Íslenskan og börnin

Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði, birtir nú pistla á Kjarnanum um heilræði eða boðorð um íslenska málrækt. Hér kemur átjándi pistillinn.

Auglýsing

18. Til að efla íslensku og tryggja fram­tíð hennar er mik­il­vægt að tala sem mest við börn á mál­töku­skeiði, lesa fyrir þau og með þeim, og vera þeim góð mál­fyr­ir­mynd.

Fyrstu árin í lífi okkar eru mál­töku­skeið. Þá erum við að soga í okkur málið í umhverfi okk­ar, greina það – ósjálfrátt og ómeð­vitað – finna kerfi og reglur í því, beita þessum regl­um, og athuga – líka ósjálfrátt og ómeð­vitað – við­brögð umhverf­is­ins við því sem við segj­um. Iðu­lega reyn­ast regl­urnar sem við þótt­umst finna óná­kvæmar – of þröng­ar, of víðar eða gall­aðar á annan hátt – en við end­ur­skoðum þær þá út frá við­brögðum umhverf­is­ins.

En til að við náum góðu valdi á þessu mik­il­væga og stór­kost­lega tæki, tungu­mál­inu, þurfum við að heyra það sem mest í umhverf­inu (eða sjá, ef um tákn­mál er að ræða). Mik­il­væg­asta máláreitið fá börn í sam­tölum. Það er grund­vall­ar­at­riði að tala við barn­ið, gefa því færi á að svara, bregð­ast við svar­inu, og skapa þannig gagn­virkni. Á mál­töku­skeið­inu þurfa börnin að hafa góðar mál­fyr­ir­myndir – for­eldra, leik­skóla­kenn­ara og aðra í umhverf­inu – sem sinna þeim, sýna þeim áhuga, og efla mál­þroska þeirra.

Um sex ára aldur erum við flest komin með vald á meg­in­þáttum mál­kerf­is­ins en það táknar þó ekki að mál­tök­unni sé lok­ið. Við eigum enn eftir að ná valdi á ýmsum flóknum atriðum og und­an­tekn­ing­um, og við höldum vit­an­lega áfram að auka orða­forða okkar og til­einka okkur ýmis fín­gerð blæ­brigði í mál­notkun langt fram eftir aldri – jafn­vel ævina á enda. Lestur fyrir börn og með þeim er mjög mik­il­vægur til að auka orða­forða barn­anna og styrkja mál­kerfi þeirra.

Auglýsing

Þegar börn verða eldri og eru farin að lesa sjálf er mik­il­vægt að halda að þeim fjöl­breyttu les­efni til að þau læri ann­ars konar orða­forða en fæst með venju­legum ynd­is­lestri, og nái valdi á fjöl­skrúð­ugri og flókn­ari setn­inga­gerðum en not­aðar eru í sam­tölum og afþrey­ing­ar­efni. Þetta þarf að kenna sér­stak­lega, með því að láta börn og ung­linga lesa við­eig­andi texta. Það þarf líka að stór­auka fram­boð á fjöl­breyttu fræðslu- og afþrey­ing­ar­efni á íslensku.

Nauð­syn­legt er að huga sér­stak­lega að börnum sem hafa annað heim­il­is­mál en íslensku. Til að eiga mög­u­­leika á að öðl­ast móð­ur­máls­færni í ís­­lensku þurfa tví­­tyngd börn að verja 50% af vöku­­tíma sínum í íslensku mál­um­hverfi. Íslenski skóla­dag­ur­inn nær ekki þessu hlut­falli og tím­inn sem börnin hafa með for­eldrum sínum þegar þau koma heim er varla nógu langur til að byggja upp móð­ur­máls­færni í heim­il­is­mál­inu held­ur, auk þess sem trú­legt er að þau eyði tals­verðum hluta hans í enskum mál­heimi – sjón­varpi, tölvu­leikjum o.s.frv. Það er hugs­an­legt að við séum að ala upp börn sem ekki ná móð­ur­máls­færni í neinu máli. Það er mjög alvar­legt.

Grund­völlur að fram­tíð íslensk­unnar er lagður á mál­töku­skeiði. Það er ekk­ert jafn­mik­il­vægt og sam­tal við full­orðið fólk til að byggja upp auð­ugt mál­kerfi og styrka mál­kennd barna. Þess vegna er stytt­ing vinnu­tím­ans eitt af því mik­il­væg­asta sem við getum gert til að styrkja íslensk­una – að því til­skildu að for­eldrar verji auknum frí­tíma ekki í eigin snjall­tækjum heldur til sam­veru og sam­tals með börnum sín­um. Þannig stuðlum við að því að börnin okkar geti áfram notað íslensku á öllum sviðum – og vilji gera það.Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ekki yfirgefa kettina ykkar ef þeir veikjast, segir höfundur rannsóknarinnar. Hugsið enn betur um þá í veikindunum en gætið að sóttvörnum.
Staðfest: Köttur smitaði manneskju af COVID-19
Teymi vísindamanna segist hafa staðfest fyrsta smit af COVID-19 frá heimilisketti í manneskju. Þeir eru undrandi á að það hafi tekið svo langan tíma frá upphafi faraldursins til sanna að slíkt smit geti átt sér stað.
Kjarninn 29. júní 2022
Cassidy Hutchinson fyrir framan þingnefndina í gær.
Það sem Trump vissi
Forseti Bandaríkjanna reyndi með valdi að ná stjórn á bíl, vildi að vopnuðum lýð yrði hleypt inn á samkomu við Hvíta húsið og sagði varaforseta sinn eiga skilið að hrópað væri „hengið hann!“ Þáttur Donalds Trump í árásinni í Washington er að skýrast.
Kjarninn 29. júní 2022
Óskar Guðmundsson
Hugmynd að nýju launakerfi öryrkja
Kjarninn 29. júní 2022
Þau Auður Arnardóttir og Þröstu Olaf Sigurjónsson hafa rannsakað hvaða áhrif kynjakvóti í stjörnum hefur haft á starfsemi innan þeirra.
Kynjakvóti leitt til betri stjórnarhátta og bætt ákvarðanatöku
Rannsókn á áhrifum kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja bendir til að umfjöllunarefnin við stjórnarborðið séu fjölbreyttari en áður. Stjórnarformenn eru almennt jákvæðari í garð kynjakvóta en almennir stjórnarmenn.
Kjarninn 29. júní 2022
KR-svæði framtíðarinnar?
Nágrannar töldu sumir þörf á 400 bílastæðum í kjallara undir nýjum KR-velli
Íþróttasvæði KR í Vesturbænum mun taka stórtækum breytingum samkvæmt nýsamþykktu deiliskipulagi, sem gerir ráð fyrir byggingu hundrað íbúða við nýjan knattspyrnuvöll félagsins. Nágrannar hafa sumir miklar áhyggjur af bílastæðamálum.
Kjarninn 29. júní 2022
Landsvirkjun áformar að stækka þrjár virkjanir á Þjórsár-Tungnaársvæðinu: Sigölduvirkjun, Vatnsfellsvirkjun og Hrauneyjafossvirkjun.
Landsvirkjun afhendir ekki arðsemismat
Landsvirkjun segir að þrátt fyrir að áformaðar stækkanir virkjana á Þjórsársvæði muni ekki skila meiri orku séu framkvæmdirnar arðbærar. Fyrirtækið vill hins vegar ekki afhenda Kjarnanum arðsemisútreikningana.
Kjarninn 29. júní 2022
Húsnæðiskostnaður er stærsti áhrifaþátturinn í hækkun verðbólgunnar á milli mánaða, en án húsnæðisliðsins mælist verðbólga nú 6,5 prósent.
Verðbólgan mælist 8,8 prósent í júní
Fara þarf aftur til októbermánaðar árið 2009 til þess að finna meiri verðbólgu en nú mælist á Íslandi. Hækkandi húsnæðiskostnaður og bensín- og olíuverð eru helstu áhrifaþættir hækkunar frá fyrri mánuði, er verðbólgan mældist 7,6 prósent.
Kjarninn 29. júní 2022
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 26. þáttur: Stjórnvaldstækni ríkisvaldsins og „vofa“ móðurinnar móta karlmennskuvitund ungra flóttamanna
Kjarninn 29. júní 2022
Meira úr sama flokkiÁlit