Lærdómar ársins 2020 og næstu skref

Daði Már Kristófersson varaformaður Viðreisnar gerir upp árið 2020.

Auglýsing

Þetta ár er og verður um aldur og ævi tengt kór­óna­veiru­far­aldr­in­um, þessum skæð­asta far­aldri síð­ustu 100 ára. Lífi flestra jarð­ar­búa hefur verið umbylt. Margir hafa látið líf­ið, enn fleiri veikst og fáir sloppið við áhrif sótt­varna­að­gerða á líf og efna­hag. Íslend­ingar eru þar engin und­an­tekn­ing. Alls hafa 28 Íslend­ingar lát­ist úr far­aldr­inum þegar þetta er skrif­að, þús­undir veikst, margir alvar­lega. Enn fleiri hafa misst vinn­una. Áhrif far­ald­urs­ins gegn­sýra sam­fé­lag­ið. Um fátt annað er fjallað og rætt.

Við­brögð ólíkra þjóða við far­aldr­inum hafa varpað ljósi á styrk­leika sam­fé­lag­anna en einnig vanda­mál og bresti. Patent­lausnir popúlista hafa reynst gagn­laus­ar. Veiran hefur flett ofan af gagns­leysi slíkra lausna. Nær­tæk­ast er ástandið í Banda­ríkj­un­um, þar sem úrræða­leysi stjórn­valda kippti fót­unum undan áfram­hald­andi valda­tíð núver­andi for­seta. Þeim löndum þar sem fag­mennska ræður ríkjum hefur vegnað mun bet­ur.

Sam­staða innan sam­fé­laga hefur einnig reynst mik­il­væg í að takast á við þetta sam­eig­in­lega vanda­mál. Því meiri sam­staða, því betri nið­ur­stöð­ur. Stjórn­mál sem ein­kenn­ast af átök­um, flokka­dráttum og skot­grafa­hern­aði hafa reynst ríkjum illa.

Auglýsing

Íslandi hefur vegnað nokkuð vel í bar­átt­unni við far­ald­ur­inn, sam­an­borið við aðrar þjóð­ir. Fer þar saman fag­leg stýr­ing aðgerða, með sér­fræð­inga á sviði far­alds­fræði í far­ar­broddi - okkar frá­bæra þrí­eyki, stjórn­mál þar sem, þrátt fyrir allt, er sam­staða um grund­vall­ar­at­riði og sam­heldin þjóð. Íslend­ingar hafa sýnt sam­stöðu í að styðja aðgerðir stjórn­valda í að takast á við far­ald­ur­inn þó svo skiptar skoð­anir geti verið um ein­staka útfærslu­at­riði. Sam­staða hefur verið meðal stjórn­mála­flokka um að nýta svig­rúm rík­is­sjóðs til að draga úr nei­kvæðum afleið­ingum far­ald­urs­ins þó svo áherslu­munur sé milli flokka um umfang og útfærsl­ur. Þetta hefur reynst gott vega­nesti.

Ein­hverjum kann að þykja að ég dragi upp rós­rauða mynd af íslensku sam­fé­lagi og stjórn­mál­um. Ein ágæt kunn­ingja­kona mín sem er alin upp í Banda­ríkj­unum en hefur búið á Íslandi sagði mér að hún nennti ekki að fylgj­ast með íslenskum stjórn­mál­um. Þau væru svo leið­in­leg því allir væru sam­mála. Hennar við­mið voru banda­rísk stjórn­mál. Ekki er annað hægt en að vera sam­mála henni um að íslenskir stjórn­mála­menn eru mun meira sam­stíga en banda­rískir kollegar þeirra. Umfang átaka er afstætt. Og leið­in­legt er gott. Aldrei verð ég þakk­lát­ari fyrir þá heppni að fæð­ast á Íslandi en þegar fyrsta fréttin í frétta­tíma er af týndum hundi. Ég fæ nán­ast tár í augun (von­andi finnst samt hund­ur­inn heill á húfi).

En verk­efn­inu er ekki lok­ið.Enn á eftir að ljúka bólu­setn­ingu þjóð­ar­innar á sama tíma og veiran herj­ar. Byggja þarf stoðir undir upp­gang í efna­hags­líf­inu svo þær þús­undir sem misst hafa vinn­una fái ný tæki­færi. Svig­rúm rík­is­sjóðs til að fjár­magna aðgerðir er tak­mark­að. Því lengur sem efna­hagslægðin stendur því þrengra verður það svig­rúm. Á end­anum klár­ast það. Á end­anum kemur að skulda­dög­um. Stærsta verk­efni næstu ára er að stuðla að upp­gangi sem skapar störf og nægi­leg verð­mæti til þess að ekki þurfi að skera niður í vel­ferð­ar­kerf­inu, þegar svig­rúm til auk­innar lán­töku klár­ast.

Stefna Við­reisnar er að grípa til aðgerða sem styðja verð­mæta­sköpun svo ekki þurfi að grípa til nið­ur­skurð­ar. Halli á rekstri rík­is­sjóðs á þessu ári og því næsta bendir til þess að veru­legt stökk þurfi að verða í verð­mæta­sköpun ef forð­ast á nið­ur­skurð. Slík stökk koma að jafn­aði ekki nema í kjöl­far meiri­háttar breyt­inga á kerfum sem hamla vexti. Því er það stefna Við­reisnar að afnema slík kerfi.

Nær­tæk­asta dæmið er krón­an. Sá óstöð­ug­leiki sem krónan skapar hefur reynst Íslandi mjög dýr. Íslensk útflutn­ings­fyr­ir­tæki þurfa að geta staðið af sér löng tíma­bil hás raun­gengis með háum raun­launum og erf­iðri sam­keppn­is­stöðu. Þetta hefur stuðlað að ein­hæfni útflutn­ings­at­vinnu­veg­anna hér á landi. Fyr­ir­tæki og heim­ili greiða marg­falda vexti sam­an­borið við nágranna­lönd­in. Fyrir hvern er þessi króna? Hver græðir á henni? Ekki ég!

Annað stór­mál er aðgengi að auð­lindum í eigu þjóð­ar­innar og eðli­legt end­ur­gjald fyrir það. Breið sátt er í sam­fé­lag­inu um að fara slíka leið – en ekk­ert er gert vegna óeðli­legra ítaka sér­hags­muna.

Þessar ákvarð­anir ættum við sem sam­fé­lag að taka á sama hátt og við tök­umst á við veiruna. Vega og meta kostnað og ábata, hags­muni sam­fé­lags­ins alls og kom­ast að nið­ur­stöðu þar sem almanna­hags­munir ganga framar sér­hags­mun­um.

Höf­undur er vara­for­maður Við­reisnar

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit