Mynd: Birgir Þór Harðarson

Þetta gerðist árið 2017: Tvær skýrslur undir stól

Í janúar voru tvær skýrslur sem áttu erindi við almenning dregnar undan stóli í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Báðar fjölluðu þær um mál sem voru á meðal stærstu mála síðustu ára, aflandseignir Íslendinga og skiptingu Leiðréttingarinnar. Báðar voru tilbúnar fyrir kosningarnar 2016 en ekki birtar fyrr en að þeim loknum.

Hvað gerð­ist?

Í byrjun jan­úar 2017 voru gerðar opin­berar tvær skýrsl­ur. Sú fyrri var  skýrsla starfs­hóps sem skoð­aði umfang aflandseigna Íslend­inga og áætl­­aði hversu miklu eig­endur slíkra eigna hefðu stungið undan skatti.

Skýrslan var unnin sem við­bragð við opin­berun Panama­skjal­anna svoköll­uðu. Bjarni Bene­dikts­son, þáver­andi fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, greindi frá því í maí 2016 að sér­stöku teymi, með aðkomu utan­­að­kom­andi sér­­fræð­inga, yrði falið að „gera mat á umfangi fjár­­­magnstil­­færslna og und­an­­skota á aflands­­svæðum sam­hliða því að áætla tekju­tap hins opin­bera af slíkri starf­­sem­i.[...]Við höfum skyldur til þess að draga fram og skýra hvert umfang skattsvikanna var. Hvert er umfang vand­ans? Hversu mikið tapast? Hversu algengt var að þetta félaga­form, þessi lönd, þessi svæði, væru nýtt til þess að skjóta sér undan íslenskum lög­­um? Það finnst mér sjálf­­sagt og eðli­­legt að kanna. Mér finnst það frum­­skylda okkar að gefnu þessu til­­efni núna að taka það út sér­­stak­­lega og verður það meg­in­verk­efni þessa sér­­staka teymis sem ég hyggst fela þetta hlut­verk þannig að við getum haft betri grund­­völl undir umræðu um umfang vand­ans.“

Þessi hópur starf­aði frá vor­inu 2016 undir for­­mennsku Sig­­urðar Ing­­ólfs­­sonar hag­fræð­ings. Og hann skil­aði skýrslu til fjár­­­mála- og efna­hags­ráðu­­neyt­is­ins í sept­­em­ber sama ár, rúmum mán­uði fyrir kosn­­ing­­arnar sem haldnar voru fyrr en áætlað var vegna aflands­­fé­laga­op­in­ber­anna Pana­ma­skjal­anna.

Skýrslan var kynnt fyrir Bjarna Bene­dikts­­syni, þáver­andi fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra, í byrjun októ­ber sama ár. Skýrslan var hins vegar ekki birt fyrr en 6. jan­ú­­ar, eftir að Kjarn­inn hafði ítrekað spurst fyrir um afdrif henn­­ar.

Hin skýrslan sem um ræðir var skýrsla um þjóð­hags­leg áhrif Leið­rétt­ing­ar­inn­ar. Hún var birt 18. jan­úar 2017, í kjöl­far ítrek­aðra fyr­ir­spurna Kjarn­ans um hana. Síðar kom í ljós að drög hennar höfðu verið til­búin í heilt ár og loka­drög hefðu legið fyrir í júní 2016. Vinnslu við skýrsl­una var síðan lokið í októ­ber 2016 en hún samt sem áður ekki birt fyrr en í jan­úar 2017. Í skýrsl­unni kom meðal ann­ars fram að eigna­meiri hluti þjóð­ar­innar hafi fengið 52 af þeim 72 millj­örðum króna sem greiddir voru út vegna Leið­rétt­ing­ar­inn­ar, eða 72 pró­sent alls þess fjár sem greitt var út vegna henn­ar. Tekju­hæstu tíu pró­sent þjóð­ar­innar fengu 30 pró­sent af Leið­rétt­ing­unni og 86 pró­sent hennar fór til tekju­hærri helm­ings lands­manna.

Skýrslan sem um ræðir er átta blað­­síður. Það liðu 19 mán­uðir frá því að beðið var um hana á Alþingi af þing­­mönnum fjög­­urra flokka og þar til að hún var loks birt. Til að setja þann tíma í sam­hengi þá tók það rík­­is­­stjórn Sjálf­­stæð­is­­flokks og Fram­­sókn­­ar­­flokks hálft ár að láta vinna 58 blað­­síðna skýrslu þar sem höf­uð­stólslækkun hús­næð­is­lána var rök­studd og fram­­kvæmd aðgerð­­ar­innar kynnt. Ári síð­­­ar, í nóv­­em­ber 2014, var fram­­kvæmdin að mestu frá og og umfangs­mikil  84 blað­­síðna glæru­kynn­ing í Hörpu var sett á svið þar sem farið var yfir valdar nið­­ur­­stöður úr aðgerð­inn­i.

Hvaða afleið­ingar hafði það?

Hin seinu skil á tveimur skýrsl­um, sem fjöll­uðu ann­ars vegar um Panama­skjölin og hins vegar um Leið­rétt­ing­una, tvö stærstu mál þess kjör­tíma­bils sem hófst árið 2013 og lauk haustið 2016, voru ekki til þess fallin að auka traust á Alþingi og stjórn­mála­mönn­um, sem þó var lítið fyr­ir. Báðar skýrsl­urnar inni­héldu upp­lýs­ingar sem hefðu gert það að verkum að umræður fyrir kosn­ing­arnar 2016 um þessi tvö risa­stóru mál hefðu getað byggt á vand­aðri grein­ingu eða stað­reyndum í stað þess að ein­kenn­ast af upp­hróp­un­um.

Á sama tíma og verið var að birta umræddar skýrslur var líka verið að mynda rík­is­stjórn Bjarna Bene­dikts­son­ar. Hún tók við 10. jan­úar 2017. Hin seinu skýrslu­skil, sem voru bæði á ábyrgð Bjarna sem fjár­mála- og efna­hags­mála­ráð­herra, ollu miklum titr­ingi á loka­spretti mynd­unar þeirrar stjórn­ar. Sein skil á skýrsl­unni um aflandseign­irnar var helsta ástæða þess að rúmur fjórð­ungur stjórnar Bjartrar fram­tíðar greiddi atkvæði á móti stjórn­ar­sátt­mála rík­is­stjórn­ar­innar og að þing­flokkur Við­reisnar brá á það ráð, dag­inn áður en að rík­is­stjórnin var form­lega mynd­uð, að fá Bjarna Bene­dikts­son á síma­fund til að útskýra mál sitt. Slíkt er for­dæma­laust.

Svan­dís Svav­ars­dótt­ir, þáver­andi þing­flokks­for­maður Vinstri grænna, óskaði eftir því skrif­lega að umboðs­­maður Alþingis myndi fjalla um hvort Bjarni hefði brotið gegn 6. grein c siða­reglna ráð­herra með því að birta ekki skýrslu um aflands­­fé­lög fyrr en nokkrum vikum eftir að hún lá fyr­­ir.

Umboðs­maður til­kynnti síðar um að ekki væri til­efni til að taka til athug­unar hvort Bjarni hefði brotið gegn siða­­reglum ráð­herra með því að birta ekki skýrslu um eignir Íslend­inga í aflands­­fé­lögum fyrr en raun bar vitni. Ástæðan var fyrst og fremst að Bjarni hafði við­­ur­­kennt að það hafi verið mis­­tök af hans hálfu að birta ekki skýrsl­una mun fyrr en gert var.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar