­inn eftir að útreikn­ing­arnir um millj­arða­tapið voru birt­ir. Vika er langur tími. Fram­haldið þekkjum við öll. Landa­mæri lok­uð­ust og ferða­þjón­ustan hrundi. Atvinnu­leysi rauk upp og rík­is­sjóður steig inn með gríð­ar­lega inn­spýt­ing­u. 

Auglýsing

Ef útreikn­ingar borg­ar­innar hefðu verið réttir hefði kostn­aður borg­ar­innar átt að snar­minnka og afkoman að batna við þennan sam­drátt. Eins og allir vita var það einmitt akkúrat öfugt. Tekjur borg­ar­innar eru mun minni en áætlað var. Og útgjöld­in? Þau aukast áfram.

Fólk skapar tæki­færi

Fyr­ir­tækin í borg­inni þurftu skyndi­lega að draga sam­an. Segja upp starfs­fólki. En þau gerðu meira en það. Þau sýndu frá­bæra nýsköpun og sjálfs­bjarg­ar­við­leitni. Veit­inga­staðir fóru að bjóða upp á mat til að sækja og senda. Kokkar buðu upp á að elda í heima­hús­um. Tón­list­ar­menn sem ekki máttu halda tón­leika fóru að streyma. Og skól­arnir tóku tækn­ina í notkun á styttri tíma en talið var ger­leg­t. 

Borgin nýtti þetta tæki­færi að hluta, en gæti gert miklu bet­ur. Það þarf að nútíma­væða rekstur borg­ar­inn­ar. Læra af því besta sem fólkið og fyr­ir­tækin ger­a. 

Í dag er kostn­aður borg­ar­innar um 18% hærri en hjá nágranna­sveit­ar­fé­lög­un­um. Langstærsta sveit­ar­fé­lagið á að vera hag­stæð­ari ein­ing er það ekki. Enn þarf að fara með papp­íra staða á milli. Síðan fara þeir á milli mið­stöðva og skrif­stofa. Mið­læg stjórn­sýsla kostar millj­arða á ári, en samt tekur langan tíma fyrir fólk að fá svör. Ef þau á annað borðið fást. 

Hið svo­kall­aða "græna plan" var lagt fram í árs­lok. Það er áætlun um að auka skuldir veru­lega. Það á að taka 52 millj­arða í ný lán á næsta ári, eða eitt þús­und millj­ónir á hverri viku. Það er kallað hug­rekki. Engin hag­ræð­ing er sjá­an­leg. 

Sumt í plan­inu finnst mér hrein tíma­skekkja. Eins og það að fjár­festa í flutn­ingi á mal­bik­un­ar­stöð hins opin­bera. Mal­bik­un­ar­stöðin Höfði á að fara upp að Esju­mel­um. Mal­bik­un­ar­stöð upp að Esju fyrir millj­arða.  Það er ekki grænt. Það er tíma­skekkja að borgin sé að reka mal­bik­un­ar­stöð á tutt­ug­ustu og fyrstu öld­inni. Ekk­ert ann­að. 

En svo er sumt sem ein­fald­lega fok­dýrt. Eins og það að setja á fimmta millj­arð króna í að gera upp Gróf­ar­húsið við Tryggva­götu. Á sama tíma eru biðlistar eftir leik­skóla­pláss­um. Skrýtin for­gangs­röð­un.

Við lögðum fram fjölda af til­lögum sem okkur fannst skyn­sam­ar. Við lögðum til að borgin fari úr því að reka fjar­skipta­fyr­ir­tæki. Fólk sem leigir hjá Félags­bú­stöðum fái að kaupa heim­ili sín. Orku­skiptum verði flýtt og auð­veld­ara verði að hlaða raf­magsnbíla. Þessar til­lögur og tutt­ugu aðrar voru felld­ar. Strá­felld­ar. 

Ég trúi því að góðar hug­myndir sigri að lok­um. Von­andi verður 2021 gott ár. Von­andi verður 2022 ennþá betra. Við ætlum að halda áfram að koma með jákvæðar til­ögur um það sem betur má fara. Benda á það sem okkur finnst ekki í lagi. Það er okkar hlut­verk. Von­andi verður meira hlustað á fjöl­breyttar raddir á nýju ári. Saman erum við sterk­ari. Gleði­legt nýtt ár!

Höf­undur er odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks­ins í borg­ar­stjórn Reykja­víkur

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, bað um skýrsluna á sínum tíma.
Vill fá að vita af hverju upplýsingar um fjárfestingar útgerðarfélaga voru felldar út
Í lok ágúst var birt skýrsla sem átti að sýna krosseignatengsl eða ítök útgerðarfélaga í einstökum fyrirtækjum, en að mati þess þingmanns sem bað um hana gerði hún hvorugt. Síðar kom í ljós að mikilvægar upplýsingar voru felldar út fyrir birtingu.
Kjarninn 4. desember 2021
Ingrid Kuhlman
Dánaraðstoð: Óttinn við misnotkun er ástæðulaus
Kjarninn 4. desember 2021
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ásamt Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands.
Sóknargjöld lækka um 215 milljónir króna milli ára
Milljarðar króna renna úr ríkissjóði til trúfélaga á hverju ári. Langmest fer til þjóðkirkjunnar og í fyrra var ákveðið að hækka tímabundið einn tekjustofn trúfélaga um 280 milljónir króna. Nú hefur sú tímabundna hækkun verið felld niður.
Kjarninn 4. desember 2021
Íbúðafjárfesting hefur dregist saman á árinu, á sama tíma og verð hefur hækkað og auglýstum íbúðum á sölu hefur fækkað.
Mikill samdráttur í íbúðafjárfestingu í ár
Fjárfestingar í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis hefur dregist saman á síðustu mánuðum, samhliða mikilli verðhækkun og fækkun íbúða á sölu. Samkvæmt Hagstofu er búist við að íbúðafjárfesting verði rúmlega 8 prósentum minni í ár heldur en í fyrra.
Kjarninn 4. desember 2021
„Ég fór með ekkert á milli handanna nema lífið og dóttur mína“
Þolandi heimilisofbeldis – umkomulaus í ókunnugu landi og á flótta – bíður þess að íslensk stjórnvöld sendi hana og unga dóttur hennar úr landi. Hún flúði til Íslands fyrr á þessu ári og hefur dóttir hennar náð að blómstra eftir komuna hingað til lands.
Kjarninn 4. desember 2021
Kynferðisleg áreitni og ofbeldi í álverunum og verklag þeirra
Alls hafa 27 tilkynningar borist álfyrirtækjunum þremur, Fjarðaáli, Norðuráli og Rio Tinto á síðustu fjórum árum. Kjarninn kannaði þá verkferla sem málin fara í innan fyrirtækjanna.
Kjarninn 4. desember 2021
Inga Sæland er hæstánægð með nýja vinnuaðstöðu Flokks fólksins og ljóst er á henni að það skemmir ekki fyrir að Miðflokkurinn neyðist til að kveðja vinnuaðstöðuna vegna mjög dvínandi þingstyrks.
Inga Sæland tekur yfir skrifstofur Miðflokksins og kallar það „karma“
„Hvað er karma, ef það er ekki þetta?“ segir Inga Sæland um flutninga þingflokks Flokks fólksins yfir í skrifstofuhúsnæði Alþingis þar sem níu manna þingflokkur Miðflokksins, sem í dag er einungis tveggja manna, var áður til húsa.
Kjarninn 3. desember 2021
Pawel Bartoszek
Samráðið er raunverulegt
Kjarninn 3. desember 2021
Meira úr sama flokkiÁlit