Bankarnir lána þrefaldan árskammt af húsnæðislánum árið 2020

Árið 2020 hefur séð vexti húsnæðislána hríðlækka. Óverðtryggðir vextir hjá bönkum eru nú um helmingur þess sem þeir voru í byrjun síðasta árs. Fyrir vikið hafa landsmenn flykkst í húsnæðislánaviðskipti við bankana.

húsnæðislán
Auglýsing

Íslensku við­skipta­bank­arnir lán­uðu heim­ilum lands­ins 273,3 millj­arða króna umfram upp­greiðslur og umfram­greiðslur gegn veði í fast­eign á fyrstu ell­efu mán­uðum árs­ins. Ef ásókn í hús­næð­is­lán þeirra verður svipuð í des­em­ber og hún var síð­ustu mán­uði á undan munu nettó hús­næðis­út­lán bank­anna fara yfir 300 millj­arða króna á árinu 2020.

Þetta má lesa út úr hag­tölum um banka­kerfið sem Seðla­banki Í Íslands birti í vik­unn­i. 

Það er athygl­is­verð upp­hæð í ljósi þess að síð­ustu þrjú árin á und­an: 2017, 2018 og 2019 námu nettó hús­næð­is­lán við­skipta­bank­anna sam­tals 329 millj­örðum króna. 

Því stefnir í að bank­arnir láni næstum sömu upp­hæð í ný hús­næð­is­lán að frá­dregnum upp­greiðslum og umfram­greiðslum á árinu 2020 og þeir lán­uðu þrjú árin þar á und­an. 

Færa sig þangað sem bestu kjörin eru

Meg­in­á­stæða þessa er sú stýri­vextir Seðla­­­banka Íslands voru lækk­aðir niður í eitt pró­sent, og svo niður í 0,75 pró­sent þegar leið á árinu. Það hefur leitt til þess að óverð­tryggðir hús­næð­is­lána­vextir þriggja stærstu bank­anna hafa hríð­­­­lækk­­­­að. 

Auglýsing
Breyt­i­­­legir óverð­­­­­tryggðir vextir á hús­næð­is­lánum Lands­­­­­bank­ans eru nú til að mynda 3,3 pró­­­­­sent. Hjá Íslands­­­banka eru þeir 3,4 pró­­sent. Á sam­­­­­­bæri­­­­­­legum lánum hjá Arion banka eru vext­irnir 3,44 pró­­­­­­sent. 

Í upp­­­­­hafi árs í fyrra voru breyt­i­­­­­legir óverð­­­­­tryggðir vextir bank­anna á bil­inu sex til 6,6 pró­­­­­sent. Þeir hafa því helm­ing­­ast.

Við þessu hafa íslenskir lán­tak­endur brugð­ist með því að færa lánin sín þangað sem bestu kjörin eru. 

Flótti marga mán­uði í röð

Frá því í júní 2020 hefur átt sér stað flótti hús­næð­is­lán­tak­enda frá líf­eyr­is­­sjóðum lands­ins og til við­­skipta­­bank­anna. Hann byrj­­aði hægt. Í fyrsta mán­uði þessa tíma­bils dróg­ust útlán umfram upp­­greiðslur saman um nokkur hund­ruð millj­­ónir króna. Í júlí var sam­­drátt­­ur­inn vel á þriðja millj­­arð króna. Í ágúst var hann tæp­­lega fimm millj­­arðar króna og í sept­­em­ber um 3,5 millj­­arðar króna. Sam­an­lagt greiddu sjóðs­fé­lagar upp lán fyrir um 13,7 millj­­arða króna umfram ný útlán á þessum fjórum mán­uð­­um.

Októ­ber sló svo öll met þegar horft er til sam­­dráttar í hús­næð­is­lánum til sjóðs­fé­laga. Alls dróg­ust útlán sjóð­anna saman um 8.955 millj­­ónir króna í októ­ber­mán­uði. Það er mesta lækkun sem orðið hefur í einum mán­uði á útlána­safni líf­eyr­is­­sjóða lands­ins frá því að Seðla­­bank­inn fór að halda utan um, og birta opin­ber­­lega, þær tölur í byrjun árs 2009.

Fyrir jún­í­­mánuð 2020 hafði það aldrei ger­st, sam­­kvæmt þeim upp­­lýs­ingum sem Seðla­­bank­inn birt­ir, að upp­­greiðslur líf­eyr­is­­sjóðs­lána námu hærri fjár­­­hæð en nýjar lán­tök­­­ur.

Nú hefur það gerst fimm mán­uði í röð. Fast­lega má búast við því að nóv­em­ber hafi verið sá sjötti.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kostnaður við rekstur þjóðkirkjunnar greiðist úr ríkissjóði þar sem kirkjan og ríki eru ekki aðskilin hérlendis.
Prestar ósáttir við tillögu um að hætta að rukka fyrir hjónavígslur, skírnir og útfarir
Lagt hefur verið til að hætt verði að rukka fyrir aukaverk presta. Það þyki fráhrindandi að prestur sem þjónar fólki á gleði- og sorgarstundum sendi viðkomandi síðan reikning. Einkum sé þetta „slæm birtingarmynd þegar um efnalítið fólk er að ræða.“
Kjarninn 18. október 2021
Á meðal íbúða sem Bjarg leigufélag, sem er óhagnaðardrifið, hefur byggt og leigir nú út eru íbúðir við Hallgerðargötu í Laugarneshverfi.
Þeir sem leigja af óhagnaðardrifnum leigufélögum mun ánægðari en aðrir
Uppbygging almennra íbúða í gegnum óhagnaðardrifin leigufélög hefur aukið verulega framboð á húsnæði fyrir fólk með lágar tekjur. Leigjendur í kerfinu eru mun ánægðari en aðrir leigjendur og telja sig búa við meira húsnæðisöryggi.
Kjarninn 18. október 2021
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Gagnrýnir skarpa hækkun sveiflujöfnunaraukans
Dósent í fjármálum við Háskóla Íslands segir mikla hækkun á eiginfjárkröfum fjármálafyrirtækja ekki vera í samræmi við eigið áhættumat Seðlabankans og úr takti við helstu samanburðarlönd.
Kjarninn 17. október 2021
Búinn að eyða 500 til 600 klukkustundum samhliða fullri dagvinnu í eldgosið
Ljósmyndabókin „Í návígi við eldgos“ inniheldur 100 tilkomumestu og skemmtilegustu myndirnar úr ferðum Daníels Páls Jónssonar að eldgosinu í Fagradalsfjalli. Hann safnar nú fyrir útgáfu hennar.
Kjarninn 17. október 2021
Þótt ferðamenn séu farnir að heimsækja Ísland í meira magni en í fyrra, og störfum í geiranum hafi samhliða fjölgað, er langur vegur að því að ferðaþjónustan skapi jafn mörg störf og hún gerði fyrir heimsfaraldur.
Langtímaatvinnuleysi 143 prósent meira en það var fyrir kórónuveirufaraldur
Þótt almennt atvinnuleysi sé komið niður í sömu hlutfallstölu og fyrir faraldur þá er atvinnuleysið annars konar nú. Þúsundir eru á tímabundnum ráðningastyrkjum og 44 prósent atvinnulausra hafa verið án vinnu í ár eða lengur.
Kjarninn 17. október 2021
Eiríkur Ragnarsson
Af hverju er aldrei neitt til í IKEA?
Kjarninn 17. október 2021
Karl Gauti Hjaltason er oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
„Það er búið að eyðileggja atkvæðin í þessu kjördæmi“
Atkvæðin í kosningunum í Norðvesturkjördæmi „eru því miður ónýt,“ segir Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi sýslumaður og „vafaþingmaður“ Miðflokksins. „Það getur enginn í raun og veru treyst því að ekki hafi verið átt við þessi atkvæði“.
Kjarninn 17. október 2021
Gabby Petito
Verður morðið á Gabby Petito leyst á TikTok?
Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði, segir enga ástæðu til að óttast breyttan veruleika við umfjöllun sakamála en mikilvægt sé að að gera greinarmun á sakamálum sem afþreyingu og lögreglurannsókn.
Kjarninn 17. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent