Katrín gerir ekki kröfu um að Bjarni segi af sér

Forsætisráðherra segir að brot fjármála- og efnahagsráðherra á sóttvarnareglum sem ríkisstjórnin gerir kröfu um að aðrir fari eftir hafi skaðað traustið milli flokka þeirra. Hún gerir ekki kröfu um afsögn og ríkisstjórnarsamstarfið mun halda áfram.

Bjarni Benediktsson og Katrín Jakobsdóttir.
Bjarni Benediktsson og Katrín Jakobsdóttir.
Auglýsing

Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra gerir ekki kröfu um að Bjarni Bene­dikts­son, for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins og fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, segi af sér eftir að hann varð upp­vís af því að brjóta sótt­varna­reglur á Þor­láks­messu. 

Þetta kemur fram á Vísi. Þar segir Katrín að hún hafi rætt við Bjarna í gær og tjáð honum óánægju sína með mál­ið. „Svona atvik skaðar traustið á milli flokk­anna og gerir sam­starfið erf­ið­ara. Sér­stak­lega vegna þessa að við stöndum í stór­ræðum þessa dag­ana, hins vegar er sam­staðan innan stjórn­ar­innar verið góð og ég tel okkur hafa náð miklum árangri í því sem við erum að vinna að. Við munum halda því ótrauð áfram.“

Á vef RÚV kemur fram í við­tali við Katrínu að Sig­urður Ingi Jóhanns­son, for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, hafi einnig átt sam­tal við Bjarna vegna máls­ins. „Ég held að öllum sé ljóst okkar hugur í þessu máli. Svo verðum við bara að sjá til,“ segir Katrín. 

Allt of margir, eng­inn með grímu og gestur líkti lög­reglu við nas­ista

Greint var frá því í dag­­bók lög­­regl­unnar í gær­morgun að ónefndur ráð­herra í rík­­­is­­­stjórn Íslands hefði verið á meðal 40 til 50 gesta sem voru í sam­­­kvæmi í sal í útleigu í mið­­­borg Reykja­víkur á Þor­láks­messu. Upp­­lýst hefur verið að sá salur var lista­safnið í Ásmund­­ar­­sal. Tölu­verð ölvun var í sam­­­kvæm­inu og eng­inn þeirra sem þar voru staddir voru með grímur fyrir and­lit­i. 

Auglýsing
Lögeglan var kölluð til vegna sam­­­kvæm­is­ins klukkan 22:25 á Þor­láks­­­messu­­­kvöldi í kjöl­far þess að henni barst til­­­kynn­ing um sér­­­staka smit­hættu og brot á reglum um fjölda­­­sam­komu. Vísir hefur greint frá því að hún hafi ekki komið á stað­inn fyrr en um 22:50. 

Í dag­­­bók lög­­­regl­unnar segir að veit­inga­­­rekstur sé í umræddum sal sem falli undir svo­­­kall­aðan flokk II og því ætti sal­­­ur­inn að hafa verið lok­aður á þeim tíma sem sam­­­kvæmið var stöðv­­­að. „Í ljós kom að á milli 40-50 gestir voru sam­an­komin í saln­um, þar á meðal einn hátt­virtur ráð­herra í rík­­­is­­­stjórn Íslands. Tölu­verð ölvun var í sam­­­kvæm­inu og voru flestir gest­anna með áfengi við hönd. Lög­­­­­reglu­­­menn veittu athygli að eng­inn gest­anna var með and­lits­grímur fyrir and­liti. Lög­­­­­reglu­­­menn sögðu að nán­­­ast hvergi voru fjar­lægð­­­ar­tak­­­mörk virt.“

Lög­­­reglu­­menn sáu aðeins þrjá spritt­brúsa í saln­­­um. Þeir ræddu við ábyrgð­­­ar­­­menn skemmt­un­­­ar­innar á staðnum og kynnt þeim að skýrsla yrði rit­uð. Í kjöl­farið var gestum vísað út. „Þegar að gestir gengu út voru flestir búnir að setja upp and­lits­grímu. Gest­irnir kvödd­ust margir með faðm­lögum og ein­hverjir með koss­­­um. Einn gest­anna var ósáttur með afskipti lög­­­­­reglu og líkti okkur við nas­ista.“

Bjarni baðst afsök­unar

Bjarni Bene­dikts­­son, fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra og for­­maður Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins, greindi frá því í stöðu­upp­færslu á Face­book á ell­efta tím­anum á aðfanga­dag að hann væri sá ráð­herra sem var við­staddur sam­­kvæm­ið. 

Þar sagði hann meðal ann­­ars: „Ég hafði verið í hús­inu í um fimmtán mín­útur og á þeim tíma fjölg­aði gest­un­­um. Rétt við­brögð hefðu verið að yfir­­­gefa lista­safnið strax þegar ég átt­aði mig á að fjöld­inn rúm­að­ist ekki innan tak­­mark­ana. Það gerði ég ekki og ég biðst inn­i­­lega afsök­unar á þeim mis­­tök­­um.“

Stöð­u­­upp­­­færslan í heild sinni var eft­ir­far­andi: „Á heim­­leið úr mið­­borg­inni í gær­­kvöldi fengum við Þóra sím­­tal frá vina­hjón­um, sem voru stödd á lista­safn­inu í Ásmund­­ar­­sal og vildu gjarnan að við litum inn til þeirra og köst­uðum á þau jóla­­kveðju. Þegar við komum inn og upp í sal­inn í gær­­kvöldi hefði mér átt að verða ljóst að þar voru fleiri en reglur gera ráð fyr­­ir.

Eins og lesa má í fréttum kom lög­­reglan og leysti sam­kom­una upp. Og rétt­i­­lega. Þarna hafði of margt fólk safn­­ast sam­­an.

Ég hafði verið í hús­inu í um fimmtán mín­útur og á þeim tíma fjölg­aði gest­un­­um. Rétt við­brögð hefðu verið að yfir­­­gefa lista­safnið strax þegar ég átt­aði mig á að fjöld­inn rúm­að­ist ekki innan tak­­mark­ana. Það gerði ég ekki og ég biðst inn­i­­lega afsök­unar á þeim mis­­tök­­um.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir
Segir að endurskoða þurfi afléttingar ef mörg fleiri smit greinast
Sóttvarnarlæknir segir næstu tvo daga munu gefa skýrari mynd af umfangi nýrra COVID-19 smita utan sóttkvíar innanlands. Að hans mati þyrfti að endurskoða fyrirhugaðar afléttingar á sóttvarnaraðgerðum ef það kemur í ljós að mikið fleiri eru smitaðir.
Kjarninn 7. mars 2021
Tvö smit af breska afbrigðinu
Síðustu daga hafa tveir greinst innanlands utan sóttkvíar með breska afbrigðið af COVID-19. Einn hinna smituðu fór á tónleika í Hörpu á föstudagskvöldið.
Kjarninn 7. mars 2021
Starfsmaður Landspítalans með COVID-19
Upp hefur komið COVID-19 smit á Landspítalanum. Starfsmaður greindist með veiruna, en samkvæmt aðstoðarmanni forstjóra Landspítalans hafði hann ekki verið í útlöndum nýlega.
Kjarninn 7. mars 2021
Ókláruðum íbúðum fækkar ört
Fjöldi ófullbúinna íbúða í síðustu viku var fjórðungi minni en á sama tíma árið á undan. Síðustu mælingar sýna að þeim hefur fækkað enn frekar frá áramótunum, en búist er við frekari samdrætti á næstunni.
Kjarninn 7. mars 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Risastórt rafíþróttamót og Twitter útibú
Kjarninn 7. mars 2021
Aflaverðmæti útgerða jókst milli ára þrátt fyrir heimsfaraldur
Aflaverðmæti þess sjávarfangs sem íslensk fiskiskip veiddu í fyrra er rúmum 20 milljörðum krónum meira en það var árið 2018. Útgerðir landsins hafa því heilt yfir farið vel út úr heimsfaraldri kórónuveiru.
Kjarninn 7. mars 2021
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar
Segir Bjarna hafa viljað ráðið hver væri fulltrúi Viðreisnar í stjórn Íslandspósts
Formaður Viðreisnar segir fjármálaráðherra hafi losað sig við fulltrúa flokksins úr stjórn Íslandspósts, sem hafi veitt fyrirtækinu aðhald, og sett undirmann sinn úr fjármálaráðuneytinu inn í staðinn.
Kjarninn 7. mars 2021
Stríðsleikurinn sem fór úr böndunum
Nýlega voru birt leyniskjöl um atburði sem tengjast heræfingum NATO og Bandaríkjanna árið 1983, þar sem munaði litlu að stigmögnun hefði geta leitt til kjarnorkustríðs.
Kjarninn 7. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent