Veltir fyrir sér þögn íslenskra stjórnvalda

„Íslenskir ráðamenn hafa líka tjáð sig með þögn um þessa miklu atburði í Bandaríkjunum en sú þögn hefur ekki verið þrungin neinu sérstöku innihaldi eða verið sérlega innihaldsrík heldur bara þögn,“ sagði þingmaður Samfylkingarinnar á þinginu í dag.

Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
Auglýsing

Guð­mundur Andri Thors­son, þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, gagn­rýnir þögn íslenskra stjórn­valda vegna morðs­ins á George Floyd í Banda­ríkj­unum en hann fjall­aði um málið undir liðnum störf þings­ins á Alþingi í dag. 

„Í dag verður til grafar bor­inn í Hou­ston í Texas George Floyd sem þann 25. júní sl. var tek­inn af lífi af lög­reglu­manni án dóms og laga um hábjartan dag vegna gruns um að hafa fram­vísað fölsuðum 20 doll­ara seðli. Hann var óvopn­aður og hand­járn­að­ur, lá varn­ar­laus í göt­unni meðan lífið var murkað úr hon­um. Veg­far­endur reyndu að sker­ast í leik­inn en allt kom fyrir ekki. 

Fórn­ar­lambið reyndi að biðj­ast vægðar án árang­urs með orðum sem farið hafa sem eldur í sinu um heim­inn: I can´t bre­athe. — Ég næ ekki and­an­um. Um allan heim hafa full­trúar stjórn­valda og alls kyns sam­taka lýst hryll­ingi yfir þessum villi­mann­legu aðförum sem varpa ljósi á það hví­lík mein­semd kyn­þátta­hyggjan er. Í hópi ráða­manna sem hafa tjáð sig má nefna Ang­elu Merkel, Emmanuel Macron og Boris John­son,“ sagði hann. 

Auglýsing

Þá rifj­aði Guð­mundur Andri upp við­brögð Justins Tru­deau, for­sæt­is­ráð­herra Kana­da, en hann tjáði sig aðspurður um mat sitt á fram­göngu Don­alds Trumps Banda­ríkja­for­seta „með langri, inni­halds­ríkri og þrung­inni þögn. Íslenskir ráða­menn hafa líka tjáð sig með þögn um þessa miklu atburði í Banda­ríkj­unum en sú þögn hefur ekki verið þrungin neinu sér­stöku inni­haldi eða verið sér­lega inni­halds­rík heldur bara þögn. Ísland hefur rödd á alþjóða­vett­vang­i. 

Hingað líta aðrar þjóðir og vænta þess að hér séu málsvarar mann­úð­ar, jafn­réttis og frið­sam­legra lausna. Og þegar alda hneyksl­unar og sorgar fer um heim­inn vegna ofbeldis lög­regl­unnar í garð hör­unds­dökkra í Banda­ríkj­unum er það í meira lagi hjá­rænu­legt (For­seti hring­ir.) að hvorki skuli heyr­ast hósti né stuna frá íslenskum stjórn­völd­um. Það hljóta að vera ein­hver tak­mörk fyrir því um hvað fólk er reiðu­búið að gera mála­miðl­an­ir,“ sagði þing­mað­ur­inn að lok­um. 

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Magn kókaíns í frárennsli höfuðborgarinnar fjórfaldaðist milli áranna 2016 og 2018. Í sumar hafði verulega dregið úr því miðað við apríl í fyrra.
Mun minna kókaín í skólpinu
Kórónuveirufaraldurinn hefur breytt mynstri fíkniefnanotkunar í Reykjavík, segir doktorsnemi sem hefur í fimm ár rannsakað magn ólöglegra fíkniefna í frárennsli borgarinnar. Magn kókaíns í skólpinu var 60 prósent minna í júní en í apríl í fyrra.
Kjarninn 5. desember 2020
Rússneska bóluefnið Spútnik V er á leið í dreifingu. Um helgina geta Moskvubúar í forgangshópum fengið fyrri sprautu sína.
Spútnik sprautað í Rússa: Hefja bólusetningu í stórum stíl eftir helgi
Um helgina hefjast bólusetningar á forgangshópum í Moskvu með bóluefninu Spútnik V. Tvær milljónir skammta eru sagðar til. Reuters-fréttastofan segir suma ríkisstarfsmenn upplifa þrýsting um að taka þátt í klínískum tilraunum á virkni bóluefnisins.
Kjarninn 4. desember 2020
Sigurjón Njarðarson
Fullveldið
Kjarninn 4. desember 2020
Haukur Logi Karlsson
Innansveitarkronikan og evrópska réttarríkið
Kjarninn 4. desember 2020
Notkun reyktóbaks og rafrettna ekki tengd við alvarlegri einkenni COVID-19
Niðurstöður nýrrar rannsóknar á Íslandi sýna ekki fram á aukið algengi eða alvarleika COVID-19 sjúkdóms meðal notenda reyktóbaks eða rafrettna en benda til tengsla lungnasjúkdóma við alvarlegri einkenni.
Kjarninn 4. desember 2020
Konur ættu að hafa rétt til þess að hverfa frá störfum sínum eftir 36 vikna meðgöngu að mati Félags íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna.
Læknar ítreka að þeim finnst að konur ættu að geta farið í orlof eftir 36 vikur án skerðinga
Fæðinga- og kvensjúkdómalæknar telja að konur ættu að hafa rétt til að fara í orlof eftir 36 vikna meðgöngu, án þess að orlof eftir fæðingu skerðist. Starfshópur heilbrigðisráðherra um stefnumótun í barneignarþjónustu er einróma á sömu skoðun.
Kjarninn 4. desember 2020
Tólf ný smit – allir í sóttkví
Allir sem greindir voru með kórónuveiruna í gær innanlands voru í sóttkví. Eftir fjölgun smita í síðustu viku hefur þeim fækkað jafnt og þétt síðustu daga.
Kjarninn 4. desember 2020
Ítrustu varúðar gætt við greftrun manneskju sem lést vegna COVID-19 í Indónesíu. Hálf milljón Indónesa hafa greinst með veiruna.
Bóluefnið ekki „töfralausn“ – dauðsföll vegna COVID komin yfir 1,5 milljónir
Brýnt er að allir haldi vöku sinni áfram næstu vikur og mánuði. Bóluefni gegn COVID-19 er væntanlegt en það mun engan veginn útrýma öllum þeim vandamálum sem faraldurinn hefur skapað.
Kjarninn 4. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent