Fjórða stoðin

Daði Már Kristófersson varaformaður Viðreisnar var beðinn um að gera upp árið 2021 og gerir það með því að skrifa um fjórðu stoðina undir íslenskt atvinnulíf, sem getur verið erfitt að sjá út úr opinberum hagtölum.

Auglýsing

Árið 2013 tók ég þátt í bráð­skemmti­legu verk­efni um mögu­legar úrbætur á íslensku sam­fé­lagi. Verk­efnið var unnið fyrir sam­ráðs­vet­vang um aukna hag­sæld. Afurð­ina má sjá hér. Til­lög­urnar snéru að öllum geirum sam­fé­lags­ins. Að öðrum ólöst­uðum fund­ust mér til­lögur hóps­ins hvað varðar nýsköpun áhuga­verðast­ar. Þar var fjallað um hvernig íslenskt sam­fé­lag gæti stutt við nýsköpun og skapað nýja stoð fyrir efna­hags­líf­ið. Stoð sem skap­aði vel launuð störf fyrir Íslend­inga fram­tíð­ar­innar og sem byggði á útflutn­ingi á inn­lendu hug­viti. Sumar af til­lög­unum komst til fram­kvæmda, aðrar ekki eins og geng­ur.

Nú nýverið var ég að und­ir­búa mig fyrir við­tal við erlendan blaða­mann. Ég leit því á tölur um þróun útflutn­ings. Þarna trón­uðu turn­arnir þrír, sjáv­ar­út­veg­ur, áliðn­aður og ferða­þjón­usta, eins og búast mátti við. Yfir­lit um þróun útflutn­ings má sjá á mynd 1.

Mynd 1. Valdir liðir útflutnings vöru og þjónustu 2013-2021 (Heimild: Hagstofa Íslands).

Athygl­is­vert er að skoða lið­inn „ann­að“, lið sem ekki ratar í frétt­ir. Þessi sak­lausi liður „ann­að“ er nefni­lega, í fyrsta skipti, stærsta útflutn­ings­at­vinnu­grein Íslands á und­an­gengnum árs­fjórð­ung­um. Hvað er þetta ann­að?

Fram­setn­ing hagtalna byggir á sögu­legum ákvörð­un­um. Þannig heldur Hag­stofa Íslands afar nákvæmar skýrslur um útflutn­ing á sjáv­ar­fangi, frá blaut­verk­uðum salt­fiski til salt­aðra hrogna (alls rúm­lega 300 lið­ir). Sund­ur­liðun ann­arra nýlegri atvinnu­greina er ekki eins ýtar­leg, en þó til stað­ar. Svo ég sett­ist niður og fór að rýna.

Íslend­ingar hafa flutt út alls­konar aðra hluti en fisk, ál og upp­lif­anir fyrir ferða­menn. Til er annar iðn­aður en áliðn­að­ur. Fluttar eru út land­bún­að­ar­af­urðir og möl, sæl­gæti og brota­járn. Þessir liðir eru þó aðeins brot af liðnum ann­að, og ekki það sem hefur verið að lyfta honum upp í efsta sæti. Fisk­eldi hefur lagt til aukn­ing­ar­innar en hluti þess í heild­ar­vext­inum er þó ekki nema um 25% frá árinu 2013 til 2020.

Stærslu vaxt­ar­lið­irnir eru nefni­lega á sviði útflutn­ings á sér­fræði­þjón­ustu, tækni, hug­viti og hug­verk­um. Sam­an­lagt hafa þessir liðir vaxið um 78% frá 2013 til 2020 meðan t.d. sjáv­ar­út­veg­ur, áliðn­aður og ferða­þjón­usta (sem þó er ekki alveg að marka vegna COVID) hafa allir dreg­ist sam­an. Fjórða stoðin er mætt á svæð­ið. Hún hefur vaxið á und­an­förnum árum um að með­al­tali 9% á ári. Mestur hefur vöxt­ur­inn verið und­an­farin þrjú ár.

Fjórða stoðin er afar eft­ir­sókn­ar­verð fyrir sam­fé­lag­ið. Hún eykur við stöð­ug­leika fábreyttra útflutn­ings­at­vinnu­vega. Í henni eru alls­konar fyr­ir­tæki í alls­konar starf­semi sem selja alls­konar vöru og þjón­ustu. Fjórða stoðin er því lík­legri til að leiða til stöð­ug­leika en t.d. ferða­þjón­usta. Hún skapar fjöl­breytt vel launuð störf fyrir alls­konar sér­fræð­inga og hæfi­leika­fólk. Hún hvetur til enn frek­ari nýsköp­unar og vaxtar með því að dýpka vinnu­markað og skapa hvata sem draga hingað hæfi­leika. Að þessum vexti þarf að hlúa.

Þessi geiri á þó við ákveð­inn vanda að etja. Hann er minna sýni­legur en eins­leitar atvinnu­grein­ar. Hags­munir og þarfir þeirra sem innan hans vinna eru mis­jafn­ir. Þess vegna er enn mik­il­væg­ara að stjórn­mála­menn taki frum­kvæði í að styðja þessa þró­un. Ýmis­legt hefur verið gert. Aukið hefur verið við fram­lög í sjóði sem styrkja nýsköp­un. Íslenskir háskólar standa sterkt. Og ekki skortir heldur á hugmyda­auðgina.

Auglýsing

Vanda­málið er að kom­ast frá hug­mynd að þátt­töku á alþjóða­mark­aði. Það skref er gríð­ar­stórt og kostn­að­ar­samt og því fylgir að jafn­aði mikil áhætta. Áhætt­una má minnka með því að stjórn­völd leggi áherslu á stöðug rekstr­ar­skil­yrði. Svo þarf fjár­magn. Opin­berir sjóðir eru ágætir í að styðja við þróun hug­myndar að vöru. Allt ann­ars konar og meira fjár­magn þarf til að kom­ast frá vöru að veltu, skala upp umfang þannig að það eigi mögu­leika á alþjóða­mark­aði. Þar þarf áhættu­fjár­magn. Það hefur hingað til verið tak­markað á Íslandi.

Nú er ekki eins og það skorti fjár­magn hér á landi. Íslenskir líf­eyr­is­sjóðir eru orðnir mjög stórir og öfl­ug­ir. Þeir eru hins vegar illa í stakk búnir til að taka þátt í áhættu­fjár­fest­ing­un­um. Til þess þarf sér­hæfða aðila. Leita þarf leiða til þess að gera líf­eyr­is­sjóð­unum kleift að taka þátt í fjár­mögnun nýsköp­un­ar­fyr­ir­tækja. Reynsla af slíkum fjár­fest­ing­um, bæði hér á landi og erlend­is, er að þær skili mik­illi ávöxt­un, sé áhætt­unni vel stýrt og henni dreift nægi­lega, þ.e. fjár­fest í nægi­lega mörgum verk­efnum og með nægi­legu aðhaldi. Hér er því til mik­ils að vinna fyrir sjóð­ina, bæði hvað varðar ávöxtun eigna en einnig stuðn­ing við hag­sæld og stöð­ug­leika. Lausn á þessu er því verð­ugt verk­efni.

„Þetta reddast“ mætti kalla þjóð­ar­mottó Íslend­inga. Það lýsir æðru­leysi sem kemur af búsetu í harð­býlu landi. Bank­arnir hrynja og ferða­þjón­ustan redd­ar. Í núver­andi kreppu hefur „ann­að“ komið til bjarg­ar. Styðja þarf þennan geira þannig að hlutur hans geti vaxið enn frek­ar. Mik­il­vægt er að stjórn­völd leggi áherslu á stöðug rekstr­ar­skil­yrði og að leitað verði leiða til að þessi fyr­ir­tæki hafi aðgang að áhættu­fjár­magni. Þannig virkjum við kraft­inn sem býr í þessum geira og auð­veldum honum að vaxa enn frek­ar.

Kannski hag­stofan fari núna að sund­ur­liða „ann­að“.

Höf­undur er vara­for­maður Við­reisnar og pró­fessor í hag­fræði við Háskóla Íslands.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar.
Segir ofsagróða stórútgerða hafa ruðningsáhrif – „Þjóðin fær ekki réttlátan hlut í arðinum“
Þingmaður Samfylkingarinnar spurði matvælaráðherra á þingi i dag hvort hún hygðist leggja fram frumvarp um breytingar á lögum sem vinna gegn samþjöppun í sjávarútveginum. Ráðherrann telur mikilvægt að grafast fyrir um þessi mál.
Kjarninn 16. maí 2022
Anna Sigríður Jóhannsdóttir
„Með hækkandi sól“
Kjarninn 16. maí 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Ítreka stuðning við ákvörðun Finnlands og Svíþjóðar að sækja um aðild að NATO
Forsætisráðherrar Íslands, Danmerkur og Noregs hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir segja að ríkin muni aðstoða Finnland og Svíþjóð með öllum ráðum verði öryggi þeirra ógnað áður en aðild að Atlantshafsbandalaginu gengur í gildi.
Kjarninn 16. maí 2022
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ fékk fjóra bæjarfulltrúa kjörna í svietarstjórnakosningum um helgina og er í lykilstöðu við myndun meirihluta.
Framsóknarflokkur sagður horfa til samstarfs með öðrum en Sjálfstæðisflokki í Mosfellsbæ
Samkvæmt heimildum Kjarnans telur Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ niðurstöður kosninganna ákall frá kjósendum um að binda enda á stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins. Þetta er í fyrsta sinn í rúm 50 ár sem flokkurinn er ekki sá stærsti í bænum.
Kjarninn 16. maí 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er oddviti Viðreisnar.
Þórdís Lóa útilokar ekki meirihlutasamstarf við Sjálfstæðisflokk og Framsókn
Þótt þrír af flokkunum sem standa að fráfarandi meirihluta ætli að fylgjast að í komandi viðræðum útilokar oddviti Viðreisnar og eini borgarfulltrúi þess flokks ekki að mynda annars konar meirihluta. Það opnar glufu fyrir Sjálfstæðisflokkinn að völdum.
Kjarninn 16. maí 2022
BJörgunarmenn að störfum í Durban eftir gríðarleg flóð.
Hamfarir í Suður-Afríku tvöfalt líklegri vegna loftslagsbreytinga
Ef veðurfar væri svipað nú og það var fyrir iðnbyltingu myndu hamfarir á borð við þær sem kostuðu 435 manneskjur lífið í Suður-Afríku í apríl eiga sér stað á 40 ára fresti en ekki einu sinni á hverjum tuttugu árum.
Kjarninn 16. maí 2022
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, skrifar undir umsögnina ásamt aðalhagfræðingi samtakanna.
Samtök iðnaðarins vilja framlengja milljarða króna endurgreiðslur vegna byggingavinnu
Þegar kórónuveirufaraldurinn skall á voru endurgreiðslur vegna „Allir vinna“ átaksins hækkaðar upp í 100 prósent. Á tæpum tveimur árum kostaði það ríkissjóð 16,5 milljarða króna í tekjum sem voru ekki innheimtar.
Kjarninn 16. maí 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – iPod lagður til grafar
Kjarninn 16. maí 2022
Meira úr sama flokkiÁlit