Örlítill mikill minnihluti

Kristinn Snær Sigurjónsson, andstæðingur áforma um Hálendisþjóðgarð, segir forseta Alþingis hafa gert sig sekan um utanvegaakstur í ræðustól þingsins.

Auglýsing

Árið 2020 er ár sem mun seint renna úr manna minnum hér á Íslandi. Heims­far­ald­ur, jarð­skjálft­ar, efna­hags­hrun, miklir hús­brunar og svo mætti lengi telja. En árið er ekki úti enn og nú í lok árs er enn einum hörm­ung­unum bætt á þjóð­ina, Hálend­is­þjóð­garðs­frum­varp­inu.

Þetta stóra og mikla mál sem snertir alla Íslend­inga á einn og annan hátt um ókomna tíð hefur verið í brennid­epli und­an­farna daga eftir að frum­varp Guð­mundar Inga Guð­brands­sonar umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra var kynnt og lagt til 1. umræðu á Alþing­i. ­Mark­mið og yfir­skrift máls­ins, „Stærsti þjóð­garður í Evr­ópu“, hljómar vissu­lega ekki illa og ­gæti nýst vel í mark­aðs­setn­ingu þess­ara ósnortnu víð­erna, en ekki er allt sem sýn­ist.

Úlfur í sauða­gæru

Þegar frum­varpið er lesið spjald­anna á milli kemur í ljós að ekki er allt með felldu, þar er lag­t til að umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra fari með yfir­stjórn þjóð­garðs­ins. Ráð­herra skipar í stjórnir þjóð­garðs­ins og getur einnig neitað því að skipa menn í stjórn­ir, sem til­nefndir hafa verið af sveit­ar­stjórn­um, bænd­um, úti­vi­star­fé­lögum og nátt­úru­vernd­ar­sam­tök­um. Ráð­herra ­skipar einn full­trúa í stjórnir án til­nefn­ing­ar. Ráð­herra skipar for­stjóra garðs­ins. Einnig má ­lesa að ráð­herra sé falið að setja reglu­gerðir um allt milli him­ins og jarðar inn­an­ ­þjóð­garðs­ins, eftir að frum­varp væri sam­þykkt og lög­fest af Alþingi. Því tel ég eðli­legt að varpa þeirri spurn­ingu fram, er raun­veru­legt mark­mið að stofna hér ein­ræð­is­ríki inn­an­ lýð­veld­is­ins Íslands?

Auglýsing

En þetta frum­varp virð­ist ekki vera eini úlf­ur­inn í sauða­gæru, því að á hásæti Alþingis fyr­ir­ aftan pontu þingsals­ins situr gam­all úlfur og hefur setið þar um nokk­urt skeið. Úlfur þessi sá ­sér ástæðu í síð­ustu viku að stíga upp af hásæti sínu og taka sér stöðu í pontu Alþing­is, sem ekki hefur gerst í þónokkur ár. Þar reif hann af sér sauða­gæruna, hellti sér yfir þingsal­inn og ­kall­aði stóran hluta lands­manna lýð­veld­is­ins „ör­lít­inn grenj­andi minni­hluta“.

Eðli máls­ins sam­kvæmt var þessi stóri hluti lands­manna, sem er um allt land hneyksl­aður á þeim ummælum og lét í sér heyra. Einn tals­maður þeirra og fyrrum sam­starfs­maður úlfs­ins ­skrif­aði til að mynda grein í Morg­un­blaðið sem fjall­aði um þessa end­ur­komu hans í pont­u, ­sem virð­ist hafa hæft úlfinn beint í hjarta­stað. Þessu fannst umræddum úlfi til­efni til að svara í blöðum og ber þar fyrir sig að á hans heima­slóðum sé orðið grenj­andi sam­heiti yfir­ „­mik­ið“, og þetta tungu­tak notað reglu­lega þar. Sé þessi útskýr­ing hans sett í sam­hengi við ­fyrri ummæli má þá skilja að hann telji stóran hluta lands­manna „ör­lít­inn mik­inn minni­hluta“. Hvort það hljómi rétt í eyrum lands­manna skal ég ekki segja til um.

Við, fólkið sem raun­veru­lega ferð­umst um hálendi Íslands myndum kalla þetta ut­an­vega­akstur af hálfu gamla úlfs­ins, væri þetta sett í mynd­lík­ingu. Þá er tungu­tak sem við ­sami hópur not­um, að þegar út í mýri er komið er hætt að spóla. En þá eru góð ráð dýr. Til eru björg­un­ar­sveitir sem til­búnar eru að kasta til hans spotta og draga hann á þurrt. En hvaðan ætli björg­un­ar­sveitir séu til­komn­ar? Jú, þær eru afkvæmi þess sama ferða­frelsis sem ­úlf­ur­inn berst af hörku við að svipta sam­landa sína um.

Höf­undur er for­svars­maður und­ir­skrift­ar­söfn­unar gegn Hálend­is­þjóð­garðs­frum­varpi.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
„Birtingarmynd af eindæma skilningsleysi stjórnvalda“
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að félags- og barnamálaráðherra hafi tekist að hækka flækjustigið svo mikið varðandi sérstakan styrk til íþrótta- og tómstundastarfs barna frá tekjulágum heimilum að foreldrar geti ekki nýtt sér styrkinn.
Kjarninn 23. janúar 2021
Jón Baldvin Hannibalsson
Fimm hundruð milljarða spurningin – Í næstu kosningum
Kjarninn 23. janúar 2021
Freyja Haraldsdóttir
Baráttunni ekki lokið á meðan fólk gleymist og situr eftir
Freyja Haraldsdóttir segist vera þakklát fyrir að vera bólusett og að heilbrigðisyfirvöld hafi sett hópinn sem hún tilheyrir í forgang. Hún bendir þó á að fatlað fólk með aðstoð heima hafi gleymst í bólusetningarferlinu.
Kjarninn 23. janúar 2021
Húsnæðismarkaðurinn hefur verið á fleygiferð undanfarna mánuði. Ódýrt lánsfjármagn er þar helstu drifkrafturinn.
Bankar lána metupphæðir til húsnæðiskaupa og heimilin yfirgefa verðtrygginguna
Viðskiptabankarnir lánuðu 306 milljarða króna í ný húsnæðislán umfram upp- og umframgreiðslur í fyrra. Fordæmalaus vöxtur var í töku óverðtryggðra lána og heimili landsins greiddu upp meira af verðtryggðum lánum en þau tóku.
Kjarninn 23. janúar 2021
Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
„Mig langar að halda áfram“
Guðmundur Andri Thorsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Samfylkinguna fyrir næstu kosningar.
Kjarninn 23. janúar 2021
Snjallúr geta greint merki um sýkingar mjög snemma.
Snjallúr geta fundið merki um COVID-sýkingu
Vísindamenn við Stanford-háskóla hafa fundið upp aðvörunarkerfi í snjallúr sem láta notandann vita ef merki um sýkingu finnast í líkamanum.
Kjarninn 23. janúar 2021
Gylfi Zoega, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands
Segir einkavæðingu banka viðkvæma jafnvel við bestu aðstæður
Gylfi Zoega segir mikla áhættu fólgna í því að kerfislega mikilvægir bankar séu í einkaeigu í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
Kjarninn 23. janúar 2021
Ungur drengur bíður eftir mataraðstoð í Jóhannesarborg. Útbreiðsla faraldursins í Suður-Afríku hefur valdið því að öll þjónusta er í hægagangi.
Vísindamenn uggandi vegna nýrra afbrigða veirunnar
Þó að litlar rannsóknir á rannsóknarstofum bendi til þess að mótefni fyrri sýkinga af völdum kórónuveirunnar og að vörn sem bóluefni eiga að veita dugi minna gegn suðurafríska afbrigðinu en öðrum er ekki þar með sagt að sú yrði niðurstaðan „í raunheimum”.
Kjarninn 23. janúar 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar