Ríki óttans?

Fyrrverandi utanríkisráðherra skrifar um það sem hann kallar valdníðslu fjármála- og efnahagsráðherra á Þorvaldi Gylfasyni.

Auglýsing

„Ís­lend­ingar einskis meta alla sem þeir geta“ (Da­víð Stef­áns­son frá Fagraskóg­i).

Þegar ég sann­spurði, að fjár­mála­ráð­herra hefði rift ráðn­ingu Þor­valds Gylfa­son­ar, pró­fess­ors, í starf rit­stjóra tíma­rits, sem fjár­mála­ráðu­neyti Norð­ur­landa standa sam­eig­in­lega að, rifj­að­ist upp fyrir mér eft­ir­far­andi saga:

Ég var einu sinni fjár­mála­ráð­herra í fjórtán mán­uði á árunum 1987-88. Ég var þokka­lega undir það búinn, því að ég hafði sér­stak­lega lagt mig eftir rík­is­fjár­málum (skattapóli­tík og hlut hennar í hag­stjórn) í námi mínu við Edin­borg­ar­há­skóla. Á fyrsta vinnu­degi í ráðu­neyt­inu tók á móti mér ráðu­neyt­is­stjóri, sem var for­maður fjár­öfl­un­ar­nefndar Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Ég komst ekki að því fyrr en seinna, að hann hafði verið lát­inn hætta í Seðla­bank­anum vegna leti. Þótt Seðla­banka­mönnum hafi gegnum tíð­ina verið um margt mis­lagðar hend­ur, ratað­ist þeim þarna satt á munn. 

Ég var til­bú­inn með vinnu­prógram. Það átti að end­ur­skipu­leggja frá grunni allt tekju­stofna- og skatta­kerfi rík­is­ins, og gera það strax. Ég boð­aði vinnufund með tekju­deild ráðu­neyt­is­ins þegar í stað. Ég lagði fram verk­lýs­ingu og bauð upp á umræður um útfærslu. Smám saman rann það upp fyrir mér, að þarna voru aðal­lega sam­an­komnir nýút­skrif­aðir ung­lingar úr lög­fræði­deild háskól­ans. Umræð­urnar leiddu í ljós, að þeir höfðu aldrei heyrt orðið virð­is­auka­skattur nefnt. Nið­ur­staða fund­ar­ins var, að ráðu­neytið réði ekki við verk­efn­ið.

Næstu daga þurfti ég að ráða átta manns, að mig minn­ir, með þekk­ingu og reynslu víðs vegar að úr þjóð­fé­lag­inu og atvinnu­líf­inu, utan stjórn­kerf­is­ins. Reyndar kom á dag­inn, að í ráðu­neyt­inu leynd­ust nokkrir menn, sem kunnu til verka og voru þar vegna eigin verð­leika en ekki út á flokks­skír­tein­ið. Þar fór fremstur í flokki Ind­riði H. Þor­láks­son, þýs­klærður sér­fræð­ingur í rík­is­fjár­málum og margra manna maki til verka. Hann hafði bara ekki verið boð­aður á fund­inn. Ind­riði tók að sér verk­stjórn­ina. 

Við unnum dag og nótt allt haust­ið, milli hátíða og fram á næsta ár. Þegar ráð­herr­ann loks­ins flutti fram­sögu­ræðu sína fyrir skatt­kerf­is­bylt­ing­unni – því að það var hún – á Alþingi, voru lokakafl­arnir enn í vél­ritun og sendir með hrað­boða frá Arn­ar­hvoli niður á Alþingi. Seinna, þegar ég lýsti þess­ari alls­herjar upp­stokkun á tekju­stofna­kerfi rík­is­ins, fyrir starfs­bræðrum mín­um, fjár­mála­ráð­herrum Norð­ur­landa, sagði sá sænski (Kjell- Olof Feld­t), að í Sví­þjóð hefði svona iðn­bylt­ing skatt­kerf­is­ins tekið að lág­marki níu ár. Við höfðum ekki þann tíma til ráð­stöf­un­ar. Rík­is­stjórnin sprakk í loft upp eftir 14 mán­uði. Skatt­kerf­is­breyt­ingin er því sem næst það eina, sem eftir hana ligg­ur.

Auglýsing
Hvað kemur þetta við vald­níðslu fjár­mála­ráð­herr­ans gagn­vart Þor­valdi Gylfa­syni? Jú, sjáið þið til: Fjár­mála­ráð­herr­ann segir okk­ur, að hann geti ekki staðið að ráðn­ingu Þor­valds, þrátt fyrir að hann var tal­inn hæf­astur umsækj­enda, af því að hann er ekki í Flokkn­um. Hann hafi m.a.s. lýst opin­ber­lega skoð­un­um, sem séu ekki þókn­an­legar for­manni Sjálf­stæð­is­flokks­ins, nefni­lega fjár­mála­ráð­herr­an­um. Það er mál­ið. Eng­inn rengdi yfir­burða­hæfni Þor­valds, né óvenju­lega alþjóð­lega reynslu, enda var hann met­inn af dóm­bærum aðilum hæf­astur umsækj­enda til starfs­ins. Það kemur bara ekki mál­inu við sam­kvæmt íslenskri stjórn­sýslu­hefð. Flokk­ur­inn verður að geta treyst sínum mönn­um. 

Gunnar Helgi Krist­ins­son, pró­fessor í félags­fræði við háskól­ann, stað­festir þetta í nið­ur­stöðu rann­sóknar á opin­berum emb­ætta­veit­ingum fyrir nokkrum árum. Ef ég man þetta rétt, komst hann að þeirri nið­ur­stöðu, að um það bil helm­ingur umsækj­enda í aug­lýst störf á vegum hins opin­bera, hafi sann­an­lega verið ráðnir út á flokks­skír­tein­in. Og trú­lega tals­vert fleiri en það, þótt sönn­unum verði varla við kom­ið. 

En þið megið ekki mis­skilja þetta. Það er ekki bannað að hafa skoð­an­ir. Það verða bara að vera réttar skoð­an­ir, að mati Flokks­ins. Var það ekki þessi sami fjár­mála­ráð­herra, sem réði Hannes Hólm­stein Giss­ur­ar­son, pró­fessor í stjórn­mála­fræði, til þess að rann­saka orsakir Hruns­ins (og borg­aði honum tíu millj­ónir fyrir ómak­ið)? Það þurfti nefni­lega að hreinsa mann­orð fyrr­ver­andi for­manns flokks­ins, sem var bæði for­sæt­is­ráð­herra og Seðla­banka­stjóri í aðdrag­anda Hruns­ins. Þetta var vanda­verk og ekki á færi ann­arra en þess manns, sem er við­ur­kenndur helsti hug­mynda­fræð­ingur Flokks­ins. Og það þótti vel við hæfi, að skatt­greið­endur yrðu látnir borga fyrir þessa póli­tísku and­lits­lyft­ingu.

Já, en hvað kemur þetta mál­inu við? Jú, sjáðu til: Það eru póli­tískar manna­ráðn­ingar af þessu tagi, til að standa vörð um meinta hags­muni flokks­ins fremur en þjóð­ar­inn­ar, sem valda því, hvernig er komið málum þjóð­ar­innar í dag. Dæmin eru leg­io. Íslensk stjórn­sýsla er að verða fræg að endemum fyrir sjúsk og fúsk. Ég læt les­and­anum eftir að tíunda dæm­in. Það er auð­vitað grafal­var­legt mál, ef menn geta ekki treyst því, að menntun og starfs­reynsla sé metin að verð­leik­um. Geð­þótta­stjórn af þessu tagi rís ekki undir sæmd­ar­heit­inu rétt­ar­ríki. Og afleið­ing­arnar blasa við. Hversu margt hæfi­leika­fólk– í okkar þjóð­fé­lagi, þorir ekki fyrir sitt litla líf að tjá skoð­anir sínar opin­ber­lega eða að fylgja fram sann­fær­ingu sinni í þágu góðs mál­stað­ar, af ótta við að baka sér van­þóknun vald­hafanna? Ríki ótt­ans er and­stæðan við tján­ing­ar­frelsið og rétt­ar­rík­ið. Svo ein­falt er það.

Höf­undur er fyrr­ver­andi utan­rík­is­ráð­herra.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lilja D. Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Menntamálaráðuneytið synjar Kjarnanum um aðgang að lögfræðiálitunum sem Lilja aflaði
Mennta- og menningarmálaráðuneytið neitar að afhenda Kjarnanum lögfræðiálitin sem Lilja D. Alfreðsdóttir aflaði í aðdraganda þess að hún ákvað að stefna skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu til að fá úrskurði kærunefndar jafnréttismála hnekkt.
Kjarninn 3. júlí 2020
Róbert Marshall, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar.
Marshall-aðstoð ríkisstjórnarinnar orðin ótímabundin
Róbert Marshall hefur verið ráðinn ótímabundið í stöðu upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar, en áður hafði hann verið ráðinn tímabundið í stöðuna til þriggja mánaða.
Kjarninn 3. júlí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Fötin og tískan
Kjarninn 3. júlí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Staðfest: Íslendingar þurfa í sóttkví við komuna til landsins
Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu sóttvarnalæknis um að Íslendingar og aðrir sem búsettir eru hér þurfi að fara aftur í skimun 4-5 dögum eftir komu til landsins og vera í sóttkví þangað til niðurstaða fæst.
Kjarninn 3. júlí 2020
Þörf á öflugra eftirliti af hálfu hins opinbera varðandi málefni erlends vinnuafls
Samkvæmt nýrri skýrslu Rannsóknamiðstöðvar ferðamála um aðstæður erlends starfsfólks í ferðaþjónustu er árangursríkasta leiðin til að stöðva alvarleg brot í geiranum að stoppa upp í göt í lögum og efla eftirlit opinberra stofnana.
Kjarninn 3. júlí 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tók við sem dómsmálaráðherra í september í fyrra. Líkur eru á að hún muni hafa skipað fjóra nýja dómara við Hæstarétt á fyrsta ári sínu sem ráðherra.
Tveir dómarar við Hæstarétt óska lausnar
Fimm dómarar við Hæstarétt hafa óskað lausnar úr starfi á innan við einu ári. Samsetning réttarins hefur því breyst gríðarlega mikið á skömmum tíma. Af þeim sjö sem munu mynda réttinn í nánustu framtíð munu fjórir hafa verið skipaðir frá því í desember.
Kjarninn 3. júlí 2020
Fyrrum eigendur Mjólku vilja skaðabætur frá Mjólkursamsölunni
Stofnendur og fyrrum eigendur Mjólku fara fram á að MS viðurkenni skaðabótaskyldu vegna samkeppnisbrota sem hafi leitt til þess að Mjólka fór í greiðsluþrot. Brot MS hafa verið staðfest fyrir dómstólum og fyrirtækið greitt sektir vegna þeirra.
Kjarninn 3. júlí 2020
Þrettán manns með virk smit á Íslandi – allir í ein­angr­un
Tvö sýni greindust jákvæð við landamæraskimun í gær og þrjú innanlands og eru viðkomandi í einangrun. Alls eru nú 13 manns með virk smit á Íslandi og eru þau öll í einangrun.
Kjarninn 3. júlí 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar