Íslenskan og börnin

Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði, birtir nú pistla á Kjarnanum um heilræði eða boðorð um íslenska málrækt. Hér kemur átjándi pistillinn.

Auglýsing

18. Til að efla íslensku og tryggja fram­tíð hennar er mik­il­vægt að tala sem mest við börn á mál­töku­skeiði, lesa fyrir þau og með þeim, og vera þeim góð mál­fyr­ir­mynd.

Fyrstu árin í lífi okkar eru mál­töku­skeið. Þá erum við að soga í okkur málið í umhverfi okk­ar, greina það – ósjálfrátt og ómeð­vitað – finna kerfi og reglur í því, beita þessum regl­um, og athuga – líka ósjálfrátt og ómeð­vitað – við­brögð umhverf­is­ins við því sem við segj­um. Iðu­lega reyn­ast regl­urnar sem við þótt­umst finna óná­kvæmar – of þröng­ar, of víðar eða gall­aðar á annan hátt – en við end­ur­skoðum þær þá út frá við­brögðum umhverf­is­ins.

En til að við náum góðu valdi á þessu mik­il­væga og stór­kost­lega tæki, tungu­mál­inu, þurfum við að heyra það sem mest í umhverf­inu (eða sjá, ef um tákn­mál er að ræða). Mik­il­væg­asta máláreitið fá börn í sam­tölum. Það er grund­vall­ar­at­riði að tala við barn­ið, gefa því færi á að svara, bregð­ast við svar­inu, og skapa þannig gagn­virkni. Á mál­töku­skeið­inu þurfa börnin að hafa góðar mál­fyr­ir­myndir – for­eldra, leik­skóla­kenn­ara og aðra í umhverf­inu – sem sinna þeim, sýna þeim áhuga, og efla mál­þroska þeirra.

Um sex ára aldur erum við flest komin með vald á meg­in­þáttum mál­kerf­is­ins en það táknar þó ekki að mál­tök­unni sé lok­ið. Við eigum enn eftir að ná valdi á ýmsum flóknum atriðum og und­an­tekn­ing­um, og við höldum vit­an­lega áfram að auka orða­forða okkar og til­einka okkur ýmis fín­gerð blæ­brigði í mál­notkun langt fram eftir aldri – jafn­vel ævina á enda. Lestur fyrir börn og með þeim er mjög mik­il­vægur til að auka orða­forða barn­anna og styrkja mál­kerfi þeirra.

Auglýsing

Þegar börn verða eldri og eru farin að lesa sjálf er mik­il­vægt að halda að þeim fjöl­breyttu les­efni til að þau læri ann­ars konar orða­forða en fæst með venju­legum ynd­is­lestri, og nái valdi á fjöl­skrúð­ugri og flókn­ari setn­inga­gerðum en not­aðar eru í sam­tölum og afþrey­ing­ar­efni. Þetta þarf að kenna sér­stak­lega, með því að láta börn og ung­linga lesa við­eig­andi texta. Það þarf líka að stór­auka fram­boð á fjöl­breyttu fræðslu- og afþrey­ing­ar­efni á íslensku.

Nauð­syn­legt er að huga sér­stak­lega að börnum sem hafa annað heim­il­is­mál en íslensku. Til að eiga mög­u­­leika á að öðl­ast móð­ur­máls­færni í ís­­lensku þurfa tví­­tyngd börn að verja 50% af vöku­­tíma sínum í íslensku mál­um­hverfi. Íslenski skóla­dag­ur­inn nær ekki þessu hlut­falli og tím­inn sem börnin hafa með for­eldrum sínum þegar þau koma heim er varla nógu langur til að byggja upp móð­ur­máls­færni í heim­il­is­mál­inu held­ur, auk þess sem trú­legt er að þau eyði tals­verðum hluta hans í enskum mál­heimi – sjón­varpi, tölvu­leikjum o.s.frv. Það er hugs­an­legt að við séum að ala upp börn sem ekki ná móð­ur­máls­færni í neinu máli. Það er mjög alvar­legt.

Grund­völlur að fram­tíð íslensk­unnar er lagður á mál­töku­skeiði. Það er ekk­ert jafn­mik­il­vægt og sam­tal við full­orðið fólk til að byggja upp auð­ugt mál­kerfi og styrka mál­kennd barna. Þess vegna er stytt­ing vinnu­tím­ans eitt af því mik­il­væg­asta sem við getum gert til að styrkja íslensk­una – að því til­skildu að for­eldrar verji auknum frí­tíma ekki í eigin snjall­tækjum heldur til sam­veru og sam­tals með börnum sín­um. Þannig stuðlum við að því að börnin okkar geti áfram notað íslensku á öllum sviðum – og vilji gera það.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 11. þáttur: „Að fara inn í íslenskan torfkofa opnar leið inn í heim iðandi ofurlífveru“
Kjarninn 26. október 2021
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
„Almennt má segja að skólastarf hafi gengið ágætlega frá skólabyrjun“
Ríkisstjórnin ræddi skólastarf í leik- og grunnskólum haustið 2021 vegna COVID-19 á ríkisstjórnarfundi í morgun.
Kjarninn 26. október 2021
Hagnaður Facebook á þriðja ársfjórðungi var 9 milljarðar dollarar, eða sem nemur rúmum 1.166 milljörðum króna.
Yfir þúsund milljarða króna hagnaður í skugga uppljóstrana og fækkunar yngri notenda
Hagnaður Facebook var meiri en búist var við á þriðja ársfjórðungi. Á sama tíma fækkar notendum í yngsta aldurshópnum og Facebook hyggst „endurheimta týndu kynslóðina“.
Kjarninn 26. október 2021
Fyrsta sektarákvörðun fjölmiðlanefndar sem varðar hlaðvarpsmiðlun var birt í síðustu viku.
Fjölmiðlanefnd sektar og skammar hlaðvarpsstjórnendur – og fær bágt fyrir
Árslöngum eltingaleik fjölmiðlanefndar við nokkra hlaðvarpsþætti lauk fyrir helgi með einni sektarákvörðun og tveimur álitum. Sum hlaðvörp eru nú fjölmiðlar og skráðir sem slíkir en þær raddir heyrast að eftirlitið með þessum markaði sé fram úr hófi.
Kjarninn 26. október 2021
„Nú þurfa Íslendingar að gyrða sig í brók“
Fíknigeðlæknir segir að nú þurfi Íslendingar að gyrða sig í brók svo að hið sama verði ekki upp á teningnum á Íslandi og í Bandaríkjunum varðandi ofnotkun ópíóíða.
Kjarninn 26. október 2021
Á meðal þeirra sakborninga sem setið hafa á bak við lás og slá í Nambíu frá því undir lok árs 2019 er Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra landsins.
Tvö mál orðin að einu í Namibíu
Í nýju ákæruskjali í sameinuðu sakamáli vegna Fishrot-skandalsins í Namibíu eru engir Íslendingar á meðal sakborninga, en alls eru 10 manns og 18 félög sökuð um margvísleg brot í tengslum við kvótaviðskipti Samherja í landinu.
Kjarninn 26. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Gamla höfnin í Reykjavík, örverur, kombucha og súrdeig
Kjarninn 26. október 2021
Gagnrýnir aðstöðuleysi fyrir ungmenni í Laugardalnum
Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að ungmenni í Laugardal þurfi alvöru aðstöðu til íþróttaiðkunar „ekki fleiri vinnuhópa eða góðar hugmyndir á blaði“.
Kjarninn 26. október 2021
Meira úr sama flokkiÁlit