Stiklað á stóru um kótilettur og kófið

Líf Magneudóttir oddviti Vinstri grænna í borgarstjórn Reykjavíkur gerir upp árið 2020.

Auglýsing

Árið 2020 er auð­vitað löngu orðið sam­nefni fyrir kór­ónu­veiruna og ég vona að þeim kafla verði lokað á nýju ári. Vírus­inn hefur litað öll við­brögð okkar á árinu hvort sem við störfum í stjórn­málum eða við ann­að. 

Hér­lendis hefur bar­áttan gengið mjög vel og betur en víða erlendis en þá kemur upp í hug­ann að ýmsir hægri­menn hér og þar hafa átt afar erfitt í viður­eign­inni við veiruna. 

Nægir að nefna Boris John­son, Don­ald Trump og Jair Bol­son­aro, sem allir hafa meira að segja fengið vírus­inn. En á móti kemur fengu þessir hægrisinn­uðu höfð­ingjar fyrsta flokks hjúkrun og lyf sem standa því miður ekki öllum til boða.

Auglýsing

En að öllu gamni slepptu minnir þetta ástand okkur á það hvað skiptir máli í líf­inu og auð­vitað mik­il­vægi sam­stöðu. Ég er sann­færð um að ástæða þess að okkur hefur gengið vel í bar­átt­unni er ekki hvað síst sú að eng­inn hefur skor­ast undan því að gera nauð­syn­legar breyt­ingar til þess að draga úr smit­hætt­u. ­Sýnir það reyndar hversu mik­ill máttur býr í sam­stöð­unn­i. 

Við þurfum óhjá­kvæmi­lega að nota þann sam­taka­mátt til fram­tíðar þar sem mörg aðkallandi og brýn við­fangs­efni bíða mannskyns­ins. Þeirra helst er bar­áttan við lofts­lags­breyt­ingar af manna­völdum og að stemma stigu við hnignun líf­ríkis og nátt­úru. 

Að því marki sem árið hefur ekki verið litað af bar­átt­unni við Covid19 hefur bar­áttan við lofts­lags­vána verið mér afar hug­leikin en að mörgu leyti eru þetta tvær hliðar á sama pen­ingn­um. Það á ekki ein­vörð­ungu við um þau verk­efni sem ég sinni í borg­inni heldur hef ég verið óþreyt­andi við að pota í fólk í kringum mig. 

Ég held til dæmis að Birkir Jón, bæj­ar­full­trúi í Kópa­vogi og sam­starfs­fé­lagi minn í stjórn Sorpu, sé löngu orð­inn þreyttur á mér þegar ég reyni að sann­færa hann um að hætta að borða kóti­lettur í annað hvert mál.

Næstu ár verða eflaust erfið og þung í vöfum þar sem við munum enn þurfa að kljást við afleið­ing­arnar af vírusn­um. Atvinnu­leysi er enn hátt og mik­il­vægt að ná því niður svo að við getum tryggt lífs­kjör til fram­tíð­ar. En það birtir hins vegar til og ég er bjart­sýn á að við komum sterk út úr far­aldr­inum að lok­um. 

Það er gott til þess að hugsa að hið opin­bera hefur gripið ræki­lega inn í með marg­þættum aðgerðum fyrir íbúa þessa lands bæði til þess að tryggja atvinnustigið og áfram­hald­andi vel­ferð og á þetta við um jafnt ríkið sem Reykja­vík­ur­borg. En það sem 2020 kenndi mér og er hvað minn­is­stæð­ast er að missa aldrei trúna á fólk og sam­taka­mátt­inn og hvað sam­vera og tím­inn með fólki sem manni þykir vænt um og elskar eru dýr­mæt.

Höf­undur er odd­viti Vinstri grænna í borg­ar­stjórn Reykja­víkurStyrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnir nýtt fjárlagafrumvarp í morgun.
Stóru breytingarnar snúast um gjöldin af bílunum og akstrinum
Fjármálaráðherra segir að það stefni að óbreyttu í óefni hvað varðar tekjuöflun hins opinbera af ökutækjum og akstri. Jafna þurfi byrðar og láta rafbílaeigendur greiða meira. Hækkun kolefnisgjalds kemur til greina, en gæta þarf að jafnræði.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, við kynningu á fjárlagafrumvarpi ársins 2022 í morgun
Afkoma ríkissjóðs batnar um 120 milljarða króna milli ára
Bjartari sviðsmyndir um afkomu ríkissjóðs eru að raungerast. Peningar verða settir í viðbótarhækkun á bótum örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega og framlög til heilbrigðismála aukast mest. Ef markaðsástæður eru góðar verður ráðist í frekari sölu á banka.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Frá gjörgæsludeildinni á Landspítalanum.
Gjörgæsluálagið vegna COVID-19 með því mesta á Norðurlöndunum
Ísland hefur færri gjörgæslurými á höfðatölu en öll hin Norðurlöndin. Vegna þess var mun hærra hlutfall þeirra undirlagt af COVID-19 sjúklingum hérlendis þegar faraldurinn var í hæstu hæðum heldur en í Noregi, Danmörku og Finnlandi.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Ísland raðgreinir mest í heimi
Í Suður-Afríku, þar sem hið nýja afbrigði kórónuveirunnar Ómíkron greindist fyrst í síðustu viku, eru innan við 1 prósent jákvæðra sýna raðgreind. Hlutfallið er langhæst á Íslandi.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra.
Jóhanna gagnrýnir ríkisstjórn undir forystu Vinstri grænna fyrir að fjölga ráðuneytum
Fyrrverandi forsætisráðherra segir það vekja furðu að Vinstri græn ætli að „afhenda íhaldinu“ umhverfis-og loftslagsmálin. Það hafi barist kröftulega gegn rammaáætlun í áratug.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Orri Páll Jóhannesson er nýr þingflokksformaður Vinstri grænna.
Orri Páll þingflokksformaður Vinstri grænna
Orri Páll Jóhannsson var í dag valinn þingflokksformaður Vinstri grænna. Bjarni Jónsson verður ritari þingflokksins.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
„Umhverfismálin eiga að vera alls staðar“
Katrín Jakobsdóttir segist horfa á boðaða stækkun Vatnajökulsþjóðgarðar sem áfanga í átt að þjóðgarði á borð við hálendisþjóðgarðinn, sem bakkað er með í nýja stjórnarsáttmálanum. Kjarninn ræddi umhverfismál við Katrínu í gær.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Bólusetningarvottorð gildi aðeins í níu mánuði
Stjórn Evrópusambandsins hefur lagt til að bólusetningarvottorð gildi í níu mánuði í stað tólf. Örvunarskammtur framlengi svo gildistímann.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiÁlit