Why the f**k do we need íslenska?

Ef við fárumst yfir fernu af haframjólk með örfáum enskum orðum á auglýsingavefborðum fréttamiðla þá hljótum við að geta sýnt íslenskunni raunverulegan stuðning með því að styrkja miðlana sem dag hvern skrifa og framleiða fréttir á hinu ástkæra ylhýra.

Auglýsing

Sænskætt­aður aug­lýsandi komst í frétt­irnar á dög­unum fyrir það að hafa vogað sér að vegg­fóðra aug­lýs­inga­pláss íslenskra frétta­miðla með aug­lýs­ingu á ensku. Les­endur miðl­anna brugð­ust við. Milk skyldi kölluð mjólk og made for humans átti að snara yfir í gerð fyrir fólk.

Íslenskan er okkur afskap­lega hug­leikin í svona til­vik­um. Fólk gat þarna sam­ein­ast um að býsnast yfir þessu von­lausa aug­lýs­inga­fólki sem lét hafa sig út í birt­ingar á ensku. Enga útlensku hér takk! Mörgum létti þegar aug­lýsand­inn bjarg­aði mál­inu og hið ást­kæra ylhýra fékk að umvefja hafra­mjólk­ur­fern­una með fögrum orð­um. Og allt rím­aði meira að segja. Eins og mjólk, en gerð fyrir fólk.

Fjöl­miðl­ar, líkt og hafra­mjólk, eru gerðir fyrir fólk. Þeir þjóna þeim mik­il­væga til­gangi að upp­lýsa fólk um það sem er að ger­ast í ver­öld­inni, segja sögur af fólki, veita stjórn­völdum aðhald og varpa ljósi á mál sem ráða­menn eða aðrir vald­hafar í sam­fé­lag­inu vilja helst að fái að leyn­ast í skugg­an­um. Við á Kjarn­anum reynum í það minnsta að hafa það að leið­ar­ljósi að vera fyrir fólk, þótt við höfum lítið velt okkur uppúr mögu­legum lík­indum við hafra­mjólk.

Fréttir á íslensku við­halda tungu­mál­inu

Eflaust er hægt að skjóta á hversu mik­inn texta íslenskir fjöl­miðlar fram­leiða á hinu ást­kæra ylhýra dag hvern, en þær tölur liggja ekki á lausu. Hver og einn verður að gera eigin til­raunir með að reikna út magnið og meta gæð­in. Frétta­miðlar sinna dag­legri útgáfu á grein­um, við­töl­um, frétt­um, frétta­skýr­ing­um, pistlum og öðru efni sem á erindi við almenn­ing. Þessi viða­mikla útgáfa frétta­tengds efnis á íslensku er einn ang­inn af nauð­syn­legu við­haldi íslenskrar tungu.

Auglýsing

Frétta­tengt efni er hluti af því að setja veru­leik­ann fram og miðla upp­lýs­ingum og það verður auð­vitað best gert með því að miðla á því tungu­máli sem les­end­ur, hlust­endur eða áhorf­endur tala og skilja. Enskar og pólskar frétta­síður hafa líka skotið upp koll­in­um, enda þurfa fleiri en íslensku­mæl­andi að hafa aðgang að inn­lendu frétta­efni.

End­ur­greitt vegna fram­leiðslu á íslensku

Stjórn­völd hafa sem betur fer áttað sig að nokkru leyti á mik­il­vægi íslensk­unnar í ýmsum birt­ing­ar­mynd­um, mik­il­vægi þess að við­halda mál­inu og efla það. Þetta kemur fram til að mynda í end­ur­greiðslum á kostn­aði vegna ýmissar útgáfu­starf­semi.

Helsta mark­mið laga um end­ur­greiðslu vegna útgáfu bóka á íslensku er til dæmis að vernda íslenska tungu, enda eigi hún veru­lega undir högg að sækja eins og það er orðað í grein­ar­gerð. Við samn­ingu frum­varps­ins um end­ur­greiðslur til þeirra sem gefa út bækur á íslensku var tekið mið af lögum um tíma­bundnar end­ur­greiðslur vegna kvik­mynda­gerðar á Íslandi auk þess sem litið var til tíma­bund­inna end­ur­greiðslna vegna hljóð­rit­unar á tón­list.

Stjórn­völd sem­sagt vilja greiða fyrir fram­leiðslu á rit­uðu, hljóð­rit­uðu og kvik­mynd­uðu efni á íslensku, enda hafi það þýð­ingu fyrir þessa litlu þjóð að geta notið þess að lesa, hlusta og horfa á efni á íslensku.

Fjölmiðlar eru mikilvægir bæði lýðræðinu og tungumálinu. Mynd: Bára Huld Beck

Íslenskan ætti að vera rök­stuðn­ingur fyrir stuðn­ingi við fjöl­miðla

Reyndar eru þessar end­ur­greiðslur allar tíma­bundn­ar. Lög um end­ur­greiðslur vegna hljóð­rit­unar á íslenskri tón­list þarf að end­ur­nýja fyrir lok árs­ins í ár, lög um end­ur­greiðslur vegna útgáfu bóka á íslensku þarf að end­ur­nýja fyrir lok næsta árs og innan þriggja ára þarf að end­ur­skoða lög um end­ur­greiðslur vegna kvik­mynda.

Þegar lög voru sett um styrki í formi end­ur­greiðslu rekstr­ar­kostn­aðar einka­rek­inna fjöl­miðla í fyrra var það líka tíma­bund­ið, og reyndar eru þau lög komin fram­yfir síð­asta sölu­dag. Aðeins er eftir að greiða út styrki vegna árs­ins 2021 og eiga fjöl­miðlar von á nið­ur­stöðu um þær end­ur­greiðslur á næst­unni, svo tekur óvissa við. Fjöl­miðla­styrkirnir voru fyrst og fremst settir á vegna erf­iðra rekstr­ar­skil­yrða fjöl­miðla og ósann­gjarnrar sam­keppni um aug­lýs­ingafé við erlenda miðla. Ekk­ert minnst á veiga­mikið hlut­verk þeirra í að við­halda íslenskri tungu.

Íslenskan ætti með réttu að vera mik­il­vægur þáttur í rök­stuðn­ingi fyrir því að fjöl­miðlar hljóti end­ur­greiðslu kostn­aðar á við aðra fram­leið­endur efnis á íslensku, hvort sem það er í formi bóka, tón­listar eða kvik­mynda. Mik­il­vægi fjöl­miðla fyrir hið ást­kæra ylhýra er aug­ljóst.

Við sem þjóð verðum að geta haldið úti fjöl­breyttum fjöl­miðlum sem sinna því til dæmis að útskýra flókin frétta­mál, setja fram áhuga­verð við­töl við fólk sem býr yfir ein­stakri reynslu, greina frá spill­ingu, varpa ljósi á vafasöm við­skipti sem við ann­ars myndum aldrei heyra af, veita okkur inn­sýn í heima sem okkur væru ann­ars huldir og svo mætti lengi telja. Það er mik­il­vægt fyrir fólk, hvort sem við köllum fólkið les­end­ur, hlust­endur eða áhorf­end­ur, að heyra sögur af öðru fólki, vita hvað annað fólk er að ganga í gegnum og hafa tæki­færi til að taka þátt í lif­andi sam­fé­lags­um­ræðu gegnum fjöl­miðla. Íslenskan væri fátæk­ari ef fjöl­miðlar væru ekki að nýta hana dag hvern.

Af hverju tölum við um greiðslu­veggi á net­inu?

Eins og hafra­mjólk­in, sem rennur ljúf­lega niður í morg­un­korns­skál­ina, þá renna fréttir af fólki í stríðum straumum niður frétta­síður fjöl­miðla alla daga, allt árið. Frétta­miðlar eiga þó sífellt erf­ið­ara með að fóta sig enda gildir ekki alltaf sami greiðslu­vilji um fréttir og mjólk. Hug­tökin sem við notum um greiðslur fyrir þessi fyr­ir­bæri eru meira að segja ekki þau sömu, enda er tungu­málið okkar sem betur fer afar lif­andi.

Mjólk­ina tökum við úr búð­ar­hill­unni en áður en við förum með fern­una heim er ekki annað hægt en að stoppa á kass­anum og greiða fyrir hana. Fyrr komumst við ekki heim, nema lenda illa í því. Frétt­ir, greinar og við­töl finnst þó mörgum sjálf­sagt að fá frítt. Ef þarf að borga fyrir fjöl­miðla eða frétta­tengt efni á net­inu þá er orðið öllu nei­kvæð­ara, ekki talað um að fara á kass­ann heldur að lenda á greiðslu­vegg (e. paywall).

Aldrei kallar neinn kass­ann í Bónus greiðslu­vegg og býsnast yfir því að lenda á honum áður en gengið er út með hafra­mjólk­ina. Við borgum ein­fald­lega fyrir þær vörur sem við setjum í körf­una. En ein­hverra hluta vegna and­vörpum við gjarnan við tölvu­skjá­inn yfir því að þurfa að greiða fyrir frétt­irnar sem við les­um, frétta­skýr­ing­ar, við­töl, pistla og annað sem oft er búið að leggja mik­inn tíma og pen­inga í.

Kjarn­inn hefur alltaf verið opinn fjöl­mið­ill, af þeirri ein­földu ástæðu að við trúum því að vandað frétta­efni og skýr­ingar af því tagi sem Kjarn­inn vinnur eigi erindi við allan almenn­ing og það sé því ákveðin þjón­usta að hafa vef­inn opinn. Í stað­inn óskum við eftir því við les­endur að þeir greiði hóf­legt mán­að­ar­gjald til Kjarn­ans, sem þó er val­frjál­st, í anda þess að fólk hefur mis­mikið milli hand­anna.

Var sænska hafra­mjólkin svona mikið hneyksli?

Fjöl­miðlar eru íslensk­unni nauð­syn­leg­ir, þeir rækta hana og styðja við hana á hverjum degi, hvort sem fjallað er um hafra­mjólk, Sam­herja eða eitt­hvað allt ann­að. En það eru ekki bara stjórn­völd og aug­lýsendur sem geta styrkt fjöl­miðla og stutt þannig við það að tungu­málið hald­ist lif­andi gegnum frétt­ir, við­töl og grein­ar.

Þau sem náðu ekki upp í nef sér af hneykslan yfir því að ensku­skotin sænskættuð hafra­mjólk fengi aug­lýs­inga­pláss á íslenskum frétta­miðlum og fundu fyrir létti, jafn­vel sig­ur­til­finn­ingu, við að sjá þessa einu setn­ingu þýdda yfir á íslensku ættu að nýta þetta upp­nám í að stíga stærri skref í þágu tungu­máls­ins. Til dæmis með því að styðja íslenskan fjöl­mið­il. Tungu­málið skiptir máli alla daga og fjöl­miðlar sem segja fréttir á íslensku hjálpa til við að minna okkur á það. Við þurfum íslenskt mál og til að halda því við þurfum við fjöl­miðla sem skrifa á íslensku.

Höf­undur er blaða­maður og fram­kvæmda­stjóri Kjarn­ans

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit