Þöggun er spilling og spilling er glæpur

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, gerir upp árið 2020 en hann segir að meðvirkni varðandi lífeyrismál á Íslandi sé lokið – og að tími aðgerða sé að hefjast.

Auglýsing

Af öllu því mark­verða sem taka mætti fyrir um árið 2020 ætla ég að skrifa um átökin í kringum líf­eyr­is­sjóð­ina síð­ustu ár. Eftir að líf­eyr­is­sjóða­kerf­inu var komið á voru sjóð­irnir margir og tengd­ust ólíkum og marg­vís­legum hags­munum tengdum land­svæð­um, atvinnu­grein­um, mennta- og starfs­grein­um. Sjóð­irnir voru um 97 tals­ins þegar mest lét en eru nú um 22.  

Sjóð­unum hefur því fækkað mikið með sam­ein­ingum og á sama tíma stækkað gríð­ar­lega. 

Það er þekkt mantra um líf­eyr­is­sjóð­ina að fyrir tíma verð­trygg­ing­ar­innar hefðu margir þeirra orðið ógjald­hæfir vegna óða­verð­bólgu. Það er ekki rétt, nema að hluta til. Hið rétta er að lang­flestir sjóð­irnir sem runnu inn í aðra, með til­heyr­andi rétt­inda­skerð­ing­um, gerðu það vegna þess að fjár­fest­ingar þeirra voru óábyrgar og oftar en ekki tengdar hags­munum þeirra sem að þeim stóðu t.d. fjár­fest­ingum í fyr­ir­tækjum sem héldu uppi atvinnustigi á ákveðnum land­svæðum sem sjóð­irnir störf­uðu á. Einnig var þekkt að vensla­menn stjórn­enda fengu ríf­legar fyr­ir­greiðslur án við­líka trygg­inga og kraf­ist er í dag og á kjörum sem ekki var allra að fá eða í nokkru sam­ræmi við áhætt­u. 

Auglýsing

Varð­hundar kerf­is­ins hafa hins vegar alltaf fundið ein­hverja aðra söku­dólga en brotala­mirnar í kerf­inu sjálfu þegar illa fer. Þannig verður til þögg­un.

Þöggun er ákveðið form spill­ing­ar. Þegar stjórn­endur og stjórnir fyr­ir­tækja og líf­eyr­is­sjóða, sem eru í eigu almenn­ings, sinna ekki eft­ir­lits­skyldu sinni. Með því að bera fyrir sig eigið orð­spor eða nei­kvæða umræðu sem skap­ast getur þegar við­kvæm mál eða mis­brestir eru skoð­aðir og mögu­lega kærð­ir.

Þetta á að sjálf­sögðu líka við um eft­ir­lits­að­ila.  

Það tala t.d. fáir um það hvernig sjóð­irnir þögg­uðu niður umræðu um gjald­miðla­samn­ing­ana sem gerðir voru í aðdrag­anda banka­hruns­ins og urðu að skuld á móti geng­is­hagn­aði erlendra eigna þegar krónan hrundi. Þarna var um aug­ljós lög­brot að ræða sem sjóð­irnir og eft­ir­lits­að­ilar neit­uðu að gang­ast við. Það hlýtur svo að vera sér­stakt rann­sókn­ar­efni af hverju sjóð­irnir fóru ekki í nein dóms­mál eða gerðu skaða­bóta­kröfur á hendur ábyrgð­ar­mönnum hruns­ins og end­ur­skoð­endum bank­anna og stór­fyr­ir­tækja sem kvitt­uðu upp á að allt væri í lagi, gegn betri vit­und að virð­ist miðað við fyr­ir­liggj­andi opin­ber gögn.

Í eft­ir­málum banka­hruns­ins var stofn­aður Fram­taks­sjóður Íslands sem var gert að kaupa upp gjald­þrota bruna­rústir hruns­ins. Sjóð­ur­inn var í eigu líf­eyr­is­sjóð­anna og Lands­bank­ans. Fram­taks­sjóð­ur­inn skil­aði gríð­ar­legri arð­semi en fáir virð­ast fá hljóm­grunn fjöl­miðla þegar rakið er hverjir keyptu svo eign­irnar af fram­taks­sjóðn­um. En það voru að mestu sjóð­irnir sjálfir (eig­endur Fram­taks­sjóðs Íslands) og þannig varð til þekkt hringa­verð­mynd­un. Það tala fáir um þessa stað­reynd og enn færri um rekstr­ar­kostnað fram­taks­sjóðs­ins. Það hefði vel verið hægt að slíta sjóðnum miklu fyrr eða árið 2014 þegar eina hlut­verk fram­taks­sjóðs­ins var að halda utan um hluta­bréfa­eign í þremur félögum og ein­hverjar banka­inni­stæður en í dag og yfir 1.000 millj­ónum í rekstr­ar­kostnað síðar er enn ekki búið að slíta hon­um.

Hvernig í ósköp­unum er hægt að láta þetta við­gangast? 

Hægt væri að skrifa margar blað­síður af málum sem hafa verið þögguð niður af hálfu stjórn­enda líf­eyr­is­sjóð­anna. 

En nýj­ustu stóru dæmin eru salan á Bakka­vör árið 2016 en þar er margt sem bendir til að félagið hafi verið und­ir­verð­lagt svo nemi 60 til 90 millj­örðum króna, sem gerði málið að einu stærsta fjársvika­máli Íslands­sög­unnar ef í ljós kæmi maðkur í þeirri graut­fúlu mysu sem málið allt er. En ekki fóru sjóð­irnir í að kanna það mál. Í það minnsta spyrja af hverju félagið reynd­ist allt að fimm­falt verð­mæt­ara við skrán­ingu? Eða önnur mál sem geta þótt óþægi­leg fyrir orð­spor sjóð­anna. Orð­spor sem ekki virð­ist mikið sam­kvæmt könn­unum á trausti til þeirra. Og þrátt fyrir að ýmis­legt nýtt bendi til þess að brotala­mir hafi verið við söl­una á Bakka­vör sitja sjóð­irnir þöglir sem gröf­in.

Sama má segja um ábyrgð stjórn­enda stærstu fyr­ir­tækja og fjár­fest­ing­ar­sjóða sem sjóð­irnir eiga og hafa átt í síð­ustu ár. Má nefna þar nýlegt dæmi um mál­efni Lind­ar­vatns, sem byggir lúx­us­hótel á Lands­símareitn­um, þar sem almenn­ings­hluta­fé­lagið Icelandair var látið kaupa verð­lít­inn hlut á 1,8 millj­arða króna. Marg­földum lottó­vinn­ingnum af við­skipt­unum var svo skipt bróð­ur­lega á milli örfárra en vel tengdra aðila. Líf­eyr­is­sjóð­irnir fjár­magna svo að stórum hluta fram­kvæmd­ina þar sem ekk­ert hefur stað­ist í tíma og kostn­að­i. 

Á meðan ærandi þögnin ríkir um þessi mál og mörg önnur sem ekki verða gerð betri skil að þessu sinni virð­ast eft­ir­lits­að­ilar vera engu skárri.

Þegar stjórn VR ákvað að gera breyt­ingar á stjórn líf­eyr­is­sjóðs Versl­un­ar­manna vegna gruns um brot á neyt­enda­lögum er varða skil­mála sjóð­fé­laga­lána, þegar stjórn sjóðs­ins hækk­aði vexti á lánum með breyti­lega vexti þegar stýri­vextir lækk­uðu, hafa eft­ir­lits­að­ilar og SA verið á tán­um. Ekki vegna brot­anna sem síðar voru stað­fest af neyt­enda­stofu, heldur vegna frek­legra afskipta verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar af starf­semi sjóðs­ins. 

Hingað til hafa hags­muna­að­ilar í kringum atvinnu­lífið haft sjóð­ina í helj­ar­g­reipum án telj­andi afskipta frá verka­lýðs­hreyf­ing­unni og án telj­andi afskipta frá eft­ir­lits­að­ilum nema til að láta undan þrýst­ingi og taka þátt í þeirri grímu­lausu her­ferð sem hrundið hefur verið af stað gegn stjórn­ar­mönnum okkar og heil­indum þeirra.  

Og ef breyta þarf lögum til að aðlaga kerfið betur að þörfum sér­hags­muna renna þær eins og gegn­um­trekkur í gegnum lög­gjafann.

Það vita eflaust ekki margir að gerðar hafa verið á annað hund­rað laga og reglu­gerð­ar­breyt­ingar um starf­semi líf­eyr­is­sjóða frá banka­hruni og ansi margar þeirra bera ekki með sér að hafa hags­muni sjóð­fé­laga að leið­ar­ljósi. 

Hverjir stjórna stærstu fyr­ir­tækjum lands­ins og í hvaða eign­ar­hlut­falli?

Sjóð­irnir hafa verið og eru not­aðir í valda­brölti við­skipta­blokka í atvinnu­líf­inu. Þeir eru hljóðir og afskipta­litlir með­eig­endur sem spyrja ekki spurn­inga og þora ekki að hafa hátt, rugga engum bátum en tryggja valda­miklum minni­hluta­eig­endum skjól til að ráða öllu í stærstu fyr­ir­tækjum lands­ins. Þetta sást vel með Eim­skip og óaf­sak­an­lega umhverf­is­glæpi stjórn­enda við förgun á skip­um, hverjir stjórna Eim­skip? Jafn­vel FME veitti þeim und­an­þágu frá lögum um yfir­töku þegar hlut­ur­inn fór yfir upp­gefin mörk. Þannig braut FME lög og líf­eyr­is­sjóðrnir þögg­uðu málið nið­ur.

Ekki sama hvort þú ert Jón eða séra Jón.

Icelandair málið FME og Seðla­bank­inn

Það eru gerðar alvar­legar athuga­semdir við skoð­anir for­ystu­fólks í verka­lýðs­hreyf­ing­unni á ein­staka fjár­fest­ingu en engar athuga­semdir gerðar við skoð­anir fólks sem situr hinum megin við borð­ið. Var bara ámæl­is­vert að hvetja til að snið­ganga fjá­fest­ing­ar­kost en ekki að hvetja til hans? 

Skoð­aði FME þá sem sitja í stjórnum sjóð­anna og hvöttu opin­ber­lega til þátt­töku í hluta­fjár­út­boði Icelanda­ir? Og hæfi stjórn­ar­manna í líf­eyr­is­sjóðum sem tengj­ast félögum sem hafa mikla hags­muni af við­skiptum við Icelandair og ummæli þeirra í aðdrag­anda útboðs­ins? 

Það er rétt að stjórn­ar­menn okkar í Líf­eyr­is­sjóði versl­un­ar­manna voru beittir þrýst­ingi í aðdrag­anda hluta­fjár­út­boðs Icelanda­ir. En ekki af hálfu verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar. Þrýst­ing­ur­inn kom úr hinni átt­inn­i. 

Mik­ill þrýst­ingur var á stjórn­ar­menn okkar að leggja til hliðar sjálf­stætt og fag­legt mat og láta undan þrýst­ingi SA sem bæði í ræðum og riti görg­uðu á torgum um mik­il­vægi þess að sjóð­irnir tækju þátt. Það er hins­vegar rétt að hreyf­ingin lagð­ist gegn fjár­fest­ingu í Icelanda­ir, til að byrja með, eftir aðför stjórn­enda að lögum um vinnu­rétt­inn en það mál leyst­ist og fyrri yfir­lýs­ingar voru dregnar til bak­a. 

Þar við sat!

Sam­kvæmt fjár­fest­inga­stefnum og og sam­þykktum sjóð­anna á alþjóð­legum stöðlum um sið­ferði og sjálf­bærni í fjár­fest­ingum var sjóð­unum ekki heim­ilt að fjár­festa í félagi eða fyr­ir­tæki sem braut gegn rétt­indum vinn­andi fólks. Ekki frekar en að fjár­festa í félagi sem stundar pen­inga­þvætti eða aðra skipu­lagða glæp­a­starf­sem­i. 

Verka­lýðs­hreyf­ingin und­ir­strik­aði þessar stað­reyndir

Þrýst­ing­ur­inn fyrir þátt­töku líf­eyr­is­sjóð­anna í hluta­fjár­út­boði Icelandair var svo mik­ill að hann náði inn á Alþingi Íslands þar sem breyta þurfti lögum um fjár­fest­inga­heim­ildir líf­eyr­is­sjóða svo þeir gætu tekið þátt. Hvaðan komu til­lög­urnar um laga­breyt­ing­arn­ar?

Það hlýtur að vera nið­ur­lægj­andi fyrir stofnun eins og Fjár­mála­eft­ir­litið að mæl­ast með svo lítið traust og raun ber vitni. En er það skrýtið þegar stofn­unin ræðst gegn skoð­unum þeirra sem standa næst sjóð­fé­lögum á meðan skoð­anir ann­ara og athafnir eru í lagi eða látið ótalið og afskipta­laust þegar emb­ætt­is­menn eða aðrir ráða­menn þjóð­ar­innar tala um mik­il­vægi þess að breyta lagaum­hverfi sjóð­anna svo þeir geti fjár­fest í þessu eða hinu. Jafn­vel breyta upp­gjörs­reglum sínum með til­heyr­andi rétt­inda­skerð­ingu svo hægt sé að beina þeim í ákveðnar fjár­fest­ing­ar.

Allir mega hafa skoðun á sjóð­unum nema þeir sem halda á umboð­inu næst þeim sem þá raun­veru­lega eiga. 

Meira að segja Seðla­banka­stjóri gerði sam­komu­lag við sjóð­ina fyrr á þessu ári um að þeir færu ekki úr landi með fjár­muni á meðan aðrir fjár­festar gátu það. Slíkt inn­grip, mis­munun og afskipti eru fáheyrð og ekki byggð á neinum laga­legum grunni. Það er ljóst að sjóð­irnir hafa orðið fyrir tjóni vegna þessa en það verður varla skoðað frekar en annað sem miður fer.

Helgi og fjöl­miðl­arnir

Það er bros­legt að fylgj­ast með miðlum eins og Frétta­blað­inu og tengdum miðlum (Torg) í eigu Helga Magn­ús­sonar fjár­festi sem kerf­is­bundið ganga að heil­indum mínum og stjórn­ar­manna okkar í mál­inu og mál­efnum líf­eyr­is­sjóð­anna. Helga Magn­ús­son þarf lík­lega ekki að kynna fyrir mörgum innan úr líf­eyr­is­sjóða­kerf­inu en fyrir þá sem ekki þekkja var hann um ára­bil í stjórn og sem stjórn­ar­for­maður Líf­eyr­is­sjóðs Versl­un­ar­manna. Það hefur verið umtalað árum saman hvernig Helgi sat báðum megin borðs og átti per­sónu­legra hags­muna að gæta á meðan sjóð­ur­inn var að fjár­festa í félögum sem hann sjálfur tengd­ist. Hins vegar hefur ekki verið mikið skrifað um það hvernig hann beitti sér gagn­vart mönnum og mál­efnum í krafti stöðu sinn­ar. Það er efni í aðra grein þar sem saga Helga verður ítar­lega rakin ásamt því hvernig honum var á end­anum bolað út og af hverj­um. Það hefur nefni­lega ýmis­legt gengið á innan hreyf­ingarinnar frá því ég tók þar fyrst sæti í stjórn árið 2009.

Eru breyt­ingar framund­an?

Hefur eitt­hvað breyst frá því að sjóð­irnir voru not­aðir grímu­laust í krafti atvinnu­lífs­ins til að styðja við­skipta­blokkir eins og var svo áber­andi í aðdrag­anda banka­hruns­ins, eða voru not­aðir sem ruslakistur fyrir verð­lausa papp­íra?

Já, það hefur ýmis­legt breyst til hins betra og margt jákvætt verið gert til að ramma inn reglu­verk í kringum starf­semi sjóð­anna og þar starfar mikið af strang­heið­ar­legu og eld­kláru fólki. 

En eftir höfð­inu dansa lim­irnir og stærsta vanda­málið er ennþá til staðar sem eru tengsl hags­muna­að­ila við stjórnir sjóð­anna og er þar verka­lýðs­hreyf­ingin engin und­an­tekn­ing frekar en SA. Afskipta­leysi verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar, með­virknin og þögg­unin er jafn skað­leg og spill­ing­in. 

Ofsa­fengin við­brögð SA og eft­ir­lits­að­ila við því að einum fjár­fest­ing­ar­kosti af ótal mörgum var hafnað eftir ítar­legt og fag­legt mat lýsir best við hvað við erum að eiga og hvaða aðgerða þarf að grípa til.

Stóra bar­áttu­málið framundan hlýtur að vera sjóð­fé­laga­lýð­ræði þar sem sjóð­fé­lagar sjálfir kjósi stjórnir sjóð­anna. Eina leiðin til þess að það ger­ist er í gegnum lög­gjafann og lög­festa þannig sjóð­fé­laga­lýð­ræð­ið. 

Það er alveg ljóst miðað við fram­göngu SA og tengdra hags­muna­að­ila und­an­farin miss­eri og ekki síst ára­tugi í mál­efnum líf­eyr­is­sjóð­anna að eitt­hvað rót­tækt verður að ger­ast. Ein­hverjar breyt­ingar verða að eiga sér stað til að koma í veg fyrir að síend­ur­teknum spill­ing­ar­málum sé ekki kerf­is­bundið sópað undir teppi og þögguð nið­ur.

Von­andi verður þetta stóra kosn­inga­málið í næstu Alþing­is­kosn­ing­um.

Þöggun er spill­ing og spill­ing er glæpur

Hvað ávöxtun varðar má í lokin segja frá því að nýir stjórn­ar­menn sem til­nefndir voru af VR eru að ganga í gegnum sitt annað upp­gjörsár hjá Líf­eyr­is­sjóði Versl­un­ar­manna. Þessi tvö ár hafa verið ein þau allra bestu í sögu sjóðs­ins frá upp­hafi. Ekki er mikið fjallað um það.

Eitt er víst að tími með­virkni með þessu ástandi er lokið og tími aðgerða að hefj­ast. Það munum við sýna í verki á nýju ári. 

Höf­undur er for­maður VR.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 11. þáttur: „Að fara inn í íslenskan torfkofa opnar leið inn í heim iðandi ofurlífveru“
Kjarninn 26. október 2021
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
„Almennt má segja að skólastarf hafi gengið ágætlega frá skólabyrjun“
Ríkisstjórnin ræddi skólastarf í leik- og grunnskólum haustið 2021 vegna COVID-19 á ríkisstjórnarfundi í morgun.
Kjarninn 26. október 2021
Hagnaður Facebook á þriðja ársfjórðungi var 9 milljarðar dollarar, eða sem nemur rúmum 1.166 milljörðum króna.
Yfir þúsund milljarða króna hagnaður í skugga uppljóstrana og fækkunar yngri notenda
Hagnaður Facebook var meiri en búist var við á þriðja ársfjórðungi. Á sama tíma fækkar notendum í yngsta aldurshópnum og Facebook hyggst „endurheimta týndu kynslóðina“.
Kjarninn 26. október 2021
Fyrsta sektarákvörðun fjölmiðlanefndar sem varðar hlaðvarpsmiðlun var birt í síðustu viku.
Fjölmiðlanefnd sektar og skammar hlaðvarpsstjórnendur – og fær bágt fyrir
Árslöngum eltingaleik fjölmiðlanefndar við nokkra hlaðvarpsþætti lauk fyrir helgi með einni sektarákvörðun og tveimur álitum. Sum hlaðvörp eru nú fjölmiðlar og skráðir sem slíkir en þær raddir heyrast að eftirlitið með þessum markaði sé fram úr hófi.
Kjarninn 26. október 2021
„Nú þurfa Íslendingar að gyrða sig í brók“
Fíknigeðlæknir segir að nú þurfi Íslendingar að gyrða sig í brók svo að hið sama verði ekki upp á teningnum á Íslandi og í Bandaríkjunum varðandi ofnotkun ópíóíða.
Kjarninn 26. október 2021
Á meðal þeirra sakborninga sem setið hafa á bak við lás og slá í Nambíu frá því undir lok árs 2019 er Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra landsins.
Tvö mál orðin að einu í Namibíu
Í nýju ákæruskjali í sameinuðu sakamáli vegna Fishrot-skandalsins í Namibíu eru engir Íslendingar á meðal sakborninga, en alls eru 10 manns og 18 félög sökuð um margvísleg brot í tengslum við kvótaviðskipti Samherja í landinu.
Kjarninn 26. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Gamla höfnin í Reykjavík, örverur, kombucha og súrdeig
Kjarninn 26. október 2021
Gagnrýnir aðstöðuleysi fyrir ungmenni í Laugardalnum
Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að ungmenni í Laugardal þurfi alvöru aðstöðu til íþróttaiðkunar „ekki fleiri vinnuhópa eða góðar hugmyndir á blaði“.
Kjarninn 26. október 2021
Meira úr sama flokkiÁlit