Stiklað á stóru um kótilettur og kófið

Líf Magneudóttir oddviti Vinstri grænna í borgarstjórn Reykjavíkur gerir upp árið 2020.

Auglýsing

Árið 2020 er auð­vitað löngu orðið sam­nefni fyrir kór­ónu­veiruna og ég vona að þeim kafla verði lokað á nýju ári. Vírus­inn hefur litað öll við­brögð okkar á árinu hvort sem við störfum í stjórn­málum eða við ann­að. 

Hér­lendis hefur bar­áttan gengið mjög vel og betur en víða erlendis en þá kemur upp í hug­ann að ýmsir hægri­menn hér og þar hafa átt afar erfitt í viður­eign­inni við veiruna. 

Nægir að nefna Boris John­son, Don­ald Trump og Jair Bol­son­aro, sem allir hafa meira að segja fengið vírus­inn. En á móti kemur fengu þessir hægrisinn­uðu höfð­ingjar fyrsta flokks hjúkrun og lyf sem standa því miður ekki öllum til boða.

Auglýsing

En að öllu gamni slepptu minnir þetta ástand okkur á það hvað skiptir máli í líf­inu og auð­vitað mik­il­vægi sam­stöðu. Ég er sann­færð um að ástæða þess að okkur hefur gengið vel í bar­átt­unni er ekki hvað síst sú að eng­inn hefur skor­ast undan því að gera nauð­syn­legar breyt­ingar til þess að draga úr smit­hætt­u. ­Sýnir það reyndar hversu mik­ill máttur býr í sam­stöð­unn­i. 

Við þurfum óhjá­kvæmi­lega að nota þann sam­taka­mátt til fram­tíðar þar sem mörg aðkallandi og brýn við­fangs­efni bíða mannskyns­ins. Þeirra helst er bar­áttan við lofts­lags­breyt­ingar af manna­völdum og að stemma stigu við hnignun líf­ríkis og nátt­úru. 

Að því marki sem árið hefur ekki verið litað af bar­átt­unni við Covid19 hefur bar­áttan við lofts­lags­vána verið mér afar hug­leikin en að mörgu leyti eru þetta tvær hliðar á sama pen­ingn­um. Það á ekki ein­vörð­ungu við um þau verk­efni sem ég sinni í borg­inni heldur hef ég verið óþreyt­andi við að pota í fólk í kringum mig. 

Ég held til dæmis að Birkir Jón, bæj­ar­full­trúi í Kópa­vogi og sam­starfs­fé­lagi minn í stjórn Sorpu, sé löngu orð­inn þreyttur á mér þegar ég reyni að sann­færa hann um að hætta að borða kóti­lettur í annað hvert mál.

Næstu ár verða eflaust erfið og þung í vöfum þar sem við munum enn þurfa að kljást við afleið­ing­arnar af vírusn­um. Atvinnu­leysi er enn hátt og mik­il­vægt að ná því niður svo að við getum tryggt lífs­kjör til fram­tíð­ar. En það birtir hins vegar til og ég er bjart­sýn á að við komum sterk út úr far­aldr­inum að lok­um. 

Það er gott til þess að hugsa að hið opin­bera hefur gripið ræki­lega inn í með marg­þættum aðgerðum fyrir íbúa þessa lands bæði til þess að tryggja atvinnustigið og áfram­hald­andi vel­ferð og á þetta við um jafnt ríkið sem Reykja­vík­ur­borg. En það sem 2020 kenndi mér og er hvað minn­is­stæð­ast er að missa aldrei trúna á fólk og sam­taka­mátt­inn og hvað sam­vera og tím­inn með fólki sem manni þykir vænt um og elskar eru dýr­mæt.

Höf­undur er odd­viti Vinstri grænna í borg­ar­stjórn Reykja­víkurStyrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ólafur Þór Gunnarsson.
Stefnir í oddvitaslag hjá Vinstri grænum í Kraganum
Ólafur Þór Gunnarsson vill fyrsta sætið á lista Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi. Varaformaður flokksins er talinn ætla sér það sæti.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Guðrún Hafsteinsdóttir
Guðrún Hafsteinsdóttir vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Suðurkjördæmi
Þrjú munu berjast um oddvitasætið hjá Sjálfstæðisflokknum í Suðurkjördæmi. Guðrún Hafsteinsdóttir bættist í hópinn í dag. Hún segist hafa fengið mikla hvatningu til að bjóða sig fram síðustu vikur og mánuði.
Kjarninn 24. febrúar 2021
Harðar takmarkanir víða um lönd sem og bólusetningarherferðir hafa skilað því að smitum og dauðföllum vegna COVID-19 fer hratt fækkandi.
Dauðsföllum vegna COVID-19 fækkaði um 20 prósent milli vikna
Bæði dauðsföllum vegna COVID-19 og nýjum tilfellum af sjúkdómnum fer fækkandi á heimsvísu. Í síðustu viku greindust 2,4 milljónir nýrra smita, 11 prósentum minna en í vikunni á undan.
Kjarninn 24. febrúar 2021
Kröfum gegn starfsmannaleigunni Menn í vinnu og Eldum rétt vísað frá dómi
Kröfum fjögurra erlendra starfsmanna gagnvart starfsmannaleigunni Menn í vinnu og notendafyrirtækinu Eldum rétt um vangreidd laun og miskabætur var vísað frá í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Stjórnendur starfsmannaleigunnar fá greiddan málskostnað.
Kjarninn 24. febrúar 2021
Finnur Torfi Stefánsson
Vinstri Græn Samfylking
Kjarninn 24. febrúar 2021
Magnús Guðmundsson
Vatnajökulsþjóðgarður á góðri leið
Kjarninn 24. febrúar 2021
Grjóthrun hefur orðið á Reykjanesskaga og varað er við frekara hruni. Myndina tók áhöfn Landhelgisgæslunnar í eftirlitsflugi í morgun.
Hættustigi lýst yfir: Grjót hrunið úr fjöllum og hvítir gufustrókar sést
Lýst hefur verið yfir hættustigi almannavarna á Reykjanesskaga og höfuðborgarsvæðinu vegna jarðskjálftahrinunnar sem hófst í morgun. Grjót hefur hrunið úr fjöllum á Reykjanesi og hvítir gufustrókar á jarðhitasvæðum sést á svæðinu.
Kjarninn 24. febrúar 2021
Finnst það „mikill dómgreindarbrestur“ hjá Áslaugu að hafa hringt í lögreglustjórann
Þingmaður Viðreisnar gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að hringja í lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu eftir að lögreglan upplýsti um að annar ráðherra, formaður flokks hennar, hefði verið í samkvæmi sem leyst var upp vegna gruns um sóttvarnarbrot.
Kjarninn 24. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiÁlit