Íslenskan og börnin

Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði, birtir nú pistla á Kjarnanum um heilræði eða boðorð um íslenska málrækt. Hér kemur átjándi pistillinn.

Auglýsing

18. Til að efla íslensku og tryggja framtíð hennar er mikilvægt að tala sem mest við börn á máltökuskeiði, lesa fyrir þau og með þeim, og vera þeim góð málfyrirmynd.

Fyrstu árin í lífi okkar eru máltökuskeið. Þá erum við að soga í okkur málið í umhverfi okkar, greina það – ósjálfrátt og ómeðvitað – finna kerfi og reglur í því, beita þessum reglum, og athuga – líka ósjálfrátt og ómeðvitað – viðbrögð umhverfisins við því sem við segjum. Iðulega reynast reglurnar sem við þóttumst finna ónákvæmar – of þröngar, of víðar eða gallaðar á annan hátt – en við endurskoðum þær þá út frá viðbrögðum umhverfisins.

En til að við náum góðu valdi á þessu mikilvæga og stórkostlega tæki, tungumálinu, þurfum við að heyra það sem mest í umhverfinu (eða sjá, ef um táknmál er að ræða). Mikilvægasta máláreitið fá börn í samtölum. Það er grundvallaratriði að tala við barnið, gefa því færi á að svara, bregðast við svarinu, og skapa þannig gagnvirkni. Á máltökuskeiðinu þurfa börnin að hafa góðar málfyrirmyndir – foreldra, leikskólakennara og aðra í umhverfinu – sem sinna þeim, sýna þeim áhuga, og efla málþroska þeirra.

Um sex ára aldur erum við flest komin með vald á meginþáttum málkerfisins en það táknar þó ekki að máltökunni sé lokið. Við eigum enn eftir að ná valdi á ýmsum flóknum atriðum og undantekningum, og við höldum vitanlega áfram að auka orðaforða okkar og tileinka okkur ýmis fíngerð blæbrigði í málnotkun langt fram eftir aldri – jafnvel ævina á enda. Lestur fyrir börn og með þeim er mjög mikilvægur til að auka orðaforða barnanna og styrkja málkerfi þeirra.

Auglýsing

Þegar börn verða eldri og eru farin að lesa sjálf er mikilvægt að halda að þeim fjölbreyttu lesefni til að þau læri annars konar orðaforða en fæst með venjulegum yndislestri, og nái valdi á fjölskrúðugri og flóknari setningagerðum en notaðar eru í samtölum og afþreyingarefni. Þetta þarf að kenna sérstaklega, með því að láta börn og unglinga lesa viðeigandi texta. Það þarf líka að stórauka framboð á fjölbreyttu fræðslu- og afþreyingarefni á íslensku.

Nauðsynlegt er að huga sérstaklega að börnum sem hafa annað heimilismál en íslensku. Til að eiga mögu­leika á að öðlast móðurmálsfærni í ís­lensku þurfa tví­tyngd börn að verja 50% af vöku­tíma sínum í íslensku mál­um­hverfi. Íslenski skóladagurinn nær ekki þessu hlutfalli og tíminn sem börnin hafa með foreldrum sínum þegar þau koma heim er varla nógu langur til að byggja upp móðurmálsfærni í heimilismálinu heldur, auk þess sem trúlegt er að þau eyði talsverðum hluta hans í enskum málheimi – sjónvarpi, tölvuleikjum o.s.frv. Það er hugsanlegt að við séum að ala upp börn sem ekki ná móðurmálsfærni í neinu máli. Það er mjög alvarlegt.

Grundvöllur að framtíð íslenskunnar er lagður á máltökuskeiði. Það er ekkert jafnmikilvægt og samtal við fullorðið fólk til að byggja upp auðugt málkerfi og styrka málkennd barna. Þess vegna er stytting vinnutímans eitt af því mikilvægasta sem við getum gert til að styrkja íslenskuna – að því tilskildu að foreldrar verji auknum frítíma ekki í eigin snjalltækjum heldur til samveru og samtals með börnum sínum. Þannig stuðlum við að því að börnin okkar geti áfram notað íslensku á öllum sviðum – og vilji gera það.


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir
Vonandi hægt að aflétta nokkuð hratt á næstu vikum
Helsta áskorunin í faraldrinum nú er sá fjöldi ferðamanna sem hingað er að koma sem er umfram spár. Breyta gæti þurft fyrirkomulagi á landamærum því heildargeta til skimunar takmarkast við 3-4.000 sýni á dag.
Kjarninn 6. maí 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 36. þáttur: Nunnusjóguninn II
Kjarninn 6. maí 2021
Deilan snýst um verksamning á milli ÍAV og 105 Miðborgar um fyrstu þrjú húsin sem eru þegar risin á reitnum í Laugarnesi. Hér má sjá tölvuteikningu af því hvernig áformað er að svæðið líti út í framtíðinni.
ÍAV stefna og setja fram 3,8 milljarða kröfur vegna deilu á Kirkjusandsreit
Íslenskir aðalverktakar eru búnir að stefna Íslandssjóðum og félaginu 105 Miðborg til greiðslu 3,8 milljarða króna vegna deilu um verksamning á Kirkjusandsreit. Verktakafyrirtækið missti verkið í febrúarmánuði.
Kjarninn 6. maí 2021
Andrés Ingi Jónsson
Þegar Tyrkir þjörmuðu að þingmönnum
Kjarninn 6. maí 2021
Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað.
Síldarvinnslan einnig í vandræðum með tæknilegu hliðina á aðalfundi SFS
Mistök urðu þess valdandi að Síldarvinnslan náði ekki að greiða atkvæði í kjöri til stjórnar SFS á aðalfundi á föstudaginn. Tillaga um að greiða atkvæði á ný var þó samþykkt í kjölfarið, en þá lentu Samherji og Nesfiskur í svipuðum vandræðum.
Kjarninn 6. maí 2021
Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari í dómsal í dag.
„Hér er ekki um leikaraskap, slysni eða eitthvað grín að ræða“
Það er mat ákæruvaldsins að Marek sé ekki að segja nákvæmlega allt sem hann muni frá deginum sem bruninn á Bræðraborgarstíg varð. Verjandi fer fram á að ef hann verði fundinn sekur og ósakhæfur verði hann ekki dæmdur til öryggisgæslu.
Kjarninn 5. maí 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri segir ljóst að spennandi tímar séu framundan, vegna fyrirhugaðrar sölu ríkisins á hluta af hlut sínum í Íslandsbanka.
Íslandsbanki hagnaðist um 3,6 milljarða á fyrsta ársfjórðungi
Eigið fé Íslandsbanka nam 185 milljörðum króna í lok mars. Bankastjórinn segir spennandi tíma framundan, í ljósi þess að stefnt sé að skráningu bankans á verðbréfamarkað að undangengnu útboði á hluta af hlut ríkisins í honum.
Kjarninn 5. maí 2021
Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúninu
Arion hagnast um 6 milljarða á þremur mánuðum
Þrátt fyrir lága vexti og efnahagssamdrátt var hagnaður Arion banka á fyrsta fjórðungi þessa árs mun meiri en á sama tímabili í fyrra.
Kjarninn 5. maí 2021
Meira úr sama flokkiÁlit