Ráðherra í ólöglegu samkvæmi í gærkvöldi þar sem sóttvarnareglur voru brotnar

Lögreglan stöðvaði ólöglegt samkvæmi í gærkvöldi vegna brots á reglum um fjöldasamkomu og sérstakrar smithættu. Einn gesta líkti lögreglu við nasista. Á meðal gesta var ráðherra í ríkisstjórn Íslands.

Ráðherra í ríkisstjórn Íslands var viðstaddur ólöglegt samkvæmi í gær. Lögregla hefur ekki tilgreint um hvaða ráðherra er að ræða.
Ráðherra í ríkisstjórn Íslands var viðstaddur ólöglegt samkvæmi í gær. Lögregla hefur ekki tilgreint um hvaða ráðherra er að ræða.
Auglýsing

Ónefndur ráð­herra í rík­is­stjórn Íslands var á meðal 40 til 50 gesta sem voru í sam­kvæmi í sal í útleigu í mið­borg Reykja­víkur í gær­kvöldi. Tölu­verð ölvun var í sam­kvæm­inu og eng­inn þeirra sem þar voru staddir voru með grímur fyrir and­lit­i. 

Frá þessu er greint í dag­bók lög­regl­unnar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu en hún var kölluð til vegna sam­kvæm­is­ins klukkan 22:25 á Þor­láks­messu­kvöldi í kjöl­far þess að henni barst til­kynn­ing um sér­staka smit­hættu og brot á reglum um fjölda­sam­komu.

Í dag­bók lög­regl­unnar segir að veit­inga­rekstur sé í umræddum sal sem falli undir svo­kall­aðan flokk II og því ætti sal­ur­inn að hafa verið lok­aður á þeim tíma sem sam­kvæmið var stöðv­að. „Í ljós kom að á milli 40-50 gestir voru sam­an­komin í saln­um, þar á meðal einn hátt­virtur ráð­herra í rík­is­stjórn Íslands. Tölu­verð ölvun var í sam­kvæm­inu og voru flestir gest­anna með áfengi við hönd. Lög­reglu­menn veittu athygli að eng­inn gest­anna var með and­lits­grímur fyrir and­liti. Lög­reglu­menn sögðu að nán­ast hvergi voru fjar­lægð­ar­tak­mörk virt.“

Auglýsing
Lögreglumenn sáu aðeins þrjá spritt­brúsa í saln­um. Þeir ræddu við ábyrgð­ar­menn skemmt­un­ar­innar á staðnum og kynnt þeim að skýrsla yrði rit­uð. Í kjöl­farið var gestum vísað út. „Þegar að gestir gengu út voru flestir búnir að setja upp and­lits­grímu. Gest­irnir kvödd­ust margir með faðm­lögum og ein­hverjir með koss­um. Einn gest­anna var ósáttur með afskipti lög­reglu og líkti okkur við nas­ista“.

Kjarn­inn hefur sent fyr­ir­spurn á upp­lýs­inga­full­trúa rík­is­stjórn­ar­innar og óskað eftir upp­lýs­ingum um hvaða ráð­herra það hafi verið sem var við­staddur í umræddu sam­kvæmi í gær­kvöldi.

Á vef RÚV segir að Krist­ján Þór Júl­í­us­son hafi verið á Akur­eyri í gær­kvöldi og Sig­urður Ingi Jóhanns­son heima hjá sér í sveit­inni í Hruna­manna­hreppi. „Ás­mundur Einar Daða­son sagð­ist hafa verið í Pict­ion­ary með dætrum sín­um. Guð­mundur Ingi Guð­brands­son sagð­ist vera uppi í sveit og ekki þekkja til máls­ins. Lilja Dögg Alfreðs­dóttir sagði í sam­tali við frétta­stofu að hún hefði ekki verið í umræddum gleð­skap.“

Á vef Vísis seg­ir Ás­laug Arna Sig­ur­björns­dóttir að hún hafi ekki hafa verið í sam­kvæm­inu. „Hún hafi rölt um mið­bæ­inn í gær­kvöldi, náð sér í mat og verið komin heim snemma í gær­kvöld­i. Þá seg­ist Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dóttir hafa verið hjá for­eldrum sínum á Akra­nesi í gær­kvöld­i. ­Guð­laugur Þór Þórð­ar­son kveðst þá vera í Skaft­ár­tung­um. Hann hafi verið þar síðan í fyrra­kvöld.“

Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra var heldur ekki í umræddu sam­kvæmi.

Ráð­herra áður gert mis­tök

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ráð­herra verður upp­vís að því að taka þátt í athæfi þar sem sótt­varna­reglur sem almenn­ingur er beð­inn um að virða voru ekki virt­ar. Um miðjan ágúst birt­ist mynd á sam­fé­lags­miðlum af Þor­dísi Kol­brúnu, sem er ferða­­mála-, iðn­­að­­ar- og nýsköp­un­­ar­ráð­herra og vara­­for­­manni Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins, og vin­konum hennar þar sem þær stóðu saman í einum hnapp. 

Myndin sætti mik­illi gagn­rýni í ljósi tveggja metra regl­unnar svoköll­uðu sem var ekki við­höfð við þær mynda­tök­­­ur.

Rík­­is­­stjórn­­in, sem Þór­­dís Kol­brún situr í, hafði nokkrum vikum áður hert reglur vegna þess að önnur bylgja kór­ón­u­veirusmita var að gera vart við sig. Á blaða­­manna­fundi í lok júlí sagði Svan­­dís Svav­­­ar­s­dóttir heil­brigð­is­ráð­herra: „„Þar sem fólk kemur saman og í allri starf­­­semi verði tveggja metra reglan við­höfð á milli ein­stak­l­inga. Það er að segja að hún verði ekki lengur val­­­kvæð heldur skyld­u­bund­in. Þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra fjar­lægð milli ótengdra ein­stak­l­inga þá er kraf­ist not­k­unar and­lits­grímu sem hylur nef og munn.“

­Rúmri viku eftir að hertar aðgerðir tóku gildi skrif­aði Þór­­­dís grein í Morg­un­­­blaðið með fyr­ir­­­sögn­inni: „Þetta veltur á okk­­­ur“. Þar fjall­aði hún um þann upp­­­takt í smitum sem hafði verið frá lokum júlí­mán­að­­­ar. Í grein­inni sagði: „Auð­vitað von­um við öll að þetta bak­slag end­­­­ur­taki sig ekki og kúrf­an fletj­ist út. Í því skipt­ir mestu að við, hvert og eitt okk­­­­ar, gæt­um að sótt­­­­vörn­um í dag­­­­legu líf­i.“

Föst­u­dag­inn 15. ágúst ákváðu stjórn­­völd að herða veru­­­lega tak­­­mark­­­anir á landa­­­mærum Íslands, sem í reynd lok­uðu land­inu að mestu fyrir komu ferða­­­manna. Við það tæki­­færi skrif­aði Þór­­dís Kol­brún í stöð­u­­upp­­­færslu á Face­­book að áfram væru „per­­­són­u­bundnar sótt­­­varnir langöflug­asta tækið til að berja þessa veiru niður og hert­­­ari aðgerðir á landa­­­mærum koma aldrei í stað­inn fyrir það. Við búum í góðu sam­­­fé­lagi. Sterku sam­­­fé­lagi. Og við erum heppin með það teymi sem ráð­­­leggur okkur í gegnum þann þátt þessa risa stóra verk­efn­­­is.“

Vin­­kon­u­hitt­ing­­ur­inn sem röð mynda voru teknar af átti sér svo stað dag­inn eft­ir, laug­­ar­dag­inn 16. ágúst. 

Þór­dis við­ur­kenndi að hún hefði gert mis­tök og baðst afsök­un­ar. Í við­tali við Morg­un­blaðið í byrjun októ­ber sagði hún um mynda­tök­una: „Hún var takt­­laus og mis­­tök, svona eftir á að hyggja. Mynd­­málið var þannig og tíma­­setn­ingin rétt eftir að til­­kynnt var um afdrifa­­ríkar ákvarð­­anir um komur til lands­ins.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent