Bjarni sjálfur – eða bara hálfur

Sighvatur Björgvinsson skrifar um framgöngu fjármála- og efnahagsráðuneytisins gagnvart Þorvaldi Gylfasyni.

Auglýsing

Fer ráðuneyti með framkvæmdavald? Nei, ráðuneyti er eins og nafnið bendir til ætlað að vera ráðherra til ráðuneytis en það er ráðherrann sem fer með framkvæmdavaldið. Ráðherrann er æðsti yfirmaður hvers ráðuneytis og ráðuneytinu er ætlað að vinna í samræmi við vilja ráðherrans og starfa í anda þeirrar stefnu, sem ráðherra markar. Því veit ég ekki nokkur dæmi þess, að ráðuneyti hafi beitt sér þvert gegn vilja þess ráðherra, sem yfir það er settur. Sá ráðuneytisstarfsmaður, sem það hefði gert hefði verið brotlegur gagnvart ráðherra sínum, sem ber ábyrgð á framkomu og athöfnum hans eins og öðrum starfsmönnum síns ráðuneytis.

Var boðinn velkominn

Hví geri ég þetta að umræðuefni; ræði mál, sem öllum hlýtur að vera augljóst og engar deilur hafa staðið um. Ástæðan er bæði einföld og nærtæk. Fjármála- og efnahagsráðuneytið, sem á að starfa í samræmi við vilja ráðherra síns, hefur beitt sér gegn því að ráðinn hafi verið til þess að ritstýra norrænu tímariti um efnahagsmál víðkunnur íslenskur hagfræðiprófessor, sem nýtur ekki bara álits og viðurkenningar meðal samlanda sinna fyrir störf sín heldur ekkert síður á erlendum vettvangi þar sem hann er bæði vel þekktur og mikils metinn. Þorvaldur Gylfason hafði verið ráðinn sem ritstjóri tímaritsins Nordic Economy Policy Review - ráðinn af samnorrænum hópi fólks, sem þekkti vel til starfa hans og bar bæði traust og virðingu fyrir honum, hafði boðið hann velkominn til starfa og beðið hann að ráða sem aðstoðarritstjóra hvern þann, sem hann treysti. 

Auglýsing
Við, sem þekkjum til starfa Þorvaldar Gylfasonar þó við þekkjum hann ekki mikið persónulega og séum honum ekki ávallt sammála, hefðum vissulega fagnað þessu mati og trausti, sem honum var sýnt og glaðst yfir því, að íslenskur hagfræðingur skuli hafa verið tekinn fram yfir marga kunna norræna stéttarbræður hans. En þá brugðust honum sjálfir landar hans. Starfsmaður fjármála- og efnahagsráðuneytis Bjarna Benediktssonar beitti framkvæmdavaldinu, sem ráðherranum er falið, til þess að hafna þessum landa sínum og gerði það með formlegum afskiptum þess ráðuneytis. Þorvaldur Gylfason, sem ráðinn hafði verið til starfans með óskoruðu trausti norrænnar ritstjórnarnefndar var hrakinn úr starfi að kröfu framkvæmdavalds ráðherra í hans eigin heimalandi. 

Öðruvísi mér áður brá

Þetta framferði er meira en ámælisvert. Þeir sömu og þarna stýra málum beittu valdi sínu m.a. til þess, að ráðherrar, sem ábyrgð báru á hruninu, sem leiddi margar hörmungar yfir þessa þjóð, voru ráðnir til háttsettra opinberra starfa á erlendri grund. 

Þessi sömu öfl og þar áttu hlut að máli beittu valdi sínu núna til þess að hindra, að hagfræðiprófessor, sem naut mikils trausts og álits erlendis yrði ráðinn til trúnaðarstarfs á vegum norrænna þjóða. Rökstuðningurinn var m.a. sá, að fjármála- og efnahagsráðuneytinu – ráðherranum Bjarna Benediktssyni – félli ekki afskipti, sem hann hefði haft af stjórnmálum sem ekki voru á sömu lund og afskipti og málflutningur framangreindra ráðherra úr hrunstjórninni hafði verið.

Mislestur – ekki mistök

Eins og íslenska stjórnkerfið er upp byggt og því er ætlað að starfa geta svona afskipti fjármála- og efnahagsráðuneytisins ekki verið túlkuð öðru vísi en að umrædd gjörð, sem gerð var í nafni ráðuneytisins, hafi verið með vitund og vilja sjálfs ráðherrans. Sá starfsmaður, sem talaði þar í nafni ráðuneytisins virðist helst bera því við, að hann hafi mislesið upplýsingar um prófessorinn – eins og það varpi einhverju ljósi á málið. Nei, sá ráðuneytisstarfsmaður er þess ekki umkominn að varpa neinu ljósi á þá fordæmalausu ákvörðun. 

Fordæmi ekki framkvæmdavaldshafinn sjálfur, ráðherrann Bjarni Benediktsson, framferði síns eigin ráðuneytis, fordæmi jafnframt afskipti þess af málinu og fordæmi það ekki bara gagnvart eigin þjóð heldur gagnvart norrænum samstarfsaðilum þá er það vegna þess, að hann sjálfur hefur a.m.k. vitað af gangi málsins og verið samsinnugur þeim gangi. Þá hlýtur það að jafnframt að vera hlutverk ráðherrans að takast á við umrædda afgreiðslu innan síns eigin ráðuneytis og gera þeim ljóst, sem þar hefur eða hafa að verki staðið, að framferði þess eða þeirra sé vítavert og verði ekki liðið. 

Hann einn á svarið

Ég á virkilega erfitt með að trúa því, að framkvæmdavaldshafinn, ráðherrann Bjarni Benediktsson, hafi viljað hvað þá heldur óskað þess, að ráðherravaldi hans yrði beitt með þessum hætti. Aðeins viðbrögð hans sjálfs og þau ein geta sýnt og sannað hvort svo hafi verið eða ekki verið. Eigum við Íslendingar virkilega að trúa því, að Bjarni Benediktsson hafi beitt ráðherravaldi sínu með þessum hætti gegn virtum og vel metnum landa sínum? Var hann þar að verki sjálfur – eða bara svona hálfvegis, bæði og, eða hvorki né? Því getur bara einn maður svarað svo ekki verði í efa dregið. HANN SJÁLFUR. Með framferði sínu og framgangi – NÚNA.

Höfundur er fyrrverandi þingmaður og ráðherra.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tibor starfar á Kaffibrennslunni á Laugavegi í Reykjavík.
„Ég get ekki grátið fyrir innan afgreiðsluborðið“
„Ég upplifi þessar bætur sem áverka ofan á áfallið sem við, þau sem lifðum af, vorum þegar að ganga í gegnum,“ segir Vasile Tibor Andor sem lifði eldsvoðann á Bræðraborgarstíg af. „Flest okkar misstu allt sem við eigum og heilsu okkar, von og framtíð.“
Kjarninn 19. júní 2021
Frá vígslu málverkanna í febrúar árið 2018. Síðan þá hafa þau ekki verið sýnd hlið við hlið.
Portrettmyndir Obama-hjónanna gera víðreist um Bandaríkin
Aðsóknarmet var slegið í National Portrait Gallery í Washington D.C. eftir að opinberar portrettmyndir Obama-hjónanna bættust í safneignina árið 2018. Nú eru myndirnar á leið í 11 mánaða reisu vítt og breitt um Bandaríkin.
Kjarninn 19. júní 2021
Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar.
Afnám leiguþaks gæti orðið Löfven að falli
Svíþjóð hefur, líkt og önnur lönd í Evrópu, reynt að sporna gegn hröðum leiguverðshækkunum með leiguþaki. Nú gæti farið svo að sænska ríkisstjórnin falli vegna áforma um að afnema slíkar takmarkanir fyrir nýbyggingar.
Kjarninn 18. júní 2021
Frá Akureyri.
Starfsfólki sagt upp á hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri
Forseti ASÍ gagnrýnir hagræðingaraðgerðir sem bitna fyrst og fremst á starfsfólki að hennar mati. Heilsuvernd tók við rekstri Öldrunarheimila Akureyrar í apríl á þessu ári.
Kjarninn 18. júní 2021
Kona gengur fram hjá minningarvegg um fórnarlömb COVID-19 í London.
Delta-afbrigðið á fleygiferð á Bretlandseyjum
Tilfellum af COVID-19 fjölgaði um 50 prósent í Bretlandi á einum mánuði frá 5. maí til 7. júní. Smitum af völdum Delta-afbrigðisins svokallaða fjölgaði um tæp 80 prósent milli vikna. Ný bylgja segja sumir en aðrir benda á að hún verði aldrei skæð.
Kjarninn 18. júní 2021
Komum erlendra ferðamanna til landsins fækkaði um 81 prósent milli 2019 og 2020.
Íslendingar eyddu minna á ferðalögum innanlands í fyrra heldur en árið 2019
Heildarútgjöld íslenskra ferðamanna innanlands námu 122 milljörðum króna í fyrra og drógust saman um 14 prósent frá 2019. Hlutfall ferðaþjónustu í landsframleiðslu dróst saman um rúmlega helming á tímabilinu, fór úr átta prósentum niður í 3,9 prósent.
Kjarninn 18. júní 2021
Upplýsingar um alla hluthafa og hversu mikið þeir eiga í skráðum félögum hafa legið fyrir á opinberum vettvangi undanfarið. Þetta telur Persónuvernd stríða gegn lögum.
Persónuvernd telur víðtæka birtingu hluthafalista fara gegn lögum
Vegna nýlegra lagabreytinga hefur verið hægt að nálgast heildarhluthafalista skráðra félaga í Kauphöllinni í samstæðureikningum á vef Skattsins. Persónuvernd telur þessa víðtæku birtingu fara gegn lögum.
Kjarninn 18. júní 2021
Flókið að fást við fólk sem lætur sannleikann ekki þvælast fyrir sér
Kerfið brást Helgu Björgu harðlega eftir að hún upplifði stöðugt áreiti borgarfulltrúa Miðflokksins í um tvö ár án þess að geta borið hönd fyrir höfuð sér. Málið hefur haft margvíslegar alvarlegar afleiðingar á andlega og líkamlega heilsu hennar.
Kjarninn 18. júní 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar