Bjarni sjálfur – eða bara hálfur

Sighvatur Björgvinsson skrifar um framgöngu fjármála- og efnahagsráðuneytisins gagnvart Þorvaldi Gylfasyni.

Auglýsing

Fer ráðu­neyti með fram­kvæmda­vald? Nei, ráðu­neyti er eins og nafnið bendir til ætlað að vera ráð­herra til ráðu­neytis en það er ráð­herr­ann sem fer með fram­kvæmda­vald­ið. Ráð­herr­ann er æðsti yfir­maður hvers ráðu­neytis og ráðu­neyt­inu er ætlað að vinna í sam­ræmi við vilja ráð­herr­ans og starfa í anda þeirrar stefnu, sem ráð­herra mark­ar. Því veit ég ekki nokkur dæmi þess, að ráðu­neyti hafi beitt sér þvert gegn vilja þess ráð­herra, sem yfir það er sett­ur. Sá ráðu­neyt­is­starfs­mað­ur, sem það hefði gert hefði verið brot­legur gagn­vart ráð­herra sín­um, sem ber ábyrgð á fram­komu og athöfnum hans eins og öðrum starfs­mönnum síns ráðu­neyt­is.

Var boð­inn vel­kom­inn

Hví geri ég þetta að umræðu­efni; ræði mál, sem öllum hlýtur að vera aug­ljóst og engar deilur hafa staðið um. Ástæðan er bæði ein­föld og nær­tæk. Fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­ið, sem á að starfa í sam­ræmi við vilja ráð­herra síns, hefur beitt sér gegn því að ráð­inn hafi verið til þess að rit­stýra nor­rænu tíma­riti um efna­hags­mál víð­kunnur íslenskur hag­fræði­pró­fess­or, sem nýtur ekki bara álits og við­ur­kenn­ingar meðal sam­landa sinna fyrir störf sín heldur ekk­ert síður á erlendum vett­vangi þar sem hann er bæði vel þekktur og mik­ils met­inn. Þor­valdur Gylfa­son hafði verið ráð­inn sem rit­stjóri tíma­rits­ins Nor­dic Economy Policy Review - ráð­inn af sam­nor­rænum hópi fólks, sem þekkti vel til starfa hans og bar bæði traust og virð­ingu fyrir hon­um, hafði boðið hann vel­kom­inn til starfa og beðið hann að ráða sem aðstoð­ar­rit­stjóra hvern þann, sem hann treyst­i. 

Auglýsing
Við, sem þekkjum til starfa Þor­valdar Gylfa­sonar þó við þekkjum hann ekki mikið per­sónu­lega og séum honum ekki ávallt sam­mála, hefðum vissu­lega fagnað þessu mati og trausti, sem honum var sýnt og glaðst yfir því, að íslenskur hag­fræð­ingur skuli hafa verið tek­inn fram yfir marga kunna nor­ræna stétt­ar­bræður hans. En þá brugð­ust honum sjálfir landar hans. Starfs­maður fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytis Bjarna Bene­dikts­sonar beitti fram­kvæmda­vald­inu, sem ráð­herr­anum er falið, til þess að hafna þessum landa sínum og gerði það með form­legum afskiptum þess ráðu­neyt­is. Þor­valdur Gylfa­son, sem ráð­inn hafði verið til starfans með óskor­uðu trausti nor­rænnar rit­stjórn­ar­nefndar var hrak­inn úr starfi að kröfu fram­kvæmda­valds ráð­herra í hans eigin heima­land­i. 

Öðru­vísi mér áður brá

Þetta fram­ferði er meira en ámæl­is­vert. Þeir sömu og þarna stýra málum beittu valdi sínu m.a. til þess, að ráð­herr­ar, sem ábyrgð báru á hrun­inu, sem leiddi margar hörm­ungar yfir þessa þjóð, voru ráðnir til hátt­settra opin­berra starfa á erlendri grund. 

Þessi sömu öfl og þar áttu hlut að máli beittu valdi sínu núna til þess að hindra, að hag­fræði­pró­fess­or, sem naut mik­ils trausts og álits erlendis yrði ráð­inn til trún­að­ar­starfs á vegum nor­rænna þjóða. Rök­stuðn­ing­ur­inn var m.a. sá, að fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu – ráð­herr­anum Bjarna Bene­dikts­syni – félli ekki afskipti, sem hann hefði haft af stjórn­málum sem ekki voru á sömu lund og afskipti og mál­flutn­ingur fram­an­greindra ráð­herra úr hrun­stjórn­inni hafði ver­ið.

Mis­lestur – ekki mis­tök

Eins og íslenska stjórn­kerfið er upp byggt og því er ætlað að starfa geta svona afskipti fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins ekki verið túlkuð öðru vísi en að umrædd gjörð, sem gerð var í nafni ráðu­neyt­is­ins, hafi verið með vit­und og vilja sjálfs ráð­herr­ans. Sá starfs­mað­ur, sem tal­aði þar í nafni ráðu­neyt­is­ins virð­ist helst bera því við, að hann hafi mis­lesið upp­lýs­ingar um pró­fess­or­inn – eins og það varpi ein­hverju ljósi á mál­ið. Nei, sá ráðu­neyt­is­starfs­maður er þess ekki umkom­inn að varpa neinu ljósi á þá for­dæma­lausu ákvörð­un. 

­For­dæmi ekki fram­kvæmda­valds­haf­inn sjálf­ur, ráð­herr­ann Bjarni Bene­dikts­son, fram­ferði síns eigin ráðu­neyt­is, for­dæmi jafn­framt afskipti þess af mál­inu og for­dæmi það ekki bara gagn­vart eigin þjóð heldur gagn­vart nor­rænum sam­starfs­að­ilum þá er það vegna þess, að hann sjálfur hefur a.m.k. vitað af gangi máls­ins og verið sam­sinn­ugur þeim gangi. Þá hlýtur það að jafn­framt að vera hlut­verk ráð­herr­ans að takast á við umrædda afgreiðslu innan síns eigin ráðu­neytis og gera þeim ljóst, sem þar hefur eða hafa að verki stað­ið, að fram­ferði þess eða þeirra sé víta­vert og verði ekki lið­ið. 

Hann einn á svarið

Ég á virki­lega erfitt með að trúa því, að fram­kvæmda­valds­haf­inn, ráð­herr­ann Bjarni Bene­dikts­son, hafi viljað hvað þá heldur óskað þess, að ráð­herra­valdi hans yrði beitt með þessum hætti. Aðeins við­brögð hans sjálfs og þau ein geta sýnt og sannað hvort svo hafi verið eða ekki ver­ið. Eigum við Íslend­ingar virki­lega að trúa því, að Bjarni Bene­dikts­son hafi beitt ráð­herra­valdi sínu með þessum hætti gegn virtum og vel metnum landa sín­um? Var hann þar að verki sjálfur – eða bara svona hálf­veg­is, bæði og, eða hvorki né? Því getur bara einn maður svarað svo ekki verði í efa dreg­ið. HANN SJÁLF­UR. Með fram­ferði sínu og fram­gangi – NÚNA.

Höf­undur er fyrr­ver­andi þing­maður og ráð­herra.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lilja D. Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Menntamálaráðuneytið synjar Kjarnanum um aðgang að lögfræðiálitunum sem Lilja aflaði
Mennta- og menningarmálaráðuneytið neitar að afhenda Kjarnanum lögfræðiálitin sem Lilja D. Alfreðsdóttir aflaði í aðdraganda þess að hún ákvað að stefna skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu til að fá úrskurði kærunefndar jafnréttismála hnekkt.
Kjarninn 3. júlí 2020
Róbert Marshall, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar.
Marshall-aðstoð ríkisstjórnarinnar orðin ótímabundin
Róbert Marshall hefur verið ráðinn ótímabundið í stöðu upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar, en áður hafði hann verið ráðinn tímabundið í stöðuna til þriggja mánaða.
Kjarninn 3. júlí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Fötin og tískan
Kjarninn 3. júlí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Staðfest: Íslendingar þurfa í sóttkví við komuna til landsins
Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu sóttvarnalæknis um að Íslendingar og aðrir sem búsettir eru hér þurfi að fara aftur í skimun 4-5 dögum eftir komu til landsins og vera í sóttkví þangað til niðurstaða fæst.
Kjarninn 3. júlí 2020
Þörf á öflugra eftirliti af hálfu hins opinbera varðandi málefni erlends vinnuafls
Samkvæmt nýrri skýrslu Rannsóknamiðstöðvar ferðamála um aðstæður erlends starfsfólks í ferðaþjónustu er árangursríkasta leiðin til að stöðva alvarleg brot í geiranum að stoppa upp í göt í lögum og efla eftirlit opinberra stofnana.
Kjarninn 3. júlí 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tók við sem dómsmálaráðherra í september í fyrra. Líkur eru á að hún muni hafa skipað fjóra nýja dómara við Hæstarétt á fyrsta ári sínu sem ráðherra.
Tveir dómarar við Hæstarétt óska lausnar
Fimm dómarar við Hæstarétt hafa óskað lausnar úr starfi á innan við einu ári. Samsetning réttarins hefur því breyst gríðarlega mikið á skömmum tíma. Af þeim sjö sem munu mynda réttinn í nánustu framtíð munu fjórir hafa verið skipaðir frá því í desember.
Kjarninn 3. júlí 2020
Fyrrum eigendur Mjólku vilja skaðabætur frá Mjólkursamsölunni
Stofnendur og fyrrum eigendur Mjólku fara fram á að MS viðurkenni skaðabótaskyldu vegna samkeppnisbrota sem hafi leitt til þess að Mjólka fór í greiðsluþrot. Brot MS hafa verið staðfest fyrir dómstólum og fyrirtækið greitt sektir vegna þeirra.
Kjarninn 3. júlí 2020
Þrettán manns með virk smit á Íslandi – allir í ein­angr­un
Tvö sýni greindust jákvæð við landamæraskimun í gær og þrjú innanlands og eru viðkomandi í einangrun. Alls eru nú 13 manns með virk smit á Íslandi og eru þau öll í einangrun.
Kjarninn 3. júlí 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar