Þórdís Kolbrún: Myndin með vinkonunum „taktlaus og mistök“

Varaformaður Sjálfstæðisflokksins segir það snúið að kalla eftir manneskjulegum manneskjum í pólitík, en leyfa þeim svo ekki að vera manneskjur. „Gleymum því ekki að það er stór hluti þess að vera manneskja, að gera mistök, vera taktlaus.“

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Auglýsing

„Hún var takt­laus og mis­tök, svona eftir á að hyggja. Mynd­málið var þannig og tíma­setn­ingin rétt eftir að til­kynnt var um afdrifa­ríkar ákvarð­anir um komur til lands­ins.“ Þetta segir Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, ferða­mála-, iðn­að­ar- og nýsköp­un­ar­ráð­herra og vara­for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, í við­tali við Morg­un­blaðið um myndir af vin­konu­hitt­ingi hennar um miðjan ágúst, þar sem þær voru mynd­aðar nokkrum sinnum saman í einum hnappi. 

Myndin sætti mik­illi gagn­rýni í ljósi tveggja metra regl­unnar svoköll­uðu sem var ekki við­höfð við þær mynda­tök­­ur.

Rík­is­stjórn­in, sem Þór­dís Kol­brún situr í, hafði nokkrum vikum áður hert reglur vegna þess að önnur bylgja kór­ónu­veirusmita var að gera vart við sig. Á blaða­manna­fundi í lok júlí sagði Svan­dís Svav­ars­dóttir heil­brigð­is­ráð­herra: „„Þar sem fólk kemur saman og í allri starf­­semi verði tveggja metra reglan við­höfð á milli ein­stak­l­inga. Það er að segja að hún verði ekki lengur val­­kvæð heldur skyld­u­bund­in. Þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra fjar­lægð milli ótengdra ein­stak­l­inga þá er kraf­ist not­k­unar and­lits­grímu sem hylur nef og munn.“

Auglýsing
Rúmri viku eftir að hertar aðgerðir tóku gildi skrif­aði Þór­­dís grein í Morg­un­­blaðið með fyr­ir­­sögn­inni: „Þetta veltur á okk­­ur“. Þar fjall­aði hún um þann upp­­takt í smitum sem hafði verið frá lokum júlí­mán­að­­ar. Í grein­inni sagði: „Auð­vitað von­um við öll að þetta bak­slag end­­­ur­taki sig ekki og kúrf­an fletj­ist út. Í því skipt­ir mestu að við, hvert og eitt okk­­­ar, gæt­um að sótt­­­vörn­um í dag­­­legu líf­i.“

Tak­mark­arnir hertar dag­inn áður

Föstu­dag­inn 15. ágúst ákváðu stjórn­völd að herða veru­­lega tak­­mark­­anir á landa­­mærum Íslands, sem í reynd lok­uðu land­inu að mestu fyrir komu ferða­­manna. Við það tæki­færi skrif­aði Þór­dís Kol­brún í stöðu­upp­færslu á Face­book að áfram væru „per­­són­u­bundnar sótt­­varnir langöflug­asta tækið til að berja þessa veiru niður og hert­­ari aðgerðir á landa­­mærum koma aldrei í stað­inn fyrir það. Við búum í góðu sam­­fé­lagi. Sterku sam­­fé­lagi. Og við erum heppin með það teymi sem ráð­­leggur okkur í gegnum þann þátt þessa risa stóra verk­efn­­is.“

Vin­konu­hitt­ing­ur­inn sem röð mynda voru teknar af átti sér svo stað dag­inn eft­ir, laug­ar­dag­inn 16. ágúst. Myndin sem olli miklu fjaðrafoki. MYND: Skjáskot

Stór hluti þess að vera mann­eskja að gera mis­tök

Þór­dís Kol­brún segir í Morg­un­blað­inu í dag að hún hafi verið ráð­herra í fjögur ár án þess að lenda í upp­á­komum sem þessum og að hún hafi kannski mátt búast við að það gerð­ist fyrr eða síð­ar. „En ég get svo sem ekki kvart­að, þetta kom við mig en við þekkjum alveg dæmi um mun per­sónu­legri gagn­rýni. Mér hefur þótt það mín gæfa í stjórn­málum að ég kom til­tölu­lega hratt inn í þau, þannig að ég hef getað verið ég sjálf, án ein­hvers póli­tísks far­ang­urs úr for­tíð. Ég finn að fólki finnst það þægi­legt að ég sé ekki að setja mig í eitt­hvert hlut­verk stjórn­mála­manns­ins, en ég skil líka betur núna að sumir gera það. Það er bara ekki mín leið. Ég ætla að vera ég sjálf. En það er snúið að kalla eftir mann­eskju­legum mann­eskjum í póli­tík, en leyfa þeim svo ekki að vera mann­eskj­ur. Gleymum því ekki að það er stór hluti þess að vera mann­eskja, að gera mis­tök, vera takt­laus, hafa ekki alltaf hugsað hlut­ina til enda.“ 

Hún seg­ist ekki gera kvartað yfir sinni stöðu eða tæki­færum sem hún hafi feng­ið, en stundum finn­ist henni ágengnin keyra úr hófi. „Og margir stjórn­mála­menn sem þurfa að þola það marg­falt á við mig.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kostnaður við rekstur þjóðkirkjunnar greiðist úr ríkissjóði þar sem kirkjan og ríki eru ekki aðskilin hérlendis.
Prestar ósáttir við tillögu um að hætta að rukka fyrir hjónavígslur, skírnir og útfarir
Lagt hefur verið til að hætt verði að rukka fyrir aukaverk presta. Það þyki fráhrindandi að prestur sem þjónar fólki á gleði- og sorgarstundum sendi viðkomandi síðan reikning. Einkum sé þetta „slæm birtingarmynd þegar um efnalítið fólk er að ræða.“
Kjarninn 18. október 2021
Á meðal íbúða sem Bjarg leigufélag, sem er óhagnaðardrifið, hefur byggt og leigir nú út eru íbúðir við Hallgerðargötu í Laugarneshverfi.
Þeir sem leigja af óhagnaðardrifnum leigufélögum mun ánægðari en aðrir
Uppbygging almennra íbúða í gegnum óhagnaðardrifin leigufélög hefur aukið verulega framboð á húsnæði fyrir fólk með lágar tekjur. Leigjendur í kerfinu eru mun ánægðari en aðrir leigjendur og telja sig búa við meira húsnæðisöryggi.
Kjarninn 18. október 2021
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Gagnrýnir skarpa hækkun sveiflujöfnunaraukans
Dósent í fjármálum við Háskóla Íslands segir mikla hækkun á eiginfjárkröfum fjármálafyrirtækja ekki vera í samræmi við eigið áhættumat Seðlabankans og úr takti við helstu samanburðarlönd.
Kjarninn 17. október 2021
Búinn að eyða 500 til 600 klukkustundum samhliða fullri dagvinnu í eldgosið
Ljósmyndabókin „Í návígi við eldgos“ inniheldur 100 tilkomumestu og skemmtilegustu myndirnar úr ferðum Daníels Páls Jónssonar að eldgosinu í Fagradalsfjalli. Hann safnar nú fyrir útgáfu hennar.
Kjarninn 17. október 2021
Þótt ferðamenn séu farnir að heimsækja Ísland í meira magni en í fyrra, og störfum í geiranum hafi samhliða fjölgað, er langur vegur að því að ferðaþjónustan skapi jafn mörg störf og hún gerði fyrir heimsfaraldur.
Langtímaatvinnuleysi 143 prósent meira en það var fyrir kórónuveirufaraldur
Þótt almennt atvinnuleysi sé komið niður í sömu hlutfallstölu og fyrir faraldur þá er atvinnuleysið annars konar nú. Þúsundir eru á tímabundnum ráðningastyrkjum og 44 prósent atvinnulausra hafa verið án vinnu í ár eða lengur.
Kjarninn 17. október 2021
Eiríkur Ragnarsson
Af hverju er aldrei neitt til í IKEA?
Kjarninn 17. október 2021
Karl Gauti Hjaltason er oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
„Það er búið að eyðileggja atkvæðin í þessu kjördæmi“
Atkvæðin í kosningunum í Norðvesturkjördæmi „eru því miður ónýt,“ segir Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi sýslumaður og „vafaþingmaður“ Miðflokksins. „Það getur enginn í raun og veru treyst því að ekki hafi verið átt við þessi atkvæði“.
Kjarninn 17. október 2021
Gabby Petito
Verður morðið á Gabby Petito leyst á TikTok?
Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði, segir enga ástæðu til að óttast breyttan veruleika við umfjöllun sakamála en mikilvægt sé að að gera greinarmun á sakamálum sem afþreyingu og lögreglurannsókn.
Kjarninn 17. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent