Skipstjórinn á Júlíusi Geirmundssyni ákærður fyrir brot á sjómannalögum

Alls smituðust 22 af 25 áhafnarmeðlimum á togaranum af COVID-19. Þeir voru ekki sendir í land heldur skikkaðir til að vinna veikir. Lögreglan á Vestfjörðum hefur ákært skipstjórann.

Júlíus Geirmundsson
Auglýsing

Skipstjóri togarans Júlíusar Geirmundssonar hefur verið ákærður fyrir brot á sjómannalögum vegna kórónuveiruhópsýkingar sem varð þar um borð í október. Frá þessu er greint á vef RÚV en það er lögreglan á Vestfjörðum sem gefur út ákæruna. 

Í þeirri grein sjómannalaga sem skipstjórinn er ákærður fyrir að brjóta gegn segir að veikist skipverji eða slasist skuli skipstjóri sjá um að hann fái nauðsynlega umönnun á skipinu eða í landi. Ef ástæða er talin að ætla að einhver um borð sé haldinn sjúkdómi sem hætta stafi af fyrir aðra skuli skipstjóri láta flytja sjúklinginn í land, ef ekki reynist unnt að verjast smithættu á skipinu. 

Auglýsing
Kjarn­inn fjallaði um atburð­ina á Júl­íusi Geir­munds­syni í október, en þar smit­uð­ust 22 af 25 áhafn­ar­með­limum af COVID-19 í haust. 

Skipið lét hins vegar land­helg­is­gæsl­una ekki vita af hugs­an­legu hópsmiti, auk þess sem ekki var farið strax í land eftir að upp komst um veik­ind­in. 

Sam­kvæmt Arn­ari Gunn­ari Hilm­ars­syni háseta á tog­ar­anum voru menn einnig skikk­aðir til að vinna veikir á meðan á túrnum stóð. 

Hrað­frysti­húsið Gunn­vör hf, sem gerir út Júl­íus Geir­munds­son, sendi svo frá sér yfir­lýs­ingu seint í kjölfar þess að málið rataði í fjölmiðla þar sem beðist var afsök­unar á því að ekki hafa verið í sam­bandi við Land­helg­is­gæsl­una eins og leið­bein­ingar gerðu ráð fyr­ir. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent