Sterkari sveitarfélög, ný hugsun í úrgangsmálum og fleiri frístundir

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir oddviti Viðreisnar í borgarstjórn og formaður borgarráðs gerir upp árið 2021.

Auglýsing

Við hófum þetta ár á bjart­sýni. Bólu­setn­ingaröf­und kom sem nýtt orð í tungu­málið okk­ar, á meðan við biðum eftir fyrstu bólu­setn­ing­unni, sann­færð um að bólu­setn­ingin myndi bjarga okkur út úr Kóvi­dinu, fjölda­tak­mörk­unum og minn­is­blöðum frá Þórólfi. Með bólu­setn­ingum yrði skóla- og frí­stunda­starfið aftur með eðli­legum hætti, svo ekki sé talað um alla félags­þjón­ust­una. 

En það hefur reynst flókn­ara að ná í skottið á þessum far­aldri en við von­uðum í fyrstu. Nú, þremur bólu­setn­ingum síðar erum við mun betur í stakk búin lík­am­lega að takast á við Covid. Hlut­falls­lega smit­ast færri og ein­kennin eru væg­ari, sem gerir heil­brigð­is­kerf­inu öllu auð­veld­ara að takast á við vand­ann.

Sam­fé­lagið hefur líka lært hvernig bregð­ast skuli við. Við höfum grímur á tak­tein­um, þvoum okkur vel um hendur og sprittum þess á milli. Skellum okkur í hrað­próf áður en við förum á tón­leika eða á mann­fögn­uði. Allt til að verja aðra frá því smit­ast hugs­an­lega af okk­ur. 

Auglýsing

Sveit­ar­fé­lögin mjög þjálfuð í sótt­vörn­um 

Annað árið er Covid partur af okkar lífi, og ólíkt bjart­sýn­inni í lok 2020, þegar við sáum að bólu­efni voru bara hinum megin við horn­ið, gerum við nú ráð fyrir því að smit, smit­gát og sótt­kví verði áfram partur af okkar lífi á kom­andi ári og und­ir­búum okkur fyrir það. Sveit­ar­fé­lögin eru því að minnsta kosti und­ir­bú­in. 

Sveit­ar­fé­lögin eru orðin þjálfuð í að vera á tánum varð­andi smit og sótt­varn­ir. Vissu­lega reyna aðgerð­irnar á, hvað varðar alla þjón­ustu, sér­stak­lega vel­ferð­ar­þjón­ustu og skóla. Það hefur verið aukið álag á skól­ana að til­kynna um smit og smit­gát og flestir for­eldrar hafa nú reynt það að eiga barn í sótt­kví.

En sveit­ar­fé­lög­in, sér­stak­lega hér á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, hafa náð að vinna afbragðs vel saman til að sam­ræma við­brögð og aðlaga starf og þjón­ustu þeirri kröfu sem uppi er um sótt­varn­ir. Það hefur skipt miklu máli að hér á höf­uð­borg­ar­svæð­inu séu alls staðar sömu regl­ur, t.d. um rekstur sund­lauga og íþrótta­húsa. Þá hefur sam­vinna vegna Covid auð­veldað alla aðra sam­vinnu og sam­tal á milli sveit­ar­fé­lag­anna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, því per­sónu­legu tengslin voru þegar til stað­ar. 

Tæki­færi í auknu sam­starfi

Far­ald­ur­inn hefur sýnt sveit­ar­fé­lög­unum að það eru mikil tæki­færi í auknu sam­starfi og sam­tali. Jafn­vel sam­ein­ing­um. Um sam­ein­ingu sveit­ar­fé­laga var kosið á nokkrum stöðum á land­inu. Sam­ein­ing Þing­eyj­ar­sveitar og Skútu­staða­hrepps var sam­þykkt en sam­ein­ing í sveit­ar­fé­lagið Suð­ur­land var hafn­aði í Ása­hreppi. Þessi umræða mun halda áfram á kom­andi ári. 

Sveit­ar­fé­lög þurfa að vera burðug og sterk til að geta boðið upp á góða og öfl­uga þjón­ustu. Ef við ætlum að tryggja búsetu um allt land, þá þurfum við að efla sveit­ar­stjórn­ar­stig­ið. Og tryggja að búseta um allt land sé tryggð fyrir alla en fólk þurfi ekki að flytja vegna þess að sveit­ar­fé­lagið sem það býr í er of veik­burða til að veita suma þjón­ustu. Öll sveit­ar­fé­lög þurfa líka að verða nógu öflug til að ræða áfram­hald­andi skipt­ingu verk­efna á milli ríkis og sveit­ar­fé­laga og hvernig tekjum hins opin­bera er skipt á milli þess­ara tveggja stjórn­sýslu­stiga og sveit­ar­fé­laga. 

Far­ald­ur­inn hefur sýnt okkur að ungt fólk er til­búið til að búa víðs­vegar um land­ið, sækja í nátt­úru og fámenn­ari sveit­ar­fé­lög ef þau hafa aðgang að háhraða­neti, staf­rænni þjón­ustu og góðum sam­göng­um. Hér eru sveit­ar­fé­lög í dauða­færi til að skapa nýja tíma í sveitum lands­ins og snúa við þeirri byggða­þróun sem hefur verið ríkj­andi und­an­farna ára­tugi. Sveit­ar­fé­lög hafa alla burði til að verða mjög kröftug ef rétta leiðin verður far­in. 

Sam­ræmd flokkun úrgangs og brennsla

Und­an­farið ár hefur líka haldið áfram að minna okkur á mik­il­vægi umhverf­is- og lofts­lags­mála. Hér þurfum við að taka stór skref, fyrir börnin okkar og fram­tíð­ina áður en lofts­lags­breyt­ingar verða orðnar of miklar og óaft­ur­kræf­an­leg­ar. Sveit­ar­fé­lög um allt land þurfa að setja sér lofts­lags­stefnu með mæl­an­legum og áþreif­an­legum mark­mið­um. Stóru málin eru þar sam­göngu­mál, úrgangs­mál og end­ur­heimt vot­lend­is. 

Í úrgangs­málum þurfum við að huga betur að því hvernig við komum í veg fyrir að úrgangur mynd­ist, fyrir það fyrsta. Þurfum við að kaupa vör­ur, umbúðir eða mat sem enda bara í rusl­inu? Getum við keypt not­aðar vörur eða leigt? Það sem við höfum eign­ast þurfum við svo að flokka mun betur til að koma í veg fyrir urðun eða brennslu. 

Í Reykja­vík hefur lang­þráð skref verið tekið í nokkrum hverf­um, með brún­tunnu sem safnar líf­rænum úrgangi og á kom­andi ári verður hún komin í öll hverfi borg­ar­inn­ar. Sam­ræmd flokkun sveit­ar­fé­lag­ana er loks­ins að verða að veru­leika, svo að við verðum ekki með mis­mun­andi flokk­un­ar­reglur milli sveit­ar­fé­laga­marka. Þá hefur sam­starfs­hópur sveit­ar­fé­lag­anna um brennslu­stöð, til að taka við úrgangi sem ann­ars yrði urð­að­ur, unnið gott starf á þessu ári. Brennslu­stöð er mikil fjár­fest­ing en við þurfum að bera ábyrgð á sorp­inu okk­ar, allt til enda. 

Sam­fé­lagið mun breyt­ast með breyttum vinnu­tíma

Stytt­ing vinnu­vik­unnar hófst á árinu 2021 og á eftir að hafa mikil áhrif til fram­tíð­ar. Við þekktum kosti stytt­ingar vinnu­vik­unnar hjá Reykja­vík­ur­borg, enda hafði borgin tekið þátt í til­rauna­verk­efni áður en þessu tíma­móta­sam­komu­lagi var náð. Mark­miðið með stytt­ingu vinnu­vik­unar eru aukin lífs­gæði okkar allra. Að við höfum meiri tíma með fjöl­skyldu, vinum og í frí­stund­um. 

Við erum enn á fyrstu skref­unum og ræðum stytt­ing­una út frá skipu­lagi og flækju­stigi hvers­dags­ins inn á ein­stökum vinnu­stöð­um. Því er heldur ekki að neita að stytt­ing vinnu­vik­unnar er sveit­ar­fé­lög­unum dýr, sér­stak­lega vegna fleiri starfs­manna sem þarf til að sinna vökt­um. En kost­ur­inn er bylt­ing, sam­fé­lag­inu til mik­illa bóta. Þar sem starfs­fólk og vinnu­veit­endur geta haft gagn­kvæman ávinn­ing af stytt­ingu vinnu­vik­unnar þurfum við líka að kom­ast í dýpri umræðu um það hvernig við viljum nýta breyt­ing­una. Með sam­tali og skipu­lagn­ingu getum við nýtt þetta tæki­færi til að draga úr hraða og streitu í sam­fé­lag­inu. Við getum horft til hinna Norð­ur­land­anna sem hafa tekið fleiri skref en við í því að tak­marka vinnu­tíma og kjósa frekar hinn nor­ræna afslapp­aða lífs­stíl, þar sem fleiri stundir fara í að lifa og njóta og sinna okkar nán­ust­u. 

Næsta ár mun færa okkur tæki­færi til að halda áfram að þróa sam­fé­lagið okk­ar, til að allir fái notið sín. Ef við kjósum að taka skref áfram í þess að standa bara í stað munum við sjá enn frek­ari vel­sæld í sveit­ar­fé­lögum lands­ins. 

Gleði­leg jól og far­sælt kom­andi ár, kæru lands­menn. 

Höf­undur er odd­viti Við­reisnar og for­maður borg­ar­ráðs.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Myndin er fengin úr kerfisáætlun Landsnets 2016-2025. „DC-strengur á Sprengisandsleið hefur jákvæð áhrif á mögulega lengd jarðstrengja á Norðurlandi,“ segir í myndatexta.
Sprengisandskapall „umfangsmikil og dýr“ framkvæmd fyrir „fáa kílómetra“ af jarðstreng í Blöndulínu
Landsnet tekur ekki undir þau sjónarmið Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi að skynsamlegt sé að leggja jarðstreng yfir Sprengisand til að auka möguleika á því að leggja hluta Blöndulínu 3 í jörð.
Kjarninn 20. maí 2022
Hersir Sigurgeirsson
Segir sig frá úttektinni á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Bankasýsla ríkisins sendi bréf til ríkisendurskoðanda með ábendingu um að Hersir Sigurgeirsson hefði sett „like“ á tiltekna færslu á Facebook sem varðaði útboðið. „Ég kann ekki við slíkt eftirlit,“ segir Hersir.
Kjarninn 20. maí 2022
Hvernig gengur að koma úkraínskum flóttabörnum inn í skólakerfið?
Langfæst börn sem flúið hafa stríðið í Úkraínu með foreldrum sínum á síðustu vikum og mánuðum eru komin inn í skólakerfið hér á landi og spila þar inn margir þættir. Samstarf á milli stærstu sveitarfélaganna hefur þó gengið vel.
Kjarninn 20. maí 2022
Jarðskjálftahrinur ollu mikilli hræðslu meðal barna og engar upplýsingar voru veittar til fólksins, sem margt glímir við áfallastreituröskun. Ásbrú er því ekki ákjósanlegasti dvalarstaðurinn fyrir fólk sem flúið hefur stríðsátök, að mati UN Women.
Konur upplifi sig ekki öruggar á Ásbrú – og erfitt að koma óskum á framfæri
UN Women á Íslandi gera alvarlegar athugasemdir við svör Útlendingastofnunar varðandi útbúnað og aðstæður fyrir flóttafólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd á Ásbrú.
Kjarninn 20. maí 2022
Myndir af börnum í Austur-Kongó með alvarleg einkenni apabólu.
Fimm staðreyndir um apabólu
Apabóla er orð sem Íslendingar höfðu fæstir heyrt þar til nýverið er tilfelli af þessum sjúkdómi hófu að greinast í Evrópu og Norður-Ameríku. Sjúkdómurinn er hins vegar vel þekktur í fátækustu ríkjum heims þar sem þúsundir sýkjast árlega.
Kjarninn 19. maí 2022
Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB
„Hlutverk hins opinbera er að tryggja öllum húsnæðisöryggi“
Formaður BSRB segir að margt sé til bóta í tillögunum starfshóps um aðgerðir og umbætur á húsnæðismarkaði – og gefi ástæðu til hóflegrar bjartsýni um betri tíma.
Kjarninn 19. maí 2022
Árni Guðmundsson
Af þreyttasta frumvarpi Íslandssögunnar
Kjarninn 19. maí 2022
Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Vilja margföldun á framlagi ríkisins til rannsókna í ferðaþjónustu
Samtök ferðaþjónustunnar gagnrýna framsetningu á framlögum til ferðamála í umsögn sinni við fjármálaáætlun. Samtökin óska eftir 250 milljón króna árlegri hækkun framlaga til rannsókna í greininni á gildistíma áætlunarinnar.
Kjarninn 19. maí 2022
Meira úr sama flokkiÁlit