Orð eru til alls fyrst eða bumfuzzled

Eggert Gunnarsson skrifar um það sem vekur hjá honum furðu og undrun eða gerir hann hissa, orð­lausan og agn­dofa, jafn­vel skelf­ingu lost­inn.

Auglýsing

Það er ekki á hverjum degi sem maður lærir nýtt orð. Það henti mig þó um dag­inn þegar banda­rísk-enska orðið bum­fuzzled rak á fjörur mín­ar. Ég man hvorki til þess að hafa lesið það né heyrt fyrr. Varð ég þess vegna nokkuð glaður yfir þessarri upp­götv­un.

(Mynd­hug­mynd: Merri­am-Web­ster orða­bók)

Merk­ing orðs­ins er sam­kvæmt Merri­am-Web­ster orða­bók­inni sem hér seg­ir:

Def­ini­tion of bum­fuzzled

US, informal

: in a state of bewild­erment: con­fu­sed or perp­lexed

„Elliott seemed a little bum­fuzzled by the negati­vity, say­ing he had received a lot of offers of vari­ous kinds of help for the ball­park.— Bonnie Lill“

Auglýsing
Þetta orð og nokkur góð og gild íslensk orð hafa verið mér nota­drjúg und­an­farna daga sem endra nær. Þar má nefna hið marg­tuggða orð „undr­andi“ sem dæmi.

Undr­andi

ORЭHLUT­AR: undr-andi

fullur undr­un­ar, hissa

DÆMI: hann varð undr­andi þegar hann las bréfið

óform­legt

mjög undr­andi

DÆMI: hún varð alveg bit og skildi hvorki upp né niður í neinu

ORЭHLUT­AR: kloss-bit

óform­legt

mjög undr­andi

mjög undr­andi

DÆMI: áhorf­endur voru furðu lostnir yfir þess­ari sjón

En hvað er svo merki­legt við eitt­hvert orð að ég ákvað hlamma mér niður og skrifa þessar lín­ur? Jú, eins og oft áður er ég furðu lost­inn, agn­dofa og gátt­aður yfir því sem ég sé og heyri í kringum mig.

Kona nokkur sem var far­þegi í flug­vél, í aðeins tutt­ugu mín­útna fjar­lægð frá Amster­dam, lenti í því að gangráður sem stjórn­aði slögum hjarta hennar tók að láta öllum illum lát­um. Þegar hún lenti var sjúkra­bíll til reiðu sem flutti hana lóð­beint á sjúkra­hús. Þar var málum kippt í lið­inn en kon­unni var seinna tjáð að gagn­ráð­ur­inn hafi orðið fyrir geislum sem komu alla leið frá sól­inni og höfðu áhrif á örsmáa tölvu sem stjórn­aði hon­um. Þetta vakti undrun mína og gerir enn. Mér finnst það magnað að öll sú umfangs­mikla tækni sem við höfum yfir að ráða getur orðið fyrir skakka­föllum vegna kjarna­sam­runa á sól­inni sem er 150 milljón kíló­metra frá jörð­inni.

Konan lifði þetta af og ég hef ekki frétt að hún hafi borið var­an­legan skaða af.

Annað vakti furðu mína nýlega sem var það að Alþýðu­sam­band Íslands virð­ist vera á hraðri leið með að hverfa inn í sitt eigið svart­hol. Þegar til stendur að semja um kaup og kjör á vinnu­mark­aðnum er þetta sam­band, sem á að standa vörð um hags­muni launa­fólks, alls ekki í standi til þess.

Ástæð­urnar eru örugg­lega margar en ein sú stærsta er að þau sem standa fremst í stafni verka­lýðs­fé­laga geta ekki komið sér saman um hvaða leiðir er best að fara. Deil­urnar eru hat­rammar og virð­ast mjög djúp­stæð­ar.

Ágrein­ing­ur­inn ristir svo djúpt að þau sem eru í for­ystu stærstu félag­anna innan ASÍ gengu af fundi með sitt fólk í togi og þing­inu, þar sem átti að velja fram­varð­ar­sveit­ina og marka stefnu fyrir kom­andi kjara­samn­inga, var frestað þangað til í vor.

Meðan þetta á sér stað geisar mikið verð­bólgu­bál hvort tveggja heima­til­búið og inn­flutt. Búist var við þungum átökum mik­illa and­stæðna í kom­andi kjara­samn­ingum en nú verður það ferli mun erf­ið­ara þar sem for­ystan virð­ist ekki starfs­hæf.

Undur og stór­merki á dag­vöru­mark­aði

Ég hef verið furðu­lost­inn yfir mjög mörgu öðru und­an­far­ið, til dæmis þróun und­an­far­inna miss­era og ára sem virð­ist vera að festa sig í sessi. Satt að segja hef ég verið gátt­aður yfir og stundum allt að því hvumsa vegna sjálfs­af­greiðslu­kassa í mat­vöru­versl­un­um. Þar skannar við­skipta­vin­ur­inn sjálfur inn þær vörur sem hann rað­aði í körf­una sína, setur þær í poka og greiðir fyrir með greiðslu­korti, síma eða úri. Þetta er svosem allt í himna­lagi nema þegar við­skipta­vin­ur­inn mætir svefn­drukk­inn eða illa fyrir kall­aður af öðrum orsök­um, eitt­hvað af strik­a­merkj­unum virkar ekki eða vör­urnar rata ekki á réttan stað. Auk þess vefst alls konar tækni hrein­lega fyrir mörgum okk­ar.

Svo spyr ég líka hvers vegna apparatið þarf alltaf að minna mann á hvert ein­asta smá­at­riði, eins og að muna eftir kvitt­un­inni, að leggja vör­una á poka­svæðið og lýsa því svo yfir í for­undran að óvæntur hlutur hafi lent á poka­svæð­inu! Fólkið á kass­anum lætur ekki svona. Og hví í ósköp­unum er plássið fyrir körf­una látið vera svona lítið en poka­svæðið mun stærra?

Þegar allt er komið í hönk hjá svefn­drukkna, tækni­hefta eða illa fyr­ir­kall­aða, við­skipta­vin­inum kemur iðu­lega knár og klár ung­lingur til hjálpar og greiðir úr flækj­unni. Mig langar þó að fá svör við því hvort rétt sé athug­að, eins og mér finnst að hljóti að vera, að þessi aðferð hafi áhrif á það hversu marga starf­menn þarf til þess að hlut­irnir gangi vel fyrir sig. Mig grunar að starfs­fólki hljóti að fækka.

Annað þessu tengt er að auð­vitað hljóta keðj­urnar sem selja okkur dag­vöru að hafa fjár­fest í nýjum bún­aði til að sinna þessu. Sá kostn­aður verður vænt­an­lega afskrif­aður eftir kúnst­ar­innar og lag­anna reglum þannig að þegar upp er staðið verður lík­lega ágóði af þess­ari nýbreyttni.

Þá er komið að loka spurn­ing­unni sem skaut upp í syfj­uðum kolli mínum nú í morg­un: „Nú þegar ég tek á mig vinnu sem var unnin fyrir mig áður, hvað fæ ég í minn hlut? Mun vöru­verðið lækka? Fæ ég greitt beint frá kaup­mann­inum fyrir vinn­una sem ég legg á mig eða er þetta enn og aftur þróun sem ég, við­skipta­vin­ur­inn hagn­ast ekki á?“ Ég tel að allt fram­an­greint teng­ist kjara­bar­áttu og lífs­kjörum en hef hvergi séð neina umfjöllun um þetta.

Hinir mögn­uðu gámar

Fyrir nokkru skrif­aði ég grein um gáma og gáma­flutn­inga sem er lík­lega eins óáhuga­vert umfjöll­un­ar­efni og hugs­ast get­ur… og þó? Þetta teng­ist öðru sem ég er svo­lítið hugsi yfir. Þar á ég við þá nýlegu stað­reynd að mörg okkar versla við hús­gagna­versl­anir sem selja ósam­sett hús­gögn og við leggjum drjúgt á okkur við að koma hús­gögn­unum heim og svo sam­an. Fyrir stuttu þurfti ég að kaupa nokkur hús­gögn sem er svosem engin nýlunda. Ég hugs­aði með mér að ég hefði gert þetta áður, setti mig í stell­ingar og hófst handa við að lesa bæk­ling­inn sem liggur oft­ast efst í flötum kass­an­um. Ég taldi skrúf­urnar og gerði allt klárt. Borðið var nokkuð strembið og þurfti nokkrar altögur en það stendur nú á fjórum fótum og er stolt mitt og gleði. Rúmið fór sam­an, að því er virtist, eins og leið­bein­ing­arnar gátu til um. Það var ekki fyrr en um nótt­ina að það datt aðeins í sund­ur. Þess skal þó geta að við­komandi fyr­ir­tæki sendi frá­bæran starfs­mann til mín sem kom öllu heim og saman og nú stendur rúmið keikt í svefn­her­berg­inu.

Það verður að segja að verð­lag í þeim versl­unum sem selja hús­gögn á þennan hátt eru mun lægra en í þeim sem gera það ekki. Þar kemur tvennt til; annað er að við­skipta­vin­ur­inn skrúfar allt saman sem áður var gert í verk­smiðjum og hitt er að flutn­ings­kostn­að­ur­inn er mun lægri en þegar um sam­setta hluti er að ræða. Mun hag­kvæmara hlýtur að vera að stafla kössum, sem eru vænt­an­lega af staðl­aðri stærð inn í gáma, en sam­setta hluti ólíka að stærð og lög­un.

Auglýsing
Í vik­unni sagði BBC frá því að Ikea stofn­unin hafi hannað hús sem lúta sömu lög­málum og hvað varðar sam­setn­ingu hús­gagn­anna. Hugs­an­lega er of sterkt til orða tekið að kalla þetta hús, skýli er nær lagi en það tekur um fimm klukku­stundir að koma þeim upp. Slík skjóls­hús eru mun betri íveru­staðir en tjöldin sem fólk sem neyð­ist til að búa í flótta­manna­búðum hefur þurft að gera sér að góðu hingað til.

Gámar eru nefni­lega mögnuð fyr­ir­bæri, af stál­kössum að vera, og þess vegna hlýtur þetta að telj­ast til bóta fyrir þau sem fengið hafa þetta skjól.

Raf­sóðar er orð sem ég hef ekki heyrt áður

Þetta litla grein­ar­korn er nokkuð sund­ur­laust þó að orð eins og bum­fuzzled, undr­andi, bit og að vera furðu lost­inn eða hissa lími nokkuð vel saman það sem ég vildi sagt hafa. Enn hnýt ég um nýtt orð. Orðið raf­sóðar var mér ekki kunn­ugt fyrr en fyrir örskömmu, og það vakti hvort tveggja með mér furðu og umhugs­un.

RÚV fjall­aði nýlega um hversu miklir „raf­sóð­ar“ við mör­land­arnir erum. Eftir hvert okkar liggja um 24 kíló af raf­rusli á hverju ári. Sam­tals vegur árlegt raf­rusl lands­manna um níu þús­und tonn sem er nokkuð vel af sér vikið og ef við veltum þessu fyrir okkur þá þýðir þetta hugs­an­lega að við kaupum 24 kíló af raf­tækjum á ári. Ekki kemur fram hvort átt sé við þvotta­vélar sem eiga það til að vera þung­ar, þurrkara, kæli­s­kápa og þess háttar eða hvort ein­ungis er átt við smærri raf­tæki, far­síma, tölvur og slíkt. For­sendan fyrir þessum 24 kíló­grömmum er ekki alveg ljós. Hvað um það, þetta er slatti og kemur okkur auð­vitað á blað, miðað við hina marg­frægu höfða­tölu, sem þriðju mestu „raf­sóð­ar” í heim­in­um. Það vekur í sjálfu ekki orð­vana furðu, enda gerum við Íslend­ingar flest með trukki og dýfu.

Auð­vitað má halda lengi áfram að tala um það sem vekur undr­un, furðu og for­undr­an. Til dæmis má spá í það að Svíar hafa fengið nýja rík­is­stjórn sem er heldur betur langt til hægri. For­ystu­menn rík­is­stjórn­ar­innar segj­ast ætla að laga til heima fyrir en bágt er að spá um hvernig útkoman verð­ur. Dol­fall­inn fylgd­ist ég með hug­myndum nýrrar rík­is­stjórnar Liz Truss í Bret­landi sem ætl­aði að lækka skatta á hina efna­meiri til þess að koma efna­hag lands­ins í lag aft­ur. Allt fór í skrúf­una og fjár­mála­ráð­herrann, Kwasi Kwar­teng var rek­inn. Hugs­an­lega var hann stand­andi bit þegar hann fékk upp­sagn­ar­bréfið en ég hef litla trú á því þó. Nýi for­sæt­isa­ráð­herran situr enn og við hlið hennar er enn einn hægri­s­inn­aði fjár­mála­ráð­herrann, Jer­emy Hunt, sem ætlar að skerða útgjöld rík­is­ins og hækka skatta til að laga efna­hags­á­stand­ið. Sami gamli söng­ur­inn og ekk­ert sem bendir til þess að þeir sem ráða vilji laga það mein­gall­aða kerfi sem við búum við. Kannski þarf maður ekk­ert að vera undr­andi á því.

Enn má örugg­lega halda áfram að telja upp fátt eitt af því sem vekur furðu mína og undr­un. Til dæmis má nefna þá nöt­ur­legu stað­reynd að nú um stundir er háð blóð­ugt stríð í Evr­ópu. Úkra­ínu­menn verj­ast enn ágangi Rússa af kappi og hafa sótt fram í harðri gagn­sókn á hernumdum svæðum syðst og aust­ast í land­inu. Hvernig sem á það er litið er þetta inn­rás­ar­stríð skelfi­legt, sér­stak­lega þegar barist er umhverfis kjarn­orku­ver sem hafa orðið fyrir áföllum og mikil hætta á hræði­legu kjarn­orku­slysi getur skap­ast. Svo er hitt að leið­togar inn­rás­ar­liðs­ins hafa hótað að beita kjarn­orku­vopnum sem ekki vekur undrun heldur ógn og skelf­ingu. Verði af slíkri árás veit ég ekki, fremur en nokkur ann­ar, hvernig fram­tíð okkar verður en öruggt er að hún verður ekki björt.

Ég ætla að láta þetta gott heita að sinni um það sem vekur mér furðu og undrun eða gerir mig hissa orð­lausan og agn­dofa, jafn­vel skelf­ingu lost­inn. En orðið bum­fuzzled finnst mér enn nokkuð magnað og lýsandi.

Höf­undur er kvik­mynda­gerða­maður og kenn­ari

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar