Brýn úrlausnarefni hjá borginni á nýju ári

Kolbrún Baldursdóttir oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur gerir upp árið 2021.

Auglýsing

Um ára­mót er vert að líta um öxl en ekki síður að horfa fram á við til brýnna verk­efna. Flokkur fólks­ins berst fyrir bætum lífs­skil­yrðum hinna verst settu og þeirra sem standa höllum fæti. Mörgum börn­um, eldri borg­urum og öryrkjum líður alls ekki nógu vel. Eng­inn ætti að þurfa að hafa áhyggjur af grunn­þörfum í okkar gjöf­ula landi og góðu borg en sú er því miður raun­in.

Fátækt er stað­reynd

Ógn fátækt­ar­innar leggst mis­mun­andi á fjöl­skyldur en verst á börn ein­stæðra for­eldra, börn for­eldra sem eru á örorku­bót­um, börn með fötl­un, börn inn­flytj­enda og börn sem til­heyra fjöl­skyldum með erf­iðar félags­legar og efna­hags­legar aðstæð­ur.

Talið er að ein­stæðir for­eldr­ar, öryrkjar, atvinnu­lausir og annað lág­tekju­fólk þar sem fyr­ir­vinnan er ein, búi við fátækt eða hættu á að falla í fátækt­ar­gildr­una. Sam­kvæmt Hag­stofu Íslands eru börn ein­stæðra for­eldra í Reykja­vík 7.251. Þar af er talið að 2.465 börn ein­stæðra for­eldra búi við fátækt eða séu nærri fátækt­ar­mörkum

Í nýlegri skýrslu Barna­heilla um fátækt kemur fram að um 22% for­eldra segj­ast ekki geta greitt skóla­mat fyrir börnin sín og um 19% segj­ast ekki geta greitt fyrir íþróttir eða tóm­stundir barna sinna. Í skýrsl­unni er bent á að auka þurfi jöfnuð innan mennta­kerf­is­ins og tryggja börnum hús­næð­is­ör­yggi, svo að dæmi séu nefnd.

Hús­næð­is­að­stæður margra barna eru ótrygg­ar. Húsa­leiga er oft stærsti útgjalda­liður fjöl­skyld­unnar og nær jafn­vel allt að 70% af ráð­stöf­un­ar­tekj­um. Þetta leiðir til þess að fátækir for­eldrar leita mögu­lega skjóls í hús­næði sem er óvið­un­andi og jafn­vel hættu­legt. Og húsa­leiga fer því miður hækk­andi.

Þótt þessi mynd sé dregin fram hér vitum við að í borg­inni er líka fólk sem líður vel og hefur það gott Á mörgum sviðum sam­fé­lags­ins er verið að gera góða hluti.

Flokkur fólks­ins vill að gripið verði til sér­tækra og mark­vissra aðgerða í þágu barna bág­staddra. Efla þarf félags­legan stuðn­ing við börn og ung­linga sem eru jað­ar­sett og félags­lega útskúf­uð. Til þess þarf skýra stefnu í sam­ræmi við ákvæði Barna­sátt­mála Sam­ein­uðu þjóð­anna. Þar er m.a. kveðið á um hvernig upp­ræta eigi víta­hring fátækt­ar, þannig að öll börn fái notið þjón­ustu til að rækta hæfi­leika sína. Þetta er verk­efni borg­ar­stjórnar og Alþing­is.

Langir biðlistar rót­gróið mein í Reykja­vík

Áhersla þessa borg­ar­stjórn­ar­meiri­hluta og síð­asta hefur snú­ist um annað en grunn­þarfir fólks. Biðlistar eru rót­gróið mein og nú í sögu­legu hámarki. Áhrif og afleið­ingar COVID-19 bæt­ast þar ofan á. Ástandið hefur tekið toll af and­legri heilsu for­eldra og barna. Til­kynn­ingar um van­rækslu, ofbeldi og áhættu­hegðun hafa auk­ist um 20% til 23%. Þetta er hættu­leg þró­un.

Við þessu hefur ekki verið brugð­ist nægi­lega mark­visst. Borg­ar­kerfið hefur þan­ist út og ótrú­legur fjöldi nýráðn­inga er hjá borg­inni en því miður ekki á vel­ferð­ar­sviði eða skóla- og frí­stunda­sviði. Á sviðum sem sinna grunn­þjón­ustu er mann­ekla í mörg störf, t.d. í leik­skóla, frí­stunda­heim­ili og í heima­þjón­ustu. Þetta eru álags­störf og illa laun­uð. Meiri­hlut­anum hefur ekki tek­ist að leysa þetta vanda­mál.

Langir biðlistar eru í alla þjón­ustu á vegum Reykja­vík­ur­borg­ar. Sam­kvæmt töl­fræði­vef borg­ar­innar biðu í des­em­ber 1.680 börn eftir þjón­ustu fag­fólks í Skóla­þjón­ustu Reykja­vík­ur, þar af um helm­ingur eftir fyrsta við­tali.

Vel­ferð­ar­yf­ir­völd segja að málum sé for­gangs­raðað eftir alvar­leika. Það er ekki óeðli­legt en hafa verður í huga að mál getur snar­versnað og orðið að bráða­máli í einni svip­an, sér­stak­lega ef barn hefur beðið lengi eftir aðstoð. Það sár­vantar fleiri fag­að­ila til starfa. Flokkur fólks­ins sættir sig ekki við neitt minna en að útrýma biðlist­um. Bið barna eftir nauð­syn­legri sál­fræði­að­stoð getur kostað líf.

Sam­ráð við borg­ar­ana

Fá hug­tök hafa senni­lega verið orðuð eins oft á þessu kjör­tíma­bili og hug­takið sam­ráð. Það hefur komið upp í málum eins og Lauga­vegslok­un­um, um Skerja­fjörð, skóla­mál í norð­an­verðum Graf­ar­vogi, svo­kall­aðan Sjó­mannareit, aðgengi fatl­aðra og margt fleira. Meiri­hlut­inn segir að mikið sam­ráð sé haft en fólkið segir að ekk­ert sam­ráð sé haft og allt þar á milli. Ljóst er að sami skiln­ingur er ekki lagður í hug­tak­ið.

Nú er fram­tíð Bústaða­vegar í umræð­unni og allt það hverfi er und­ir. Þarna er stór hópur fólks sem kallar eftir sam­ráði þannig að það fái að hafa eitt­hvað um það að segja þegar umbylta á hverf­inu þess.

Auglýsing

Sam­ráð við fatlað fólk hefur auk­ist sem er gott. Þessum hópi er samt gleymt sbr. greiðslu­kerfið Klapp sem er nýtt raf­rænt greiðslu­kerfi hjá Strætó bs. og krefst notk­unar raf­rænna skil­ríkja. Sumir fatl­aðir geta bara alls ekki nýtt kerfið vegna fötl­unar sinn­ar.

Ekk­ert sam­ráð var haft við Vini Vatns­enda­hvarfs vegna 3. áfanga Arn­ar­nes­vegar og ósk um nýtt umhverf­is­mat var hafn­að. Setja á hrað­braut ofan í kom­andi Vetr­ar­garð, leik­svæði barna. Meiri­hlut­anum verður tíð­rætt um „græna plan­ið“. Hvað með lagn­ingu Arn­ar­nes­veg­ar? Hversu græn er sú fram­kvæmd? Hrað­braut sem klýfur Vatns­enda­hvarf að endi­löngu mun draga úr fram­tíð­ar­mögu­leikum Vetr­ar­garðs­ins og raskar nátt­úru og líf­ríki.

Verndum fágætar fjörur Reykja­víkur

Og meira um nátt­úru og líf­ríki. Það hefur verið þyngra en tárum taki að horfa upp á hvernig farið er með nátt­úru­legar fjör­ur. Nátt­úru­legar fjörur eru að verða fágætar í Reykja­vík. Land­fyll­ing í tengslum við upp­bygg­ingu íbúða­hverfis t.d. í Skerja­firði munu skerða nátt­úru­legar fjörur í Reykja­vík með óaft­ur­kræfum hætti. Nátt­úru­fræði­stofnun hefur mælst til að fjöru­lífi verði ekki raskað en það er hunsað

For­sendur fyrir þétt­ingu byggð­ar, og þeirri hag­kvæmni sem henni getur fylgt, eiga ekki að byggj­ast á því að raska líf­rík­ustu svæðum Reykja­vík­ur. Sumar fjörur ein­kenn­ast af leirum, aðrar af þara­gróðri. Þetta eru mik­il­væg svæði fyrir smá­dýr og fugla. Þétt­ing byggðar hefur líka leitt til skerð­ingar á dýr­mætu útsýni, t.d. útsýni til hafn­ar­innar frá mörgum stöðum í mið­bæn­um.

Ósjálf­bær skulda­söfnun

Borgin er skuld­sett sem aldrei fyrr. Það var sér­kenni­legt að heyra haft eftir for­manni borg­ar­ráðs í fréttum á dög­unum að borgin „sé sann­ar­lega skuld­sett­ari en í byrjun árs 2019, en miðað við aðstæður telur meiri­hlut­inn borg­ina vera á nokkuð góðum stað.“ „Við erum með gríð­ar­legar eignir í borg­inni og þær eru nátt­úru­lega alltaf á móti skuld­un­um.“

Vita­skuld standa eignir á móti skuldum í efna­hags­reikn­ingi en í raun­veru­leik­anum er það rekstr­ar­af­koman sem segir til um hvort rekst­ur­inn standi undir afborg­unum af skuld­um. Varla stendur til að gera eignir borg­ar­innar á borð við grunn­skóla, leik­skóla, félags­legt hús­næði, sund­laugar eða þjón­ustu­stofn­anir að sölu­vöru ef það verður ein­hvern tím­ann erf­ið­leikum háð að greiða afborg­anir lána? Það sem skiptir máli er hversu auð­velt rekstr­ar­að­il­inn, borg­ar­sjóð­ur, á með að greiða af skuld­un­um. En svona er reynt að fegra stöð­una. Stað­reyndin er sú að rekstur Reykja­vík­ur­borgar er ósjálf­bær og það þarf að taka lán upp á 1,8 millj­arða kr. til að greiða dag­legan rekst­ur.

Sorp­hirða og sóun verð­mæta

Borgin þarf að end­ur­skoða aðild sína að byggða­sam­lags fyr­ir­tækjum svo sem Sorpu. Að bygg­ingu Gaju var illa stað­ið. Stór­felld vanda­mál hafa komið í ljós. Gaja virkar alls ekki sem skyldi og skilar frá sér úrgangi en ekki moltu. Verð­mætt metan sem fellur til er ekki selt heldur brennt til einskis! Nú síð­ast kom í ljós að húsið sjálft, glæ­nýtt, er myglað. Ekk­ert lausafé er til hjá Sorpu. Gert er ráð fyrir tölu­verðri lán­töku hjá fyr­ir­tæk­inu eða upp á 230 millj­ón­ir. Á sama tíma á að fjár­festa fyrir 559 millj­ón­ir. Áhuga­vert er að sjá að sam­kvæmt áætl­un­inni munu tekjur aukast um ca. 50% milli áranna 2020 og 2022. Senni­lega er hér verið að tala um gjald­hækk­an­ir. Rekstr­ar­kostn­að­ur­inn eykst einnig um nálægt 50% á þessu tíma­bili.

Staða Strætó er líka alvar­leg og fram undan eru lán­tökur upp á 700 millj­ón­ir. Afkoma Strætó er slæm sem er áhyggju­efni. Minna má á að A-hlut­inn er fjár­hags­legur bak­hjarl fyr­ir­tækja borg­ar­innar ef í harð­bakka slær. Ítrekað hefur verið óskað eftir því að borg­ar­ráð sam­þykki veð í útsvars­tekjum Reykja­vík­ur­borgar til trygg­ingar á ábyrgð bs. fyr­ir­tækja

For­gangs­röðun í þágu borg­ar­búa

Flokkur fólks­ins vill að fjár­munum sé for­gangs­raðað í þágu grunn­þjón­ustu við borg­ar­búa. Fjár­magn er til, en því þarf að deila út með öðrum hætti en gert hefur ver­ið. Allt of mikið fjár­magn fer ýmist í óþarfa fram­kvæmdir eða eitt­hvað sem mætti bíða. Skóla- og frí­stunda­svið rær líf­róður og sama gildir um vel­ferð­ar­svið. Bregð­ast þarf við hinni miklu fjölgun á þjón­ustu­beiðn­um. Flokkur fólks­ins hefur lagt fram tugi til­lagna um hvar megi finna fjár­magn og færa til fjár­magn til þess að auka, efla og laga van­kanta í þjón­ustu þess­ara tveggja sviða. Alltaf má hag­ræða, velta við hverjum steini, end­ur­skipu­leggja og stokka upp á nýtt með betri nýt­ingu í huga.

Reykja­vík­ur­borg á hvorki að vera í sam­keppn­is­rekstri né koma að stofnun hug­bún­að­ar­fyr­ir­tækis svo að fátt sé nefnt. Skoða má að selja fyr­ir­tæki, rekstur sem borgin sem sveit­ar­fé­lag á ekki að eiga og þá fæst fjár­magn til að eyða biðlistum og útrýma fátækt.

Úrbóta­til­lögur Flokks fólks­ins allar felldar

Við síð­ari umræðu Fjár­hags­á­ætl­unar 2022 og fimm ára áætl­unar lagði full­trúi Flokks fólks­ins til að börn for­eldra með tekjur undir kr. 5.307.888 á ári fái fríar skóla­mál­tíð­ir. Um 2500 börn er að ræða. Heild­ar­kostn­aður við til­lög­una nemur 27,5 m.kr. Til að fjár­magna til­lög­una var lagt til að fjár­heim­ildir Þjón­ustu- og nýsköp­un­ar­sviðs, hér eftir skamm­stafað ÞON, til ýmiss konar áskrift­ar­gjalda og útgjalda vegna erlendrar ráð­gjafar verði lækk­aðar um sömu upp­hæð.

Til­laga Flokks fólks­ins um fjölgun fag­að­ila til að eyða biðlista barna eftir fag­að­ilum skóla var einnig felld. Áætl­aður heild­ar­kostn­aður til­lög­unnar er 200 m. kr. og var einnig lagt til að hækk­unin til vel­ferð­ar­sviðs verði fjár­mögnuð með lækkun á fjár­heim­ildum til fjár­fest­inga tækja- og hug­bún­aðar hjá ÞON.

Eins og til­lög­urnar bera með sér vill full­trúi Flokks fólks­ins að sótt verði fjár­magn til ÞON m.a. með því að lækka kostnað vegna ýmis konar áskrifta og aðkeyptrar inn­lendr­ar- og erlendrar ráð­gjafar.

Full­trúa Flokks fólks­ins hefur þótt ÞON nota það gríð­ar­mikla fjár­magn sem sviðið hefur fengið til staf­rænna verk­efna illa og af laus­ung. Staf­ræn umbreyt­ing­ar­verk­efni eru nauð­syn­leg en skort hefur á eðli­lega for­gangs­röð­un, skýr mark­mið og rök­studdar tíma­setn­ingum verk­efna hjá ÞON. Er nema von að spurt sé: Í hvað fóru eig­in­lega 10 millj­arðar sem ÞON hefur sogað til sín und­an­farin 3 ár?

Miklu hefur verið eytt í til­raunir á hug­bún­að­ar­lausnum sem eru þegar til og hafa verið virkar í langan tíma! Í stað þess að hefja sam­vinnu, fyrir þremur árum, við þá sem lengra voru komnir með sam­bæri­legar snjall­lausnir fór ÞON í alls konar til­rauna­starf­semi á alls konar snjall­lausn­um. Benda má í þessu sam­bandi á Ísland.is og Staf­rænt Ísland sem hafa einmitt það hlut­verk að styðja við staf­ræna veg­ferð stofn­ana og sveit­ar­fé­laga til að tryggja að ekki sé unnið að sam­bæri­legum lausnum á mörgum stöðum á sama tíma.

Auglýsing

ÞON hefur þan­ist út, ráðið tugi sér­fræð­inga og hagað sér eins og hug­bún­að­ar­fyr­ir­tæki á einka­mark­aði. ÞON telur sig nú sam­keppn­is­hæft á alþjóða­mark­aði! Fjöl­mörg verk­efni sem gerðar hafa verið til­raunir með eru þess utan ekki brýn og mættu bíða betri tíma. Á meðan orku, tíma og fjár­magni hefur verið sóað í til­raunir á ýmsum gælu-­snjall­lausnum, hefur verið beðið eftir öðrum nauð­syn­legum staf­rænum lausn­um. Leggja hefði átti áherslu á að full­klára Mínar síð­ur, Hlöð­una sem er upp­lýs­inga­stjórn­un­ar­kerfi og inn­leið­ingu hennar og Gagn­sjána sem er upp­lýs­inga­miðl­un­ar­kerfi en beðið hefur verið eftir þessum lausnum í þrjú ár.

Hluta fjár­heim­ildar til ÞON er því betur varið að mati Flokks fólks­ins til að vinna á biðlistum og standa undir skóla­mál­tíðum fyrir börn sem búa við erf­iðar félags­legar aðstæð­ur.

Það er einu sinni svo að sveit­ar­fé­lagið Reykja­vík er á engan hátt frá­brugðið öðrum sveit­ar­fé­lögum á Íslandi fyrir utan stærð. Það eru að stærstum hluta sömu verk­efni og sama þjón­usta sem sveit­ar­fé­lag þarf að veita sínum not­end­um. Full­trúi Flokks fólks­ins vonar að með gagn­rýnni sinni hafi drop­inn holað stein­inn og betur sé gætt að því að kaupa það sem hægt er að kaupa „úti í búð“.

Áherslur Flokks fólks­ins

Flokkur fólks­ins vill að öllu fólki líði vel í borg­inni. Fólk þarf að geta fundið til örygg­is, fundið að stjórn­völd láti það sig varða og að ekki þurfi að kvíða morg­un­deg­in­um. Að það hafi fæði, klæði og hús­næði, og kom­ist milli staða án vand­ræða til að sinna störfum sínum og öðrum skyld­um.

Reykja­vík­ur­borg á að ein­beita sér að grunn­þjón­ustu og efla hana eins og hægt er. Efla skóla, félags­þjón­ustu, vinna gegn fátækt og vinna í ýmsum félags­legum úrbót­um. Ef þessir þættir eru ekki í lagi skiptir litlu hvernig umhverfið er, hvort glitti í bragga, pálma eða Lauga­veg­inn í breyttri göngu­götu­mynd.

Það er á ábyrgð kjör­inna full­trúa, end­ur­skoð­enda og innri end­ur­skoð­unar að gera við­vart. Ef reka á sveit­ar­fé­lag sam­kvæmt lögum þarf eft­ir­far­andi:

  1. Verk­efnum sé for­gangs­raðað með brýnar þarfir íbúa að leið­ar­ljósi.
  2. Verk­efni séu skil­greind af fag­mennsku og með skýrri mark­miðs­setn­ingu.
  3. Lausa­tök séu ekki liðin í fjár­mála­stjórn.
  4. Hag­kvæmni sé ávallt höfð að leið­ar­ljósi.

Flokkur fólks­ins hefur áhyggjur af því að þessi laga­skil­yrði hafi ekki verið virt í verki hjá Reykja­vík­ur­borg. Á það verður látið reyna á nýju ári.

Höf­undur er odd­viti Flokks fólks­ins í borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit