Þegar kamelljónin bregða lit

Sighvatur Björgvinsson veltir fyrir sér getu Stefáns Pálssonar, og fleiri Vinstri grænna, til að fara úr rauðu yfir í blátt þegar það samræmist betur umhverfinu.

Auglýsing

Á langri ævi hefur æ sjaldnar brugðið við, að sá, sem þetta skrif­ar, hafi orðið undr­andi og hlessa. Það varð þó s.l. laug­ar­dag, þegar ég hlust­aði svona með öðru eyr­anu á frétta­skýr­inga­þátt­inn Viku­lok­in. Einn af þeim, sem þar sátu fyrir svörum, var Stefán nokkur Páls­son, lands­þekktur maður fyrir margt og mikið – þ.á.m. afdrátt­ar­lausar skoð­anir sínar á stjórn­mál­u­m. 

Um­ræðan fór fljót­lega að bein­ast að því þegar fjár­mála- og efna­hags­ráð­herrann, sem jafn­framt er for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, hrakti virtan íslenskan fræði­mann úr starfi við rit­stjórn samnær­ræna tíma­rits vegna þess, eins og ráð­herr­ann sagði, að stjórn­mála­skoð­anir fræði­manns­ins sam­ræmd­ust alls ekki stjórn­mála­skoð­unum ráð­herr­ans. 

Undr­andi og hlessa varð ég þegar ég heyrði Stefán Páls­son segja, að þessu hefði Þor­valdur mátt búast við. Ekki myndu þau Jóhanna og Stein­grímur hafa staðið að neinni ráðn­ingu Tryggva Þórs Her­berts­sonar og því væri þess að vænta, að Bjarni Bene­dikts­son hefði sömu við­horf gagn­vart Þor­valdi Gylfa­syni; hafn­aði honum því stjórn­mála­skoð­anir hans væru aðrar en stjórn­mála­skoð­anir Bjarna.

Auglýsing

Nýtt fyrir mér

Nú hefi ég fylgst tals­vert með stjórn­málum síð­ustu ára­tug­ina. Ekki rekur mig minni til þess, að þau Jóhanna og Stein­grímur hafi nokkru sinni beitt sér gegn ráðn­ingu Tryggva Þórs til eins eða neins starfs – eða beitt ráð­herra­valdi sínu til þess að hrekja úr störfum nokkurn mann með þeim rök­stuðn­ingi, að stjórn­mála­skoð­anir hans eða hennar hafi verið öðru vísi en Jóhönnu eða Stein­gríms. 

Vissu­lega getur svo sem vel ver­ið, að Stein­grímur hefði ekki ráðið Hannes Hólm­stein til þess að fjalla fræði­lega um „þetta svo­kall­aða hrun“ (orða­lagið haft eftir Mbl) eins og Bjarna þótti vel við hæfi, en engin dæmi veit ég til þess að hvorki Jóhanna né Stein­grímur hafi svo mikið sem hreyft við starfi Hann­esar Hólm­steins við Háskóla Íslands jafn­vel þó hann hafi ekki verið sam­mála stjórn­mála­skoð­unum þeirra.

Þarfir umhverf­is­ins

Fyrir margt löngu las ég frá­sögn um dýr, sem kall­ast kamelljón. Það, sem einna helst var talið auð­kenna kamelljónið var, að það gæti breytt um lit eftir umhverf­in­u. Farið svona frá rauðu yfir í blátt þegar það sam­ræmd­ist betur umhverf­in­u. Ekki veit ég af hverju, en mér datt þessi gamla saga um kamelljónið í hug þennan laug­ar­dags­morgun þegar ég hlust­aði á Stefán Páls­son. 

Skyldi fleiri ljóna­teg­undir geta til­einkað sér þessa ein­stöku hæfi­leika? Og hvað um aðra. ­Getur Stein­grímur t.d. hagað póli­tísku litarafti sínu með til­lit þarfa umhverf­is­ins? Hvað þá um sjálfan for­sæt­is­ráð­herrann, Katrínu Jak­obs­dótt­ur? ­Sjá menn ein­hverjar lita­breyt­ingar hafa gerst eða vera að ger­ast þar? 

Hvað segir Stefán Páls­son? Hann er jú fróður mað­ur, þekkir manna best innsta kjarna skoð­ana­bræðra sinna og systra. Telur VG sjálf­sagt og eðli­legt, að for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins hafni manni til starfa á erlendri grund af því hann sé honum ekki sam­mála í stjórn­mál­u­m. ­Gætu Stein­grímur og Katrín hugsað sér að gera slíkt hið sama? Hvað segir Stefán Páls­son um það? Auð­vitað þarf ég ekki að spyrj­a. Hann svar­aði þeirri spurn­ingu í útvarps­þætt­in­um.

Höf­undur er fyrr­ver­andi þing­maður og ráð­herra.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lilja D. Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Menntamálaráðuneytið synjar Kjarnanum um aðgang að lögfræðiálitunum sem Lilja aflaði
Mennta- og menningarmálaráðuneytið neitar að afhenda Kjarnanum lögfræðiálitin sem Lilja D. Alfreðsdóttir aflaði í aðdraganda þess að hún ákvað að stefna skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu til að fá úrskurði kærunefndar jafnréttismála hnekkt.
Kjarninn 3. júlí 2020
Róbert Marshall, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar.
Marshall-aðstoð ríkisstjórnarinnar orðin ótímabundin
Róbert Marshall hefur verið ráðinn ótímabundið í stöðu upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar, en áður hafði hann verið ráðinn tímabundið í stöðuna til þriggja mánaða.
Kjarninn 3. júlí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Fötin og tískan
Kjarninn 3. júlí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Staðfest: Íslendingar þurfa í sóttkví við komuna til landsins
Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu sóttvarnalæknis um að Íslendingar og aðrir sem búsettir eru hér þurfi að fara aftur í skimun 4-5 dögum eftir komu til landsins og vera í sóttkví þangað til niðurstaða fæst.
Kjarninn 3. júlí 2020
Þörf á öflugra eftirliti af hálfu hins opinbera varðandi málefni erlends vinnuafls
Samkvæmt nýrri skýrslu Rannsóknamiðstöðvar ferðamála um aðstæður erlends starfsfólks í ferðaþjónustu er árangursríkasta leiðin til að stöðva alvarleg brot í geiranum að stoppa upp í göt í lögum og efla eftirlit opinberra stofnana.
Kjarninn 3. júlí 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tók við sem dómsmálaráðherra í september í fyrra. Líkur eru á að hún muni hafa skipað fjóra nýja dómara við Hæstarétt á fyrsta ári sínu sem ráðherra.
Tveir dómarar við Hæstarétt óska lausnar
Fimm dómarar við Hæstarétt hafa óskað lausnar úr starfi á innan við einu ári. Samsetning réttarins hefur því breyst gríðarlega mikið á skömmum tíma. Af þeim sjö sem munu mynda réttinn í nánustu framtíð munu fjórir hafa verið skipaðir frá því í desember.
Kjarninn 3. júlí 2020
Fyrrum eigendur Mjólku vilja skaðabætur frá Mjólkursamsölunni
Stofnendur og fyrrum eigendur Mjólku fara fram á að MS viðurkenni skaðabótaskyldu vegna samkeppnisbrota sem hafi leitt til þess að Mjólka fór í greiðsluþrot. Brot MS hafa verið staðfest fyrir dómstólum og fyrirtækið greitt sektir vegna þeirra.
Kjarninn 3. júlí 2020
Þrettán manns með virk smit á Íslandi – allir í ein­angr­un
Tvö sýni greindust jákvæð við landamæraskimun í gær og þrjú innanlands og eru viðkomandi í einangrun. Alls eru nú 13 manns með virk smit á Íslandi og eru þau öll í einangrun.
Kjarninn 3. júlí 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar