Pfizer boðið upp í bóluefnadans: Kári og Þórólfur saman til næsta fundar um málið

Vonast er til þess að lyfjarisinn Pfizer sjái hag sinn í því að gera Ísland að einskonar rannsóknarmiðstöð fyrir samþykkt bóluefni sitt og BioNTech. Kári Stefánsson og Þórólfur Guðnason munu fara saman á næsta fund með Pfizer um málið, segir Kári.

Þórólfur og Kári
Auglýsing

Þreif­ingar hafa síð­ustu daga verið í gangi á milli bæði Þór­ólfs Guðna­sonar sótt­varna­læknis og Kára Stef­áns­sonar for­stjóra Íslenskrar erfða­grein­ingar ann­ars vegar og lyfj­aris­ans Pfizer hins veg­ar, um að fá hingað til lands meira magn bólu­efna frá fyr­ir­tæk­inu undir því yfir­skini að gera hér rann­sókn. 

Rann­sóknin fælist í því að bólu­setja stóran hluta lands­manna hratt og örugg­lega og leyfa Pfizer að fylgj­ast með því hvernig hjarð­ó­næmi myndi nást hjá Íslend­ing­um. Bólu­efnið sem Pfizer og BioNTech þró­uðu er það eina sem er komið með skil­yrt mark­aðs­leyfi hér á landi.

Umræðan um þessi mál hefur á köflum verið rugl­andi og virð­ist sem sótt­varna­lækn­ir­inn og for­stjóri Íslenskrar erfða­grein­ingar hafi ver­ið, sitt í hvoru lagi, að setja sig í sam­band við Pfizer vegna þess­ara mála.

Auglýsing

Á for­síðu Morg­un­blaðs­ins á aðfanga­dag sagði frá því að Kári Stef­áns­son hefði verið í sam­bandi við Pfizer um að fá hingað til lands 400.000 skammta, eða nægi­legt magn bólu­efnis til þess að bólu­setja um 60 pró­sent lands­manna. Um væri að ræða verk­efni sem full­trúar Pfizer væru spenntir fyr­ir.

Sótt­varna­læknir sagði ekki rétt að hug­myndin hefði komið frá Kára

Sótt­varna­læknir sendi frá sér til­kynn­ingu í kjöl­far þess­arar fréttar og ann­arra svip­aðra, þar sem sagði frá því að „hug­myndin að því að Ísland gæti orðið rann­sókn­ar­setur fyrir fasa IV rann­sókn þar sem að stærsti hluti þjóð­ar­innar yrði bólu­settur á stuttum tíma“ hefði verið „viðruð í tölvu­pósti sótt­varna­læknis til full­trúa Pfiz­er“ þann 15. des­em­ber. 

Bóluefni Pfizer og BioNTech. Bólusetning hefst með því á Íslandi á næstu dögum. Mynd: EPA

„Inni­hald pósts­ins hefur síðan verið til skoð­unar innan fyr­ir­tæk­is­ins og verið leitað eftir frek­ari upp­lýs­ingum hjá sótt­varna­lækni. Það er því ekki rétt sem haft var eftir Kára Stef­áns­syni m.a. í Morg­un­blað­inu í dag að hug­myndin að þessu rann­sókn­ar­fyr­ir­komu­lagi hefði komið frá for­stjóra fyr­ir­tæk­is­ins. Kári Stef­áns­son hefur á hinn bóg­inn verið ötull með sam­skiptum sínum við for­svars­menn Pfizer við að ljá mál­inu braut­ar­geng­i,“ sagði í til­kynn­ingu sótt­varna­lækn­is, en einnig sagði að ójóst væri hvort af þess­ari rann­sókn yrði. Svara frá Pfizer yrði beð­ið.

„Ekki í neinu stríði“ og fara saman til fundar við Pfizer

Í dag segir Kári Stef­áns­son frá því á Face­book að hann og og Þórólfur Guðna­son séu „ekki í neinu stríði“ og segir það hafa verið mis­tök hjá sér að hafa ekki haft Þórólf með þegar hann setti sig í sam­band við Pfiz­er.

Hann seg­ist hafa sér það „til varn­ar“ að því sam­bandi sem hann hefur náð við Pfizer hafi verið komið á í gegnum sam­starfs­menn hans í Banda­ríkj­un­um. „[É]g hafði litla stjórn á ferð­inn­i,“ skrifar Kári.

„[N]æsta fund með Pfizer tökum við Þórólfur saman og ef hann gengur vel dreg ég mig í hlé og skil þetta alfarið í hönd­unum á honum enda hæfir það hans hlut­verki í íslensku heil­brigð­is­kerfi. Þórólfur hefur stýrt okkur ótrú­lega vel og ljúf­mann­lega í gegnum tíu mán­aða far­aldur og er manna best til þess fall­inn að beita bólu­setn­ingum til þess að koma okkur end­an­lega út úr hon­um,“ skrifar Kári í færslu sinni í dag.

Á sama tíma hefur Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir rætt við fjöl­miðla um mögu­leik­ann á þess­ari rann­sókn og segir við RÚV að hug­myndin sem verið að reyna að heilla Pfizer með sé að „setja þetta upp eins og nokk­urs konar fasa fjögur rann­sókn þar sem hægt er að fylgj­ast mjög vel með hvað ger­ist með far­ald­ur­inn, með veiruna, þegar við náum að bólu­setja stóran hluta af þjóð­inn­i.“

Ein­stakar aðstæður á Íslandi

Haft er eftir Þórólfi að hann eigi von á því að sam­tal­inu við Pfizer verði fram­haldið í byrjun næsta árs og að Ísland bjóði upp á mjög góðar og ein­stakar aðstæður fyrir rann­sóknir af þessu tagi.

„Við erum að fylgj­ast með nýjum sýk­ing­um. Við erum að rað­greina allar veirur sem að grein­ast. Við erum að fylgj­ast með auka­verk­un­um, fylgj­ast með sjúk­dómnum og við erum að fylgj­ast með landa­mær­un­um. Þannig að við höfum alla burði og það eru fáir sem hafa svona mikla burði til þess að geta fylgst með þessu á svona vís­inda­lega og staðl­aðan máta hvað ger­ist með veiruna í fram­hald­in­u,“ sagði Þórólfur við RÚV.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stríðsleikurinn sem fór úr böndunum
Nýlega voru birt leyniskjöl um atburði sem tengjast heræfingum NATO og Bandaríkjanna árið 1983, þar sem munaði litlu að stigmögnun hefði geta leitt til kjarnorkustríðs.
Kjarninn 7. mars 2021
Svona á gangnamunnurinn að líta út frá Rødby
Gullöld á pönnukökueyjunni
Eftir mörg erfiðleikaár, og fólksflótta, sjá íbúar dönsku eyjunnar Lálands nú fram á betri tíð með þúsundum nýrra starfa. Ástæðan er Femern tengingin svonefnda milli Danmerkur og Þýskalands.
Kjarninn 7. mars 2021
Jörð hefur skolfið í grennd við Keili frá því í síðustu viku.
Vefur Veðurstofunnar tilbúinn í slaginn
Álagið á vef Veðurstofunnar hefur verið mikið frá því að jarðskjálftahrina hófst á Reykjanesskaga í síðustu viku. Einu sinni datt vefurinn alveg niður en nú er búið að efla þol hans til muna.
Kjarninn 6. mars 2021
Jón Baldvin Hannibalsson
Stefnuskráin
Kjarninn 6. mars 2021
Heimir Snorrason
Til varnar algóritmanum
Kjarninn 6. mars 2021
Mjólkurvörur frá MS
Segir yfirlýsingar MS „í besta falli hlægilegar“
Forsvarsmenn Mjólku gefa lítið fyrir yfirlýsingar Mjólkursamsölunnar, sem dæmd var fyrir að misnota markaðsráðandi stöðu sína, um að aðgerðir hennar hefðu verið gerðar í góðri trú.
Kjarninn 6. mars 2021
Brugghúsafrumvarp Áslaugar Örnu vekur litla kátínu hjá Landlæknisembættinu og ÁTVR
Embætti landlæknis telur „góða sátt“ um núverandi fyrirkomulag áfengissölu, en lítil merki eru um það í þeim fjölmörgu umsögnum sem borist hafa Alþingi undanfarna daga vegna frumvarps dómsmálaráðherra um sölu bjórs beint frá brugghúsum.
Kjarninn 6. mars 2021
Tíu staðreyndir um Ásmundarsalsmálið og eftirmála þess
Ráðherra varð uppvís að því að vera viðstaddur viðburð/samkvæmi/listaverkasölu á Þorláksmessu, þegar strangar sóttvarnarreglur voru við lýði. Grunur var um brot á þeim. Síðan þá hefur málið tekið marga pólitíska snúninga. Hér eru helstu staðreyndir þess.
Kjarninn 6. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent