Slæmt að ráðherrar fari ekki eftir sóttvarnareglum og kröfur um afsögn Bjarna

Stjórnmálamenn og þeir sem hafa með sóttvarnaaðgerðir að gera hafa tjáð sig um veru Bjarna Benediktssonar í gleðskap sem var leystur upp af lögreglu sem braut í bága við sóttvarnareglur.

Bjarni Benediktsson
Auglýsing

Greint var frá því í dag­­bók lög­­regl­unnar í morgun að ónefndur ráð­herra í rík­­­is­­­stjórn Íslands hefði verið á meðal 40 til 50 gesta sem voru í sam­­­kvæmi í sal í útleigu í mið­­­borg Reykja­víkur í gær­­­kvöldi. Upp­­lýst hefur verið að sá salur var lista­safnið í Ásmund­­ar­­sal. Tölu­verð ölvun var í sam­­­kvæm­inu og eng­inn þeirra sem þar voru staddir voru með grímur fyrir and­lit­i. 

Lög­reglan leysti upp sam­kvæmið vegna þess að það braut í bága við sótt­varna­reglur og greindi frá því í morgun að á meðal gesta hefði verið ráð­herra í rík­is­stjórn Íslands. Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, setti svo stöðu­upp­færslu á Face­book klukkan 10:39 í morgun þar sem hann stað­festi að hann hefði verið umræddur ráð­herra. Þar sagði meðal ann­ars: „Ég hafði verið í hús­inu í um fimmtán mín­útur og á þeim tíma fjölg­aði gest­un­­um. Rétt við­brögð hefðu verið að yfir­­­gefa lista­safnið strax þegar ég átt­aði mig á að fjöld­inn rúm­að­ist ekki innan tak­­mark­ana. Það gerði ég ekki og ég biðst inn­i­­lega afsök­unar á þeim mis­­tök­­um.“

Við­brögð við athæfi Bjarna hafa flest verið á einn veg, það hefur verið for­dæmt en þó af mis­mik­illi hörku. Hér eru þau helst­u: 

Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir á RÚV

„Það er bara mjög slæmt þegar for­ystu­menn þjóð­ar­innar fara ekki eftir þessum regl­u­m[...]Ef það er rétt sem þar kemur fram þá er þetta klár­lega brot á sótt­varn­ar­reglum og mér finnst það miður að þetta hafi gerst.“ 

Svan­dís Svav­ars­dóttir heil­brigð­is­ráð­herra á Vísi:

„Við vitum það að sótt­vara­ráð­staf­anir eru til þess að fara eftir þeim. Það er mjög mik­il­vægt að við gerum það öll, og alveg jafn mik­il­vægt að við gerum það í dag eins og aðra daga sem við höfum verið að glíma við Covid.“

Rögn­­valdur Ólafs­­son, að­­stoð­ar­­­yf­ir­­lög­­reglu­­þjónn hjá al­­manna­vörnum á vef Frétta­blaðs­ins

„Þetta eru fyrst og fremst bara von­brigði eins og í hvert sinn sem við fáum svona frétt­ir[...]­Fólk veit alveg hvað það er sem við erum að reyna að gera og af hverju. En ég er bara mjög von­­svik­inn og leið­ur.“

Auglýsing
Logi Ein­ars­son, for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, á RÚV:

„Mín skoðun er sú að hann hlýtur að íhuga það alvar­lega að segja af sér. Ef hann er ekki að gera það þá hljóta sam­starfs­flokk­arnir tveir að pressa á hann vegna þess að ég trúi varla að hann hafi stuðn­ing allra ann­arra ráð­herra eða meiri­hluta Alþing­is.“

Þór­hildur Sunna Ævars­dótt­ir, þing­maður Pírata, á mbl.is

„Þetta er ófor­svar­an­­leg hegðun sem ráð­herra í rík­­is­­stjórn get­ur ekki reynt að af­saka með jafnaumk­un­­ar­verðum hætti og hann ger­ir í þess­um pistli sín­um[...]Þetta er ein­­kenn­andi fyr­ir rík­­is­­stjórn sem seg­ir eitt og ger­ir ann­að.“

Aðspurð sagði hún upp­á­­kom­una vera „af­sagn­­ar­­sök“.

Þór­hildur Sunna í stöðu­upp­færslu á Face­book

„Bjarni sagði ekk­ert í gær um þetta “óhapp” sitt. Hann lét ekki ná í sig í dag til þess að við­ur­kenna þessi “mi­s­tök” sín. Eitt­hvað finnst mér holur hljómur í þessu alveg óvart narra­tívi hjá hon­um. Og mikið finn­logi ein­log­ist mér sorg­legt að heyra ekki múkk frá sam­ráð­herrum hans. Sem láta þessa aumu afsök­un­ar­beiðni vera einu skila­boð rík­is­stjórn­ar­innar til þjóð­ar­innar á aðfanga­dag.

Ætli þau séu ekki bara að læra af þessu? Ætli við fáum að heyra ein­hverja við­líka snilld og um dag­inn þegar BB varð upp­vís að því að vera ekki í sama sam­fé­lagi og við hin? Eitt­hvað eins og þetta:

„Ég hef ekki verið og er ekki hlynnt þeirri afstöðu að smætta kerf­is­lægan vanda í ein­stök sið­ferði­leg álita­mál sem eru afleið­ing auk­innar ein­stak­lings­hyggju og ein­stak­ling­svæð­ingar stjórn­mál­anna.““

 

Jón Magnús Jóhann­es­son, deild­ar­læknir á Lands­spít­al­anum sem hefur meðal ann­ars skrifað um COVID-19 inn á vís­inda­vef Háskóla Íslands, á Face­book:

„Ég vil vera afdrátt­ar­laus, skýr og ótví­ræður hérna.

1. Þessi sam­koma var fárán­legt, skammar­legt brot á sótt­varna­regl­um.

2. Þessi sam­koma gæti fræði­lega hleypt af stað ofur­dreifi­við­burði COVID-19 hér­lend­is. Það gæti hrein­lega leitt til dauðs­falla. Ég er ekki að ýkja hérna.

3. Skort­ur­inn á sótt­vörnum í þess­ari sam­komu, sem var nú þegar að brjóta sam­komu­tak­mark­an­ir, lýsir fárán­legum dóm­greind­ar­bresti og virð­ing­ar­leysi gagn­vart alþjóð.

4. Þeir sem skipu­lögðu þessa sam­komu ættu ein­fald­lega að skamm­ast sín.

5. Téður ráð­herra ætti að segja af sér - taf­ar­laust. Fyrir þátt­tak­endur þessa teitis er þetta skömm en fyrir ráð­herra í rík­is­stjórn Íslands er þetta algjör for­sendu­brest­ur. Það er erfitt að lýsa því nákvæm­lega hversu mikið dóm­greind­ar- og virð­ing­ar­leysi er hér á ferð­inni.

6. Ég vil biðla til allra sem hafa skoðun á þessu máli að deila henn­i.“Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ný fjarskiptalög gætu kostað Sýn 325 milljónir króna
Í ársreikningi Sýnar er fjallað um lagasetningu sem er í pípunum, og er bæði íþyngjandi og ívilnandi fyrir fyrirtækið. Annars vegar er um að ræða frumvarp til nýrra fjarskiptalaga og hins vegar frumvarp um styrkveitingar til einkarekinna fjölmiðla.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Twitter búið að opna útibú í Reykjavík
Í lok síðasta mánaðar var útibú fyrir Twitter skráð í fyrirtækjaskrá. Stofnandi Ueno, sem seldi fyrirtækið nýverið til samfélagsmiðlarisans, vann fyrsta daginn sinn fyrir Twitter hérlendis í dag.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Hlöðver Skúli Hákonarson
Fjölmiðlaeyjan Ísland
Kjarninn 27. febrúar 2021
Andrés Pétursson
Evrópusambandslöndin tapa á Brexit
Kjarninn 27. febrúar 2021
Tæp 42 prósent Íslendinga eru á móti því að Ísland gangi í Evrópusambandið, samkvæmt nýlegri könnun Maskínu.
Íslendingarnir sem vilja helst ekki ganga í ESB
Litlar hreyfingar eru á afstöðu Íslendinga til inngöngu í ESB á milli ára og tæp 42 prósent segjast andvíg inngöngu. Kjarninn skoðaði hvaða hópar á Íslandi eru mest á móti Evrópusambandsaðild.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Rannsóknir eru þegar hafnar á virkni og öryggi bóluefnis AstraZeneca fyrir börn og segir Jóhanna það mikið fagnaðarefni.
Ef börn verði ekki bólusett gæti faraldur brotist út á meðal þeirra
Þegar faraldur fær að ganga óáreittur um ákveðna næma hópa fara sjaldgæfir atburðir að eiga sér stað. „Sjaldgæfir alvarlegir atburðir sem við viljum ekki sjá,“ segir Jóhanna Jakobsdóttir líftölfræðingur.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Samherji Holding hefur enn ekki skilað ársreikningi fyrir árið 2019
Hálfu ári eftir að lögboðinn frestur til að skila inn ársreikningum rann út þá hefur félagið sem heldur utan um erlenda starfsemi Samherja, meðal annars allt sem snýr að Namibíuumsvifum þess, ekki skilað inn sínum fyrir árið 2019.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Langflest hagsmunagæslusamtök landsins, sem reyna að hafa áhrif á hvernig löggjöf og aðrar ákvarðanir innan stjórnmála og stjórnsýslu þróast, eru til heimilis í Hús atvinnulífsins við Borgartún 35.
Búið að skrá 27 hagsmunaverði og birta vefsvæði með upplýsingum um þá
Tilkynningum á hagsmunaverði sem reyna að hafa áhrif á stjórnmál og stjórnsýslu í starfi sínu, og áttu samkvæmt lögum að berast um áramót, hefur rignt inn síðustu daga eftir að forsætisráðuneytið sendi ítrekun.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent