Þegar kamelljónin bregða lit

Sighvatur Björgvinsson veltir fyrir sér getu Stefáns Pálssonar, og fleiri Vinstri grænna, til að fara úr rauðu yfir í blátt þegar það samræmist betur umhverfinu.

Auglýsing

Á langri ævi hefur æ sjaldnar brugðið við, að sá, sem þetta skrif­ar, hafi orðið undr­andi og hlessa. Það varð þó s.l. laug­ar­dag, þegar ég hlust­aði svona með öðru eyr­anu á frétta­skýr­inga­þátt­inn Viku­lok­in. Einn af þeim, sem þar sátu fyrir svörum, var Stefán nokkur Páls­son, lands­þekktur maður fyrir margt og mikið – þ.á.m. afdrátt­ar­lausar skoð­anir sínar á stjórn­mál­u­m. 

Um­ræðan fór fljót­lega að bein­ast að því þegar fjár­mála- og efna­hags­ráð­herrann, sem jafn­framt er for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, hrakti virtan íslenskan fræði­mann úr starfi við rit­stjórn samnær­ræna tíma­rits vegna þess, eins og ráð­herr­ann sagði, að stjórn­mála­skoð­anir fræði­manns­ins sam­ræmd­ust alls ekki stjórn­mála­skoð­unum ráð­herr­ans. 

Undr­andi og hlessa varð ég þegar ég heyrði Stefán Páls­son segja, að þessu hefði Þor­valdur mátt búast við. Ekki myndu þau Jóhanna og Stein­grímur hafa staðið að neinni ráðn­ingu Tryggva Þórs Her­berts­sonar og því væri þess að vænta, að Bjarni Bene­dikts­son hefði sömu við­horf gagn­vart Þor­valdi Gylfa­syni; hafn­aði honum því stjórn­mála­skoð­anir hans væru aðrar en stjórn­mála­skoð­anir Bjarna.

Auglýsing

Nýtt fyrir mér

Nú hefi ég fylgst tals­vert með stjórn­málum síð­ustu ára­tug­ina. Ekki rekur mig minni til þess, að þau Jóhanna og Stein­grímur hafi nokkru sinni beitt sér gegn ráðn­ingu Tryggva Þórs til eins eða neins starfs – eða beitt ráð­herra­valdi sínu til þess að hrekja úr störfum nokkurn mann með þeim rök­stuðn­ingi, að stjórn­mála­skoð­anir hans eða hennar hafi verið öðru vísi en Jóhönnu eða Stein­gríms. 

Vissu­lega getur svo sem vel ver­ið, að Stein­grímur hefði ekki ráðið Hannes Hólm­stein til þess að fjalla fræði­lega um „þetta svo­kall­aða hrun“ (orða­lagið haft eftir Mbl) eins og Bjarna þótti vel við hæfi, en engin dæmi veit ég til þess að hvorki Jóhanna né Stein­grímur hafi svo mikið sem hreyft við starfi Hann­esar Hólm­steins við Háskóla Íslands jafn­vel þó hann hafi ekki verið sam­mála stjórn­mála­skoð­unum þeirra.

Þarfir umhverf­is­ins

Fyrir margt löngu las ég frá­sögn um dýr, sem kall­ast kamelljón. Það, sem einna helst var talið auð­kenna kamelljónið var, að það gæti breytt um lit eftir umhverf­in­u. Farið svona frá rauðu yfir í blátt þegar það sam­ræmd­ist betur umhverf­in­u. Ekki veit ég af hverju, en mér datt þessi gamla saga um kamelljónið í hug þennan laug­ar­dags­morgun þegar ég hlust­aði á Stefán Páls­son. 

Skyldi fleiri ljóna­teg­undir geta til­einkað sér þessa ein­stöku hæfi­leika? Og hvað um aðra. ­Getur Stein­grímur t.d. hagað póli­tísku litarafti sínu með til­lit þarfa umhverf­is­ins? Hvað þá um sjálfan for­sæt­is­ráð­herrann, Katrínu Jak­obs­dótt­ur? ­Sjá menn ein­hverjar lita­breyt­ingar hafa gerst eða vera að ger­ast þar? 

Hvað segir Stefán Páls­son? Hann er jú fróður mað­ur, þekkir manna best innsta kjarna skoð­ana­bræðra sinna og systra. Telur VG sjálf­sagt og eðli­legt, að for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins hafni manni til starfa á erlendri grund af því hann sé honum ekki sam­mála í stjórn­mál­u­m. ­Gætu Stein­grímur og Katrín hugsað sér að gera slíkt hið sama? Hvað segir Stefán Páls­son um það? Auð­vitað þarf ég ekki að spyrj­a. Hann svar­aði þeirri spurn­ingu í útvarps­þætt­in­um.

Höf­undur er fyrr­ver­andi þing­maður og ráð­herra.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðmundur Árni óskar eftir viðræðum um myndun nýs meirihluta með Framsókn
Samfylkingin bætti við sig um níu prósentustigum af fylgi í Hafnarfirði og er nú með jafn marga bæjarfulltrúa og Sjálfstæðisflokkur, sem tapaði einum. Framsókn er samt með öll tromp á hendi og getur valið með hvorum flokknum myndaður verður meirihluti.
Kjarninn 16. maí 2022
Nýtt valdajafnvægi á Norður-Írlandi – Sögulegur kosningasigur en snúin staða
Í fyrsta skipti í hundrað ára sögu Norður-Írlands er lýðveldisflokkur með flestu sætin á þinginu í Stormont. Óljóst er hins vegar hvort kosning um sameiningu Írlands sé í sjónmáli.
Kjarninn 15. maí 2022
Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavík.
Vinstri græn vilja ekki taka þátt í meirihlutaviðræðum
Oddviti Vinstri grænna í Reykjavík segir niðurstöðu kosninganna vonbrigði. Flokkurinn ætlar ekki að sækjast eftir því að sitja áfram í meirihluta. Oddviti Viðreisnar vonast hins vegar til að starfa áfram í meirihluta.
Kjarninn 15. maí 2022
„Börn eiga fyrst og fremst að leika sér og hlæja – ekki þjást og gráta“
Myndlistarmaðurinn Jón Magnússon safnar fyrir prentun á myndlistarbókinni „Á meðan ...“ sem er til styrktar starfi Unicef í Úkraínu.
Kjarninn 15. maí 2022
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins.
Skýrt ákall um breytingar en erfitt að draga heildstæða ályktun
Formenn ríkisstjórnarflokkanna segja niðurstöður sveitarstjórnarkosningar skýrar en túlka hana með mismunandi hætti. Formaður Framsóknarflokksins segir flokkinn í borginni, sem vann mikinn kosningasigur, fara í meirihlutaviðræður af yfirvegun.
Kjarninn 15. maí 2022
Einar Þorsteinsson, ddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, sem vann stóran sigur, segir borgarstjórastólinn ekki vera markmið í sjálfu sér.
Borgarstjórastóllinn ekki markmið í sjálfu sér
Oddvitar stærstu flokkanna í Reykjavík eru varkárir í yfirlýsingum um nýtt meirihlutasamstarf en telja rétt að fráfarandi meirihlutaflokkar stilli saman strengi. Oddviti Framsóknarflokksins segir borgarstjórastólinn ekki vera markmið í sjálfu sér.
Kjarninn 15. maí 2022
Ótvíræður sigurvegari kosninganna, ekki bara í Reykjavík heldur á landsvísu, er Framsóknarflokkurinn.
Sigrar og töp sveitarstjórnarkosninganna
Framsóknarflokkurinn vann sveitarstjórnarkosningarnar, ekki bara í Reykjavík heldur á landsvísu. Sjálfstæðisflokkur mátti þola nokkur erfið töp en vann sigra inn á milli. Vinstri grænum gengur ekkert ná fótfestu í stærstu sveitarfélögum landsins.
Kjarninn 15. maí 2022
Danska kvennasveitin Reddi komst ekki áfram á úrslitakvöld Eurovision á laugardag. Danmörku var eina Norðulandaþjóðin sem komst ekki áfram í úrslit og Danir velta fyrir sér hvað fór úrskeiðis.
Gangtruflanir í dönsku Eurovision vélinni
Í annað skipti í röð mistókst Dönum að komast í úrslit Eurovision söngvakeppninnar. Danskir Eurovision sérfræðingar segja ekki nóg að flytjendur standi sig vel, lagið þurfi að höfða til áhorfenda og dómara.
Kjarninn 15. maí 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar