Lögregla segir það í andstöðu við vinnureglur að segja frá veru ráðherra í samkvæmi

Lögreglan segir að það hafi verið á skjön við vinnureglur sínar að láta persónugreinanlegar upplýsingar fylgja með tilkynningu til fjölmiðla að morgni aðfangadags. Þar sagði frá því að „háttvirtur ráðherra“ hefði verið í samkvæmi sem lögregla stöðvaði.

Lögregluþjónn stendur heiðursvörð fyrir utan Alþingishúsið. Mynd úr safni.
Lögregluþjónn stendur heiðursvörð fyrir utan Alþingishúsið. Mynd úr safni.
Auglýsing

Lög­reglan á höf­uð­borg­ar­svæð­inu segir það hafa verið á skjön við vinnu­reglur sínar að láta upp­lýs­ingar um að „hátt­virtur ráð­herra“ hafi verið á við­burði sem lög­regla stöðv­aði á Þor­láks­messu­kvöld fylgja frá­sögn sinni í svo­kall­aðri dag­bók lög­reglu. 

Dag­bók lög­reglu er upp­lýs­inga­póstur sem lög­reglan á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sendir á fjöl­miðla með reglu­legu milli­bil­i. 

Vinnu­reglan er sú, sam­kvæmt orð­send­ingu frá lög­reglu, „að afmá per­sónu­grein­an­legar upp­lýs­ingar úr dag­bók lög­regl­unnar þegar sam­an­tektir úr henni eru sendar hverjar sinn­i.“

Auglýsing

Þetta fórst fyrir í sam­an­tekt­inni sem send var út á aðfanga­dags­morg­un, segir lög­regla í til­kynn­ingu sem send var á fjöl­miðla í dag, vegna fjölda fyr­ir­spurna um mál­ið.

„Ef mis­brestur verður á fram­an­sögðu er það ávallt skoðað til hlít­ar,“ segir einnig í til­kynn­ing­unni.

Í póst­inum frá lög­reglu snemma að morgni aðfanga­dags sagð­i að veit­inga­­rekstur væri í umræddum sal sem félli undir svo­­kall­aðan flokk II og því ætti sal­­ur­inn að hafa verið lok­aður á þeim tíma sem sam­­kvæmið var stöðv­­að. 

„Í ljós kom að á milli 40-50 gestir voru sam­an­komin í saln­um, þar á meðal einn hátt­virtur ráð­herra í rík­­is­­stjórn Íslands. Tölu­verð ölvun var í sam­­kvæm­inu og voru flestir gest­anna með áfengi við hönd. Lög­­­reglu­­menn veittu athygli að eng­inn gest­anna var með and­lits­grímur fyrir and­liti. Lög­­­reglu­­menn sögðu að nán­­ast hvergi voru fjar­lægð­­ar­tak­­mörk virt,“ sagði meðal ann­ars í dag­bók­ar­færslu lög­reglu.

Mik­ill sam­kvæm­is­leikur hófst

Eftir að tölvu­póstur með þessum upp­lýs­ingum barst til fjöl­miðla reyndu þeir eðli­lega að kom­ast að því hvaða ráð­herra hafði verið staddur í sam­kvæm­inu sem lög­regla þurfti að stöðva vegna brota á sótt­varna­regl­u­m.

Vísir og Frétta­blaðið greindu svo frá því að um hefði verið að ræða Bjarna Bene­dikts­son fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, sem var staddur í Ásmund­ar­sal. ­Skömmu síðar stað­festi Bjarni það og baðst afsök­un­ar, með færslu á Face­book. 

Málið hefur vakið nokkra ólgu í stjórn­mál­unum og víðar í sam­fé­lag­inu og kallað hefur verið eftir afsögn fjár­mála­ráð­herra. Hann sjálfur hefur sagt að hann hygg­ist ekki segja af sér ráð­herra­emb­ætti vegna máls­ins.

Leið­togar hinna stjórn­ar­flokk­anna tveggja hafa ekki gert kröfur um afsögn Bjarna og telja stjórn­ar­sam­starf sitt við Sjálf­stæð­is­flokk geta haldið áfram, nú þegar hann hafi beðist afsök­un­ar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir
Segir að endurskoða þurfi afléttingar ef mörg fleiri smit greinast
Sóttvarnarlæknir segir næstu tvo daga munu gefa skýrari mynd af umfangi nýrra COVID-19 smita utan sóttkvíar innanlands. Að hans mati þyrfti að endurskoða fyrirhugaðar afléttingar á sóttvarnaraðgerðum ef það kemur í ljós að mikið fleiri eru smitaðir.
Kjarninn 7. mars 2021
Tvö smit af breska afbrigðinu
Síðustu daga hafa tveir greinst innanlands utan sóttkvíar með breska afbrigðið af COVID-19. Einn hinna smituðu fór á tónleika í Hörpu á föstudagskvöldið.
Kjarninn 7. mars 2021
Starfsmaður Landspítalans með COVID-19
Upp hefur komið COVID-19 smit á Landspítalanum. Starfsmaður greindist með veiruna, en samkvæmt aðstoðarmanni forstjóra Landspítalans hafði hann ekki verið í útlöndum nýlega.
Kjarninn 7. mars 2021
Ókláruðum íbúðum fækkar ört
Fjöldi ófullbúinna íbúða í síðustu viku var fjórðungi minni en á sama tíma árið á undan. Síðustu mælingar sýna að þeim hefur fækkað enn frekar frá áramótunum, en búist er við frekari samdrætti á næstunni.
Kjarninn 7. mars 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Risastórt rafíþróttamót og Twitter útibú
Kjarninn 7. mars 2021
Aflaverðmæti útgerða jókst milli ára þrátt fyrir heimsfaraldur
Aflaverðmæti þess sjávarfangs sem íslensk fiskiskip veiddu í fyrra er rúmum 20 milljörðum krónum meira en það var árið 2018. Útgerðir landsins hafa því heilt yfir farið vel út úr heimsfaraldri kórónuveiru.
Kjarninn 7. mars 2021
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar
Segir Bjarna hafa viljað ráðið hver væri fulltrúi Viðreisnar í stjórn Íslandspósts
Formaður Viðreisnar segir fjármálaráðherra hafi losað sig við fulltrúa flokksins úr stjórn Íslandspósts, sem hafi veitt fyrirtækinu aðhald, og sett undirmann sinn úr fjármálaráðuneytinu inn í staðinn.
Kjarninn 7. mars 2021
Stríðsleikurinn sem fór úr böndunum
Nýlega voru birt leyniskjöl um atburði sem tengjast heræfingum NATO og Bandaríkjanna árið 1983, þar sem munaði litlu að stigmögnun hefði geta leitt til kjarnorkustríðs.
Kjarninn 7. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent