Veltir fyrir sér þögn íslenskra stjórnvalda

„Íslenskir ráðamenn hafa líka tjáð sig með þögn um þessa miklu atburði í Bandaríkjunum en sú þögn hefur ekki verið þrungin neinu sérstöku innihaldi eða verið sérlega innihaldsrík heldur bara þögn,“ sagði þingmaður Samfylkingarinnar á þinginu í dag.

Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
Auglýsing

Guð­mundur Andri Thors­son, þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, gagn­rýnir þögn íslenskra stjórn­valda vegna morðs­ins á George Floyd í Banda­ríkj­unum en hann fjall­aði um málið undir liðnum störf þings­ins á Alþingi í dag. 

„Í dag verður til grafar bor­inn í Hou­ston í Texas George Floyd sem þann 25. júní sl. var tek­inn af lífi af lög­reglu­manni án dóms og laga um hábjartan dag vegna gruns um að hafa fram­vísað fölsuðum 20 doll­ara seðli. Hann var óvopn­aður og hand­járn­að­ur, lá varn­ar­laus í göt­unni meðan lífið var murkað úr hon­um. Veg­far­endur reyndu að sker­ast í leik­inn en allt kom fyrir ekki. 

Fórn­ar­lambið reyndi að biðj­ast vægðar án árang­urs með orðum sem farið hafa sem eldur í sinu um heim­inn: I can´t bre­athe. — Ég næ ekki and­an­um. Um allan heim hafa full­trúar stjórn­valda og alls kyns sam­taka lýst hryll­ingi yfir þessum villi­mann­legu aðförum sem varpa ljósi á það hví­lík mein­semd kyn­þátta­hyggjan er. Í hópi ráða­manna sem hafa tjáð sig má nefna Ang­elu Merkel, Emmanuel Macron og Boris John­son,“ sagði hann. 

Auglýsing

Þá rifj­aði Guð­mundur Andri upp við­brögð Justins Tru­deau, for­sæt­is­ráð­herra Kana­da, en hann tjáði sig aðspurður um mat sitt á fram­göngu Don­alds Trumps Banda­ríkja­for­seta „með langri, inni­halds­ríkri og þrung­inni þögn. Íslenskir ráða­menn hafa líka tjáð sig með þögn um þessa miklu atburði í Banda­ríkj­unum en sú þögn hefur ekki verið þrungin neinu sér­stöku inni­haldi eða verið sér­lega inni­halds­rík heldur bara þögn. Ísland hefur rödd á alþjóða­vett­vang­i. 

Hingað líta aðrar þjóðir og vænta þess að hér séu málsvarar mann­úð­ar, jafn­réttis og frið­sam­legra lausna. Og þegar alda hneyksl­unar og sorgar fer um heim­inn vegna ofbeldis lög­regl­unnar í garð hör­unds­dökkra í Banda­ríkj­unum er það í meira lagi hjá­rænu­legt (For­seti hring­ir.) að hvorki skuli heyr­ast hósti né stuna frá íslenskum stjórn­völd­um. Það hljóta að vera ein­hver tak­mörk fyrir því um hvað fólk er reiðu­búið að gera mála­miðl­an­ir,“ sagði þing­mað­ur­inn að lok­um. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðmundur Hrafn Arngrímsson og Yngvi Ómar Sighvatsson
Kúgaða fólkið!
Kjarninn 1. desember 2021
Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingar verður formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Þórunn eini nefndarformaður stjórnarandstöðunnar
Sjálfstæðisflokkurinn fer með formennsku í þremur af átta fastanefndum þingsins, Framsókn tveimur og VG tveimur. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir verður formaður fjárlaganefndar, eins og Vinstri græn gáfu reyndar óvart út á mánudag.
Kjarninn 1. desember 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Fyrsta sendiráð Íslands í Asíu
Kjarninn 1. desember 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið sitt fyrir næsta ár í gær.
Útgjöld vegna barnabóta lækka
Ekki er gert ráð fyrir auknum útgjöldum ríkisins til barnabóta á næsta ári, þrátt fyrir að fjárhæðir þeirra til hvers einstaklings hækki og skerðingarmörk verði færð ofar. Áætluð útgjöld eru 11 prósentum minni en þau voru í fyrra.
Kjarninn 1. desember 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður innanríkisráðherra.
Hreinn Loftsson hættir sem aðstoðarmaður Áslaugar Örnu og ræður sig til Jóns
Jón Gunnarsson tók við sem innanríkisráðherra á sunnudag hefur ákveðið að ráða fyrrverandi aðstoðarmann forvera síns í starfi, Hrein Loftsson, sem aðstoðarmann sinn.
Kjarninn 1. desember 2021
Í samfélaginu á Stöðvarfirði eru ekki allir sáttir með fyrirhugaða útgáfu rekstarleyfis til laxeldis gegnt bæjarstæðinu.
Rúmur fjórðungur íbúa á Stöðvarfirði leggst gegn fyrirhuguðu laxeldi
Matvælastofnun fékk á dögunum sendar undirskriftir um 50 íbúa á Stöðvarfirði sem mótmæla því að Fiskeldi Austfjarða fái útgefið rekstrarleyfi fyrir 7.000 tonna laxeldi í firðinum. Íbúar eru efins um að mörg störf verði til á Stöðvarfirði vegna eldisins.
Kjarninn 1. desember 2021
Þórður Snær Júlíusson
Ríkisstjórn þeirra sem vilja stjórna, ekki leiða
Kjarninn 1. desember 2021
Milljarðar gætu ratað úr fyrirtæki í eigu borgarinnar í ríkissjóð vegna afleiðusamninga við Glitni
Orkuveita Reykjavíkur vildi ekki gera upp afleiðusamninga við Glitni HoldCo vegna þess að hún taldi að félagið hefði framselt samninganna til ríkissjóðs og að það hefði þegar fengið bætur fyrir afglöp endurskoðenda í sátt við PwC.
Kjarninn 1. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent