Gerum betur!

Guðmundur Árni Stefánsson, varaformaður Samfylkingarinnar, gerir árið upp en hann skynjar að tími jafnaðarmanna muni fljótlega renna upp. Margir Íslendingar séu jafnaðarmenn í hjarta sínu og vilji frelsi, jafnrétti og samstöðu í öndvegi í stjórnmálum.

Auglýsing

Yfir­stand­andi ár, 2022, sem senn rennur í ald­anna skaut, verður fyrst og síð­ast minnst fyrir frels­is­árið eftir helsi COVID-far­ald­urs um heims­byggð alla. Og þegar horft er í bak­sýn­is­spegil vegna COVID, þá vakna óneit­an­lega gagn­rýnar hugs­an­ir, þar sem velta má því upp að við­brögðin hafi verið of mikil og heift­ar­leg og eins hvort áskiln­aður um bólu­setn­ingu hund­ruð millj­óna manna með lítt þekktum og alls ópróf­uðum lyfjum hafi gengið of langt. Var þetta í raun heims­far­ald­ur, eða fóru stjórn­völd um heim allan á taug­um? Sýndi Alþjóða­heil­brigð­is­mála­stofn­unin þá nauð­syn­legu yfir­vegun sem er svo mik­il­væg, þegar vísir að far­aldri gerir vart við sig? Er hægt að gera bet­ur? Þessi mál þarf að leiða til lykta með öfga­lausum hætti, þar sem byggt er á vís­indum og þekk­ingu.

Stríð í Evr­ópu

En yfir­stand­andi ár hefur vissu­lega verið við­burða­ríkt – kannski einna helst vegna þess að stríð hófst í Evr­ópu, þegar Rússar réð­ust inn í Úkra­ínu algjör­lega að til­efn­is­lausu, en í anda ill­ræmdar og allt of vel þekktrar nýlendu- og útþenslu­stefnu. Og afleið­ing­arnar hafa verið marg­hátt­að­ar; skapað efna­hag­skrísu í álf­unni, þar sem fæðu­skortur hefur gert vart við sig, en aðal­lega þó orku­skort­ur, þegar Rússar vildu svara efna­hags­þving­unum Vest­ur­velda með því að skrúfa fyrir sölu á olíu og gasi frá land­inu. Þetta hefur fram­kallað óstöð­ug­leika og sam­drátt í Evr­ópu, verð­bólgu og marg­háttuð vanda­mál. Þau er hins vegar hljómur einn í sam­an­burði við ástand almenn­ings í stríðs­hrjáðri Úkra­ínu, þar sem fólk býr við örbirgð og sífelldan ótta um líf sitt og fjöl­skyldu. Það verður stóra við­fangs­efni heims­byggð­ar­innar að koma á friði í Úkra­ínu á nýju ári!

Fólk á flótta

Þau eru því miður fleiri ófrið­ar­svæðin í heim­in­um, þar sem íbúar hafa verið knúnir til að flýja heima­land sitt og sækja sér skjól og lífs­við­ur­væri langt að heiman – flótta­fólk og hæl­is­leit­end­ur. Vest­ræn ríki hafa ekki fundið réttu úrræð­in, sem gagn er í, þegar kemur að straumi flótta­fólks til landa í Evr­ópu og víð­ar.

Auglýsing

Það sama gildir um Ísland, þar sem stjórn­völdum hefur ekki tek­ist að sinna þús­undum flótta­manna, helm­ingur þeirra frá Úkra­ínu, sem sækja vernd og öryggi hér á landi. Við eigum að sýna mannúð og mildi og leggja okkar að mörk­um. Að því er virð­ist til­vilj­ana­kenndir úrskurðir um brott­vísun margra héðan hafa hins vegar eðli­lega vakið heitar til­finn­ing­ar. Á hinum end­anum er svo stór hópur Íslend­inga, sem telur að of mikið sé gert í mót­töku flótta­fólks af Íslands hálfu. Þessi djúpa tog­streita er óvið­un­andi. Gera verður þá kröfu til Alþingis og stjórn­valda, að menn og konur tali sig niður á sam­eig­in­lega nið­ur­stöðu um reglu­verk, aðbúnað og verk­lag við mót­töku flótta­fólks. Forð­ast verður með öllum ráðum að þetta við­fangs­efni kljúfi þjóð­ina í tvennt eins og gerst hefur í sumum nágranna­löndum okk­ar. Má þar nefna Sví­þjóð, þar sem nýleg hægri­st­jórn situr í skjóli öfga­fulls hægri flokks, Sví­þjóðar­demókrata, sem byggir fyrst og síð­ast á hatri í garð inn­flytj­enda.

Rík­is­stjórn í vanda

Í íslenskri póli­tík er eins konar stund­ar­frið­ur, falskur frið­ur, þar sem sitj­andi rík­is­stjórn Sjálf­stæð­is­flokks, Fram­sókn­ar­flokks og Vinstri grænna er að flestu leyti aðgerð­ar­laus, enda engin sam­staða um hin stóru mál. Þessi rík­is­stjórn getur eig­in­lega hvorki lifað né dáið.

Ekki er sam­komu­lag um nauð­syn­legar end­ur­bætur á stjórn­kerfi og skipt­ingu gæð­anna, nauð­syn­lega styrk­ingu vel­ferð­ar­kerfis og mik­il­vægar stór­felldar lag­fær­ingar í heil­brigð­is­þjón­ustu. Svo ekki sé talað um aðgerðir í hús­næð­is­mál­um, sem gera ungu fólki og venju­legu vinn­andi fólki kleift að koma sér við­un­andi þaki yfir höf­uðið án þess að skapa sér skulda­klyfjar til ára­tuga. Nei, þarna er ekk­ert að frétta.

En rík­is­stjórnin getur hins vegar ekki dáið, því flokkur for­sæt­is­ráð­herr­ans, Vinstri græn, hafa séð fylgi flokks­ins fjúka út í veður og vind og þora því ekki að ljúka sam­starf­inu og knýja fram kosn­ing­ar, þótt gras­rót flokks­ins geri eðli­lega kröfur um slíkt. Og Fram­sókn „er bara með“, taka ekki á neinu sem máli skipt­ir. Yfir þessu trónir síðan Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn, þar sem nýend­ur­kjör­inn for­maður hans deilir og drottnar úr fjár­mála­ráðu­neyt­inu.

Það er brýn þörf á upp­stokkun og raun­veru­legum breyt­ingum til bóta í íslensku sam­fé­lagi. Við jafn­að­ar­menn í Sam­fylk­ing­unni héldum lands­fund okkar í haust og kusum okkur nýja for­ystu í flokkn­um, þar sem Kristrún Frosta­dóttir var valin til for­ystu. Þar fer for­maður sem almenn­ingur kann að meta. Hún er raun­sæ, lausn­a­miðuð og algjör­lega laus við frasapóli­tík nútím­ans. Hún byggir á þekk­ingu, þar sem hún útskýrir flókin við­fangs­efni á manna­máli og lýsir nauð­syn­legum end­ur­bótum og upp­stokkun á mik­il­vægum innvið­um. Sam­fylk­ingin - jafn­að­ar­flokkur Íslands er mættur til leiks og vill taka við stjórn mála á Íslandi að afloknum kosn­ing­um. Við þurfum nýja, rót­tæka en skyn­sam­lega nálgun að aðkallandi við­fangs­efnum sam­tím­ans, sem byggir á grunn­gildum okkar jafn­að­ar­manna.

Per­sónu­legir hagir

Miklar breyt­ingar áttu sér stað á yfir­stand­andi ári á högum sjálfs mín. Ég hætti störfum sendi­herra, sem ég hafði sinnt síð­ast­liðin sextán ár víða um heim. Sneri aftur í stjórn­mál­in, sem var starfs­vett­vangur minn fyrir margt löngu. Ég bauð mig fram í bæj­ar­stjórn­ar­kosn­ing­unum í Hafn­ar­firði í maí síð­ast­lið­inn, þar sem við jafn­að­ar­menn tvö­föld­uðum bæj­ar­full­trúa­tölu okk­ar, fórum úr tveimur í fjóra full­trúa. Vorum sig­ur­veg­arar kosn­ing­anna. Samt sem áður límdu íhalds­flokk­arnir tveir, Sjálf­stæð­is­flokkur og Fram­sókn, sig áfram saman í fram­hald­andi meiri­hluta­sam­starf. Hvort það sam­starf haldi þegar harðnar á dalnum á eftir að koma í ljós.

Enn­fremur var ég kjör­inn vara­for­maður Sam­fylk­ing­ar­innar og stíg því einnig á nýjan leik inn á svið lands­mála og alþjóða­mál. Ég hlakka til þeirra verk­efna, sem eru sann­ar­lega ærin. Ég skynja að tími okkar jafn­að­ar­manna muni renna upp fyrr en síð­ar, enda ljóst að meiri­hluti lands­manna er jafn­að­ar­menn í hjarta sínu og vilja frelsið, jafn­rétti og sam­stöðu í önd­vegi í íslenskum stjórn­mál­um. Þar er Sam­fylk­ingin í far­ar­broddi.

Ég óska öllum far­sældar á nýju ári – 2023.

Höf­undur er vara­for­maður Sam­fylk­ing­ar­innar - jafn­að­ar­flokks Íslands.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit