Veltir fyrir sér þögn íslenskra stjórnvalda

„Íslenskir ráðamenn hafa líka tjáð sig með þögn um þessa miklu atburði í Bandaríkjunum en sú þögn hefur ekki verið þrungin neinu sérstöku innihaldi eða verið sérlega innihaldsrík heldur bara þögn,“ sagði þingmaður Samfylkingarinnar á þinginu í dag.

Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
Auglýsing

Guð­mundur Andri Thors­son, þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, gagn­rýnir þögn íslenskra stjórn­valda vegna morðs­ins á George Floyd í Banda­ríkj­unum en hann fjall­aði um málið undir liðnum störf þings­ins á Alþingi í dag. 

„Í dag verður til grafar bor­inn í Hou­ston í Texas George Floyd sem þann 25. júní sl. var tek­inn af lífi af lög­reglu­manni án dóms og laga um hábjartan dag vegna gruns um að hafa fram­vísað fölsuðum 20 doll­ara seðli. Hann var óvopn­aður og hand­járn­að­ur, lá varn­ar­laus í göt­unni meðan lífið var murkað úr hon­um. Veg­far­endur reyndu að sker­ast í leik­inn en allt kom fyrir ekki. 

Fórn­ar­lambið reyndi að biðj­ast vægðar án árang­urs með orðum sem farið hafa sem eldur í sinu um heim­inn: I can´t bre­athe. — Ég næ ekki and­an­um. Um allan heim hafa full­trúar stjórn­valda og alls kyns sam­taka lýst hryll­ingi yfir þessum villi­mann­legu aðförum sem varpa ljósi á það hví­lík mein­semd kyn­þátta­hyggjan er. Í hópi ráða­manna sem hafa tjáð sig má nefna Ang­elu Merkel, Emmanuel Macron og Boris John­son,“ sagði hann. 

Auglýsing

Þá rifj­aði Guð­mundur Andri upp við­brögð Justins Tru­deau, for­sæt­is­ráð­herra Kana­da, en hann tjáði sig aðspurður um mat sitt á fram­göngu Don­alds Trumps Banda­ríkja­for­seta „með langri, inni­halds­ríkri og þrung­inni þögn. Íslenskir ráða­menn hafa líka tjáð sig með þögn um þessa miklu atburði í Banda­ríkj­unum en sú þögn hefur ekki verið þrungin neinu sér­stöku inni­haldi eða verið sér­lega inni­halds­rík heldur bara þögn. Ísland hefur rödd á alþjóða­vett­vang­i. 

Hingað líta aðrar þjóðir og vænta þess að hér séu málsvarar mann­úð­ar, jafn­réttis og frið­sam­legra lausna. Og þegar alda hneyksl­unar og sorgar fer um heim­inn vegna ofbeldis lög­regl­unnar í garð hör­unds­dökkra í Banda­ríkj­unum er það í meira lagi hjá­rænu­legt (For­seti hring­ir.) að hvorki skuli heyr­ast hósti né stuna frá íslenskum stjórn­völd­um. Það hljóta að vera ein­hver tak­mörk fyrir því um hvað fólk er reiðu­búið að gera mála­miðl­an­ir,“ sagði þing­mað­ur­inn að lok­um. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Steingrímur J. Sigfússon hætti á þingi í fyrrahaust. Síðan þá hefur hann verið skipaður til að leiða tvo hópa á vegum ríkisstjórnarinnar.
Steingrímur J., Óli Björn og Eygló skipuð í stýrihóp til að endurskoða örorkukerfið
Fyrrverandi formaður Vinstri grænna, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fyrrverandi félagsmálaráðherra og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar mynda stýrihóp sem á að endurskoða örorkulífeyriskerfið. Hópurinn á að skila af sér eftir tvö ár. Ingu Sæland er óglatt.
Kjarninn 26. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Veðurfræðingar án framtíðar!
Kjarninn 26. júní 2022
Heildartekjur fjarskiptafyrirtækja jukust um 6,1 milljarð í fyrra og voru 72,4 milljarðar
Farsímaáskriftum fjölgaði aftur í fyrra eftir að hafa fækkað í fyrsta sinn frá 1994 á árinu 2020. Tekjur fjarskiptafyrirtækjanna af sölu á farsímaþjónustu jukust gríðarlega samhliða þessari þróun.
Kjarninn 26. júní 2022
Anna Marsibil Clausen, ritstjóri hlaðvarpa hjá RÚV.
„Rökrétt framhald á kaffistofuumræðunni á tímum ólínulegrar dagskrár“
Svokölluð fylgivörp, hlaðvörp um sjónvarpsefni, eru rökrétt framhald á kaffistofuumræðunni á tímum ólínulegrar dagskrár að mati ritstjóra hlaðvarpa hjá RÚV.
Kjarninn 26. júní 2022
Harmsaga fílsins Happy
Hún er ekki persóna sem á rétt á frelsi segja dómstólar þrátt fyrir að henni hafi verið rænt frá fjölskyldu sinni, hún fönguð, bundin og barin. Misst einu vini sína í prísundinni og aldrei eignast afkvæmi.
Kjarninn 26. júní 2022
Fólk lagði blóm og kerti á götu í Stokkhólmi til minningar um sænska rapparann Einar sem var skotinn til bana í október í fyrra.
Sænskir ráðherrar í læri hjá Dönum
Á meðan morðum sem framin eru með skotvopnum fækkar í mörgum Evrópulöndum fjölgar þeim í Svíþjóð. Í Danmörku fækkar slíkum morðum og nú vilja Svíar læra af Dönum hvernig hægt sé að draga úr glæpum af þessu tagi.
Kjarninn 26. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent