Fjármálaráðuneytið segist hafa stuðst við úrelta Wikipedia-síðu um Þorvald

Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist hafa stuðst við rangar upplýsingar á Wikipedia-síðu um Þorvald Gylfason, þegar það kom rangfærslum um stjórnmálaþátttöku hans til norrænna ráðuneyta. Ráðuneytið segir að virða eigi akademískt frelsi í hvívetna.

Wikipedia-síða um Þorvald Gylfason. Þangað segist ráðuneytið hafa sótt sér rangar upplýsingar, sem það byggði á þegar það sagðist ekki geta stutt Þorvald í stöðu ritstjóra fræðatímarits.
Wikipedia-síða um Þorvald Gylfason. Þangað segist ráðuneytið hafa sótt sér rangar upplýsingar, sem það byggði á þegar það sagðist ekki geta stutt Þorvald í stöðu ritstjóra fræðatímarits.
Auglýsing

Fjármála- og efnahagsráðuneytið studdist við rangar upplýsingar, sem það segir að hafi verið að finna á Wikipedia-síðu um Þorvald Gylfason hagfræðiprófessor, þegar það kom boðum til sérfræðinga í starfshópi norrænu fjármálaráðuneytanna um að Þorvaldur væri of virkur í pólitísku starfi til þess að Ísland gæti samþykkt að hann yrði ritstjóri norræna fræðatímaritsins Nordic Economic Policy Review, sem gefið er út af Norrænu ráðherranefndinni.

Þetta segir ráðuneytið í svari við fyrirspurn Kjarnans, þar sem það biðst einnig velvirðingar á því að hafa farið með rangfærslur um Þorvald í tölvupósti sem sendur var 11. nóvember í fyrra. Ráðuneytið segist einnig hafa leiðrétt rangfærslurnar um prófessorinn í tölvupósti, sem sendur var á þá sem fengu upprunalega póstinn, 29. nóvember.

Ráðuneytið segir að upplýsingunum um Þorvald sem finna mátti á Wikipedia hafi síðar verið breytt. Wikipedia er eins og flestir vita alfræðirit á netinu þar sem hver sem er getur breytt þeim upplýsingum sem þar koma fram um menn og málefni. Þar má gjarnan reka sig á úreltar upplýsingar.

Auglýsing

Ekki borið undir fjármálaráðherra eða aðra á skrifstofu yfirstjórnar

Samkvæmt svari ráðuneytisins var ákvörðunin um að bera fram þessi sjónarmið um Þorvald, að hann væri of pólitískt virkur til að njóta stuðnings Íslands í starfið, „ekki borin undir ráðherra né aðra á skrifstofu yfirstjórnar ráðuneytisins.“

Ekki fékkst skýrt svar við því hvort sú ákvörðun að hafna Þorvaldi hefði verið tekin af  starfsmanni ráðuneytisins sem var í samskiptum við norræna stýrihópinn fyrir Íslands hönd eða einhverjum öðrum innan ráðuneytisins.

„Virða beri í hvívetna akademískt frelsi fræðimanna“

Kjarninn spurði ráðuneytið einnig að því hvort það væri mat ráðuneytisins að stjórnmálaþátttaka íslenskra fræðimanna kæmi í veg fyrir að hægt væri að mæla með þeim í fræðastörf, á samnorrænum vettvangi eða annarsstaðar.

„Ekki eru til neinar reglur um að stjórnmálaþátttaka íslenskra fræðimanna eigi að hafa áhrif á það hvort þeir komi til álita í fræðastörf, hvorki á samnorrænum vettvangi né annarsstaðar. Líta verður svo á að virða beri í hvívetna akademískt frelsi fræðimanna, en alvanalegt er að einstaklingar sem tekið hafa þátt í stjórnmálastarfi séu valdir til að taka þátt í alþjóðasamvinnu og það á vitanlega við um verkefni á borð við ritstjórn fræðilegs tímarits,“ segir í svari ráðuneytisins.

Í tölvupóstsamskiptum sérfræðings ráðuneytisins við norrænu kollega sína var þó skýrt tekið fram að stjórnmálaþátttaka Þorvalds væri ástæðan fyrir því að íslenska fjármálaráðuneytið teldi óviðeigandi að hann ritstýrði NEPR.

Ekkert samhljóða samþykki lá fyrir

Kjarninn bað um útskýringu frá ráðuneytinu á því hvernig ráðningarferli ritstjóra NEPR er háttað, en eins og fram hefur komið telur Þorvaldur Gylfason sig hafa fengið fyrirvaralausa ráðningu í starfið, vegna tölvupóstsamskipta hans við embættismann Norrænu ráðherranefndarinnar 1. nóvember.

Ráðuneytið segir að fjallað sé um ráðningu á ritstjóra tímaritsins í starfshópi sérfræðinga í fjármálaráðuneytum Norðurlandanna. „Vanalegt er að í aðdraganda slíkrar ákvörðunar séu ýmsir nefndir til sögunnar og svo var einnig í því tilviki sem hér um ræðir. Ákvörðun um ráðningu er tekin samhljóða, þ.e. að krafist er samsinnis allra fyrir ráðningu. Ekkert slíkt samþykki lá fyrir þann 11. nóvember sl., en óformleg skoðanaskipti áttu sér stað meðal þeirra sérfræðinga sem að ákvörðuninni koma,“ segir ráðuneytið í svari sínu.

Þorvaldur hefur þann skilning eftir samskipti sín við Norrænu ráðherranefndina að hann hafi verið ráðinn til starfans. Embættismaður Norrænu ráðherranefndarinnar skrifaði til hans, 1. nóvember: „Við hlökkum til að hafa þig og þína sér­þekk­ingu með okkur í næstu útgáfum NEPR.“ Þá hafði Þorvaldur þegar fengið upplýsingar um kaup og kjör og samþykkt að taka að sér starfið.

Það er þó ljóst af samskiptum stýrihóps norrænu ráðuneytanna, sem úrskurðarnefnd um upplýsingamál lét Þorvaldi í té með úrskurði sínum í síðasta mánuði, að enginn í þeim hópi leit svo á að búið væri að taka endanlega ákvörðun, enda þarf, eins og fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur sagt frá, samhljóða samþykki allra aðildarríkjanna til þess að einstaklingur sér ráðinn í þetta starf.

Þorvaldur segir að starfstilboð sitt hafi verið dregið til baka munnlega 13. nóvember af hálfur Norrænu ráðherranefndarinnar, tveimur dögum eftir að rangfærslur um hann voru settar fram af hálfu sérfræðings íslenska ráðuneytisins og 16 dögum áður en þær voru leiðréttar.

Norræna ráðherranefndin svarar engu

Norræna ráðherranefndin hefur ekki svarað erindi lögmanns Þorvalds Gylfasonar, sem sent var 27. nóvember. Þar segist hann áskilja sér rétt til að sækja bætur vegna ólögmætra slita á ráðningarsambandi, sem myndast hafi með tölvupóstsamskiptunum þann 1. nóvember.


Norræna ráðherranefndin svaraði ekki heldur formlegum fyrirspurnum frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál þegar nefndin var með gagnabeiðni Þorvalds til meðferðar.

Athugasemd ritstjórnar: Fréttinni hefur verið breytt. Í fyrri útgáfu hennar sagði að fjármála- og efnahagsráðuneytið hefði sagt að Wikipedia-síðu um Þorvald hefði verið uppfærð fyrir 29. nóvember, þegar það sendi leiðréttingu til þeirra sem fengu rangfærslur ráðuneytisins um Þorvald sendar. Hið rétta er að ráðuneytið tiltók ekki sérstaklega hvenær Wikipedia-síðunni hefði verið breytt, einungis að henni hefði verið síðar breytt. Beðist er velvirðingar á þessu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steypiregnið ógurlega
Steypiregn er klárlega orðið tíðara og umfangsmeira en áður var. Öll rök hníga að tengingu við hlýnun lofthjúps jarðar. Í tilviki flóðanna í Þýskalandi og víðar hefur landmótun, aukið þéttbýli og minni skilningur samfélaga á eðli vatnsfalla áhrif.
Kjarninn 25. júlí 2021
Ísraelsk stjórnvöld sömdu við lyfjafyrirtækið Pfizer um bóluefni og rannsóknir samhliða bólusetningum.
Alvarlega veikum fjölgar í Ísrael
Það er gjá á milli fjölda smita og fjölda alvarlegra veikra í Ísrael nú miðað við fyrstu bylgju faraldursins. Engu að síður hafa sérfræðingar áhyggjur af þróuninni. Um 60 prósent þjóðarinnar er bólusett.
Kjarninn 25. júlí 2021
Danska smurbrauðið nýtur nú aukinna vinsælda meðal matgæðinga í heimalandinu.
Endurkoma smurbrauðsins
Flestir Íslendingar kannast við danska smurbrauðið, smørrebrød. Eftir að alls kyns skyndibitar komu til sögunnar döluðu vinsældirnar en nú nýtur smurbrauðið sívaxandi vinsælda. Nýir staðir skjóta upp kollinum og þeir gömlu upplifa sannkallaða endurreisn.
Kjarninn 25. júlí 2021
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda
Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða
Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.
Kjarninn 24. júlí 2021
Eldgosið í Geldingadölum hefur verið mikið sjónarspil. Nú virðist það í rénun.
Ráðherra veitir nafni nýja hraunsins formlega blessun sína
Eins og lög gera ráð fyrir hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest nafngift nýja hraunsins í landi Grindavíkurbæjar. Fagradalshraun mun það heita um ókomna framtíð.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ferðamenn við Skógafoss.
Lágur smitfjöldi talinn mikilvægur fyrir heilsu og hagsmuni ferðaþjónustu
Ótti við að lenda á rauðum listum sóttvarnayfirvalda í Evrópu og Bandaríkjunum var tekinn inn í heildarhagsmunamat ríkisstjórnarinnar varðandi nýjar sóttvarnaráðstafanir innanlands. Á morgun verður mannlífið heft á ný vegna veirunnar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Einkabílaeign á Ísland er hlutfallslega sú hæsta í Evrópu.
Getur Ísland keyrt sig út úr loftslagsvandanum?
Orkuskipti í samgöngum er eitt helsta framlag íslenskra stjórnvalda í baráttunni við loftslagshamfarir. Rafbílar eru hins vegar ekki sú töfralausn sem oft er haldið fram. Vandamálið er ekki bensíndrifnir bílar heldur bíladrifin menning.
Kjarninn 24. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent