Af hverju mál Þorvaldar Gylfasonar er bæði lítið og stórt

Prófessor í hagfræði við Brown-háskólann í Bandaríkjunum skrifar um mál Þorvaldar Gylfasonar. Hann telur að heift og hatur fólks á hægri væng stjórnmálanna á Íslandi á meintum pólitískum andstæðingum hafi þar ráðið för.

Auglýsing

Stóri punkt­ur­inn í Þor­valdar Gylfa­sonar mál­inu er hversu smátt það er. Hversu langt er seilst í lág­kúr­unni þegar um er að ræða litla hags­muni.

Þor­valdur Gylfa­son er alþjóð­lega virtur fræði­maður og hefur verið rit­stjóri fjölda fræði­rita. Hann var þar á meðal aðal­rit­stjóri eins virtasta hag­fræði­tíma­rits í Evr­ópu, European Economic Revi­ew, frá 2002-2010. Hann var líka í rit­stjórn Scand­in­av­ian Economic Revi­ew, Macroeconomic Dyna­mics og Japan and the World Economy. Allt eru þetta tíma­rit sem ég þekki vel úr mínum fræða­heimi og vitna oft til. Ég verð hins vegar að játa að ég hef aldrei les­ið, vitnað í eða yfir­leitt heyrt minnst á Nor­dic Economic Policy Revi­ew. Það er því ekki nema von að skand­in­av­ískir frændur okkar hafi verið him­in­lif­andi þegar útlit var fyrir þeim hval­reka sem það hefði verið að fá Þor­vald í þetta rit­stjórn­ar­starf.

Hvers eðlis eru rit­rýnd fræði­tíma­rit í hag­fræði? Þetta eru ekki dag­blöð með Stak­steinum og skoð­ana­bauli. Í þau eru skrif­aðar rann­sókn­ar­grein­ar, yfir­leitt af háskóla­mönn­um, sem ráða eigin efn­is­tök­um, þótt stundum séu ákveðin þema eins og virð­ist vera í til­felli þessa rits. Rit­stjór­inn sendir svo grein­arnar til sjálf­stæðra rann­sak­enda sem fella dóma um hvort efnið sé hæft til birt­ingar og hvort aðferð­ar­fræðin stand­ist fræði­legar kröf­ur. Í slík störf rit­stjóra velj­ast þar af leið­andi fræði­menn og konur með dokt­ors­próf í hag­fræði sem skilja hvað felst í nútíma fræði­störfum á þessu sviði.

Það er með öllu fárán­legt að íslenskir stjórn­mála­menn séu að beita neit­un­ar­valdi á til­tekna fræði­menn í slík störf, vegna þess að þeir hafi ein­hvern tíma sagt eitt­hvað ljótt um Sjálf­stæð­is­flokk­inn á Face­book. Fyrrum rit­stjóri Nor­dic Economic Revi­ew, Lars Calm­fors, var enda furðu­lost­inn þegar hann heyrði af því að fjár­mála­ráðu­neytið íslenska beitti neit­un­ar­valdi til að koma í veg fyrir ráðn­ingu Þor­valdar Gylfa­sonar „Þetta er rangt að gera," sagði Lars. Það er óeðli­legt að blanda póli­tík í fag­legar ráðn­ing­ar. Lars taldi óhugs­andi að slíkt myndi ger­ast í Sví­þjóð. Aðrir Skand­in­avar hafa tekið í sama streng. Þetta er stórfurðu­legt mál.

Þúfna­göngu­lag hins ljóta klíku­sam­fé­lags

Svör Bjarna Bene­dikts­sonar eru alger­lega opin­ber­andi. Fjósa­lykt­ina lekur langar leið­ir: „Hér er mögu­lega gamla kunn­ingja­sam­fé­lagið á ferð," segir Bjarni. Hérna blasir við manni þúfna­göngu­lag hins litla ljóta klíku­sam­fé­lags. Til­hneig­ing Íslend­inga er einmitt að heim­færa það hvernig hlut­irnir ganga fyrir sér á litla Íslandi – –maður þekkir mann" – upp á heið­virt fólk sem býr við venju­legar sið­venjur og er vant því að vinnu­lag sé byggt á fag­legum grunni.

Lars Calm­fors er heims­ku­nnur hag­fræð­ing­ur. Hann er fyrr­ver­andi for­seti Nóbels­vís­inda­aka­dem­í­unnar í hag­fræði og pró­fessor við Stokk­hólms­há­skóla. Auð­vitað þekkir Lars Þor­vald, líkt og flesta aðra þjóð­hag­fræð­inga sem standa í fremstu röð í rann­sóknum í heim­inum í dag. Þannig virkar fræða­heim­ur­inn. Sjálfur hef ég margoft hitt Lars Calm­fors.

Auglýsing
Af minni reynslu að dæma, en ég hef setið í fjöl­mörgum nefndum þar sem svipuð efni eru til umfjöll­un­ar, er það fárán­legt að halda því fram að ein­hver „kunn­ings­kapur" hafi ráðið hér ferð. Hér voru menn ein­fald­lega að kíkja á fer­il­skrá og rit­birt­ingar umsækj­enda, og reynslu af rit­störf­um, líkt og tölvu­póstar sem maður hefur séð benda til. Það er leitun af kandídat í Skand­in­avíu sem var betur til þess fall­inn að stýra fræði­riti af þessu tagi en Þor­vald­ur. Og þetta er aug­ljós nið­ur­staða sem hver sem er getur stað­fest með því að lesa yfir fer­il­skrá Þor­valdar.

Og svo segja menn. Þetta er bara póli­tík! Hvað ef að Stein­grímur J. Sig­fús­son hefði verið fjár­mála­ráð­herra og stungið hefði verið upp á Hann­esi Hólm­stein­i?! Svar: Skand­in­av­ískir fræði­menn hefðu aldrei stungið upp á Hann­esi Hólm­steini sem rit­stjóra fræði­rits á grund­velli vís­inda­starfa Hann­esar – því þau eru eng­in. Þetta er fljót­legt að ganga úr skugga um, til dæm­is, með því að gera ein­falda leit í Google schol­ar. Á hinn bóg­inn er vel hugs­an­legt að skand­in­av­ískir fræði­menn hefðu stungið upp á Jóni Dan­í­els­syni. Jón nýtur alþjóð­legrar virð­ingar en er hægra megin í póli­tík. Hann hefur eflaust oft látið hitt og þetta flakka á Face­book eða ann­ars stað­ar. Það hefði verið full­kom­lega óeðli­legt ef Stein­grímur J., eða hver ann­ar, hefði reynt að standa í veg fyrir fag­legri ráðn­ingu á Jóni Dan­í­els­syni sem rit­stjóra fræði­rits í hag­fræði. Svip­aða sögu má segja ef að lagt hefði verið til skipun Ragn­ars Árna­sonar eða Þrá­ins Egg­erts­son­ar. Hvernig dettur fólki í hug að það geti verið til­efni van­hæfni að umræddur fræði­maður „styðji ekki rík­is­stjórn Sjálf­stæð­is­flokks­ins” líkt og Bjarni Bene­dikts­son hefur sagt? Eru ekki bæði hægri og vinstri stjórnir við lýði þvert og kruss í Skand­in­avíu á hverjum tíma? Ætli Sví­ar, Dan­ir, Finn­ar, Norð­menn séu að lús­lesa póli­tísk skoð­ana­skipti á Face­book áður en þeir leggja blessun sína á skip­anir rit­stjóra í fræði­leg tíma­rit? Hvers konar bull er þetta eig­in­lega?

Firr­ing og blindni á eðli­legar sið­venjur

Þor­vald­ar­málið er stórt, vegna þess að það er svo lít­ið. Eng­inn hefur heyrst minnst á þetta litla fræði­rit áður. En heift og hatur fólks á hægri væng stjórn­mál­anna á Íslandi á meintum póli­tískum and­stæð­ingum er svo stækt að það getur ekki hugsað sér að fólk með „rangar skoð­an­ir” fái nokkur fram­gang, hér­lendis eða ann­ars stað­ar, svo lengi sem þeir fái nokkru við ráð­ið. „Ég myndi ekki einu sinni treysta mér til að senda Þor­vald út í búð fyrir mig, jafn­vel þótt hann væri með miða,” segir Brynjar Níels­son á Face­book. Firr­ing þess­ara manna og heift og blindni á eðli­lega sið­venjur er alger.

Stóra myndin er þessi: Þessir menn hafa ekk­ert lært eftir allar umræður um frænd­hygli, skort á fag­mennsku og spill­ingu síð­ustu ára. Stóra vanda­málið á Íslandi er frænd­hygli og skortur a fag­mennsku. Í aðdrag­anda hruns­ins, til dæm­is, réði for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins sjálfan sig seðla­banka­stjóra og setti hann svo á haus­inn. Fyrrum for­maður SUS var gerður að for­stjóra Fjár­mála­eft­ir­lits­ins þótt hann hefði engar for­sendur til þess að gegna því starfi. Bankar voru seldir flokks­hestum sem fjár­mögn­uðu kaupin að mestu leyti með lánum hvers til ann­ars úr bönk­unum sem þeir keyptu (!), á meðan fjár­mála­ráðu­neytið og Fjár­mála­eft­ir­litið hraut. Osfrv osfrv. Það er engin ástæða til að segja alla þessa sögu enn og aft­ur. En maður hélt að þetta væri að breyt­ast.

Í máli Þor­valdar birt­ist and­verð­ug­leika­sam­fé­lagið Ísland í allri sinni dýrð. Engan skal ráða í neitt nema sá hinn sami sé „ópóli­tísk­ur." Og hvað þýðir að vera ópóli­tískur? Í sjúkum hug­ar­heimi þessa fólks þýðir það að vera „ópóli­tíkur" að hafa verið virkur í Sjálf­stæð­is­flokknum en kannski ekki inni á þingi akkúrat sem stend­ur.

Ég sagði það fyrst þegar ég sá þetta ljóta mál poppa upp og segi það aft­ur: Myglu­lykt­ina lekur af þessu langar leið­ir. Þetta rifjar upp fyrir mér þá köfn­un­ar­til­finn­ingu sem ég stundum hafði þegar ég bjó á Íslandi fyrir meira en tveimur ára­tugum og horfði upp á hvernig ráðið var í hinar ýmsu stöður í þjóð­fé­lag­inu, litlar sem stór­ar. Mega þeir sem þar vél­uðu um hafa ævar­andi skömm fyr­ir. Og þeir VG liðar sem leggja blessun sína yfir þennan óþverra ættu að skamm­ast sín. Þeir ættu að minnsta kosti að vita bet­ur.

Höf­undur er pró­fessor í hag­fræði við Brown-há­skól­ann í Banda­ríkj­un­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar