Þórdís Kolbrún: Myndin með vinkonunum „taktlaus og mistök“

Varaformaður Sjálfstæðisflokksins segir það snúið að kalla eftir manneskjulegum manneskjum í pólitík, en leyfa þeim svo ekki að vera manneskjur. „Gleymum því ekki að það er stór hluti þess að vera manneskja, að gera mistök, vera taktlaus.“

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Auglýsing

„Hún var takt­laus og mis­tök, svona eftir á að hyggja. Mynd­málið var þannig og tíma­setn­ingin rétt eftir að til­kynnt var um afdrifa­ríkar ákvarð­anir um komur til lands­ins.“ Þetta segir Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, ferða­mála-, iðn­að­ar- og nýsköp­un­ar­ráð­herra og vara­for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, í við­tali við Morg­un­blaðið um myndir af vin­konu­hitt­ingi hennar um miðjan ágúst, þar sem þær voru mynd­aðar nokkrum sinnum saman í einum hnappi. 

Myndin sætti mik­illi gagn­rýni í ljósi tveggja metra regl­unnar svoköll­uðu sem var ekki við­höfð við þær mynda­tök­­ur.

Rík­is­stjórn­in, sem Þór­dís Kol­brún situr í, hafði nokkrum vikum áður hert reglur vegna þess að önnur bylgja kór­ónu­veirusmita var að gera vart við sig. Á blaða­manna­fundi í lok júlí sagði Svan­dís Svav­ars­dóttir heil­brigð­is­ráð­herra: „„Þar sem fólk kemur saman og í allri starf­­semi verði tveggja metra reglan við­höfð á milli ein­stak­l­inga. Það er að segja að hún verði ekki lengur val­­kvæð heldur skyld­u­bund­in. Þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra fjar­lægð milli ótengdra ein­stak­l­inga þá er kraf­ist not­k­unar and­lits­grímu sem hylur nef og munn.“

Auglýsing
Rúmri viku eftir að hertar aðgerðir tóku gildi skrif­aði Þór­­dís grein í Morg­un­­blaðið með fyr­ir­­sögn­inni: „Þetta veltur á okk­­ur“. Þar fjall­aði hún um þann upp­­takt í smitum sem hafði verið frá lokum júlí­mán­að­­ar. Í grein­inni sagði: „Auð­vitað von­um við öll að þetta bak­slag end­­­ur­taki sig ekki og kúrf­an fletj­ist út. Í því skipt­ir mestu að við, hvert og eitt okk­­­ar, gæt­um að sótt­­­vörn­um í dag­­­legu líf­i.“

Tak­mark­arnir hertar dag­inn áður

Föstu­dag­inn 15. ágúst ákváðu stjórn­völd að herða veru­­lega tak­­mark­­anir á landa­­mærum Íslands, sem í reynd lok­uðu land­inu að mestu fyrir komu ferða­­manna. Við það tæki­færi skrif­aði Þór­dís Kol­brún í stöðu­upp­færslu á Face­book að áfram væru „per­­són­u­bundnar sótt­­varnir langöflug­asta tækið til að berja þessa veiru niður og hert­­ari aðgerðir á landa­­mærum koma aldrei í stað­inn fyrir það. Við búum í góðu sam­­fé­lagi. Sterku sam­­fé­lagi. Og við erum heppin með það teymi sem ráð­­leggur okkur í gegnum þann þátt þessa risa stóra verk­efn­­is.“

Vin­konu­hitt­ing­ur­inn sem röð mynda voru teknar af átti sér svo stað dag­inn eft­ir, laug­ar­dag­inn 16. ágúst. Myndin sem olli miklu fjaðrafoki. MYND: Skjáskot

Stór hluti þess að vera mann­eskja að gera mis­tök

Þór­dís Kol­brún segir í Morg­un­blað­inu í dag að hún hafi verið ráð­herra í fjögur ár án þess að lenda í upp­á­komum sem þessum og að hún hafi kannski mátt búast við að það gerð­ist fyrr eða síð­ar. „En ég get svo sem ekki kvart­að, þetta kom við mig en við þekkjum alveg dæmi um mun per­sónu­legri gagn­rýni. Mér hefur þótt það mín gæfa í stjórn­málum að ég kom til­tölu­lega hratt inn í þau, þannig að ég hef getað verið ég sjálf, án ein­hvers póli­tísks far­ang­urs úr for­tíð. Ég finn að fólki finnst það þægi­legt að ég sé ekki að setja mig í eitt­hvert hlut­verk stjórn­mála­manns­ins, en ég skil líka betur núna að sumir gera það. Það er bara ekki mín leið. Ég ætla að vera ég sjálf. En það er snúið að kalla eftir mann­eskju­legum mann­eskjum í póli­tík, en leyfa þeim svo ekki að vera mann­eskj­ur. Gleymum því ekki að það er stór hluti þess að vera mann­eskja, að gera mis­tök, vera takt­laus, hafa ekki alltaf hugsað hlut­ina til enda.“ 

Hún seg­ist ekki gera kvartað yfir sinni stöðu eða tæki­færum sem hún hafi feng­ið, en stundum finn­ist henni ágengnin keyra úr hófi. „Og margir stjórn­mála­menn sem þurfa að þola það marg­falt á við mig.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorsteinn Vilhjálmsson
Sprautur, siður og réttur
Kjarninn 26. febrúar 2021
Símon Sigvaldason
Dómsmálaráðherra gerir tillögu um að skipa Símon Sigvaldason í Landsrétt
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir vill að Símon Sigvaldason verði skipaður í eina lausa stöðu við Landsrétt. Það þýðir að Jón Finnbjörnsson, sem er í leyfi og sótti um endurskipun, fær hana ekki.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri hjá Símanum.
Býst við að Viaplay hækki verðið þegar íþróttapakkinn stækkar
Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri hjá Símanum býst við því að Viaplay hækki verðið á áskriftum sínum þegar íþróttapakkinn þeirra stækkar. „Annað væri bara skaðleg undirverðlagning,“ sagði Magnús í nýjum þætti af Tæknivarpinu.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Sambærilegum smáhýsum hefur þegar verið komið upp í Gufunesi.
Smáhýsi fyrir heimilislausa í Laugardalnum þokast nær
Áform um smáhýsi fyrir heimilislausa á borgarlandi milli Suðurlandsbrautar og Fjölskyldu- og húsdýragarðsins hafa verið samþykkt í skipulags- og samgönguráði. Íþróttafélög, fasteignafélagið Reitir og fleiri lögðust gegn þessari staðsetningu smáhýsanna.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Einkaneysla Íslendinga dróst lítið saman, þrátt fyrir samkomutakmarkanir
Minni samdráttur í fyrra en áður var áætlað
Landsframleiðsla dróst saman um 6,6 prósent í fyrra samkvæmt nýútgefnum þjóðhagsreikningum Hagstofu. Þetta er nokkuð minni samdráttur en Seðlabankinn og Íslandsbankinn höfðu áætlað.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Einn hefur skráð sig sem hagsmunavörð
Þrátt fyrir að lög sem kveða á um skráningu hagsmunavarða hafi tekið gildi í byrjun árs hefur einungis einn skráð sig hjá hinu opinbera. Vinna við sérstakt vefsvæði, þar sem upplýsingar um skráða hagsmunaverði verða aðgengilegar, er á lokastigi.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Maggi Ragg um framtíð sjónvarps á Íslandi
Kjarninn 26. febrúar 2021
Ursula von der Leyen, framkvæmdastjóri Evrópusambandsins.
Samræmd bólusetningavottorð innan ESB gætu litið dagsins ljós eftir þrjá mánuði
Framkvæmdastjóri Evrópusambandsins sagði eftir fund leiðtoga þess í gær að það myndi taka „að minnsta kosti“ þrjá mánuði að þróa tæknilega útfærslu samræmdra bólusetningavottorða.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent