Af hverju mál Þorvaldar Gylfasonar er bæði lítið og stórt

Prófessor í hagfræði við Brown-háskólann í Bandaríkjunum skrifar um mál Þorvaldar Gylfasonar. Hann telur að heift og hatur fólks á hægri væng stjórnmálanna á Íslandi á meintum pólitískum andstæðingum hafi þar ráðið för.

Auglýsing

Stóri punkt­ur­inn í Þor­valdar Gylfa­sonar mál­inu er hversu smátt það er. Hversu langt er seilst í lág­kúr­unni þegar um er að ræða litla hags­muni.

Þor­valdur Gylfa­son er alþjóð­lega virtur fræði­maður og hefur verið rit­stjóri fjölda fræði­rita. Hann var þar á meðal aðal­rit­stjóri eins virtasta hag­fræði­tíma­rits í Evr­ópu, European Economic Revi­ew, frá 2002-2010. Hann var líka í rit­stjórn Scand­in­av­ian Economic Revi­ew, Macroeconomic Dyna­mics og Japan and the World Economy. Allt eru þetta tíma­rit sem ég þekki vel úr mínum fræða­heimi og vitna oft til. Ég verð hins vegar að játa að ég hef aldrei les­ið, vitnað í eða yfir­leitt heyrt minnst á Nor­dic Economic Policy Revi­ew. Það er því ekki nema von að skand­in­av­ískir frændur okkar hafi verið him­in­lif­andi þegar útlit var fyrir þeim hval­reka sem það hefði verið að fá Þor­vald í þetta rit­stjórn­ar­starf.

Hvers eðlis eru rit­rýnd fræði­tíma­rit í hag­fræði? Þetta eru ekki dag­blöð með Stak­steinum og skoð­ana­bauli. Í þau eru skrif­aðar rann­sókn­ar­grein­ar, yfir­leitt af háskóla­mönn­um, sem ráða eigin efn­is­tök­um, þótt stundum séu ákveðin þema eins og virð­ist vera í til­felli þessa rits. Rit­stjór­inn sendir svo grein­arnar til sjálf­stæðra rann­sak­enda sem fella dóma um hvort efnið sé hæft til birt­ingar og hvort aðferð­ar­fræðin stand­ist fræði­legar kröf­ur. Í slík störf rit­stjóra velj­ast þar af leið­andi fræði­menn og konur með dokt­ors­próf í hag­fræði sem skilja hvað felst í nútíma fræði­störfum á þessu sviði.

Það er með öllu fárán­legt að íslenskir stjórn­mála­menn séu að beita neit­un­ar­valdi á til­tekna fræði­menn í slík störf, vegna þess að þeir hafi ein­hvern tíma sagt eitt­hvað ljótt um Sjálf­stæð­is­flokk­inn á Face­book. Fyrrum rit­stjóri Nor­dic Economic Revi­ew, Lars Calm­fors, var enda furðu­lost­inn þegar hann heyrði af því að fjár­mála­ráðu­neytið íslenska beitti neit­un­ar­valdi til að koma í veg fyrir ráðn­ingu Þor­valdar Gylfa­sonar „Þetta er rangt að gera," sagði Lars. Það er óeðli­legt að blanda póli­tík í fag­legar ráðn­ing­ar. Lars taldi óhugs­andi að slíkt myndi ger­ast í Sví­þjóð. Aðrir Skand­in­avar hafa tekið í sama streng. Þetta er stórfurðu­legt mál.

Þúfna­göngu­lag hins ljóta klíku­sam­fé­lags

Svör Bjarna Bene­dikts­sonar eru alger­lega opin­ber­andi. Fjósa­lykt­ina lekur langar leið­ir: „Hér er mögu­lega gamla kunn­ingja­sam­fé­lagið á ferð," segir Bjarni. Hérna blasir við manni þúfna­göngu­lag hins litla ljóta klíku­sam­fé­lags. Til­hneig­ing Íslend­inga er einmitt að heim­færa það hvernig hlut­irnir ganga fyrir sér á litla Íslandi – –maður þekkir mann" – upp á heið­virt fólk sem býr við venju­legar sið­venjur og er vant því að vinnu­lag sé byggt á fag­legum grunni.

Lars Calm­fors er heims­ku­nnur hag­fræð­ing­ur. Hann er fyrr­ver­andi for­seti Nóbels­vís­inda­aka­dem­í­unnar í hag­fræði og pró­fessor við Stokk­hólms­há­skóla. Auð­vitað þekkir Lars Þor­vald, líkt og flesta aðra þjóð­hag­fræð­inga sem standa í fremstu röð í rann­sóknum í heim­inum í dag. Þannig virkar fræða­heim­ur­inn. Sjálfur hef ég margoft hitt Lars Calm­fors.

Auglýsing
Af minni reynslu að dæma, en ég hef setið í fjöl­mörgum nefndum þar sem svipuð efni eru til umfjöll­un­ar, er það fárán­legt að halda því fram að ein­hver „kunn­ings­kapur" hafi ráðið hér ferð. Hér voru menn ein­fald­lega að kíkja á fer­il­skrá og rit­birt­ingar umsækj­enda, og reynslu af rit­störf­um, líkt og tölvu­póstar sem maður hefur séð benda til. Það er leitun af kandídat í Skand­in­avíu sem var betur til þess fall­inn að stýra fræði­riti af þessu tagi en Þor­vald­ur. Og þetta er aug­ljós nið­ur­staða sem hver sem er getur stað­fest með því að lesa yfir fer­il­skrá Þor­valdar.

Og svo segja menn. Þetta er bara póli­tík! Hvað ef að Stein­grímur J. Sig­fús­son hefði verið fjár­mála­ráð­herra og stungið hefði verið upp á Hann­esi Hólm­stein­i?! Svar: Skand­in­av­ískir fræði­menn hefðu aldrei stungið upp á Hann­esi Hólm­steini sem rit­stjóra fræði­rits á grund­velli vís­inda­starfa Hann­esar – því þau eru eng­in. Þetta er fljót­legt að ganga úr skugga um, til dæm­is, með því að gera ein­falda leit í Google schol­ar. Á hinn bóg­inn er vel hugs­an­legt að skand­in­av­ískir fræði­menn hefðu stungið upp á Jóni Dan­í­els­syni. Jón nýtur alþjóð­legrar virð­ingar en er hægra megin í póli­tík. Hann hefur eflaust oft látið hitt og þetta flakka á Face­book eða ann­ars stað­ar. Það hefði verið full­kom­lega óeðli­legt ef Stein­grímur J., eða hver ann­ar, hefði reynt að standa í veg fyrir fag­legri ráðn­ingu á Jóni Dan­í­els­syni sem rit­stjóra fræði­rits í hag­fræði. Svip­aða sögu má segja ef að lagt hefði verið til skipun Ragn­ars Árna­sonar eða Þrá­ins Egg­erts­son­ar. Hvernig dettur fólki í hug að það geti verið til­efni van­hæfni að umræddur fræði­maður „styðji ekki rík­is­stjórn Sjálf­stæð­is­flokks­ins” líkt og Bjarni Bene­dikts­son hefur sagt? Eru ekki bæði hægri og vinstri stjórnir við lýði þvert og kruss í Skand­in­avíu á hverjum tíma? Ætli Sví­ar, Dan­ir, Finn­ar, Norð­menn séu að lús­lesa póli­tísk skoð­ana­skipti á Face­book áður en þeir leggja blessun sína á skip­anir rit­stjóra í fræði­leg tíma­rit? Hvers konar bull er þetta eig­in­lega?

Firr­ing og blindni á eðli­legar sið­venjur

Þor­vald­ar­málið er stórt, vegna þess að það er svo lít­ið. Eng­inn hefur heyrst minnst á þetta litla fræði­rit áður. En heift og hatur fólks á hægri væng stjórn­mál­anna á Íslandi á meintum póli­tískum and­stæð­ingum er svo stækt að það getur ekki hugsað sér að fólk með „rangar skoð­an­ir” fái nokkur fram­gang, hér­lendis eða ann­ars stað­ar, svo lengi sem þeir fái nokkru við ráð­ið. „Ég myndi ekki einu sinni treysta mér til að senda Þor­vald út í búð fyrir mig, jafn­vel þótt hann væri með miða,” segir Brynjar Níels­son á Face­book. Firr­ing þess­ara manna og heift og blindni á eðli­lega sið­venjur er alger.

Stóra myndin er þessi: Þessir menn hafa ekk­ert lært eftir allar umræður um frænd­hygli, skort á fag­mennsku og spill­ingu síð­ustu ára. Stóra vanda­málið á Íslandi er frænd­hygli og skortur a fag­mennsku. Í aðdrag­anda hruns­ins, til dæm­is, réði for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins sjálfan sig seðla­banka­stjóra og setti hann svo á haus­inn. Fyrrum for­maður SUS var gerður að for­stjóra Fjár­mála­eft­ir­lits­ins þótt hann hefði engar for­sendur til þess að gegna því starfi. Bankar voru seldir flokks­hestum sem fjár­mögn­uðu kaupin að mestu leyti með lánum hvers til ann­ars úr bönk­unum sem þeir keyptu (!), á meðan fjár­mála­ráðu­neytið og Fjár­mála­eft­ir­litið hraut. Osfrv osfrv. Það er engin ástæða til að segja alla þessa sögu enn og aft­ur. En maður hélt að þetta væri að breyt­ast.

Í máli Þor­valdar birt­ist and­verð­ug­leika­sam­fé­lagið Ísland í allri sinni dýrð. Engan skal ráða í neitt nema sá hinn sami sé „ópóli­tísk­ur." Og hvað þýðir að vera ópóli­tískur? Í sjúkum hug­ar­heimi þessa fólks þýðir það að vera „ópóli­tíkur" að hafa verið virkur í Sjálf­stæð­is­flokknum en kannski ekki inni á þingi akkúrat sem stend­ur.

Ég sagði það fyrst þegar ég sá þetta ljóta mál poppa upp og segi það aft­ur: Myglu­lykt­ina lekur af þessu langar leið­ir. Þetta rifjar upp fyrir mér þá köfn­un­ar­til­finn­ingu sem ég stundum hafði þegar ég bjó á Íslandi fyrir meira en tveimur ára­tugum og horfði upp á hvernig ráðið var í hinar ýmsu stöður í þjóð­fé­lag­inu, litlar sem stór­ar. Mega þeir sem þar vél­uðu um hafa ævar­andi skömm fyr­ir. Og þeir VG liðar sem leggja blessun sína yfir þennan óþverra ættu að skamm­ast sín. Þeir ættu að minnsta kosti að vita bet­ur.

Höf­undur er pró­fessor í hag­fræði við Brown-há­skól­ann í Banda­ríkj­un­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jódís Skúladóttir þingmaður VG.
Segir náin tengsl á milli hatursglæpa, vændis, kvenhaturs og útlendingahaturs
Þingmaður Vinstri grænna segir að hinsegin fólk sem fellur undir hatt fleiri minnihlutahópa sé útsettara fyrir ofbeldi en annað hinsegin fólk og því sé aldrei hægt að gefa afslátt í málaflokkum sem viðkoma þessum hópum.
Kjarninn 21. maí 2022
Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar.
„Hvernig stendur á þessari vitleysu?“
Þingflokksformaður Viðreisnar telur að líta þurfi á heilbrigðiskerfið í heild sinni og spyr hvort það sé „í alvöru til of mikils ætlast að stjórnvöld ráði við það verkefni án þess að það bitni á heilsu og líðan fólks“.
Kjarninn 21. maí 2022
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ er í lykilstöðu um myndun meirihluta bæjarstjórnar.
Viðræðum Framsóknarflokksins og Vina Mosfellsbæjar slitið
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ tilkynnti Vinum Mosfellsbæjar skömmu fyrir áætlaðan fund þeirra í morgun að ákveðið hefði verið að slíta viðræðum. Líklegast er að Framsókn horfi til þess að mynda meirihluta með Samfylkingunni og Viðreisn.
Kjarninn 21. maí 2022
Gísli Pálsson
„Svartur undir stýri“: Tungutak á tímum kynþáttafordóma
Kjarninn 21. maí 2022
Horft frá toppi Úlfarsfells yfir Blikastaði
Blikastaðir eru „fallegasta byggingarland við innanverðan Faxaflóa“
„Notaleg“ laxveiði, æðardúnn í eina sæng á ári og næstu nágrannar huldufólk í hóli og kerling í bæjarfjallinu. Blikastaðir, ein fyrsta jörðin sem Viðeyjarklaustur eignaðist á 13. öld, á sér merka sögu.
Kjarninn 21. maí 2022
Selur í sínu náttúrulega umhverfi.
Ætla að gelda selina í garðinum með lyfjum
Borgaryfirvöld fundu enga lausn á óviðunandi aðstöðu selanna í Húsdýragarðinum aðra en að stækka laugina. Þeir yngstu gætu átt 3-4 áratugi eftir ólifaða. 20-30 kópum sem fæðst hafa í garðinum hefur verið lógað frá opnun hans.
Kjarninn 21. maí 2022
Í ávarpi sínu fór Katrín yfir þann lærdóm sem hægt er að draga af kórónuveirufaraldrinum, meðal annars að samheldni samfélagsins hafi reynst okkar mestu verðmæti.
Ekki einungis hægt að vísa ábyrgð á launafólk
Katrín Jakobsdóttir segir atvinnulíf og stjórnvöld bera mikla ábyrgð á bráttunni við verðbólguna og að ekki sé hægt að vísa ábyrgðinni eingöngu á launafólk í komandi kjarasamningum.
Kjarninn 20. maí 2022
Ingrid Kuhlman og Bjarni Jónsson
Læknar og hjúkrunarfræðingar styðja dánaraðstoð
Kjarninn 20. maí 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar