Fjármálaráðuneytið segist hafa stuðst við úrelta Wikipedia-síðu um Þorvald

Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist hafa stuðst við rangar upplýsingar á Wikipedia-síðu um Þorvald Gylfason, þegar það kom rangfærslum um stjórnmálaþátttöku hans til norrænna ráðuneyta. Ráðuneytið segir að virða eigi akademískt frelsi í hvívetna.

Wikipedia-síða um Þorvald Gylfason. Þangað segist ráðuneytið hafa sótt sér rangar upplýsingar, sem það byggði á þegar það sagðist ekki geta stutt Þorvald í stöðu ritstjóra fræðatímarits.
Wikipedia-síða um Þorvald Gylfason. Þangað segist ráðuneytið hafa sótt sér rangar upplýsingar, sem það byggði á þegar það sagðist ekki geta stutt Þorvald í stöðu ritstjóra fræðatímarits.
Auglýsing

Fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið studd­ist við rangar upp­lýs­ing­ar, sem það segir að hafi verið að finna á Wikipedi­a-­síðu um Þor­vald Gylfa­son hag­fræði­pró­fess­or, þegar það kom boðum til sér­fræð­inga í starfs­hópi nor­rænu fjár­mála­ráðu­neyt­anna um að Þor­valdur væri of virkur í póli­tísku starfi til þess að Ísland gæti sam­þykkt að hann yrði rit­stjóri nor­ræna fræða­tíma­rits­ins Nor­dic Economic Policy Revi­ew, sem gefið er út af Nor­rænu ráð­herra­nefnd­inn­i.

Þetta segir ráðu­neytið í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans, þar sem það biðst einnig vel­virð­ingar á því að hafa farið með rang­færslur um Þor­vald í tölvu­pósti sem sendur var 11. nóv­em­ber í fyrra. Ráðu­neytið seg­ist einnig hafa leið­rétt rang­færsl­urnar um pró­fess­or­inn í tölvu­pósti, sem sendur var á þá sem fengu upp­runa­lega póst­inn, 29. nóv­em­ber.

Ráðu­neytið segir að upp­lýs­ing­unum um Þor­vald sem finna mátti á Wikipedia hafi síðar verið breytt. Wikipedia er eins og flestir vita alfræði­rit á net­inu þar sem hver sem er getur breytt þeim upp­lýs­ingum sem þar koma fram um menn og mál­efni. Þar má gjarnan reka sig á úreltar upp­lýs­ing­ar.

Auglýsing

Ekki borið undir fjár­mála­ráð­herra eða aðra á skrif­stofu yfir­stjórnar

Sam­kvæmt svari ráðu­neyt­is­ins var ákvörð­unin um að bera fram þessi sjón­ar­mið um Þor­vald, að hann væri of póli­tískt virkur til að njóta stuðn­ings Íslands í starf­ið, „ekki borin undir ráð­herra né aðra á skrif­stofu yfir­stjórnar ráðu­neyt­is­ins.“

Ekki fékkst skýrt svar við því hvort sú ákvörðun að hafna Þor­valdi hefði verið tekin af  starfs­manni ráðu­neyt­is­ins sem var í sam­skiptum við nor­ræna stýri­hóp­inn fyrir Íslands hönd eða ein­hverjum öðrum innan ráðu­neyt­is­ins.

„Virða beri í hví­vetna akademískt frelsi fræði­manna“

Kjarn­inn spurði ráðu­neytið einnig að því hvort það væri mat ráðu­neyt­is­ins að stjórn­mála­þátt­taka íslenskra fræði­manna kæmi í veg fyrir að hægt væri að mæla með þeim í fræða­störf, á sam­nor­rænum vett­vangi eða ann­ars­stað­ar.

„Ekki eru til neinar reglur um að stjórn­mála­þátt­taka íslenskra fræði­manna eigi að hafa áhrif á það hvort þeir komi til álita í fræða­störf, hvorki á sam­nor­rænum vett­vangi né ann­ars­stað­ar. Líta verður svo á að virða beri í hví­vetna akademískt frelsi fræði­manna, en alvana­legt er að ein­stak­lingar sem tekið hafa þátt í stjórn­mála­starfi séu valdir til að taka þátt í alþjóða­sam­vinnu og það á vit­an­lega við um verk­efni á borð við rit­stjórn fræði­legs tíma­rits,“ segir í svari ráðu­neyt­is­ins.

Í tölvu­póst­sam­skiptum sér­fræð­ings ráðu­neyt­is­ins við nor­rænu kollega sína var þó skýrt tekið fram að stjórn­mála­þátt­taka Þor­valds væri ástæðan fyrir því að íslenska fjár­mála­ráðu­neytið teldi óvið­eig­andi að hann rit­stýrði NEPR.

Ekk­ert sam­hljóða sam­þykki lá fyrir

Kjarn­inn bað um útskýr­ingu frá ráðu­neyt­inu á því hvernig ráðn­ing­ar­ferli rit­stjóra NEPR er hátt­að, en eins og fram hefur komið telur Þor­valdur Gylfa­son sig hafa fengið fyr­ir­vara­lausa ráðn­ingu í starf­ið, vegna tölvu­póst­sam­skipta hans við emb­ætt­is­mann Nor­rænu ráð­herra­nefnd­ar­innar 1. nóv­em­ber.

Ráðu­neytið segir að fjallað sé um ráðn­ingu á rit­stjóra tíma­rits­ins í starfs­hópi sér­fræð­inga í fjár­mála­ráðu­neytum Norð­ur­land­anna. „Vana­legt er að í aðdrag­anda slíkrar ákvörð­unar séu ýmsir nefndir til sög­unnar og svo var einnig í því til­viki sem hér um ræð­ir. Ákvörðun um ráðn­ingu er tekin sam­hljóða, þ.e. að kraf­ist er sam­sinnis allra fyrir ráðn­ingu. Ekk­ert slíkt sam­þykki lá fyrir þann 11. nóv­em­ber sl., en óform­leg skoð­ana­skipti áttu sér stað meðal þeirra sér­fræð­inga sem að ákvörð­un­inni kom­a,“ segir ráðu­neytið í svari sínu.

Þor­valdur hefur þann skiln­ing eftir sam­skipti sín við Nor­rænu ráð­herra­nefnd­ina að hann hafi verið ráð­inn til starfans. Emb­ætt­is­maður Nor­rænu ráð­herra­nefnd­ar­innar skrif­aði til hans, 1. nóv­em­ber: „Við hlökkum til að hafa þig og þína sér­­þekk­ingu með okkur í næstu útgáfum NEPR.“ Þá hafði Þor­valdur þegar fengið upp­lýs­ingar um kaup og kjör og sam­þykkt að taka að sér starf­ið.

Það er þó ljóst af sam­skiptum stýri­hóps nor­rænu ráðu­neyt­anna, sem úrskurð­ar­nefnd um upp­lýs­inga­mál lét Þor­valdi í té með úrskurði sínum í síð­asta mán­uði, að eng­inn í þeim hópi leit svo á að búið væri að taka end­an­lega ákvörð­un, enda þarf, eins og fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið hefur sagt frá, sam­hljóða sam­þykki allra aðild­ar­ríkj­anna til þess að ein­stak­lingur sér ráð­inn í þetta starf.

Þor­valdur segir að starfstil­boð sitt hafi verið dregið til baka munn­lega 13. nóv­em­ber af hálfur Nor­rænu ráð­herra­nefnd­ar­inn­ar, tveimur dögum eftir að rang­færslur um hann voru settar fram af hálfu sér­fræð­ings íslenska ráðu­neyt­is­ins og 16 dögum áður en þær voru leið­rétt­ar.

Nor­ræna ráð­herra­nefndin svarar engu

Nor­ræna ráð­herra­nefndin hefur ekki svarað erindi lög­manns Þor­valds Gylfa­son­ar, sem sent var 27. nóv­em­ber. Þar seg­ist hann áskilja sér rétt til að sækja bætur vegna ólög­mætra slita á ráðn­ing­ar­sam­bandi, sem mynd­ast hafi með tölvu­póst­sam­skipt­unum þann 1. nóv­em­ber.Nor­ræna ráð­herra­nefndin svar­aði ekki heldur form­legum fyr­ir­spurnum frá úrskurð­ar­nefnd um upp­lýs­inga­mál þegar nefndin var með gagna­beiðni Þor­valds til með­ferð­ar.

Athuga­semd rit­stjórn­ar: Frétt­inni hefur verið breytt. Í fyrri útgáfu hennar sagði að fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið hefði sagt að Wikipedi­a-­síðu um Þor­vald hefði verið upp­færð fyrir 29. nóv­em­ber, þegar það sendi leið­rétt­ingu til þeirra sem fengu rang­færslur ráðu­neyt­is­ins um Þor­vald send­ar. Hið rétta er að ráðu­neytið til­tók ekki sér­stak­lega hvenær Wikipedi­a-­síð­unni hefði verið breytt, ein­ungis að henni hefði verið síðar breytt. Beðist er vel­virð­ingar á þessu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þótt ferðamenn séu farnir að heimsækja Ísland í meira magni en í fyrra, og störfum í geiranum hafi samhliða fjölgað, er langur vegur að því að ferðaþjónustan skapi jafn mörg störf og hún gerði fyrir heimsfaraldur.
Langtímaatvinnuleysi 143 prósent meira en það var fyrir kórónuveirufaraldur
Þótt almennt atvinnuleysi sé komið niður í sömu hlutfallstölu og fyrir faraldur þá er atvinnuleysið annars konar nú. Þúsundir eru á tímabundnum ráðningastyrkjum og 44 prósent atvinnulausra hafa verið án vinnu í ár eða lengur.
Kjarninn 17. október 2021
Eiríkur Ragnarsson
Af hverju er aldrei neitt til í IKEA?
Kjarninn 17. október 2021
Karl Gauti Hjaltason er oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
„Það er búið að eyðileggja atkvæðin í þessu kjördæmi“
Atkvæðin í kosningunum í Norðvesturkjördæmi „eru því miður ónýt,“ segir Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi sýslumaður og „vafaþingmaður“ Miðflokksins. „Það getur enginn í raun og veru treyst því að ekki hafi verið átt við þessi atkvæði“.
Kjarninn 17. október 2021
Gabby Petito
Verður morðið á Gabby Petito leyst á TikTok?
Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði, segir enga ástæðu til að óttast breyttan veruleika við umfjöllun sakamála en mikilvægt sé að að gera greinarmun á sakamálum sem afþreyingu og lögreglurannsókn.
Kjarninn 17. október 2021
Lars Løkke fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur og formaður í Venstre.
Klækjarefurinn Lars Løkke ekki á förum úr pólitík
Þegar Lars Løkke Rasmussen sagði af sér formennsku í danska Venstre flokknum 2019 töldu margir að dagar hans í stjórnmálum yrðu brátt taldir. Skoðanakannanir benda til annars, nýstofnaður flokkur Lars Løkke nýtur talsverðs fylgis kjósenda.
Kjarninn 17. október 2021
Kornótta ljósmyndin sem vakti athygli á kjarabaráttu
Verkafólk hjá morgunkornsframleiðandanum Kelloggs segist ekki ætla að láta bjóða sér kjaraskerðingar og er komið í verkfall. Einn verkfallsvörðurinn varð nokkuð óvænt andlit baráttunnar.
Kjarninn 16. október 2021
Lestur Fréttablaðsins á leið undir 30 prósent og verðhækkanir á prentun blaða framundan
Frá byrjun árs 2018 hefur lestur Fréttablaðsins aukist á milli mánaða í fimm skipti en dalað 39 sinnum. Útgáfufélag blaðsins tapaði um 800 milljónum króna á árunum 2019 og 2020.
Kjarninn 16. október 2021
Bankarnir bjóða ekki lengur upp á lægstu vextina
Í byrjun árs í fyrra voru óverðtryggð lán 27,5 prósent af heildaríbúðalánum til heimila. Nú er hlutfallið komið yfir 50 prósent. Þessi breyting gæti stuðlað að því að Seðlabankinn þurfi ekki að hækka stýrivexti jafn skarpt til að slá á eftirspurn.
Kjarninn 16. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent