Lærdómar ársins 2020 og næstu skref

Daði Már Kristófersson varaformaður Viðreisnar gerir upp árið 2020.

Auglýsing

Þetta ár er og verður um aldur og ævi tengt kór­óna­veiru­far­aldr­in­um, þessum skæð­asta far­aldri síð­ustu 100 ára. Lífi flestra jarð­ar­búa hefur verið umbylt. Margir hafa látið líf­ið, enn fleiri veikst og fáir sloppið við áhrif sótt­varna­að­gerða á líf og efna­hag. Íslend­ingar eru þar engin und­an­tekn­ing. Alls hafa 28 Íslend­ingar lát­ist úr far­aldr­inum þegar þetta er skrif­að, þús­undir veikst, margir alvar­lega. Enn fleiri hafa misst vinn­una. Áhrif far­ald­urs­ins gegn­sýra sam­fé­lag­ið. Um fátt annað er fjallað og rætt.

Við­brögð ólíkra þjóða við far­aldr­inum hafa varpað ljósi á styrk­leika sam­fé­lag­anna en einnig vanda­mál og bresti. Patent­lausnir popúlista hafa reynst gagn­laus­ar. Veiran hefur flett ofan af gagns­leysi slíkra lausna. Nær­tæk­ast er ástandið í Banda­ríkj­un­um, þar sem úrræða­leysi stjórn­valda kippti fót­unum undan áfram­hald­andi valda­tíð núver­andi for­seta. Þeim löndum þar sem fag­mennska ræður ríkjum hefur vegnað mun bet­ur.

Sam­staða innan sam­fé­laga hefur einnig reynst mik­il­væg í að takast á við þetta sam­eig­in­lega vanda­mál. Því meiri sam­staða, því betri nið­ur­stöð­ur. Stjórn­mál sem ein­kenn­ast af átök­um, flokka­dráttum og skot­grafa­hern­aði hafa reynst ríkjum illa.

Auglýsing

Íslandi hefur vegnað nokkuð vel í bar­átt­unni við far­ald­ur­inn, sam­an­borið við aðrar þjóð­ir. Fer þar saman fag­leg stýr­ing aðgerða, með sér­fræð­inga á sviði far­alds­fræði í far­ar­broddi - okkar frá­bæra þrí­eyki, stjórn­mál þar sem, þrátt fyrir allt, er sam­staða um grund­vall­ar­at­riði og sam­heldin þjóð. Íslend­ingar hafa sýnt sam­stöðu í að styðja aðgerðir stjórn­valda í að takast á við far­ald­ur­inn þó svo skiptar skoð­anir geti verið um ein­staka útfærslu­at­riði. Sam­staða hefur verið meðal stjórn­mála­flokka um að nýta svig­rúm rík­is­sjóðs til að draga úr nei­kvæðum afleið­ingum far­ald­urs­ins þó svo áherslu­munur sé milli flokka um umfang og útfærsl­ur. Þetta hefur reynst gott vega­nesti.

Ein­hverjum kann að þykja að ég dragi upp rós­rauða mynd af íslensku sam­fé­lagi og stjórn­mál­um. Ein ágæt kunn­ingja­kona mín sem er alin upp í Banda­ríkj­unum en hefur búið á Íslandi sagði mér að hún nennti ekki að fylgj­ast með íslenskum stjórn­mál­um. Þau væru svo leið­in­leg því allir væru sam­mála. Hennar við­mið voru banda­rísk stjórn­mál. Ekki er annað hægt en að vera sam­mála henni um að íslenskir stjórn­mála­menn eru mun meira sam­stíga en banda­rískir kollegar þeirra. Umfang átaka er afstætt. Og leið­in­legt er gott. Aldrei verð ég þakk­lát­ari fyrir þá heppni að fæð­ast á Íslandi en þegar fyrsta fréttin í frétta­tíma er af týndum hundi. Ég fæ nán­ast tár í augun (von­andi finnst samt hund­ur­inn heill á húfi).

En verk­efn­inu er ekki lok­ið.Enn á eftir að ljúka bólu­setn­ingu þjóð­ar­innar á sama tíma og veiran herj­ar. Byggja þarf stoðir undir upp­gang í efna­hags­líf­inu svo þær þús­undir sem misst hafa vinn­una fái ný tæki­færi. Svig­rúm rík­is­sjóðs til að fjár­magna aðgerðir er tak­mark­að. Því lengur sem efna­hagslægðin stendur því þrengra verður það svig­rúm. Á end­anum klár­ast það. Á end­anum kemur að skulda­dög­um. Stærsta verk­efni næstu ára er að stuðla að upp­gangi sem skapar störf og nægi­leg verð­mæti til þess að ekki þurfi að skera niður í vel­ferð­ar­kerf­inu, þegar svig­rúm til auk­innar lán­töku klár­ast.

Stefna Við­reisnar er að grípa til aðgerða sem styðja verð­mæta­sköpun svo ekki þurfi að grípa til nið­ur­skurð­ar. Halli á rekstri rík­is­sjóðs á þessu ári og því næsta bendir til þess að veru­legt stökk þurfi að verða í verð­mæta­sköpun ef forð­ast á nið­ur­skurð. Slík stökk koma að jafn­aði ekki nema í kjöl­far meiri­háttar breyt­inga á kerfum sem hamla vexti. Því er það stefna Við­reisnar að afnema slík kerfi.

Nær­tæk­asta dæmið er krón­an. Sá óstöð­ug­leiki sem krónan skapar hefur reynst Íslandi mjög dýr. Íslensk útflutn­ings­fyr­ir­tæki þurfa að geta staðið af sér löng tíma­bil hás raun­gengis með háum raun­launum og erf­iðri sam­keppn­is­stöðu. Þetta hefur stuðlað að ein­hæfni útflutn­ings­at­vinnu­veg­anna hér á landi. Fyr­ir­tæki og heim­ili greiða marg­falda vexti sam­an­borið við nágranna­lönd­in. Fyrir hvern er þessi króna? Hver græðir á henni? Ekki ég!

Annað stór­mál er aðgengi að auð­lindum í eigu þjóð­ar­innar og eðli­legt end­ur­gjald fyrir það. Breið sátt er í sam­fé­lag­inu um að fara slíka leið – en ekk­ert er gert vegna óeðli­legra ítaka sér­hags­muna.

Þessar ákvarð­anir ættum við sem sam­fé­lag að taka á sama hátt og við tök­umst á við veiruna. Vega og meta kostnað og ábata, hags­muni sam­fé­lags­ins alls og kom­ast að nið­ur­stöðu þar sem almanna­hags­munir ganga framar sér­hags­mun­um.

Höf­undur er vara­for­maður Við­reisnar

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Að sjá hið ósýnilega og þekkja hið hversdagslega
Kjarninn 30. nóvember 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnir nýtt fjárlagafrumvarp í morgun.
Stóru breytingarnar snúast um gjöldin af bílunum og akstrinum
Fjármálaráðherra segir að það stefni að óbreyttu í óefni hvað varðar tekjuöflun hins opinbera af ökutækjum og akstri. Jafna þurfi byrðar og láta rafbílaeigendur greiða meira. Hækkun kolefnisgjalds kemur til greina, en gæta þarf að jafnræði.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, við kynningu á fjárlagafrumvarpi ársins 2022 í morgun
Afkoma ríkissjóðs batnar um 120 milljarða króna milli ára
Bjartari sviðsmyndir um afkomu ríkissjóðs eru að raungerast. Peningar verða settir í viðbótarhækkun á bótum örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega og framlög til heilbrigðismála aukast mest. Ef markaðsástæður eru góðar verður ráðist í frekari sölu á banka.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Frá gjörgæsludeildinni á Landspítalanum.
Gjörgæsluálagið vegna COVID-19 með því mesta á Norðurlöndunum
Ísland hefur færri gjörgæslurými á höfðatölu en öll hin Norðurlöndin. Vegna þess var mun hærra hlutfall þeirra undirlagt af COVID-19 sjúklingum hérlendis þegar faraldurinn var í hæstu hæðum heldur en í Noregi, Danmörku og Finnlandi.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Ísland raðgreinir mest í heimi
Í Suður-Afríku, þar sem hið nýja afbrigði kórónuveirunnar Ómíkron greindist fyrst í síðustu viku, eru innan við 1 prósent jákvæðra sýna raðgreind. Hlutfallið er langhæst á Íslandi.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra.
Jóhanna gagnrýnir ríkisstjórn undir forystu Vinstri grænna fyrir að fjölga ráðuneytum
Fyrrverandi forsætisráðherra segir það vekja furðu að Vinstri græn ætli að „afhenda íhaldinu“ umhverfis-og loftslagsmálin. Það hafi barist kröftulega gegn rammaáætlun í áratug.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Orri Páll Jóhannesson er nýr þingflokksformaður Vinstri grænna.
Orri Páll þingflokksformaður Vinstri grænna
Orri Páll Jóhannsson var í dag valinn þingflokksformaður Vinstri grænna. Bjarni Jónsson verður ritari þingflokksins.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
„Umhverfismálin eiga að vera alls staðar“
Katrín Jakobsdóttir segist horfa á boðaða stækkun Vatnajökulsþjóðgarðar sem áfanga í átt að þjóðgarði á borð við hálendisþjóðgarðinn, sem bakkað er með í nýja stjórnarsáttmálanum. Kjarninn ræddi umhverfismál við Katrínu í gær.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiÁlit