Mynd: Birgir Þór Harðarson

Þetta gerðist árið 2017: Tvær skýrslur undir stól

Í janúar voru tvær skýrslur sem áttu erindi við almenning dregnar undan stóli í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Báðar fjölluðu þær um mál sem voru á meðal stærstu mála síðustu ára, aflandseignir Íslendinga og skiptingu Leiðréttingarinnar. Báðar voru tilbúnar fyrir kosningarnar 2016 en ekki birtar fyrr en að þeim loknum.

Hvað gerð­ist?

Í byrjun jan­úar 2017 voru gerðar opin­berar tvær skýrsl­ur. Sú fyrri var  skýrsla starfs­hóps sem skoð­aði umfang aflandseigna Íslend­inga og áætl­­aði hversu miklu eig­endur slíkra eigna hefðu stungið undan skatti.

Skýrslan var unnin sem við­bragð við opin­berun Panama­skjal­anna svoköll­uðu. Bjarni Bene­dikts­son, þáver­andi fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, greindi frá því í maí 2016 að sér­stöku teymi, með aðkomu utan­­að­kom­andi sér­­fræð­inga, yrði falið að „gera mat á umfangi fjár­­­magnstil­­færslna og und­an­­skota á aflands­­svæðum sam­hliða því að áætla tekju­tap hins opin­bera af slíkri starf­­sem­i.[...]Við höfum skyldur til þess að draga fram og skýra hvert umfang skattsvikanna var. Hvert er umfang vand­ans? Hversu mikið tapast? Hversu algengt var að þetta félaga­form, þessi lönd, þessi svæði, væru nýtt til þess að skjóta sér undan íslenskum lög­­um? Það finnst mér sjálf­­sagt og eðli­­legt að kanna. Mér finnst það frum­­skylda okkar að gefnu þessu til­­efni núna að taka það út sér­­stak­­lega og verður það meg­in­verk­efni þessa sér­­staka teymis sem ég hyggst fela þetta hlut­verk þannig að við getum haft betri grund­­völl undir umræðu um umfang vand­ans.“

Þessi hópur starf­aði frá vor­inu 2016 undir for­­mennsku Sig­­urðar Ing­­ólfs­­sonar hag­fræð­ings. Og hann skil­aði skýrslu til fjár­­­mála- og efna­hags­ráðu­­neyt­is­ins í sept­­em­ber sama ár, rúmum mán­uði fyrir kosn­­ing­­arnar sem haldnar voru fyrr en áætlað var vegna aflands­­fé­laga­op­in­ber­anna Pana­ma­skjal­anna.

Skýrslan var kynnt fyrir Bjarna Bene­dikts­­syni, þáver­andi fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra, í byrjun októ­ber sama ár. Skýrslan var hins vegar ekki birt fyrr en 6. jan­ú­­ar, eftir að Kjarn­inn hafði ítrekað spurst fyrir um afdrif henn­­ar.

Hin skýrslan sem um ræðir var skýrsla um þjóð­hags­leg áhrif Leið­rétt­ing­ar­inn­ar. Hún var birt 18. jan­úar 2017, í kjöl­far ítrek­aðra fyr­ir­spurna Kjarn­ans um hana. Síðar kom í ljós að drög hennar höfðu verið til­búin í heilt ár og loka­drög hefðu legið fyrir í júní 2016. Vinnslu við skýrsl­una var síðan lokið í októ­ber 2016 en hún samt sem áður ekki birt fyrr en í jan­úar 2017. Í skýrsl­unni kom meðal ann­ars fram að eigna­meiri hluti þjóð­ar­innar hafi fengið 52 af þeim 72 millj­örðum króna sem greiddir voru út vegna Leið­rétt­ing­ar­inn­ar, eða 72 pró­sent alls þess fjár sem greitt var út vegna henn­ar. Tekju­hæstu tíu pró­sent þjóð­ar­innar fengu 30 pró­sent af Leið­rétt­ing­unni og 86 pró­sent hennar fór til tekju­hærri helm­ings lands­manna.

Skýrslan sem um ræðir er átta blað­­síður. Það liðu 19 mán­uðir frá því að beðið var um hana á Alþingi af þing­­mönnum fjög­­urra flokka og þar til að hún var loks birt. Til að setja þann tíma í sam­hengi þá tók það rík­­is­­stjórn Sjálf­­stæð­is­­flokks og Fram­­sókn­­ar­­flokks hálft ár að láta vinna 58 blað­­síðna skýrslu þar sem höf­uð­stólslækkun hús­næð­is­lána var rök­studd og fram­­kvæmd aðgerð­­ar­innar kynnt. Ári síð­­­ar, í nóv­­em­ber 2014, var fram­­kvæmdin að mestu frá og og umfangs­mikil  84 blað­­síðna glæru­kynn­ing í Hörpu var sett á svið þar sem farið var yfir valdar nið­­ur­­stöður úr aðgerð­inn­i.

Hvaða afleið­ingar hafði það?

Hin seinu skil á tveimur skýrsl­um, sem fjöll­uðu ann­ars vegar um Panama­skjölin og hins vegar um Leið­rétt­ing­una, tvö stærstu mál þess kjör­tíma­bils sem hófst árið 2013 og lauk haustið 2016, voru ekki til þess fallin að auka traust á Alþingi og stjórn­mála­mönn­um, sem þó var lítið fyr­ir. Báðar skýrsl­urnar inni­héldu upp­lýs­ingar sem hefðu gert það að verkum að umræður fyrir kosn­ing­arnar 2016 um þessi tvö risa­stóru mál hefðu getað byggt á vand­aðri grein­ingu eða stað­reyndum í stað þess að ein­kenn­ast af upp­hróp­un­um.

Á sama tíma og verið var að birta umræddar skýrslur var líka verið að mynda rík­is­stjórn Bjarna Bene­dikts­son­ar. Hún tók við 10. jan­úar 2017. Hin seinu skýrslu­skil, sem voru bæði á ábyrgð Bjarna sem fjár­mála- og efna­hags­mála­ráð­herra, ollu miklum titr­ingi á loka­spretti mynd­unar þeirrar stjórn­ar. Sein skil á skýrsl­unni um aflandseign­irnar var helsta ástæða þess að rúmur fjórð­ungur stjórnar Bjartrar fram­tíðar greiddi atkvæði á móti stjórn­ar­sátt­mála rík­is­stjórn­ar­innar og að þing­flokkur Við­reisnar brá á það ráð, dag­inn áður en að rík­is­stjórnin var form­lega mynd­uð, að fá Bjarna Bene­dikts­son á síma­fund til að útskýra mál sitt. Slíkt er for­dæma­laust.

Svan­dís Svav­ars­dótt­ir, þáver­andi þing­flokks­for­maður Vinstri grænna, óskaði eftir því skrif­lega að umboðs­­maður Alþingis myndi fjalla um hvort Bjarni hefði brotið gegn 6. grein c siða­reglna ráð­herra með því að birta ekki skýrslu um aflands­­fé­lög fyrr en nokkrum vikum eftir að hún lá fyr­­ir.

Umboðs­maður til­kynnti síðar um að ekki væri til­efni til að taka til athug­unar hvort Bjarni hefði brotið gegn siða­­reglum ráð­herra með því að birta ekki skýrslu um eignir Íslend­inga í aflands­­fé­lögum fyrr en raun bar vitni. Ástæðan var fyrst og fremst að Bjarni hafði við­­ur­­kennt að það hafi verið mis­­tök af hans hálfu að birta ekki skýrsl­una mun fyrr en gert var.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar