Bankarnir lána þrefaldan árskammt af húsnæðislánum árið 2020

Árið 2020 hefur séð vexti húsnæðislána hríðlækka. Óverðtryggðir vextir hjá bönkum eru nú um helmingur þess sem þeir voru í byrjun síðasta árs. Fyrir vikið hafa landsmenn flykkst í húsnæðislánaviðskipti við bankana.

húsnæðislán
Auglýsing

Íslensku við­skipta­bank­arnir lán­uðu heim­ilum lands­ins 273,3 millj­arða króna umfram upp­greiðslur og umfram­greiðslur gegn veði í fast­eign á fyrstu ell­efu mán­uðum árs­ins. Ef ásókn í hús­næð­is­lán þeirra verður svipuð í des­em­ber og hún var síð­ustu mán­uði á undan munu nettó hús­næðis­út­lán bank­anna fara yfir 300 millj­arða króna á árinu 2020.

Þetta má lesa út úr hag­tölum um banka­kerfið sem Seðla­banki Í Íslands birti í vik­unn­i. 

Það er athygl­is­verð upp­hæð í ljósi þess að síð­ustu þrjú árin á und­an: 2017, 2018 og 2019 námu nettó hús­næð­is­lán við­skipta­bank­anna sam­tals 329 millj­örðum króna. 

Því stefnir í að bank­arnir láni næstum sömu upp­hæð í ný hús­næð­is­lán að frá­dregnum upp­greiðslum og umfram­greiðslum á árinu 2020 og þeir lán­uðu þrjú árin þar á und­an. 

Færa sig þangað sem bestu kjörin eru

Meg­in­á­stæða þessa er sú stýri­vextir Seðla­­­banka Íslands voru lækk­aðir niður í eitt pró­sent, og svo niður í 0,75 pró­sent þegar leið á árinu. Það hefur leitt til þess að óverð­tryggðir hús­næð­is­lána­vextir þriggja stærstu bank­anna hafa hríð­­­­lækk­­­­að. 

Auglýsing
Breyt­i­­­legir óverð­­­­­tryggðir vextir á hús­næð­is­lánum Lands­­­­­bank­ans eru nú til að mynda 3,3 pró­­­­­sent. Hjá Íslands­­­banka eru þeir 3,4 pró­­sent. Á sam­­­­­­bæri­­­­­­legum lánum hjá Arion banka eru vext­irnir 3,44 pró­­­­­­sent. 

Í upp­­­­­hafi árs í fyrra voru breyt­i­­­­­legir óverð­­­­­tryggðir vextir bank­anna á bil­inu sex til 6,6 pró­­­­­sent. Þeir hafa því helm­ing­­ast.

Við þessu hafa íslenskir lán­tak­endur brugð­ist með því að færa lánin sín þangað sem bestu kjörin eru. 

Flótti marga mán­uði í röð

Frá því í júní 2020 hefur átt sér stað flótti hús­næð­is­lán­tak­enda frá líf­eyr­is­­sjóðum lands­ins og til við­­skipta­­bank­anna. Hann byrj­­aði hægt. Í fyrsta mán­uði þessa tíma­bils dróg­ust útlán umfram upp­­greiðslur saman um nokkur hund­ruð millj­­ónir króna. Í júlí var sam­­drátt­­ur­inn vel á þriðja millj­­arð króna. Í ágúst var hann tæp­­lega fimm millj­­arðar króna og í sept­­em­ber um 3,5 millj­­arðar króna. Sam­an­lagt greiddu sjóðs­fé­lagar upp lán fyrir um 13,7 millj­­arða króna umfram ný útlán á þessum fjórum mán­uð­­um.

Októ­ber sló svo öll met þegar horft er til sam­­dráttar í hús­næð­is­lánum til sjóðs­fé­laga. Alls dróg­ust útlán sjóð­anna saman um 8.955 millj­­ónir króna í októ­ber­mán­uði. Það er mesta lækkun sem orðið hefur í einum mán­uði á útlána­safni líf­eyr­is­­sjóða lands­ins frá því að Seðla­­bank­inn fór að halda utan um, og birta opin­ber­­lega, þær tölur í byrjun árs 2009.

Fyrir jún­í­­mánuð 2020 hafði það aldrei ger­st, sam­­kvæmt þeim upp­­lýs­ingum sem Seðla­­bank­inn birt­ir, að upp­­greiðslur líf­eyr­is­­sjóðs­lána námu hærri fjár­­­hæð en nýjar lán­tök­­­ur.

Nú hefur það gerst fimm mán­uði í röð. Fast­lega má búast við því að nóv­em­ber hafi verið sá sjötti.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ný fjarskiptalög gætu kostað Sýn 325 milljónir króna
Í ársreikningi Sýnar er fjallað um lagasetningu sem er í pípunum, og er bæði íþyngjandi og ívilnandi fyrir fyrirtækið. Annars vegar er um að ræða frumvarp til nýrra fjarskiptalaga og hins vegar frumvarp um styrkveitingar til einkarekinna fjölmiðla.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Twitter búið að opna útibú í Reykjavík
Í lok síðasta mánaðar var útibú fyrir Twitter skráð í fyrirtækjaskrá. Stofnandi Ueno, sem seldi fyrirtækið nýverið til samfélagsmiðlarisans, vann fyrsta daginn sinn fyrir Twitter hérlendis í dag.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Hlöðver Skúli Hákonarson
Fjölmiðlaeyjan Ísland
Kjarninn 27. febrúar 2021
Andrés Pétursson
Evrópusambandslöndin tapa á Brexit
Kjarninn 27. febrúar 2021
Tæp 42 prósent Íslendinga eru á móti því að Ísland gangi í Evrópusambandið, samkvæmt nýlegri könnun Maskínu.
Íslendingarnir sem vilja helst ekki ganga í ESB
Litlar hreyfingar eru á afstöðu Íslendinga til inngöngu í ESB á milli ára og tæp 42 prósent segjast andvíg inngöngu. Kjarninn skoðaði hvaða hópar á Íslandi eru mest á móti Evrópusambandsaðild.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Rannsóknir eru þegar hafnar á virkni og öryggi bóluefnis AstraZeneca fyrir börn og segir Jóhanna það mikið fagnaðarefni.
Ef börn verði ekki bólusett gæti faraldur brotist út á meðal þeirra
Þegar faraldur fær að ganga óáreittur um ákveðna næma hópa fara sjaldgæfir atburðir að eiga sér stað. „Sjaldgæfir alvarlegir atburðir sem við viljum ekki sjá,“ segir Jóhanna Jakobsdóttir líftölfræðingur.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Samherji Holding hefur enn ekki skilað ársreikningi fyrir árið 2019
Hálfu ári eftir að lögboðinn frestur til að skila inn ársreikningum rann út þá hefur félagið sem heldur utan um erlenda starfsemi Samherja, meðal annars allt sem snýr að Namibíuumsvifum þess, ekki skilað inn sínum fyrir árið 2019.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Langflest hagsmunagæslusamtök landsins, sem reyna að hafa áhrif á hvernig löggjöf og aðrar ákvarðanir innan stjórnmála og stjórnsýslu þróast, eru til heimilis í Hús atvinnulífsins við Borgartún 35.
Búið að skrá 27 hagsmunaverði og birta vefsvæði með upplýsingum um þá
Tilkynningum á hagsmunaverði sem reyna að hafa áhrif á stjórnmál og stjórnsýslu í starfi sínu, og áttu samkvæmt lögum að berast um áramót, hefur rignt inn síðustu daga eftir að forsætisráðuneytið sendi ítrekun.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent