Auglýsing

Í stöðu­upp­færslu sem Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra og for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, ­setti á Face­book þann 8. mars, í byrjun kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins, lagði hann fram kröfur sínar til almenn­ings: „Í bar­átt­unni gegn COVID-19 skiptir rétta hug­ar­farið öllu. Það er ein­göngu með órjúf­an­legri sam­stöðu sem okkur mun takast að lág­marka skað­ann af þessum far­aldri. Aug­ljóst er að við getum bjargað manns­lífum með ein­földum aðgerð­um: að nota hand­spritt, hætta alfarið handa­bandi og fara að fyr­ir­mælum um sótt­kví. Stöndum öll saman um þetta.“ 

Síðar í færsl­unni stóð: „Við erum að fást við bráðsmit­andi veiru sem getur verið lífs­hættu­leg ein­stak­lingum með und­ir­liggj­andi sjúk­dóma. Bólu­efni er ekki á næsta leiti og nú þurfum við að treysta á ábyrga hegðun hvert ann­ars til að hlífa þeim sem eru í mestri hættu [...] það þarf sam­stöðu allra til að ná árangri.“

„Þið eruð öll í þessu sam­an“

Á aðfanga­dags­morgun opin­ber­aði lög­reglan að Bjarni hefði brotið sam­stöð­una með hegðun sinni og ákvörð­unum kvöldið áður. „Við erum öll í þessu sam­an“ var orðið „þið eruð öll í þessu sam­an.“

Það daprasta við ákvörðun Bjarna um að brjóta sótt­varna­reglur var að við­brögð­in, og eft­ir­mál­arn­ir, voru svo fyr­ir­sjá­an­leg­ir. 

Það bjóst bók­staf­lega eng­inn við því að for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins myndi þurfa að takast á við ein­hverjar póli­tískar afleið­ingar af gjörðum sín­um. Ekki frekar en þegar það var opin­berað að hann átti aflands­fé­lag í skatta­skjóli, þegar hann stakk tveimur skýrslum um hita­mál undir stól fram yfir kosn­ing­ar, leyndi því að faðir hans hefði skrifað með­mæla­bréf fyrir upp­reista æru kyn­ferð­is­brota­manns eða þegar hann ákvað að beita sér gegn því að Þor­valdur Gylfa­son fengi rit­stjóra­stöðu hjá hag­fræði­riti sem nær eng­inn hafði nokkru sinni heyrt um, svo nokkur dæmi séu nefnd. 

Mörg ofan­greinda dæma höfðu póli­tískar afleið­ingar fyrir sam­starfs­flokka og -fólk Bjarna og Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Fram­sókn beið til að mynda afhroð eftir að Panama­skjölin voru opin­beruð og klofn­aði skömmu síð­ar. Björt fram­tíð þurrk­að­ist út eftir að hafa slitið rík­is­stjórn­ar­sam­starfi vegna upp­reist æru-­máls­ins. Við­reisn rétt lifði af.

En Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn og Bjarni stóðu heilir á eft­ir. 

Kann að vinna þegar hann tapar

Bjarni er oft kall­aður teflon-­mað­ur­inn vegna þess að það fest­ist ekk­ert við hann. Hann hristir öll hneykslis- og álita­mál sem hann kemur sér í af sér eins og og steik­ing­arpanna ýtir frá sér fitu.

Fyrir því eru nokkrar ástæð­ur. 

Sú fyrsta er að innan flokks­ins sem hann stýrir – Sjálf­stæð­is­flokks­ins – er hvorki menn­ing né vilji fyrir því að láta fólk axla ábyrgð. Til­gangur flokks­ins er að stýra sam­fé­lag­inu. Punkt­ur. 

Einu skulda­skilin sem stjórn­mála­menn þurfa að standa skil á eiga að vera í kosn­ing­um. Í þau tvö skipti sem ráð­herrar flokks­ins hafa sagt af sér á und­an­förnum ára­tugum hefur það verið í kjöl­far nið­ur­stöðu dóm­stóla um að lög­brot hafi verið fram­in, ann­ars vegar af aðstoð­ar­manni ráð­herra og hins vegar af ráð­herr­anum sjálfum. Í bæði skiptin dróst hin eðli­lega afsögn óhóf­lega lengi vegna þess að áfram­hald­andi stjórn­­­mála­­starf þess ein­stak­l­ings sem braut gegn trausti almenn­ings var talið mik­il­væg­­ara en að almenn­ingur treysti stjórn­­­mál­­um. 

Auglýsing
Önnur ástæðan er sú að Bjarni er afar fær stjórn­mála­mað­ur. Hann hefur verið for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins í bráðum ell­efu ár. Á þeim tíma hefur flokk­ur­inn fengið fjórar af fimm verstu nið­ur­stöðum í þing­kosn­ingum í sögu sinni. Fram til árs­ins 2009 hafði einn for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins leitt hann í gegnum kosn­ingar þar sem flokk­ur­inn fékk undir 30 pró­sent atkvæða. Bjarni hefur gert það fjórum sinn­um. Kann­anir á þessu kjör­tíma­bili benda til þess að nær öruggt er að fylgi flokks­ins verði undir því marki í næstu kosn­ing­um. Um tíma mæld­ist það undir 20 pró­sent.  

Þrátt fyrir þetta hefur Bjarna tek­ist að vera valda­mesti maður lands­ins sleitu­laust frá árinu 2013. Það er póli­tískt afrek. Honum tekst það sem klókum stjórn­mála­mönnum tekst, að vinna jafn­vel þegar þeir tapa.

Sam­komu­lag um að kyngja vilja Sjálf­stæð­is­flokks

Það leiðir að þriðju ástæð­unni. Helstu klók­indi Bjarna fel­ast í því að sann­færa aðra stjórn­mála­leið­toga um að það sé ekki hægt að stýra land­inu án hans og Sjálf­stæð­is­flokks­ins. 

Í þeim hrossa­kaupum er Bjarni í lyk­il­stöðu til að gefa aðeins eftir hér og þar í skiptum fyrir það að kerfin sem flokk­ur­inn hans og helstu valda­fjöl­skyldur lands­ins hafa smíðað í sam­ein­ingu hald­ist nokkurn veg­inn eins og þau eru. 

Þetta er staða sem flestir Sjálf­stæð­is­menn skilja, og þess vegna láta þeir litlar mála­miðl­anir yfir sig ganga. En þá er líka eins gott að hinir flokk­arnir kyngi því sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn vill ná fram. 

Það verð sem flokkar greiða fyrir það að ganga í stjórn­ar­sam­starf með Sjálf­stæð­is­flokknum er meðal ann­ars að þeir verða að und­ir­gang­ast áður­nefnda póli­tísku menn­ingu hans. Fyrir vikið hafa Vinstri græn tapað 55 pró­sent kjós­enda sinna á yfir­stand­andi kjör­tíma­bili og Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn horfir mögu­lega fram á bar­áttu fyrir póli­tísku lífi sínu í næstu kosn­ingum sam­kvæmt stöðu hans í könn­un­um. 

En Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn siglir lygnan sjó. 

„Magn­að­ur“ árangur þjóðar sem sýnir sam­kennd og ábyrgð

Það sá auð­vitað eng­inn COVID-19 fyr­ir. Að í heim­inum myndu skap­ast aðstæður þar sem allir þyrftu að færa ein­stak­lings­bundnar fórnir til verja aðra. Frammi­staða Íslend­inga almennt við þessar aðstæður hefur verið ótrú­leg. Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir sagði það „magn­að“ í við­tali við Kjarn­ann hvað nær allir hafi fylgt þeim tak­mörk­unum sem sótt­varna­yf­ir­völd hafa beðið um að sé fylgt til að verja við­kvæm­ustu hópa sam­fé­lags­ins og heil­brigð­is­kerfið fyrir fyrir álagi. Ekki ferð­ast. Ekki hitta vini. Ekki hitta ætt­ingja. Haldið tveggja metra fjar­lægð. Verið með grím­ur. Sprittið ykk­ur. Sýnið ábyrgð. 

Takið heild­ar­hags­muni, og hags­muni ann­arra hópa, fram yfir eigin vilja og sér­­tæka hags­muni. Hagið ykkur eins og sið­legt sam­fé­lag. 

Það er gríð­ar­lega mik­il­vægt við svona aðstæður að þeir sem setja regl­urn­ar, eða eru í fram­línu þess að fram­fylgja regl­un­um, fari eftir þeim. Upp hafa komið aðstæður þar sem þeir hafa ekki gert það. Vara­for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins varð upp­vís af því í sum­ar. Yfir­lög­reglu­þjón­inn sem við áttum öll að hlýða fór líka gegn þeim fyrir nokkrum vik­um. 

Og á Þor­láks­messu gerði einn af þremur leið­togum rík­is­stjórn­ar­innar sem tekur ákvarð­anir um að tak­marka frelsi okkar hinna, það líka.

Engin gríma, með allt of mörgum að virða ekki fjar­lægð­ar­tak­mörk

Jólin eru mörgum erfið við þær aðstæður sem eru uppi. Fólk getur ekki hitt veika ætt­ingja sína. For­eldrar þurfa að gera upp á milli barna sinna til að upp­fylla „jólakúlu­skil­yrð­in“. Margir þurfa að horfa á jarð­ar­farir ást­vina á YouTu­be. Tugir þús­unda hafa misst vinn­una, rekstr­ar­að­ilar hafa tapað lífs­við­ur­vær­inu og fjöl­margir eru upp­fullir af kvíða og van­líð­an. En fólk almennt hlýðir þeim reglum sem settar eru. Vegna þess að það upp­lifir sig sem hluta af heild, getur sett sig í spor ann­arra og sér gildi þeirrar sam­stöðu sem kallað er eft­ir.

Bjarni Bene­dikts­son fór á lista­sýn­ingu eftir að hún lok­aði, en aug­lýst hafði verið að sýn­ingin stæði til klukkan 22. Lög­reglan segir að starf­semi sal­ar­ins hefði átt að vera lokuð þegar hún var kölluð til og því var um sam­kvæmi utan opn­un­ar­tíma að ræða. Þar voru, sam­kvæmt lög­reglu, 40-50 manns sem er langt umfram það sem sótt­varnir kalla á og heim­ild var fyr­ir. 

Í dag­bók lög­regl­unnar á aðfanga­dag sagði: „Tölu­verð ölvun var í sam­kvæm­inu og voru flestir gest­anna með áfengi við hönd. Lög­reglu­menn veittu athygli að eng­inn gest­anna var með and­lits­grímur fyrir and­liti. Lög­reglu­menn sögðu að nán­ast hvergi voru fjar­lægð­ar­tak­mörk virt. Lög­reglu­menn sáu aðeins 3 spritt­brúsa í saln­um.“

Auglýsing
Bjarni var ekki með grímu á stað þar sem eng­inn annar var með grímu, sam­kvæmt lög­reglu. Hann var staddur í sam­kvæmi þar sem fjar­lægð­ar­tak­mörk voru hvergi virt, sam­kvæmt lög­reglu. Í sam­kvæmi þar sem reglur um aðgengi að spritt­brúsum voru ekki í sam­ræmi við regl­ur, sam­kvæmt lög­reglu. Í frétta­skýr­ingu Vísis um málið kemur fram að lög­reglan kom ekki í Ásmund­ar­sal fyrr en klukkan 22:50, eða 50 mín­útum eftir að sýn­ing­unni sem er í salnum átti að vera lokið sam­kvæmt aug­lýstum opn­un­ar­tíma. 

Á sama tíma fer Bjarni, ásamt tveimur öðrum, fyrir rík­is­stjórn sem krefst þess að almenn­ingur færi fórnir sem Bjarni Bene­dikts­son er ekki til­bú­inn að færa. 

Of mik­il­vægur til að segja af sér

Bjarni hefur beðist afsök­un­ar. Í þeirri afsök­un­ar­beiðni kemur fram að hann telur sig fórn­ar­lamb aðstæðna. Það gerð­ist bara skyndi­lega að svona margt fólk var mætt á stað­inn og hann átt­aði sig ekki á því fyrr en of seint. Í því fel­ast mis­tök hans.

Í við­tali við Vísi sagði Bjarni að þessi hegðun hans kall­aði ekki á afsögn. Til þess væri hann of mik­il­væg­ur. Þá væri líka stutt í kosn­ingar og þar geti fólk sagt sína skoðun á hon­um. „Við erum í miðju verki við að reisa efna­hag okkar við og vinna bug á þessum far­aldri og mér finnst þetta mál ekki vera til­­efni fyrir mig til þess að stíga frá því verki. Það er ein­fald­­lega of stórt og mikið verk­efni til þess að klára.“

Í gær sner­ist athyglin svo af hátt­erni ráð­herr­ans og að vinnu­brögðum lög­regl­unnar. Hún gerði eitt­hvað rangt vegna þess að hún sagði satt frá. Og það verð­ur, að mati sum­ra, að hafa afleið­ing­ar. Fyrir lög­regl­una.

Ekk­ert í þessum við­brögðum kemur á óvart. Bjarni tapar enda varla atkvæði á hegðun sinni. Kjós­endum hans líkar við sterka mann­inn sem þarf ekki að lúta sömu reglum og hann setur smæ­lingj­un­um. Hæl­bít­un­um. Öfund­ar­fólk­in­u. 

Og vélin í kringum hann fer nú að festa sig í auka­at­riðum máls­ins til að draga athygl­ina frá aðal­at­rið­inu. Þennan leik höfum við öll leikið svo oft áður. 

Setn­ingarunur sem þýða ekk­ert

Þess vegna var strax beðið eftir við­brögðum Katrínar Jak­obs­dótt­ur. Þannig er póli­tísk menn­ing okkar orð­in. Það býst eng­inn við því að alþjóð­lega hefð­bundin við­mið um póli­tíska ábyrgð eigi við um Sjálf­stæð­is­flokk­inn. Sam­starfs­að­ilar flokks­ins sem gefa sig út fyrir að vera með hærri sið­ferð­is­þrösk­uld sitja þess í stað uppi með að svara fyrir hann, og taka póli­tísku afleið­ing­un­um. Sem er svipað og spyrja vin­konu brennu­vargs af hverju hún stöðvi ekki allar þessar íkveikj­ur.

Dap­ur­leg­ast er að ekk­ert í við­brögðum hinna stjórn­ar­leið­tog­anna kom heldur neitt á óvart. Katrín Jak­obs­dóttir beið í sól­ar­hring með að tjá sig og sagð­ist svo ekki gera kröfu um að Bjarni segði af sér. 

Svo sagði hún: „Svona atvik skaðar traustið á milli flokk­anna og gerir sam­­starfið erf­ið­­ara. Sér­­stak­­lega vegna þessa að við stöndum í stór­ræðum þessa dag­ana, hins vegar hefur sam­­staðan innan stjórn­­­ar­innar verið góð og ég tel okkur hafa náð miklum árangri í því sem við erum að vinna að. Við munum halda því ótrauð áfram.“

Sig­urður Ingi Jóhanns­son sagði málið óheppi­legt en ekk­ert aðal­at­riði. „Aðal­at­riðið er að horfa á stóru mynd­ina. Við þurfum að kom­ast í gegnum þetta sam­an.“

Þessar setn­ingarunur þýða í raun ekki neitt. Þær eru orða­salat sett saman til að slá ryki í augu almenn­ings. Þær gefa í skyn afleið­ingar án þess að nokkrar séu. Traust skað­ast á milli flokka, en sam­starf þeirra mun halda ótrautt áfram. Ekki horfa á mis­tök Bjarna, heldur óskil­greinda stóra mynd.  

Með öðrum orðum þá verður stjórn­ar­sam­starfið algjör­lega óbreytt.

Málið mun ekki hafa neinar afleið­ingar vegna þess að Bjarni vill ekki að þetta hafi neinar afleið­ing­ar. Hann er of stór til að bera ábyrgð. Þegar Bjarni gerir mis­tök þá er það sam­starfs­flokk­anna að verja þau, og ganga um leið á póli­tíska inn­eign sína. Það er þeirra hlut­verk. 

Þeir kyngja. Bjarni sigr­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari